Alþýðublaðið - 22.02.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 22.02.1976, Síða 3
Reynir ólafsson þjálfari FH var ekki I neinum vafa hvemig leikur Fram og FH færi. Þjálfari Fram, Ingólfur óskarsson, þekkir mæta vel FH, enda er ekki svo langt síðan Fram og FH háðu einvígi um Islandsmeistaratitilinn ár eftir ár, og var Ingólfur þá leik- maður með Fram. Ingólfur sagði i viðtali við blaðið, að hans leikmenn færu með þvi hugarfari I hvern leik aðsigra, og svo muni einnig verða á morg un. Hilmar Björnsson þjálfari Vals, á ekki von á að örlagadisirnar hagi þvi þannig að Valur verði tslands- meistari. Alþýöublaðið haföi samband við þá þrjá þjálfara, sem verða i eldlinunni i kvöld, sunnudagskvöld, þegar Fram og FH mætast i væntanlega siðasta leik Islandsmótsins að þessu sinni. Að visu verða aðeins tveir þjálfaranna með lið sin á vellinum, en hinn þriðji Hilmar Björnsson þjálfari Vals, mun ekki siður fylgjast með leiknum af ekki minni áhuga en hinir tveir, þar eð leikurinn sker úr um það hvort Valur nái titlinum bezta handknattleikslið Islands, árið 1976, eða hvort það verði FH-ingar sem enn einu sinni fagna sigri. Reynir ólafsson, þjálfari FH-inga hafði þetta að segja: „Við vinnum þennan leik með þremur til fjórum mörkum. Égálit að við séum betri en Fram, og ef miðað er við það, að bæöi liðin nái sinu bezta þá tel ég ekkert vafamál á þvi að við sigrum íslandsmótið. Við höfum komið vel út úr siðustu leikjum mótsins.náð vel saman, og ef sá gállinn er á okk- ur, held ég að ekkert lið standist okk- ur snúning. Við höfum lika gert mörg mörk i þessu móti, fleiri en önnur liö, og vörnin og markvarzlan hefur stórbatnað. Þetta mun verða lykill- inn að sigri okkar. Ég reiknaði alltaf með þvi að það yrði FH, Valur og Vikingur, sem myndu berjast um titilinn, en eftir þvi sem mótið þróaðist þá gat næst- um hvaða lið sem er unnið titilinn. Ég var satt að segja ekki beint bjart- sýnn á að við ynnum mótið, eftir tap- ið gegn Ármenningum i Laugardals- höllinni, sem ég álit að hafi veriö al- gjört slys. Ef þaö hefði ekki gerst værum við nú þegar búnir að vinna þetta. En maður lifði alltaf i voninni að Valur myndi missa flugið, sér- staklega þar eð þeir áttu alla þrjá leikina eftir i Hafnarfirði, en þar hef- ur þeim alltaf gengið hálf illa. Það kom svo lika á daginn, eins og ég hafði reiknað með. Fram hefur komið mér á óvart i þessu móti, ogég geri mér grein fyr- ir þvi aö þeir eru nokkuð góðir, en við erum einfaldlega betri. Ef svo illa tækist til að leiknum lyki með jafn- tefli, er ég ekkert smeykur um það að við vinnum ekki Val i aukaleik. Við höfum unnið þá tvivegis i vetur og virðumst hafa gott tak á þeim, þótt kannski sé ekki alveg um grett- istakað ræða. Ég gef það ekkertuppi hvort við tökum Pálma úr umferö eða ekki, slikt kemur i ljós i fyllingu timans. Hilmar Björnsson, þjálfari Vals, hafði eftirfarandi að segja: „Það þýðir ekkert að berja hausnum við steininn, ég held að FH vinni leikinn nokkuð örugglega. Astæðan er ein- faldlega sú að Fram hefur ekki upp á neitt að spila, en FH-ingarnir munu hins vegar berjast eins og ljón, þvi tslandsmeistaratitillinn er jú i húfi. Framararnir hafa að visu komið all þokkalega út úr siðustu leikjum, en það mun samt ekki nægja, þvi mjður. Ég er að vonum hálf svekktur yfir þvi að við vorum ekki búnir að tryggja okkur þennan titil, en það verður ekki aftur snúið með það, úr þvi sem komið er. Ég tel