Alþýðublaðið - 10.01.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.01.1976, Blaðsíða 9
ípréttir Frjálsíþróttamenn fylgdu fast á hæla knatt- spyrnumannsins í kjöri íþróttamanns ársins Val Jóhannesar einnig viðurkenning á árangri landsliðsins í sumar Fyrirliði islenzka knattspyrnu- landslíðsins, Jóhannes Eðvalds- son, var i gærdag kosinn Iþrótta- maður ársins áriðð 1975 i kosn- ingu þeirri, sem samtök iþrótta- fréttaritara gekkst fyrir. Að Kristinn Stefánsson leikur í stað „Trukksins” Fjórir leikir verða leiknir i Islandsmótinu i körfuknattleik um helgina, þrir i iþróttahús- inu á Seltjarnarnesi og einn i Njarðvikum. Á laugardaginn leikur 1R gegn Fram, og Valur gegn Snæfelli, og hefst fyrri leikurinn kl. 14. I Njarðvikum leika UMFN og KR og byrjar sá leikur einnig kl. 14. A sunnudag kl. 18 leika svo ÍS og Snæfell. Þessi leikur átti að fara fram á Akranesi, en sökum þess að fþróttahúsið á Akranesi er enn ekki tilbúið verður þessi leikur færður út á Seltjarnarnes. Curtis Carter, „trukkur- inn”, mun ekki leika gegn UMFN i dag —er i leikbanni. 1 stað hans mun Kristinn Stefánsson, hinn gamalkunni „center” KR-inga, taka stöðu hans i liðinu. Kristinn ákvað i fyrra að hætta körfuknatt- leiksiðkun en hefur þó æft við og við með liði sinu i vetur. Þegar sýnt er að „trukkurinn” færi i leikbann, ákvað Kristinn að draga fram skóna að nýju og hefur hann æft vel upp á siðkastið. Ekki er nokkur vafi á þvi', að hann mun styrkja KR-liðið mikið i leiknum i dag. Jónas Jóhannsson, ,center” Njarðvikinga, meiddist á æf- ingu með landsliðinu, rétt fyrir leikinn við bandariska háskólaliðið Rose Hulman, og gat þvi ekki leikið með liði sinu gegn Armenningum. Hann er búinn að ná sér af þessum meiðslum, og leikur þvi með UMFN i dag. Njarð- vikingar hafa ekki staðið við þær vonir, sem bundið var við liðið i upphafi keppnistima- bilsins, en vitað er þó, að þeir eru erfiðir heim að sækja. An „trukksins” ættu Njarðvik- ingar að hafa góða möguleika á sigri gegn KR i dag. þessu sinni tóku 8 f jölmiðlar þátt i kosningu þessari, þ.e.a.s. Rikis- útvarpið, Sjónvarpið, Alþýðu- blaðið, Timinn, Morgunblaðið, Þjóðviljinn, Visir og Dagblaðið, og er hún sú tuttugasta i röðinni sem samtökin gangast fyrir. Hver fjölmiðill sendi inn lista með nöfnum 10 iþróttamanna, sem raðað var niður i sætin 1—10, eins og lög iþróttafréttaritara gera ráð fyrir. Sá er var no. 1 hjá við- komandi fjölmiðli fékk 10. stig, næsti 9 og svo koll af kolli niður i 1 stig, sem tiundi maður fær. Jóhannes Eðvaldsson hlaut 63 stig, og er þvi óhætt að segja að iþróttafréttaritarar hafi verið nokkuð sammála um valið á hon- um. Hreinn Halldórsson, frjáls- iþróttamaður, varð annar, hlaut 60 stig, Stefán Hallgrimsson, frjálsiþróttamaður, varð þriðji, hlaut 47 stig, Skúli óskarsson, lyftingamaður, varð fjórði, fékk 44 stig, Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnumaður, fimmti með 37 stig, Ólafur H. Jónsson, hand- knattleiksmaður, sjötti, 26 stig, Viðar Guðjohnsen, júdómaður, sjöundi, 22 stig, Árni Stefánsson, knattspyrnumaður, áttundi, . 