Alþýðublaðið - 01.02.1976, Side 3

Alþýðublaðið - 01.02.1976, Side 3
„My Fair Lady" og „Dagf innur dýralæknir" (Dr. Doolittle)), sem nú er látinn. Við birtum hér kafla úr nýútkominni bók Lilli Palmer, My life with Rex. Síð- ari hluti kaflans birtist svo í næsta helgarblaði. lamál þegar )m í mat Sólarmegin í lífinu: Rex og Lilli (í aftursætinu )við Portofino ásamt Ingrid Berg- man og Irene Selznick, sem framleiddi kvikmyndir, sem Harrison-hjónin léku i. ir lát móður minnar. „bögn. „bekkið þér bróður minn Gloucester?” „Nei, herra. Ég hef aldrei haft þá ánægju.” „Ánægju!” sagði hann og ranghvolfdi augunum og leit til himins. „bekktuð þér bróður minn, Kent?” (betta minnti á Shakespeare: bróðir minn Gloucester, bróðir minn Kent....) „bvi miður,” sagði ég. Hertoginnaf Kent, yngsti bróðir hans.fórsti flugslysi á striðsár- unum, og var mjög vinsæll. „Leitt,” sagði hann. „Hann var góður náungi.” Kvöld nokkurt meðan her- togahjónin af Windsor og Jimmy Donahue, Woolworth erfinginn, sem var einn „hirð- manna” þeirra, sem fylgdi þeim alls staðar, voru til kvöld- verðar hjá okkur, var hringt. Greta Garbo og gamall vinur hennar, Gieorge Schlee, voru komin til hafnar og vildu fá að vita, hvort þau mættu lita inn. Ég sagði hertoganum þetta og mér til undrunar, varð hann mjög ákafur. „Já, segið þeim að koma,” sagði hann hrifinn. „Mig hefur alltaf langað til að kynnast henni.” Hertogaynjan var jafnhrifin, hún hafði heldur ekki hitt Garbo. Rexstökk upp i jeppann og fór til að sækja þau. betta var söguleg stund. Kon- urnar tvær sátu andspænis hvor annarri og mældu hvor aðra út. begar ég virti þær fyrir mér, datt mér i hug, að lifið velur fólki þau hlutverk, sem góður leikstjóri myndi aldrei láta það fá. Konan, sem konungur væri fús til að fórna hásæti sinu, var auðvitað Greta Garbo, einhver fegursta kona heims, einstök og ófáanleg. barna sat hún i gömlum blá- um siðbuxum og upplitaðri blússu, einmana kona. Og and- spænis henni Wallis Windsor, sem i þetta skipti var klædd ein- hverju hvitu og glæsilegu með mikil auðæfi i demöntum um hálsinn. Brúnt hár Gretu var slétt og matt af sjávarseltu um hverfis fagurt andlit hennar. Wallis fór vitanlega ekkert nema einkahárgreiðslumaður hennar ferðaðist með henni. Rödd hertogaynjunnar var ákveðin og málmkennd. Rödd Gretu var lág, nær óheyranleg. „Mig langar til að halda boð fyriryðurá „Sister Ann”, sagði Wallis af góðsemi sinni. ,,Ég á engan kjól,” tautaði Greta. ,,bá höfum við boðið bara óformlegt,” sagði Wallis og leit á mann sinn, sem kinkaði ákaft kolli. Almennar samræður gengu illa. Greta var hvort eð er alltaf fámál. Schlee lagði sig fram. Jimmy Donahue var ekki „i stuði”. Og þó minntist Wallis á dálitið, sem hefði átt að vekja áhuga allra leikara og leik- kvenna. „Hver ætli leiki okkur, þegar mynd verður gerð um okkur?” spurði hún. „Haldið þið annars ekki, að það verði gerð kvik- mynd um okkur?” Um það efaðist enginn. „Hver skyldi leika okkur? Hvað haldið þið?” Við vissum það ekki, við hik- uðum. Við vorum komin út á hálan is. „bað verður auðvelt að velja leikkonu, sem á að leika mig,” sagði Wallis,” ég verð ekki sýnd eins og ég var, fertug að aldri og engin fegurðardis. beir velja einhverja heimska ljósku eða blóðsugu einsog Yhedu Bari með langt sigarettumunnstykki til að