lika að við höfum verið nokkuð heppnir að vera komnir með slikt forskot og við höfð- um á timabili. Lánið hefur lika ekki leikið við okkur að einu leyti. Við misstum einn bezta leikmann okkar Stefán Gunnarsson sem meiddist á fæti gegn Haukum, og missir sliks manns sem Stefáns er ekki hægt aö bæta á stuttum tima. Um gagnrýni á islenzkum handknattleik i vetur hef ég þetta að segja. Þaö er mikið áfall fyrir handknattleikinn að missa sina beztu menn til annarra landa og það tekur sinn tima að vinna upp þann missi. Þess vegna er hægt að segja að nokkurs konar millibils-ástand hefur gætt i iþróttinni i vetur, en hún mun von bráðar ná þvi striki sem hún var komin á. Það er gnótt af efnilegum handknattleiksmönnum sem veröur að gefa tima. En ég get huggað handknattleiksunnendur með, að við spilum sizt verr, en frændur vorir á Norðurlöndum, og jafnvel lika i V-Þýzkalandi. Aö visu sker eitt lið sig út úr þar, þ.e.a.s. Gummersbach, en hin liðin eru ekki neitt betri en okkar”, sagði Hilmar að lokum, en hann var samt ekki bjartsýnn að Valur yrði meistari. Ingólfur Óskarsson þjálfari Fram hafði eftirfarandi að segja : „Þegar Fram og FH leika, þá er alltaf mikill spenningur. Þetta hefur verið þannig siðan fyrir 1960. Þótt annað félagið hafi verið i öldudal, þá hafa leikir þessara liða ávallt verið tvisýnir og spennandi, og svo mun einnig verða á morgun. Við förum með þvi hugar- fari inn á á morgun að vinna leikinn, einsog við gerum fyrir hvern einasta leik i hvaða móti sem er. Menn æfa með það fyrir augum að verða bezt- ir, og því gera leikmennirnir það sem þeir geta i hverjum leik hverju sinni. Hitt er svo annað mál, að lið sem hefur leikmenn eins og Geir Hallsteinsson, Viðar Simonarson, Guðmund Sveinsson, Þórarin Ragn- arsson, Guðmund Arna og Birgi Finnbogason er ekki auðunnið. Það er tómt mál að tala um það hvort við ætlum að reyna að þakka Val fyrir 1972, þvi eins og ég sagði áðan, þá er hver einstakur leikur barátta út af fyrir sig, hvort sem um íslandsmót, eða æfingarleiki er að ræða. Ég er ánægður með árangur Framliðsins i vetur, en við hefðum kannski getaö gertbetur. Þetta hefur veriðaökoma smám saman hjá okk- ur, og ég álit að við eigum eftir að vera enn betri á næstu árum. Hvað handknattleiknum viðvikur, þá hefur hann aðeins verið miðlungi góður og til þess liggja að sjálfsögðu nokkrar ástæður. Við höfum óneitanlega orð- ið fyrir áhrifum utan að frá og byggj- um ekki á tómum langskyttum eins og við gerðum hér áður fyrr. Nú er lögð meiri áherzla á samhæfni og vörn. Að lokum þá vil ég aöeins segja að leikurinn verður jafn, og skemmtilegur eins og alltaf hefur verið á milli þessara liða, sfðan gamla Hálogaland var og hét. ||f PLftSTPQKAVERKSMICkJA Sl™ 82439-82155 Grensásvegi 7. fiox 4064 — Pípulagnir Tökum að okkur alla pipulagningavinnu löggildur pipulagningameistari 74717 og 82209. Hafnarfjaröar Apotek Afgreiðslutiml: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^slmi 51600. KNATTSPYRNULIÐ Boltinn var blautur og háll, og Tottenhamleik- mönnunum gekk erfið- lega að hemja hann. Þegar þeir reyndu að taka við knettinum, skauzt hann frá þeim, til leikmanna Nantes. Loksins, þegarþeir náðu nokkru spili, endaði það alltaf þannig, að einn missti knöttinn of langt frá sér i blautu grasinu. Roger Morgan sem var á varamannabekknum var að telja hve oft þeir náðu að senda á milli, án þess að Nantes leik- maður fékk knöttinn. Loksins náði Chivers