Alþýðublaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.12.1975, Blaðsíða 2
Flóabáturinn Baldur auglýsir Aukaferðyfir Breiðafjörð þriðjudaginn 23. desember. Sömu brottfarartimar og á laugardögum. Athygli skal vakin á þvi, að bilar eru ekki teknir að svo stöddu. Bótagreiðslur Tryggingastofnunar rikisins i Reykjavik. Bótagreiðslum lýkur á þessu ári á hádegi miðvikudaginn 24. desember. Athygli þeirra, sem telja sig eiga ósóttar fjölskyldubætur frá fyrra helmingi þessa árs, er sérstaklega vakin á að vitja bót- anna nú þegar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Framkvæmdastjóri Þormóður rammi h.f., Siglufirði, óskar að ráða framkvæmdastjóra. Umsóknir um starfið sendist formanni stjómarinnar, Ragnari Jóhannessyni, Hliðarvegi 35, Siglufirði. — Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1976. Þormóður rammi h.f. Siglufirði Barnafata- verzlunin Rauðhetta Mikið úrval af Baby Budd-vörum, barna- fatnaði til sængurgjafa og jólagjafa, peysur i miklu úr- vali. Hjá okkur fáið þið góða vöru á hagstæðu verði. Opið laugardaga kl. 10 til 12. Barnafataverzlunin Rauðhetta Iðnaðarmannahúsinu/ Hallveigarstíg 1 — Simi 28480. Metár 1 Þótt svo vel hafi tekizt á ár- inu 1974 sem raun ber vitni, skal ósagt látið að þar með hafi tekizt að fullnægja þörf og eftirspurn þess árs eftir íbúð- arhúsnæði. Fyrir liggur nú á- ætlun um fbúðaþörf næstu ára, fram til 1980, gerð af áætl- unardeild Framkvæmdastofn- unar ríkisins. Er hún nú til umræðu, i og með ásamt yfir- liti um þróun byggingarstarf- semi, um stöðu isienzks bygg- ingariðnaðar og spá um þróun hans fram tii 1980, sem gerð hefur verið á vegum Kann- sóknaráðs rikisins. Má vænta þess, að itarlegar umræður fari fram um þessi mál á næstunni og verði mikilvægur grundvöllur heildarsýnar yfir þessi mál. Ingólfs-Café Gömludansarnir i kvöld kl. 9 Hljómsveit Garöars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aögöngumiöasala frá kl. 8. — Simi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANÍR IIÓTEL LOFTLEIDIR Caleterla. veitlngasalur með ijálfaafgrelðalu opln alla daga. IIÓTEL LOFTLEIÐIR Blómaaalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG við Auaturvöll. Resturatlon. bar og dans I Gyllla aalnum. Sfml 1144«. HÓTEL SAGA Grilllð oplð alla daga. Mlmlabar og Aatrabar. oþlð alla daga nema miðvikudaga. Slmi 20890. INGÓLFS CAFÉ vlð llverfiagötu. —Gömlu og nýju dansarnir. Slml 1282«. ÞÓRSCAFÉ Oplð á hverju kvöldl. Slml 23123. SKEMMTANIIt — SKEMMTANIR ^ Alþýðublaðið alþýðu hlmnm •• R0DD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Alvarleg öfugþróun Eins og greint hefur verið frá i fréttum, hefur niðurstaða rikis- stjórnarinnar af athugun hennar á almannatryggingakerfinu orðið sú, að skera niður framlög rikissjóðs til sjúkratrygginga um 1667 milljónir króna og bæta þeirri upphæð á sjúkt fólk i formi hækkaðs lyfjaverðs og hækkaðs verðs fyrir læknishjálp svo og með þvi að innleiða nýja skatt- heimtu upp á u.þ.b. 1200 milljónir kr. Vissulega er hér um að ræða mjög tilfinnanlega kjaraskerðingu, sem bitnar á launafólki og þeim, sem eiga við sjúkleika að striða. Málið er þó mun alvarlegra en það virðist vera við fyrstu sýn. Á undanförnum árum hefur kostnaður við sjúkratryggingar aukizt gifurlega. Sjúkratryggingar hafa á örfáúm árum vaxið lifeyris- tryggingunum langt yfir höfuð svo nú er svo komið, að þær eru orðnar milli 50 og 60% dýrari. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að allur kostnaður við heilsugæzlu hefur aukizt gifur- lega á örfáum árum. Nákvæmlega sama vanda hafa ýmsar nágrannaþjóðir okkar átt við að etja og er nú svo komið, t.d. hjá Bretum, að hin gifurlega kostnaðar- aukning við heilsugæzlu ógnar þvi kerfi, sem tryggja á öryggi þeirra þjóðfélagsþegna, sem við sjúkleika eiga að striða. Sjúkratrygginga- kerfið er bókstaflega að molna i sundur undan þrýstingi frá stöðug- um kostnaðarhækkunum við heil- brigðisþjónustu. Er þessi þróun ein- hver mesta ógnunin við grundvall- aratriði hins svonefnda velferðar- þjóðfélags, sem um getur. Nákvæmlega þetta sama er nú að gerast hér á íslandi. í stað þess að reyna með einhverjum hætti að hamla gegn þessari uggvænlegu þróun bregzt ihaldsstjórnin á Is- landi við á þá lund að leggja aukin gjöld á sjúka fólkið. Með þessu er ihaldsstjórnin að feta fyrstu sporin eftir braut, sem getur endað á þvi, að sjúkratryggingakerfið leggist i rúst og i staðinn verði upp tekið svipað fyrirkomulag og i Bandarikj- unum, þar sem sjúklingar eru látnir greiða úr eigin vasa bróðurpartinn af kostnaði við læknishjálp — með þeim afleiðingum, að jafnvel ein- faldar læknisaðgerðir eru venjulega launafólki fjárhagslega ofviða og spitalar neita að taka við sjúku fólki nema það geti fyrst sannað greiðslugetu sina. Það er þetta, sem er hinn háalvar- legi hlutur i þeim atburðum, sem eru að gerast i sambandi við mál- efni sjúkra i landinu og ráðstafanir ihaldsstjórnarinnar til að leysa vanda sjúkratryggingakerfisins. Loks lét Gæzlan segjast Loksins hafa yfirvöld Landhelgis- gæzlunnar tekið við sér og heimilað fréttamönnum að vera um borð i is- lenzku varðskipunum og senda fréttir jafnharðan og atburðir ger- ast. Það gekk ekki átakalaust að fá þessu sjálfsagða og nauðsynlega máli framgengt. I siðasta þorska- striði daufheyrðust yfirvöld við öll- um óskum um þetta og létu sér ekki segjast þótt um tima væri svo kom- ið, að ,,kalt strið” var skollið á milli islenzku „pressunnar” og yfirvalda vegna stirfni þeirra siðarnefndu og skilningsleysi á gildi skjótrar upp- lýsingamiðlunar fyrir islenzkan málstað. Og nú átti enn að hafa sama háttinn á. Það var ekki fyrr en sendiherrar okkar erlendis og sjálf- ur utanrikisráðherra höfðu rekið sig á mikla ókosti þess að fréttaflutn- ingur væri ekki greiður frá miðun- um og höfðu harðlega gagnrýnt al- gerlega ónauðsynlega og raunar ó- skiljanlega stirfni yfirvalda Land- helgisgæzlunnar við fréttamenn, sem loks var ákveðið að greiða fyrir fréttaflutningi af miðunum með þvi að heimila fréttamönnum að vera um borð i varðskipum og senda fréttir jafnharðan. íslenzkir frétta- menn eru að sjálfsögðu ánægðir með þessi málalok og nú er komið að þeim að vinna sitt upplýsinga- starf i sambandi við landhelgismál- ið — sjá til þess, að réttar og ná- kvæmar fréttir berist bæði til Is- lands og umheimsins a.m.k. ekki siðar, en hin brezka útgáfa af frétt- unum. Þannig geta islenzkir frétta- menn orðið málstað íslendinga i landhelgismálinu til mikils gagns, þvi þorskastriðið er ekki aðeins háð á miðunum heldur heyja aðilar einnig áróðursstrið sin á milli og takmarkið i þvi striði er að sjálf- sögðu það hjá báðum að hafa áhrif á skoðanamyndun almennings sér i hag. Eftirleiðis ættu bæði erlendir og innlendir fréttamenn að hafa jafngóða aðstöðu til þess að fylgjast með atburðum þorskastriðsins og flytja umheiminum fregnir af þeim. Þar eð okkar menn hafa til þessa haft miklu verri aðstöðu en and- stæðingar okkar i þessu efni hljóta þessi brey ttu viðhorf að verða okkur til framdráttar. Auglýsið í Alþýðublaöinu Föstudagur 19. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.