gera sögu okkar senni- legri. ’ ’ Eitt okkar spurði: „Hverja mynduð þér kjósa, ef þér mætt- uð ráða?” „Katherine Hepburn,” svaraði hertogaynjan hiklaust. ,,En til að leika hertogann?” Wallis svaraði engu. En Windsor kinkaði kurteislega kolli til Rex og sagði: „Égheld, að þér væruð sá bezti i það hlut- verk,” Rex klóraði sér i nefið og taut- aði eitthvað óskiljanlegt, en það var greinilegt, að honum fannst sér heiður sýndur. Hvað átti að taka við, þegar þetta umræðuefni var á þrot- um? Ég hafði eitt til vara, ef þögnin yrði alltof ógnandi. „Hertogaynja, hver er mest aðlaðandi maður, sem þér hafið kynnzt? Allir viðstaddir undan- skildir.” Wallis hugsaði sig andartak um og rauf svo þögnina. Windsor hafði horft forvitnis- lega á konu sina á meðan. „Kemal Akaturk,” sagði hún ákveðin. Við litum hrifin á hana. Við umgengumst ekki fólk eins og föður tyrkneska lýðveldisins. Windsor brosti. „Tilþess að þið myndið ykkur rétta skoðun á málinu, ætla ég að taka það fram, að ég hitti Ataturk i fyrsta og siðasta skipti á siglingu um Miðjarðarhafið 1935,” sagði Wallis dræmt. „Hann var kallaður „Grái úlf- urinn”. Hann var gráhærður og 'gráeygðurog alltaf gráklæddur. Hann var ekki úlfur, David?” Windsor kinkaði kolli. „Hættulegur maður.” ,,Já,” sagði Wallis, en mér fannst hún eiga við annað. Kvöldið var á enda. George og Garbo vildu ganga til hafnar- innar. Rex hjálpaði Wind- sor-hjónunum upp i gamla, skituga jeppann okkar. „Látið þið aldrei klæða sæt- in?” spurði Wallis mig ávitandi, þegarhún settist varlega niður i hnökrótt aftursætið eins og hún væri að setjast á nýorpið egg. Vélin fór i gang eftir smávegis uppörvun. Hertoginn af Wind- sor, sem sat við hliðina á Rex, hélt sér i gluggakarminn og jeppinn hökti og hristist niður hæðina, gegnum oliulundina, niður til hafnarinnar. Konum, sem giftast ungar, hættir til að láta undan i sam- búðinni. Raunar á þetta við um bæði kynin. Fólk lagar sig erfið- leikalaust að lifsmynd sterkari aðilans. bú elskar. Ekkert ann- að skiptir máli. Ef þú færð þér nýjan maka siðar á ævinni, verðið þið að vera tveir likam- ar, ein sál. t fyrsta hjónabandi minu brúaði ástin eina gjána milli huga okkar. Ég var lengi að ákveða hjú- skaparslit. Ég lagði allt, sem ég átti hjónaband mitt i fimmtán ár. alla mina þrjózku og með það eitt i huga. Siðustu árin gekk ég með sterkar augnskýl- ur. bað eina sem greindi mig frá venjulegum dráttarklárum, er að ég setti þær upp sjálf. Ég kunni að meta augnskýlurnar . minar og leyfði engum aðhrifsa þær af mér. Ég saugst inn i myrk göng, þegar þær voru tættar grimmdarlega og skyndilega af mér. Ytri aðstæður juku aðeins á sársaukann; við Rex lékum saman i leikriti i London, vorum bundin samningi, sem við losn- uðym ekki við, föðmuðumst með tréörmum á hverju kvöldi. Ég gat ekki komizt undan. Ég var fönguð i gildru. Ég hafði vitað um stund, að Rex var „eirðarlaus”. Einu sinni fann ég ósent simskeyti i vasa hans, sem átti að senda i fatahreinsun. Hið gamalkunna atriði i gamanleikjunum, skeyti til fallegrar, ungverskrar konu. Ungverska konan skipti svo sem engu máli, en það lá i aug- um uppi, að hann beið einhvers” á næsta leiti” eins og hann kall- aði það sjálfur. Kay Kendall var á næsta leiti. Hann var að leika i fyrstu brezku kvikmyndinni sinni i langan tima. Hún