valdi á honum en varnarmaður rændi hann frá honum áður en hann gat snúið sér við. Eddie öskraði á hann, og Nick setti niður hausinn. Nantes átti miðjuna frá upp- hafi, og sótti að Tottenhammark- inu. Mönnun liðsins gekk mun betur að hemja knöttinn og áhorf- endum likaði það greinilega, þvi þeir hvöttu þá óspart. Fyrsta hálftimann var nánast um ein- stefnu að ræða. Jafnvel háu boltarnir á stóru framherja. Spurs gerðu engan usla. Eyrun á mér voru orðinn þreytt á öskrun- um löngu fyri leikhlé. Eddie Baily, hélt uppi áhværum köllum til Spurs leikmannanna og fussaði og sveiaði þegar leikmennirnir gerðu mistök. Jafnvel löngu áður en hætta varð fyrirsjáanleg var hann búinn að merkja hana og æpti skipanir.” „Hann öskraði á Steve Perry- man og sagði honum að passa leikmann no 8, Alan Gilzean, sem nú er i Suður Afriku, að koma og hjálpa til i vörninni, og Jimmy Neighbour að halda sig meira út i kanti. Hann var að verða mjög æstur, en samt heyrði enginn i honum. Aðeins þegar leikurinn færðist út á þann kant, þar sem varamannabekkirnir voru gátu leikmennirnir heyrt i honum. Phil Beal, lét sem hann heyrði ekki i honum,þegarhrópaðvartil hans, og Mullery kallaði til baka til hans þegar Baily haföi sagt hon- um að drifa leikmenn liðsins áfram. Nicholson hrópaði lika, sér- staklega til Chivers, og sagði hon- um að berjast meira. En hróp hans voru ekki eins áköf og hjá Baily heldur var likt og það væri aðeins augnabliks taugaæsingur, þvi oftast greip hann um hausinn þegar framherjunum hafði mis- tekizt að ráða við sendingu. En Baily stoppaði aldrei. Stundum kallaði hann bara nöfn, aftur og aftur, og var þá oftast á háa C-inu. Einu sinni stökk hann sjálfur af varamannabekknum og setti hnéð upp i loftið. Það átti að vera merki til Chivers um að hreyfa sig, og vonaði hann sjálf- sagt aðþað væri þó altént hægt að sjá hann ef ekkert heyrðist. Áhorfendurnir fyrir aftan vara- mannabekkinn bauluðu, þvi þeir héldu að það væri merki til Chivers um að sparka i and- stæðingana. Þegar einhver af hinum þrem- ur landsliðsmönnum i Tottenham sem gerðu mistök var Baily enn æstari en áður og hrópaði oftast eitthvað i likingu við helv.... landsliðsmennirnir. Sjáið þá, þeir leika fyrir England, en þeir geta ekki leikið fyrir okkur. Hreyfið ykkur, standið ekki þarna eins og beljur. Hann er gagnlaus. Já, gagnlaus. Fengið allt of mikla auglýsingu i blöðum.” An þess að tekið væri eftir þvi var allt i einu kominn hálfleikur. Við fylgdum leikmönnunum hægt til búningsherbergisins. Þeir sátu þögulir, og vöruðust að horfa á hvem annan. Þjálfarinn, Wallis, rétti þeim ávaxtasafa. Það var ekkert te, en það var einmitt, það sem leikmennirnir vildu. Þeir voru of niðurlútir af þreytu til þess að æsa sig yfir þvi. Þeir aðeins störðu út i bláinn, eða grúfðu andlitið i höndum sér. Nick stóð þögull um stund, and- lit hans var blóðrautt, svo byrjaði hann að tala til þeirra, en reyndi að hafa hemil á sér. Þið berjizt ekki nóg. Þið verðið að vera undan á knöttinn. Þið látið þá leika sér að vild. Hann talaði við hvern einstakan varnar mann. Hann sagði England og Beal að spila mjög aftarlega og gæta sérstaklega leikmanna no. 7 og 10. Hann sagði ekkert við framherjana. Hann var reiður út i þá og þeir vissu það. Þeir voru lika óánægðir með sjálfa sig. Hægt stóð hver af öðrum upp, leit i kringum sig, bað um drykk, og reyndi að gerg, allt til þess að losna við tiltal frá Nick. Seinni