Alþýðublaðið - 22.02.1976, Side 1
Lífeyrissj óðirnir
SUNNUDAGSLEIDARI
Allir góðir íslendingar hljóta að harma, að til við-
tækustu vinnudeilna i sögu þjóðarinnar hafi komið,
þegar eins er ástatt i islenzkum þjóðmálum og nú,
bæði inn á við og út á við. Verðbólga og versnandi
viðskiptakjör hafa rýrt kaupmátt launa óhóflega,
svo að við þvi var að búast, að launþegasamtök
gerðu kröfur um kjarabætur, einkum til handa hin-
um lægst launuðu. Hins vegar hefur lækkað verð á
útflutningsvörum, miðað við það, þegar bezt lét,
samfara hækkandi verði á erlendum hráefnum og
þá einkum oliu, gert atvinnuvegunum erfiðara um
vik að verða við réttmætum óskum launþega. En
vonandi finnst lausn á ágreiningsefnunum, sem
bætir hag þeirra, sem hafa orðið fyrir kjaraskerð-
ingu, án þess að afkomu þjóðarheildarinnar verði
stefnt i voða né heldur, að verðbólgubálið magnist á
ný.
Eitt hefur þó þegar gerzt i þessari deilu, sem hlýt-
ur að vekja ánægju allra, sem áhuga hafa á félags-
legu réttlæti i landinu. Það er samkomulagið, sem
tókst um lifeyrisgreiðslur til gamla fólksins úr líf-
eyrissjóðum verkalýðsfélaganna. Sannleikurinn er
sá, að við hlið ranglætisins, sem rikir i skattamál-
um gagnvart launþegum annars vegar og atvinnu-
rekstri hins vegar, hefur það verið eitt hróplegasta
misréttið i islenzku þjóðfélagi, að sumir lands-
manna hafa notið réttar til verðtryggðs lifeyris, og
á það fyrst og fremst við um opinbera starfsmenn,
en aðrir hafa ekki notið slikrar verðtryggingar,
heldur einungis fengið greidda fasta krónutölu, sem
hefur auðvitað orðið minna og minna virði með vax-
andi verðbólgu. Hefur hið siðarnefnda fyrst og
fremst átt við um félaga i launþegasamtökunum.
Margir hafa á undanförnum árum gert sér ljóst,
að úr þessu misrétti yrði aldrei bætt, nema með þvi
að koma upp einum lifeyrissjóði fyrir alla lands-
menn, þar sem allir nytu hliðstæðra réttinda. Þegar
Eggert G. Þorsteinsson var félagsmálaráðherra,
fól hann Haraldi Guðmundssyni, fyrrverandi for-
stjöra Tryggingarstofnunar rikisins, sem þá hafði
látið af störfum sem sendiherra Islands i Noregi, að
semja álitsgerð um þetta mál og hafa þar hliðsjón
af hliðstæðri löggjöf um þetta efni á hinum Norður-
löndunum. Haraldur skilaði ýtarlegri skýrslu um
málið. En ekki náðist samkomulag um lagasetn-
ingu á grundvelli hennar. Verður að segja þá sögu
eins og hún var, að það strandaði ekki einungis á á-
greiningi milli stjórnmálaflokka, heldur voru einnig
skiptar skoðanir um það innan launþegasamtak-
anna, hvort væri réttara, að lifeyrissjóðurinn væri
einn og undir opinberri stjórn, sem þó bæði samtök
launþega og vinnuveitenda gætu átt aðild að, eða
hvort hvert félag skyldi ráða sinum sjóði. Þing-
menn Alþýðuflokksins hafa flutt tillögur til þings-
ályktunar, þar sem reynt hefur verið að þoka mál-
inu áleiðis með hugmyndum um málamiðlun milli
þessara óliku sjónarmiða, en allt hefur komið fyrir
ekki.
Þeim mun ánægjulegra er, að nú skuli hafa náðst
samkomulag milli samtaka launþega og vinnuveit-
enda, sem annars vegar felur i sér auknar greiðslur
til gamla fólksins og hins vegar ákvörðun um
endurskoðun á öllu lifeyriskerfinu til frambúðar.
Atbeini rikisstjórnarinnar þarf einnig að koma til.
Hún er talin þurfa að leggja fram 250 millj. kr. til
þess að samkomulagið geti komið til framkvæmda
og beita sér fyrir tvennum breytingum á gildandi
lögum. Engin ástæða er til þess að efast um, að rik-
isstjórnin verði við tilmælum um þetta efni, svo að
þetta réttlætismál ætti að vera komið i höfn.
Hér er að visu ekki um kjarna deiluefnisins að
ræða, en þó spor i rétta átt, ráðstöfun, sem kemur
þeim, sem allra mesta þörf hafa haft á kjarabótum,
til góða. Ef tekið verður á hinum stærri ágreinings-
efnum með sama hugarfari, ætti von að geta staðið
til þess, að þessar viðtæku vinnudeilur fái farsæla
og réttláta lausn.
GÞG
Framhald af forsíðu
Vestfjöröum þvi mcð þessu móti
væri raunar verið að kippa fót-
ÞORSKVEIÐIBANN ALLT
SUMARIÐ HEFÐI í FÖR
MEÐ SÉR ATVINNULEYSI
VIÐA ÚTI Á LANDI
unum undan öilu atvinnulifinu á
þeim útgerðarstöðum landsins,
sem skiluðu mcstu verðmæti úr
lönduöum afla. Þá var Alþýðu-
blaðinu einnig bent á það. að
slik ráðstöfun gæti haft mjög al-
varlegar afleiðingar fyrir freð-
fiskmarkaði okkar i Bandarikj-
unum sem við höfurn verið að
b.Vggja upp i 30 ár.
— Við eigum tvcggja til
þriggja niánaða birgðir fyrir
þann ntarkað svo ef vinnslan i
hraðfrystihúsunum stöðvast i
fjóra, jafnvel átta mánuði má
nærri geta, hvað verður af
markaði okkar i Bandarikjun-
um, var sagt.
Eins og áður getur hefur
stjórnunarnefndin ekki enn tek-
ið endanlega afstöðu til þessara
hugmynda um bann við þorsk-
veiðum, en þess er að vænta, að
bún ljúki störfum á næstunni.
Formaður nefndarinnar er Ein-
ar Ingvarsson, aðstoðarmaðui
sjávarútvegsráðberra, en aðrir
nefndarmenn eru m.a. skipaðir
af Hafrannsóknarstofnuninni.
Fiskifélaginu. Ltú, FtB. Fiski
rnála rá ði. Sjómann a sa m ba nd-
inu og fleiri aðilum.
—SB
Sunnudagur 22. febrúar — 39. tbl. — 1976 — 57. árg.