var kölluð ,,The Constant Husband”. Kay var ein þeirra, sem léku á móti honum. Meðan á myndatöku „The Constant Husband” stóð, varð Rex ástfanginn af Kay Kendall og ég vissi það, þó að enginn segði mér það, þvi að hann hringdi til min á hverju kvöldi (gömul venja) til Munchen, en þar var ég að leika i kvikmynd, og ég heyrði það á raddblænum. Þegar ég kom frá býskalandi fórum við Rex saman i okkar árlega sumarfri til Portofino. Ég vissi ekki enn, hver konan var, sem hann hafði hrifizt svo af. Kannski liði þetta hjá.... Ég spurði einskis, en hann sagði ekkert. bangað til skömmu siðar, þegar Kay birtist skyndi- lega i Portofino i fylgd með vin- konu sinni, frú William Saroyan. Og þar var það. Allt lá ljóst fyrir. betta var gifurlegt áfall. Carole Saroyan varð agndofa. „bérverðiðað trúa mér,” sagði hún gráti næst. „Ég hafði ekki hugmynd um, hvers vegna Kay vildi endilega fara til Portofino. Ég hefði aldrei farið hingað, ef ég hefði vitað það. Ég á tvö börn. Ég veit hvernig þetta er.” Mestu vandræðin fyrst var samningur okkar við Binkie Beaumont (H.M. Tennent Management), en samkvæmt honum áttum við Rex að leika i „Bell, Book and Candle” (Bjalla, bók og kerti) i London, en æfingar áttu að hefjast i næsta mánuði. Binkie bjó hjá okkur i Portofino og hann sá ringul- reiðina, sem varð, þegar Kav kom og varð skelfingu lostinn, ekki aðeins sem vinur okkar heldur og sem leikhússtjóri. 1 þessum svifum fékk ég til- boð frá New York um að leika i nýju leikriti, „Anastasia” á Broadway. Ég áleit, að þetta gæti verið eina von min til að losna við daglegar þjáningar „umgengni” og til að byggja aftur upp lif mitt. En Binkie var sannfærður um, að Rex myndi „átta sig”, og hann vildi ekki leyfa mér samningsrof, og þó að einkenni- legt sé að segja frá þvi, vildi Rex ekki heldur slita samleik okkar. Ef til vill var hann ekki alveg viss um tilfinningar sinar. Eða hann var aðeins trúr eftir- lætis orðtaki sinu: „Reyndu bæöi að borða kökuna og eiga hana”. bessi kaká var vitastæð- ari en menn hafði grunað. Eftir stutta „brúðkaupsferð” komu Rex og Kay til London, og þar hittumst við til að búa ,,saman”á Connaught-hótelinu. Æfingar áttu að hefjast. A sunnudögum var Rex með Kay uppi i sveit. Ég heimsótti son okkar, Carey, i skólann i Sunningdale og bauð honum i mat i Máidenhead skammt þaðan. Lifið var bærilegt meðan á æf- ingum stóð. þvi að vandamálin ogringulreiðin komu i veg fyrir. að ég gæti einbeitt mér að eigin erfiðleikum og hjartasári. En ég réð ekki við hugarástand mitt. þegar sýningar hófust. Ég reyndi að leita mér hjálpar alls staðar. Fyrst fór ég auðvitað til sálfræðings. „Ég get ekkert gert fyrir yður,” sagði hann, „nema gefið yður róandi lyf eða örvandi töflur. Sendið mér eiginmanninn”. Ég fór til vinar mins. Noel Cowards. Kannski gat hann hjálpað mér. Hann vissi það auðvitað, nj vissu allir það. Ég hafði flutt af Connaught-hótel- inu og bjó i litilli ibúð á horni Mount-strætis. Noel reyndi ekki að gera litið úr ástandinu eða velta sér upp úr góðum ráðleggingum. NÆST: Hún er dauð- vona... ðMSŒŒSM Innrettinqar 'MBUIÍÆ húsbyggingar BREIÐÁS Vesturgötu 3 simi 25144 KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Slmi 74200 — 74201 DÚftA Síðumúla 23 /ími 64900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.