hálfleikurinn var svipaður þeim fyrri. Nantes var mun meira með boltann fljótara og ákveðnara. Sóknin var mátt- laus en svona sæmilega tókst að hemja sóknarleikmenn Nantes Allir á varamannabekknum gerðu sér grein fyrir þvi, að framlinan átti slæman dag. Þetta var einn af þeim útileikjum þar sem þeir hreinlega földu sig, og hugsuðu ekki á mikilvægum augnarblikum. Neighbour reyndi þó eins og hann gat, en Chivers bókstaflega hvarf. Samt gat maður merkt að aðrir leikmenn Alan Gilzean eöa Gilly eins og hann er kallaður. Einn snjallasti knattspyrnumaður sem verið hefur á Bret- landseyjum. Hann leikur nú í Suður-Afríku. LEIKURINN Spurs óskuðu þess heitt og inni- lega að hann myndi snúa lélegu tækifæri i mark og auka þannig, sjálfstraust liðsins, eins og hon- um einum er lagið. Gilly-Alan Gilzean — virtist reyna, en komst ekkert áleiðis. Fimmtán minútum fyrir leikslok var hann tekinn út af og Roger Morgan fór i hans stað. Þetta var ifyrsta skiptið sem hann lék með aðalliðinu siðan hann meiddist fyrir nákvæmlega ári siðan. Þetta virtist þvi skritin ákvörðun hjá Nick.enhann vonaðist liklega eftir kraftaverki. Gerðu mark fyrir okkur, sagði Baily um leið og Morgan fór inn á. Jimmy Neighbour snéri sér við þegar Roger birtist á leikvellin- um, og hélt að hann væri leik- maðurinn sem ætti að fara út af. Hann var greinilega orðin mjög þreyttur, eins og hann verður of t i enda hvers leiks. Gilly var ekkert hissa að hann skyldi vera tekinn út af. Hann hafði fengið nokkur spörk i sig, og var sjálfur fljótur að koma sér út af þegar hann sá að Morgan var að fara inn á. Varamennirnir þrengdu að sér til þess að gefa Gilly pláss. Ein- hver rétti honum æfingargalla Morgans og hjálpaði honum i hann. Siðan settist hann á bekk- inn andlitið þrungið af áreynslu svitinn bogaði af honum. Hann var eins og sigraður veðhlaupa- hestur, eða broddgölturinn i sög- unni „Hérinn og Broddgölturinn. Eddie hélt áfram að öskra. Áhorfendurnir fyrir aftan hann voru nú orðnir reiðir. Þeir höfðu byrjað hlæjandi, en nú voru þeir örvæntingafullir, og svekktir. Þeir voru vissir um að hann væri að skipa leikmönnum sinum að bregða Nantes — leikmönnunum. Chivers var bókaður rétt fyrir leikslok. Spurs fékk bezta tækifærið i leiknum um 3 minút. fyrir leiks- lok, þegar Neigbour fékk óvænt boltann i opnu færi, en mistókst. Það hefði lika verið óréttlátt, ef Spurs hefði unnið leikinn. Nantes hafðileikið vel, átt meiri partinn i leiknum, sóknirnar ágætlega skipulagar og þeim hafði alveg tekizt að halda Chivers niðri. 1 búningsherberginu eftir leik- inn — sem endaði0:0 — voru leik- mennirnir reiðir, svekktir, og óánægðir. Varamennirnir hvisluðu sin á milli að nú myndi Nick segja eitthvað stórt. Hann myndiekkiráðastá Chivers sagði einn af þeim. Hann er orðinn of frægur svo hægt sé að gagnrýna hann, jafnvel þó hann ætti lélegan dag. Leikmennirnir féllu niður á bekkina, örþreyttir, og Nick stóð yfir þeim og sagði ekkert, i fyrstu. Martin Chivers var sá siðasti að setjast, og sagði þá um leið. Lélegt lið, lélegt liö. Hann sagði þetta augljóslega til þess að fá svar. Það stóð heldur ekki á þvi. Ég sagði aldrei að þeir væru lélegir, sagði Nick, og horfði á Chivers, reiður. Nick hafði mis- skilið Chivers, hann hafði verið að gagnrýna Tottenham-liðið, en ekki Nantes. Hann hafði ekki verið að segja að Nick hefði gefið þeim rangar upplýsingar um Nantes, þvi Nick hafði varað þá nógu vel fyrir leikinn. Þrátt