Alþýðublaðið - 19.12.1975, Síða 7

Alþýðublaðið - 19.12.1975, Síða 7
Danska blaðið Aktuelt skýrir frá því í fyrradag, að á morgun, laugardag, verði væntanlega kunngjört í veizlu í sænsku kon- ungshöllinni, að Karl Gústaf Svíakonungur muni ganga að eiga Silviu Sommerlath, 27 ára gamla stúlku, sem konungur kynntist er hann sótti ölympíu- leikana í Munchen. 160 gestir verða í veizlunni, og þykir gesta- listinn benda til þess að von sé á meiriháttar yfirlýsingu. Orðrómur um trúlof un konungs og Silvíu hef ur áður heyrzt, en að þessu sinni hafa talsmenn kon- ungs hvorki viljað játa né neita neinu. VERÐUR SILVIA SVÍAÐROTT NING? Svíadrottning kunngjörð á morgun? Margir, sem þekkja vel til sænska kóngafólks- ins segja að tilvonandi drottning Svia heiti Silvia. Hún er 27 ára, af borgurum komin, alin upp i Suð- ur-Ameriku og þýzkur rikisborgari. Hún ekur i gömlum bíl, hún talar sex tungumál, hún er falleg og hún er prúð. Þetta segja þeir , sem þekkja þessa ungu stúlku og sem eru sannfærðirum,að hinn ungi Sviakonungur, Carl Gustaf hafi með Silviu Sommerlath fundið stúlkuna, sem hann elskar og sem sænska þjóðin mun unna lika. Silvia bjó i einstaklingsibúð i Munchen, þangað til að sænski kóngurinn varð fárveikur i ágúst og þá náðu sænskir blaðamenn fyrst tali af Silviu. Nú er hún horfin og enginn veit, hvort það er rétt, sem hún sagði, að hún yrði nokkra mánuði á Spáni eða hvort hún hefur staðið við hlið Carls Gustafs i laumi allan timann. Konungurinn, sem er 27 ára kynntist Silviu á Olympiuleikunum i Munchen en þar vann hún við móttöku „finni” gesta, svo sem Rainerfursta af Monaco og Carls Gustafs.sem þá var krónprins. „Við kynntumst ekki nánar fyrr en siðar,” lét hún þýzkt blað hafa eftir sér. Þau fóru saman á skiði i Zermatt I Sviss og þar kynntust þau vel. Eftir það hafa þau skrifazt á og hringt oft hvort til annars og þau hittast jafnoft og mögulegt er. Þau fóru t.d. saman á veiðar hjá Otto von Bismarck fursta skammt frá Hamborg um vorið. Carl Gustaf kynnti Silviu fyrir afa sinum, áður en hann lézt, frænda sinum Bertil prins og vinum sinum á sumarhöllinni Solliden á öland og allir töfruðust af þessari dökkhærðu, gáfuðu og yndis- iegu stúlku. Faðir Silviu er kominn á eftirlaun og hann býr ásamt konu sinni, sem er brasilisl^i þýzkum smá- bæ. Silvia, foreldrar hennar og þrir eldri bræður bjuggu i 12 ár i Sao Paulo i Brasilíu og þvi talar hún bæði portúgölsku og þýzku. Vinir hennar segja, að hún sé hin eina og rétta Sviadrottning. Hún hefur stúdentspróf, en hún hefur einnig lært hótelrekstur og farið á málanámskeið. Hún talar lika ensku, frönsku, spönsku og itölsku eins og innfædd. Hún hafði yfirumsjá með þeim 1500 stúlkum, sem unnu við móttöku og sem túlkar á Olympiuleikunum i Munchen. AFl FYLGDIST MEÐ HONUM Beztu drottningarnar eru þær, sem eru kjörnar af ást. Vinir Carls Gustafs og Silviu efast ekki um, að hann elski hana heitt. Prinsinn, sem dansaði og drakk,er gjörbreyttur eftir að hann varð konung- ur. Það er erfitt að vera Sviakóngur og Ca'rl Gust- af lifir ekki lengur hinu ljúfa lifi með forgylltum dömum. Listinn yfir fyrrverandi vinkonur Carls Gustafs er langur: Það var Ulia.sem var aðeins 16 ára, þegarhún varð vinkona prinsins. Pia Degermark, sem varð leikkona og Titti Wachtmeister, sem varð ljósmyndafyrirsæta.Christina Lindberg, Barbro Ehn, Ewa Tresschow og svo barnabarn Sir Winstons, Arabella Churchill. Carl Gustaf hefur einnig verið bendlaður við önnu, Englandsprinsessu, Karolinu Mónakó- prinsessu og milljónaerfingjann Tinu Onassis.