20 stig, Lilja Guðmundsdóttir, frjálsiþróttakona, niunda, fékk 18 stig og Jón Alfreðsson, knatt- spyrnumaður, tiundi, hlaut 14 stig. Það er eflaust að bera i bakka- fullan lækinn að kynna Jóhannes Eðvaldsson fyrir iþróttaunnend- um, til þess er hann orðinn löngu það vel kynntur á iþróttasiðum dagblaðanna. Henn leikur um þessar mundir með einu frægasta félagsliði Evrópu siðastliðin 10 ár, skoska liðinu Glasgow Celtic, Heimsbikarkeppnin i svigi karla verður meðal efnis iþrótta- þáttar Sjónvarpsins i dag. Keppni þcssi fór fram i Madonna d Campiglio á ítaliu ekki alls fyrir löngu. Þar koma fram beztu skíðamenn heims, svo sem ítal- inn Gustavo Thoeni, Sviinn Inge- mar Stenmark, og Hans Hinter- seer og Pter Gros. Það eru efa- laust margir islendingarnir sem fýsir að sjá þessa frægu skiða- menn i iþróttaham. Sýnt vcrður úr siðari landsleik íslendinga og Sovétmanna, sem fram fór siðasta sunnudag. Á eftir þessu verða sýndar svip- myndir frá frændum vorum, og er þegar orðinn þekktur um allt Skotland fyrir iþrótt sina, og einnig hefur hróður hans borizt viðar. Hann gerðist atvinnu- maður hjá liðinu I sumar, en áður hafði hann leikið með danska 1. deildarliðinu Holbæk, þar sem hann var áhugamaður, en þaðan fór hann til Celtic, þar sem hann gerði samning til þriggja ára. Hreinn Halldórsson eða „strandamaðurinn sterki” eins og hann er oft kallaður á fyllilega skilið að vera svo ofarlega á list- anum eins og reyndar allir þeir, sem hlutu stig i þessari kosningu. Hann er löngu orðinn landsþekkt- ur iþróttamaður, og þá einkum fyrir kúluvarp, þó hann hafi sýnt að hann er afreksmaður i fleiri greinum, t.d. lyftingum. Stefán Hallgrimsson hefur oft veriðkjörinn meðal beztu iþrótta- manna ársins, og kemur þvi val hans i þriðja sæti sizt á óvart, enda tvimælalaust fjölhæfasti iþróttamaður landsins i dag. Skúli Óskarsson- lyftingamaður hefur verið mjög vaxandi iþrótta- maður, og er skemmst að minn- ast hins góða árangurs, sem hann náði á heimsmeistaramóti i kraftlyftingum i Birmingham ekki alls fyrir löngu, þar sem hann hlaut bronzverðlaun. Ásgeir Sigurvinsson var i fyrra kjörinn iþróttamaður ársin. Sannar kosning Ásgeirs á listan- um i ár að kjör hans i fyrra var engin tilviljun. Hann hefur unnið hug og hjörtu knattspyrnuunnn- enda, sem annarra, ekki aðeins á Islandi, heldur einnig i Belgiu, þar sem hann leikur með belgiska Framhald » bls. 4. Svium og Dönum, og í þeim kenn- ir ýmissa grasa. Samkvæmt samningi við brezku sjónvarpsstöðina, ITV, átti að sýna leik Derby County og Everton i 3. umferð ensku bikar- keppninnar i sjónvarpinu i dag, en sá leikur var leikinn á Baseball Ground í Derby siðasta laugar- dag. í gær barst hins vegar skeyti frá sjónvarpsstöðinni og sagt ,,að þvi miður þá kænii þessi leikur ekki i bráð”. i stað þess sýnir sjónvarpið annaðhvort leik Birmingham City og Stoke, eða Derby County gegn Sheffield United, en þessir leikir voru leikni fyrir rúmum mánuði. Frá heimsbikarkeppninni í svigi á skerminum í dag OKRAR LANDSFRÆGA ÚTSALA HEFST mánudagírm 12.janviar Terelyne buxur frá kr. 2.200,— islenzk alullarteppi kr. 1.950-, 1,50 x 2 m. Geysilegt úrval af skyrtum frá kr. 1.490- Herrajakkaföt frá kr. 8.900 — einnig stakir jakkar frá kr. 3.000-. Bolir i úrvali frá kr. 750- ásamt fjölbreyttu úrvali af peysum á ýmsum verðum. Stórkostleg útsala á hljómplötum — allar aðrar nyjar hljómplötur með 10% afslætti. laugavegi 89-37 hafnarstræti 17 13008 12861 13303 Laugardagur 10. janúar 1976. Alþýðublaðið ffij

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.