fyrir þennan saklausa orðaleik milli framkvæmdarstjórans og Chivers, var greinilegt á öllu að þeir voru að rifast eins og þeir gerðu oft. Allir aðrir þögðu og skömmuðust sin og hefðu liklega helzt viljað fela sig. Þeir héldu áfram að rifast, en skildu samt varla hvom annann. Chivers hélt áfram að tönnlast, lélegt lið, lélegt, lið, og átti nú við Nantes, og meinti, að ef Nick hefði sagt þeim að þeir væru lé- legir, sem þeir voru alls ekki, þvi þeir voru betri, þá hefðu þeir ekki átt i neinum vandræðum með þá. Þetta var lika sagt til þess að segja eitthvað, og fá útrás i skapi sinu, og skjóta á Nick, en þeim kom ekki allt of vel saman. Bill reyndi að hafa hemil á skapi sinu, það mátti merkja, að hann átti erfitt með það. Meinar þú að við áttum lélega leikmenn? sagði Nick að lokum, til að breyta um umræðuefni. Um leið og hann sagði þetta stóð hann örskammt frá Chivers, skalf dá- litið af æsingi, og horfði á hann, til að allir gætu skilið að ef einhver var lélegur þá hefði það einmitt verið hann.” „Hvað meinar þú, sagði " Chivers, og varð mjög reiður. Síðasti hluti Eftir þessu hafði hann kannski verið að biða svo hann gæti sagt það sem hann vildi sagt hafa. Hvað þykist þú vita um það, þú hælir okkur aldrei þegar við gerum vel. Aldrei. Hvað þykist þú vita um það? Þú varst ekki sjálfur á leikvellinum. Þú þurftir þess ekki. Það er auðvelt að horfa áog gagnrýna, já það er auðvelt. Égþekki þetta ekki siður en þú, ég hef verið atvinnuknattspyrnu- maður, sagði Nick og var ákveðinn i að gefa sig ekki. Um hvað ertu eiginlega að tala? Eitt veit ég vel að við höfðum nokkra lélega leikmenn áðan. Þeir reyndu ekki einu sinni. Það er það, sem ég erað segja, hélt Nick áfram. Þúvarstekki inná,hélt Chivers áfram, og endurtók það æ ofan i æ, en samt mátti merkja að hann var að gefa sig, en það var samt of snemmt að gefa sig alveg. Hann var ennþá hálf ruglaöur eftir leikinn, svekktur og ergi- legur. Nick beið eftir því að hann héldi áfram og langaði greinilega til að halda rifrildinu áfram, en reyndi samt að stilla sig. Reiðin byrjaði að renna af mönnum áður en hún hafði náð trausta taki á þeim. Einhver bað um handklæði, og þegar Baily henti þvi til hans braut hann flösku, og glerbrotin láu út um allt undir löppum leik- mannanna. Nick gekk frá Chivers og byrjaði að tina þau upp. Smám saman komst allt lff aftur eðlilegt horf á i búningsher- berginu. Leikmennirnir stóðu sumir upp og skömmuðu Baily fyrir klaufaskapinn. Menn fóru i sturtu og reiðin koðnaði. Þjálfar- inn Wallis leit á meiðsli þeirra sem orðið höfðu fyrir árekstrum. Aðrir fóru yfir leikinn i orðum, hvar þeir hefðu gert mistök og svo framvegis. Chivers varsá eini sem hreyfði sig ekki. Þegar allir aðrir voru nær klæddir, sat hann ennþá i drullugu fötunum, eins og hann hafði komið frá leikvellinum. Hann starði út i loftið, greinilega sár, og ennþá svekktur og leiður. Hver var tilgangurinn? Hvers vegna ætti mér ekki að vera sama, ég reyndi það, sem ég gat. Ég vildi vinna. Allt sem ég fæ eru tómar skammir, hefur hann liklegast hugsað. Mullery, byrjaði að syngja Oh, What a Beautiful Morning hástöfum, og illa, og hann vissi það sjálfur, en hélt samt áfram, þegar allir báðu hann lengst allra orða að hætta sem skjótast. Þrátt fyrir allt hafði leikurinn endað með marklausu jafntefli, og það var ekki svo slæmt á útivelli. Einhver hrópaði til Eddie að opna dyrnar, þvi herbergið var eins og of