Þá sagði hann: „Einkalif mitt kemur engum við. Margir kvænast ungir, en ég er ekki ennþá reiðu- búinn til þess, en ætti ég samt að hætta að daðra?” Það voru ekki aðeins blaðamenn, sem fylgdust með þvi við hverja prinsinn dansaði mest eða hélt lengst i höndina á bæði i Sviþjóð og erlendis. Afi Carls Gustafs, Gústaf Adolf konungur fylgdist vel með barnabarni sinu. Hann — meira en nokkur annar — ól hann upp sem verðandi konung og undirstrikaði hvað eftir annað, að skyldan gangi fyrir öllu. BERTIL PRINS VERÐUR'AÐ BÍÐA Einn er sá maður, sem hafði mikil áhrif á Carl Gustaf meðan hann var „að hlaupa af sér hornin” og það er Bertilprins, bróðir hins látna Sviakon- ungs og Ingrid Danadrottningu. Bertil prins hefur alla ævi neyðst til þess að meta skylduna meira en einkalifið. Hann varð alltaf að taka við skyldum konungsins, þegar hann var á ferðalagi, unz krónprinsinn varð myndugur 25 ára gamall. Ef Gústaf Adolf hefði látizt fyriir tveim árum hefði Bertil prins verið fulltrúi krún- unnar, unz „litli prinsinn” hefði aldur til þess. Þess vegna hefur Bertil prins aldrei kvænzt. Hann er einhver hjartanlegasti og elskulegasti maður, sem hægt er að hugsa sér og hann þráir eðlilegt fjölskyldulif eins og aðrir. En hann neydd- ist til að hætta við að ganga að eiga enska vinkonu sina, Lilian Craig, sem hefur i mörg ár búið i villu prinsins „Villa Mirage” á frönsku Rivier- unni. Þau hittast aðeins, þegar Bertil prins þarf ekki að gegna störfum sinum i Sviþjóð. Meðan nýi kon- ungurinn er ókvæntur og á engan son, sem verður konungur eftir hans daga, neyðist Bertil prins enn til þess að vera fulltrúi krúnunnar nr. 2. CHRISTINA PRINSESSA ER ENN FYR§TA FRÚ RtKISINS Þar sem konur geta ekki orðið drottningar Svi- þjóðar, þó að þær séu af konungsættinni, eru að- eins til tveir menn, sem geta stýrt krúnunni. Ann- ar er ungi konungurinn, en hinn Bertil prins, sem er 61 árs „staðgengill” og verður enn að biða ró- legur. Ef Bertil prins kvænist konu af borgaraættum missir hann allan rétt til krúnunnar og gerist það og látist ungi konungurinn án þess að hafa látið eftir sig erfingja er konungdæmið Sviþjóð úr sög- unni. Það er mjög vafasamt, að Sviar myndu velja nýjan konung til að gegna þeim örfáu skyld- um, sem eftir eru af riki Bernadottanna. Systir Carls Gustafs konungs, Christina prin- sessa verður einnig að meta skylduna meira en allt annað. Þessi þrituga Haga-prinsessa hefur verið fyrsta frú Sviþjóðar frá þvi að móöir hennar, Sibylla.dó. Christina prinsessa verður aðhaldaá- fram að standa við hlið bróður sins unz hann kvænist og þvi getur hún ekki gengiðaðeiga mann- inn, sem hún elskar eins og systur hennaiChrist ina prinsessa getur ekki komið fram fyrir hönd krúnunnar, ef hún gengur að eiga mann af borg- araættum. Prinsessan hefur alltaf neitað þvi, að hún sé i hjónabandshugleiðingum, en hún á sér vin, forstjórann Tord,,Tosse” Magnussonog hann er af borgaraættum. Christina hefur verið — og er, þangað til.að bróðir hennar kvænistvirðuleg fyrsta frú rikisins og hún hefur stutt konunginn mikið þessa erfiðu fyrstu daga. Hún er nýtizkuleg og sjálfstæð stúlka, sem vinnur úti . Fyrst i ráðuneyti, en nú hjá Rauða krossinum og tekur engin laun fyrir starf- ið. Hún hefur einnig tekið að sér mikið af störfum móður sinnar, Sibyllu prinsessu, sem verndari allskonar stofnana og félaga. Skyldan gengur fyrir hjá henni, konunginum og Bertil prinsi, en enginn efar það, að Christina prinsessa hlakkar til þess dags, þegar Carl Gustaf kvænist. Þá getur hún gert það, sem hana langar