Alþýðublaðið - 19.12.1975, Page 12
Otgefandi: Blað hf. Framkvæmda-
stjiiri: Ingólfur P. Steinsson. Rit-
stjóri: Sighvatur Björgvinsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bjarn
Sigtryggsson. Auglýsingar og af-
greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar
14900 og 14906. Prentun: Blaða
prent hf. Áskriftarverð kr. 800.- á
mánuði. Verð i iausasölu kr. 40.-
KÓPAVOGS APÓTEK
,0piö öll kvöld til kl. 7
ilaugardaga til kl. 12
( Vcöriö
Ekki á hitinn að endast
okkur lengi, þvi að i dag
er búist við að veður fari
kólnandi. Gera má ráð
fyrir að hiti verði kominn
niður að frostmarki undir
kvöldið. Allhvöss sunnan-
átt verður fyrri hluta
dags með súld og rign-
ingu, en siðdegis mun
hann snúast i suðvestan
með skúrum og jafnvel
slydduéljum.
Cátan
#£rr v£tub
SOfitr 'VuritHR c/?cr
hott FridlR HOO/U
zstmM Yhd/ð
'hn'/f HViium
OTfl
TALft fííNIR
LOKfi m'fiLfT)
\ DÖNSK HErruN druhk
RKDLfTS HLUT! LfHJN UN6
7
[
'/LTTflR S£TUP * TVIHL HHH/Ð
■ 5*. 6RÖDU R-A
flæk ju
Hilmar Foss,
löggiltur skjalaþýðandi og dóm-
túlkur er fæddur i Brighton i Eng-
landi 1920. Foreldrar hans voru
Elisabet Kristjánsdóttir Foss
(Jónssonar háyfirdómara) og
Magnús Scheving Thorsteinsson.
Hilmar fluttist strax á fyrsta ári
með móður sinni til Islands og
ólst upp hjá henni. Hann hefur átt
heima i Reykjavik fram á þennan
dag að undanskildum striðsárun-
um, er hann var við nám i Eng-
landi.
Hilmar stundaði nám i Verzlun-
arskóla Islands og lauk þaðan
prófi 1938. Siðan fór hann til Eng-
lands, þar sem hann lagði m.a.
stund á ensk og alþjóðleg lög.
Eiginkona Hilmars er Guðrún
Guðmundsdóttir og eiga þau tvö
börn, Hilmar Friðrik, 16 ára og
Elisabetu Guðlaugu, 12 ára.
Hilmar Foss hefur rekið skrif-
stofu sina að Hafnarstræti 11
siðan 1947, þ.e.a.s. sem aðalstarf.
En þegar talað er um aðalstarf
fer ekki hjá þvi að menn reki-upp
stór augu þegar litið er yfir öll
þau mörgu trúnaðar og virðingar
störf, sem Hilmar hefur gegnt.
Það siðasta var honum falið fyrir
nokkrum dögum, er hann var
kjörinn formaður Islandsdeildar
Amnesty. International.
Þegar Hilmar var spurður að
þvi hvort hann hefði ekki einhver
hobbi, sagði hann, ,,Það er ekki
nokkur timi fyrir hobbi.” En þeg-
ar betur var að gáð kom i ljós að
Hilmar Foss safnar bókum og er
mikill bókaormur og auk þess
hefur hann einnig safnað mál-
verkum. Það er þvi ljóst að jafn-
vel hinir starfsömustu og upp-
teknustu menn hafa sin hobbi,
hobbi, sem hafa smátt og smátt
hætt að vera sem slik og orðið
þess i stað hluti af lifstilveru.
HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ
HEYRT: Að mörgum þyki það
súrt i broti að iþróttahreyfingin,
sem nú kvartar undan lágum
rikisstyrk, skuli láta það viðgang-
ast að einkafyrirtæki safni aug-
lýsingum i nafni iþróttahreyfing-
arinnar fyrir millj. á ári hverju
og hafi sjálf ailan hagnað af.