n, og gufan svo mikil að varla sáust mannaskil. Hann opnaði báðar dyrnar.” Lokið helv... dyrunum sagði Mike England, sem var að klæða sig við aðrar þeirra. Starfsmenn leikvangsins hengu fyrir utan dyrnar til þess að reyna að sjá inn. Þeir eru eins og apar þarna fyrir utan, sagði einhver. Einn segir að það eigi að opna dyrnar, og annar að það eigi að loka þeim, sagði Eddie. Bloody hell. Hann lokaði þvi báðum dyrunum. Það var bankað fast á dyrnar. Eddie opnaði þær þótta- lega og bjó sig að sega eitthvað við „apana” fyrir utan. Það var þá enginn annar en forseti félags- ins MR. Wale, og meðstjórn- endurnir Bill Stevens og Dr. Curtin, sem komu inn. Þeir frekar skriðu inn, en gengu þegar þeir fundu hvernig and rúmsloftið var inni, og kinkuðu aðeins kolli til Nick. Öhreinu fötin og skórnir voru tekin saman af Wallie og Baily en Nick og MR. Wale fóru i eitt homið og töluðu saman i hálfum hljóðum. Hárið ætlar aldrei að þorna á mér, sagði Roger Morgan, sem var orðin klæddur um leið og hannnuddaði handklæði við haus- inn á sér. Herbergið var enn eins og gufubað. Forráðamennirnir fóru út aftur. Læknirinn, Dr. Curtin, hafði skoðað alla leikmennina, og enginn var alvarlega meiddur, sem betur fór. Forseti félagsins, Dr. Wale vill fá mannskapinn til sin, þegar þeir kæmu til hótelsins, sagði Nick en verið ekki hræddir þið þurfið aðeins vera um 15 minútur þar. Það verður snarl þar, en munið, að það er máltið siðar, ef menn vilja. Chivers var loksins kominn i sturtu. Hann var kominn i ögn betra skap og lif færðist i hann. Hann þurrkaði sér við hliðina á Mike England, og spurði hann hvort hann hefði heyrt, sem einn Tottenhamáhangandinn hafði sagt, að hann hefði átt að gera sex mörk i leiknum. Þeir vita ekkert sagði England snöggt. Þeir vit alls ekkert. England byrjaði að flauta lágt, en samt ekki falskt. Það var ekki pop-lag heldur lag eftir Tchaikowsky, úr Hnetubrjótnum. Hann var tilbúinn til að fara, kominn i jakkafötin og leit út eins og ungur framkvæmdarstjóri. Nokkrir brezkir blaðamenn komu inn. Þeir foru til Chivers og Mullery. Einn af þeim hafði heyrt úrslitin i öðrum Evrópuleikjum, og allir þögnuðu og hlustuðu á hann. Þrátt fyrir að rútubílsins hafði verið vel gætt, höfðu nokkrir unglingar læðst inn i hann. Þeir stóðu siðan upp þegar leik- mennirnir komu og báðu þá um eiginhandaráritun, einkum þó Chivers. Hann varð við óskum allra. Franskir unglingar um- kringdu bilinn, svo hann átti i erfiðleikum með að komast áfram. Ef þeim hafi fundizt að þeir höfðu verið rændir sigri, eins og þeir ensku hefðu gert þá létu þeir það ekki i ljós. Þeir voiu að- eins ánægðir með að hafa fengið tækifæri til að sjá Tottenhamliðið sérstaklega þó Chivers. Eftir samkvæmið hjá forsetan- um Mr. Wale, fóru flestir leik- mannanna á barinn. Þar voru þeirum stundogdrukku bjór með blaðamönnuin og öðrum. Sumir vildu reyna næturlif Nantes-borg- ar, en aðrir fóru i rúmið um eitt eða tvö leytið og voru fegnir að þessari ferð var svo gott sem lokið. Þvi má svo bæta við að Totten- ham vann siðari leikinn gegn Nantes — og vann svo UEFA bikarkeppnina. MuUery Peara* Naylor Colllns Chlvcr* Jenníngs Gflrean Peters Knowies * ULFAR JAC0BSEN Ferðaskrifstofa Austurstræti 9 Farseðlar um allan hein Simar 13499 og 19491 BREIÐÁS Vesturgötu 3 simi 25144 KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 Dúnfl Síðumúla 23 /ími 64900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.