til. PlilStlME llf PLASTPOKAVE RKSMHD JA Sfmar 82639-82655 Vetnagörftum 6 Box 4064 — Reykjevfk Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Halnaiijarðar Apotek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 ’Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Læknishjálpin að verða lúxusvara Fleiri byggðas tj ðrnir mótmæla málaflokks ef nauðsyn krefur. Á fundi i Samstarfs- nefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 18. des. ’75 var eftirfarandi samþykkt gerð: ,,Lagt hefur verið fram á Alþingi stjórn- arfrumvarp um breytingar á al- mannatryggingalög- unum, sem felur i sér, að sveitarfélögum er falið að innheimta 1% álag á gjaldstofna út- svars, þ.e. brúttótekj- ur gjaldenda. Skal fé þessu varið til að standa undir rekstr- arútgjöldum sjúkra- trygginganna”. S.S.S. mótmælir harðlega framkomnu frumvarpi, sem gengur I þveröfuga átt við stefnu sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum, sem telja að rikið eigi að taka að sér sjúkratryggingarnar að fullu. Skorar nefndin á alþingis- menn að fella frumvarpið og beita sér i staðinn fyrir þvi að 10% þátttaka sveitarfélag- anna i sjúkratryggingunum verði lögð niður og rikissjóði falin sú fjármögnun og einnig viðbótarfjáröflun til þessa Guðmundur sveitarstj leysustr.hreppi. Jóhann Einvarðsson stjóri Keflavik. Eirikur Alexandersson bæjarstjóri Grindavik. Hauksson, V a t n s - bæjar- Alfreð Alfreðsson, sveitar- stj. Sandgerði. Albert K. Sanders, sveitar- stjóri Njarðvikurhrepps. Jósep Borgarsson, oddviti Hafnahreppi. Finnbogi Björnsson, oddviti Gerðahreppi. Verkfræðstofa Sigurðar Thoroddsen: Til að leiðrétta misskilning Greinargerð um tæknilegan undirbúning Kröfluvirkjunar 1. Ráðning ráðgjafar- verkfræðinga Kröflunefnd réði ráðgjafar- verkfræðifyrirtækin Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen s.f. (VST) og Rogers Engineering Co. Inc., San Francisco til þess að annast tæknilegan undirbúning Kröfluvirkjunar og til umsjónar með framkvæmdum. Var samn- ingur milli aðila um það verk undirritaður 21. nóv. 1974. Verksvið ráðgjafarfyrirtækj- anna er tæknilegur undirbúning- ur og umsjón með framkvæmd- um við orkuverið sjálft. Um aðra þætti undirbúnings framkvæmd- anna var ekki samið, svo sem framkvæmdir við jarðboranir og gufuveitu aðstöðvarhúsi, sem eru á vegum Orkustofnunar og há- spennulinu frá orkuveri til Akur- eyrar, sem eru á vegum Raf- magnsveitna rikisins. Vegna tilfinnanlegs raforku- skorts á Norðurlandi lagði Kröflunefnd áherzlu á það við ráðgjafarfyrirtækin, að fram- kvæmdum yrði hraðað svo sem kostur væri. 2. útboð og samningar A. Véibúnaður Hinn 2. des. 1974, eða aðeins ell- efu dögum eftir að ráðgjafar- verkfræðingarnir höfðu tekið að sér hönnun verksins, sendu þeir tiltækar upplýsingar um aðalvél- ar til átta vélaframleiðenda með fyrirspurnum um verð og af- greiðslutima. Tilboð bárust frá fimm þeirra ásamt margvisleg- um upplýsingum um fyrirtækin. Álitlegustu tilboðin voru frá tveimur japönskum fyrirtækjum, Mitsubishi Heavy Industries (MHI) og Toshiba. Bæði þessi til- boð voru mjög itarleg. Tilboðs- gögn MHI voru 201 bls. en tilboðs- gögn Toshiba 294 bls. Fulltrúar beggja ráðgjafarfyrirtækjanrta gerðu itarl. samanburð á þess- um tveimur tilboðum og ræddu við fulltrúa fyrirtækjanna. Var það samhljóða álit þeirra, að til- boð MHI væri hagstæðara bæði hvað snerti verð og gæði vélbún- aðar. Samningar um kaup á tveimur 30 MW vélasamstæðum var gerður við MHI, og var hann undirritaður 7. febrúar 1975. Utboð og samningar um önnur vélakaup