Samkvæmt upplagssölum Frjáls
framtaks hf. sem gefur út
tþróttablað ISÍ á eigin reikning,
gerir sala áskrifta meira en að
standa undir kostnaði, hún skilar
arði og eru þá auglýsingamilljón-
irnar ótaldar.
SÉÐ: Að skæruhernaður Visis og
Dagblaðsins er kominn á það stig
að rifizt er um hvort og þá hve
mikill hluti upplags hvors blaðs
fer á haugana. Það nýjasta mun
vera birting i DB á mynd af Visis-
pökkum á leið á haugana — frá
stjórnartima Sveins Eyjólfssonar
á Visi.
HEYRT: Að enn hafi ekki farið
fram lokauppgjör vegna þjóðhá-
tiðarhaldanna i Reykjavik i
fyrra. Hins vegar hafi verið búið
að greiða um 18 milljónir króna 1.
september, en fjárveiting til há-
tiðarhaldanna nam 12 milljónum
króna. Er þvi ljóst að kostnaður
hefur orðið mun meiri en áætlað
var.
HEYRT: Að viðskiptatimarit
nokkurtstundiæði frjálsa verzlun
með fréttamennsku. Hafa for-
ráðamenn blaðsins samband við
fyrirtæki og bjóðast til að taka
viðtal við forráðamennina, gegn
þóknun. I einu tilviki hljóðaði
reikningur fyrir greiðann upp á
350 þúsund krónur. Þetta er brot á
siðareglum Blaðamannafélags
tslands, en fréttamenn þessa
timarits hafa nýverið fengið inn-
göngu i það félag.
SÉÐ: Að Guðni Þórðarson hefur
enn ekki óskað þeirrar rannsókn
ar, sem hann boðaði á blaða-
mannafundi nýverið, á þætti
Seðlabankans i aðgerðum banka-
ráðs Alþýðubankans gegn Sunnu
og Vikingsflugi.
SÉÐ: I greinargerð með frum-
varpi að fjárhagsáætlun Reykja-
vikurborgar, að þrengja á hag
Borgarbókasafnsirts. Lagt er til,
að tillag stofnunarinnar um bóka-
kaup verði lækkað um fimm
milljónir króna og bókband um
hálfa milljón. Ennfremur eru
felldar burt tillögur um ráðningu
aukins starfsmannafjölda.
HLERAÐ: Að skólatannlæknar i
Reykjavik vinni i akkorði og séu
oft ótrúlega fljótir að annast
tannviðgerðir miðað við það sem
gerist á venjulegum tannlækna-
stofum. Sagt er að ráða eigi 14
skólatannlækna til viðbótar þeim
liðlega 20 sem starfa i þessari á-
kvæðisvinnu.
Er fótur fyrir þvi...
...að óskað hafi verið hliðstæðrar
rannsóknar á útlánum stóru
bankanna og þeirrar, sem gerð
var hjá Alþýðubankanum?
MEGUM
VIÐ KYNNA
ÖRVAR HEFUR 0RDIÐ M
Upp á siðkastið hafa
dagblöðin farið að sýna
neytendamálum mun
meiri áhuga, en hingað til
— og er það vel. Mörg
biaðanna hafa tekið upp
sérstaka neytendaþætti
og óvanalega mikið hefur
verið skýrt frá starfsemi
Neytendasamtakanna
bæði i blöðum og i út-
varpi. Er þetta mikil
breyting frá þvi, sem áð-
ur hefur verið — en til
þessa hefur neytandinn
raunar verið rétlaus
borgari i samfélaginu og
litið sem ekkert verið gert
af opinberri hálfu til þess
að styrkja réttindi hans
eða efla samtök neyt-
enda.