hafa staðið yfir siðan og er nú að mestu lokið, þ.e.a.s. um 15% verðmætis. Hafa þeir samn- ingar verið gerðir við fjölmörg fyrirtæki, bæði Evrópu og Ameriku auk viðbótarsamninga við MHI. B. Byggingarframkvæmdir f samningum við vélaframleið- endur tókst að semja um það stuttan afgreiðslufrest, að sá möguleiki opnaðist, að raforku- framleiðsla gæti hafizt siðla árs 1976. Kröflunefnd ákvað að stefna að þvi marki og skyldu fram- kvæmdir við það miðaðar. For- senda fyrir þessari áætlun var, að stöðvarhúsið yrði gert fokhelt fyrir veturinn ’75— ’76. Útboð á mannvirkjum hefði tekið nokkra mánuði og kom þvi ekki til greina, ef sett timamörk áttu að standast. Var þvi óhjá- kvæmilegt að ráða verktaka til verksins, og fól Kröflunefnd VST að kanna hvaða verktakar kæmu helzt til greina. 1 aprilmánuði sl. aflaði VST upplýsinga um hvernig verkefn- um væri háttað hjá þeim fyrir- tækjum, sem helzt komu til greina og var rætt við fulltrúa nokkurra þeirra. Að lokum stóð valið milli Miðfells h/f i Reykja- vik og Norðurverks h/f á Akur- eyri sem höfðu látið i ljós áhuga á verkinu. Lögðu bæði fyrirtækin fram upplýsingar um tækjakost, starfslið og fyrri verk. A grund- velli þeirra upplýsinga og ann- arra tiltækra upplýsinga um fyrirtækin tók VST saman grein- argerð um þau og lagði fyrir Kröflunefnd. Er hún dagsett 17. mai 1975. 1 greinargerðinni er m.a. fjallað um reynslu verktak- anna á sviði byggingarfram- kvæmdá, fjármál og tækjabúnað. Kemur þar fram, að VST taldi bæði fyrirtækin hafa næga verk- þekkingu og reynslu til að vinna vekið. Talsvert vantaði á að Norður- verk h/f hefði yfir að ráða nægum tækjakosti til framkvæmdanna. Vantaði fyrirtækið t.d. mulnings- og hörpunartæki til steypuefna- framleiðslu og fullnægjandi steypuhrærivélar en ráðgerði að útvega þau tæki erlendis frá. Með tilliti tilþess, að engan tima mátti missa, ef unnt átti að vera að koma stöðvarhúsinu undir þak fyrir veturinn, taldi VST óvarlegt að treysta á afgreiðsluloforð tækja erlendis frá. Miðfell h/f hafði hins vegar til- tæk öll nauðsynlegustu tæki til framkvæmdanna og gat hafizt handa án tafar. Réði það atriði úrslitum um það, að VST lagði til viðKröflunefnd, að gengið yrði til samninga við Miðfell h/f. Sam- þykkti nefndin þá tillögu og gerði bráðabirgðasamkomulag við Miðfell h/f, sem hófst handa um virkjunarframkvæmdir sfðari hluta maimánaðar sl. Verksamn- ingur var siðan undirritaður 4. júli 1975. Með þeim samningi tók Miðfell h/f að sér að gera stöðvarhúsið fokhelt, steypa undirstöður kæliturna og undir- stöður háspennuvirkja og að ganga frá stöðvarhlaði. Nokkrir verkþættir við frágang stöðvarhúss hafa verið boðnir út i haustog útboð annarra er i undir- búningi. t nóv. 1975 Verkfræðistofa Sigurðar TKoroddsen sf. Einfalt SPENNANDI ÓDÝRT Fæst í flestum bóka- og leikfanga- verzlunum Heildsöludreifing: FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN H.F. t TÓMSTUNDAHÚSIÐ 4 STÆRSTA LEIKFANGAVERZLUN LANDSINS Dýr leikföng rQ CP<"0 Ódýr leikföng TÓMSTUNDAHÚSIÐ Laugavegi 164 Sími 21901 Teppahreinsun Hréinsum gólfteppi og húsgögn i heimahúsum og fyrirlækjum, Krum meö nýjar vclar. GóÖ þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 ffijSfSWSSI Innrettingar husbyggingar BREIÐÁS | Vesturgötu 3 simi 25144 i KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 Kasettuiðnaöur og áspilun, fyrir útgefendur hljóinsveitir. kóra og fl. Leitiö tilboöa. Mifa tónbönd Akureyri Pósth. 631. Slmi (96)22136 Dunn í GlflEÍIDflE /ími 64900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.