I öllum nálægum lönd-
um er sterk löggjöf um
réttindi neytenda fyrir
lariga löngu orðinn sjálf-
sagður þáttur i réttar-
vernd hins almenna borg-
ara. I þeim málum erum
við íslendingar mörgum
áratugum á eftir ná-
grönnum okkar. Hér er
engin slik heildarlöggjöf
um réttindi neytenda til
og ákvæði, sem til eru i
nokkrum lögum þar að
lútandi, eru bæði fátækleg
og langt i frá að vera full-
nægjandi eða sómasam-
leg. Áhugi ráðamanna á
að ráöa hér bót á hefur
enda verið mjög tak-
markaður — hvað, sem
veldur.
Á siðustu árum við-
reisnarstjórnarinnar lét
þáverandi viðskiptaráð-
herra, Gylfi Þ. Gislason,
sérfróðan mann semja
drög að frumvarpi til laga
um neytendavernd, voru
þessi drög sniðin eftir
samskonar lagaákvæðum
á Norðurlöndum og að-
hæfð islenzkum aðstæð-
um. Lýsti viðskiptaráð-
herra, Gylfi Þ. Gislason,
þvi yfir, að hann myndi
leggja frumvarp þetta
fyrir Alþingi á þinginu
1971-1972 og að hann
myndi stefna að þvi að lög
um þetta efni yrðu sett
annað hvort þá um vetur-
inn eða á þeim næsta á
eftir.
Aður en af þessu gat
orðið höfðu þingkosning-
ar farið fram og ný rikis-
stjórn tekið við. Við-
skiptaráðherra þeirrar
rikisstjórnar var Lúðvik
Jósefsson, einn helzti for-
ystumaður Alþýðubanda-
lagsins. Hann tók við
neytendafrumvarpinu úr
höndum forvera sins —en
aðhafðist ekkert i málinu.
Þau þrjú ár, sem Lúðvik
Jósefsson var. ráðherra
viðskiptamála rykféll
frumvarpið i skrifborðs-
skúffum hans i stjórnar-
ráðinu. Meiri yar nú á-
huginn ekki fyrir málefn-
um neytenda á þvi kær-
leiksheimili.
Nú er Lúðvik farinn úr
stjórnarráðinu og annar
maður, ólafur Jóhannes-
son, tekinn við ráðuneyti
viðskiptamála — og enn
bólar ekkert á frumvarpi
um neytendamál. Fram-
sóknarflokkurinn virðist
jafn áhugalitill um þau
mál og Alþýðubandalagið
var.
fimm á förnum vegi
úrn Sigurðsson, búðarloka og
stud. jur.: ,,Að sjálfsögðu hefur
einhver hluti þeirra áhrif. Til-
kynningalestur útvarpsins er þó
tilgangslaus með öllu, en bóka-
auglýsingar i sjónvarpi eru
mjög áhrifamiklar.”
Hákon Sigurjónsson, lögreglu-
þjónn: ,,Já, tvimælalaust.
Auglýsingarnar gefa fólki vit-
neskju um það sem á boðstólum
er. Sjónvarpið og smáaug-
lýsingar dagblaðanna tel gg
verahvað áhrifamestar.”
Marfa Hallbjörnsdóttir, skrif-
stofumaður: ,,Það er erfitt að
segja til um það, en að vissu
leyti held ég þó að þessi jólahol-
skefla auglýsinga hafi áhrif.
Þær hafa áhrif á mig persónu-
lega ef eg er að leita að ein-
hverju sérstöku, en hrófla ekki
við mér ef ég er ekki i innkaupa-
hugleiðingum.”
1
Hafa jólaauglýsingar áhrif?
Kristján Lýðsson, gjaldkeri. ,,t
sumum tilfellum og öðrum ekki,
en d mig hafa auglýsingar ekki
áhrif. Margar þessar auglýsing-
ar eru anzi sniðugar en hreyfa
þó ekki við mér.”
Helgi Þórðarson, húsvöröur:
,,Já, ég held það. Þær hafa að
nokkru leyti áhrif á þessu af-
markaða timabili I desember.
Jólaauglýsingarnar margar
hverjar spila inn á hégómann i
fólki og hafa töluverð áhrif.”