Alþýðublaðið - 13.06.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.06.1976, Blaðsíða 2
12 Sunnudagur 13. júni 1976 jliaSið'' Rætt við aldna sjómenn Sjómannadagssamtök- in voru stofnuð í nóvem- ber 1937 af fulltrúum 10 stéttarfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði enn fyrsti sjómannadagurinn var haldinn i Reykjavík á annan Hvítasunnudag 1938. Segja má að þessi dagur hafi strax orðið al- mennur hátíðisdagur, og svo varð úti á landi á næstu árum. Formaður samtakanna fyrstu 23 ár- in var Henrý Hálfdánar- son, en núverandi for- maður er Pétur Sigurðs- son. Aðalmarkmið sam- takanna hefur verið stofnun dvalarheimilis fyrir aldraða. I tilefni Sjómannadags litum við þvi við í Hrafnístu til að ræða við aldnar kempur, sem í mörg ár hafa fænt þjóð sinni björg í bú. Þeir hafa staðið ótal erfiðar vaktir og í gamla daga þýddi litiðaðkvarta. Það, sem upp úr kvörtunuum hafðist, var oftast brott- rekstur. En viðmælendur okkar kvarta ekki undan þvi og finnst unga fólkið hefði gott af aðeins meiri vinnuhörku. SJÓM I Við ræddum við tvo menn, sem sátu úti og reyndu að nýta þær fáu minútur sem sólin skein. FYRIR BORÐ AFTUR Þorgeir Kr. Jónsson sáum viö á bekk fyrir utan Hrafnistu. Hann er Breiðfirðingur og er 78 ára gamall. Hann er búinn að vera marga áratugi á sjónum og verið hingað og þangað um landið með hinum og þessum formönnum. Skolaðist fyrir borð. Hann var kokkur á síðustu skútu Guðmundar Bergsteins- sonar frá Flatey. Voru þeir á skaki. „Eitt sinn var mikill stormur og mikill sjór. Gekk sjór þá inn- fyrir borðstokkinn og tók allt lauslegt sem þar var að mér meðtöldum. Var ég i sjónum smástund, en var þá bjargað um borð og varð ekki meint af. Þetta er i eina skiptið, sem ég hef lent i beinum lifsháska á tundur- Þorgeir Kr. Jónsson. sjónum. Umkringdur duflum. Oft hefur maður þó séð hann svartan og lent i smáskærum við náttúruöflin. Eitt sinn á striðsárunum, var ég meö Eiriki Kristóferssyni á Cðni. Við vorum að sprengja upp tundur- dufl, sem höfðu rekið viða. Okkur til aðstoöar um borð höfðum-við Breta. Hann var ein- hver lifhræddasti maður, sem ég hef fyrir .hitt um ævina. Þegar við fundum duflin, urðum við að skjóta á þau, svo að þau spryngju. Þegar við skutum, hljóp Bretinn alltaf hljóðandi I burtu og faldi sig bak við stýris- húsið og skalf eins og hrisla. Okkur fannst hálf kynlegt að senda okkur slikan mann til leiðbeiningar. Eitt sinn, er við sigldum austur fyrir Hornafjörð, hvessti ógurlega og töldum við ófært að sigla áfram og snerum þvi við. Þá tökum við eftir þvi, að 8 dufl höfðu rekið að okkur og næstum umkringt okkur, þannig að eina leiðin var að sigla upp að landi,' þar sem ekki var hægt að sprengja upp duflin i þessum A ATTÆRINGI FRA EYJUM Þórarinn Einarsson sat i and- dyrinu, þegar okkur bar að, og nýtti sólargeislana eins og hægt var. Þórarinn er Skaftfellingur og fæddur árið 1897. Kann bezt viö Vik í Mýrdal. Hann er fæddur i Meðallandi i Skaftafellssýslu en hefur róið frá fjölmörgum stöðum með hinum og þessum mönnum. Þórarinn Einarsson situr i andyrinu og nýtur góða veð- ursins. Lengst af var hann þó i Vest- mannaeyjum. Einnig var hann lengi i Vik i Mýrdal og þar kunni hann bezt við sig af öllum stöð- um. Til Vikur kom Þórarinn fyrst árið 1930. Strandaði á áttæringi. „Arið sem Katla gaus, 1918, var ég á áttæringi frá Vest- mannaeyjum. Við vorum upp við Brimsandanna i hávaðaroki. Þá tók okkur niðri. Við sáum ekki til lands fyrir þoku og svo var myrkur lika að færast yfir. Við gátum ekki losað bátinn og sáum þvi fram á að þurfa að láta fyrirberast i bátnum á strandstaðnum um nóttina. Það var hávaðarok eins og ég sagði og svo gekk sjór lika yfir bátinn, ekki i miklum mæli þó, svo sð ekki var ástandið glæsilegt. Okkur létti þvi mikið, þegar mótorbáturinn Baldur birtist allt i einu út úr þokunni. Tók hann okkur i tog og losnuðum við þá við grynningarnar og hjálpaði hann okkur siðan til Eyja.” Skipti sér ekki af þorskastríöinu. Nú eru um það bil 20 ár siðan Þórarinn hætti á sjónum og á Hrafnistu er hann búinn að vara i sex ár og lætur vel að veru sinni þar. Um þorskastriðið siðasta sagði hann: „Ég hef nú litið fylgzt með þvi, enda hefði hvort eð er enginn spurt mig ráða og þannig ástæðuiaust fyrir mig að hafa áhyggjur . Ég held maður hafi baslaö nóg um ævina, svo að nú finnst mér timi til kominn, að aðrir hafi áhyggjur lika”, sagði Þórarinn og hló við. Um unga fólkið sagði Þórar- inn: „Ég kann i megin atriðum vel við unga fólkið. Það eru til góðir unglingar og slæmir ungl- ingar, rétt eins og fyrr. Þó finnst mér unglingarnir ekki vera nógu kurteisir. Ég held lika, að það sé að mörgu leyti erfiðara að alast upp nú á dögum. T.d. eru sýndar i sjónvarpinu glæpa- myndir, styrjaldarmyndir og ofbeldismyndir. Þar er fólki kennt, hvernig á að brjótast inn og fremja alls kyns glæpi, t.d. á alltaf að nota hanzka. Á veik- geðja unglinga getur þetta haft slæm áhrif. Mikil vinnuharka hjá vandalausum. Eins þurfa unglingarnir litið að vinna og kunna það ekki af þeim orsökum. 1 gamla daga, aftur á móti var mikil vinnu- harka. Þá var rekið á eftir manni ef maður stoppaði smá stund til að ná andanuip- Þrátt fyrir mikla vinnu myrkranna á milli hafði maður varla i sig og á. Hjá vandalausum þýddi ekk- ert að kvarta, þvi þá var maður bara rekinn og þá fyrst byrjuðu vandræðin”. Þórarinn býst varla við þvi að geta fylgzt með hátiðahöldunum á Sjómannadaginn, nema ef út- varpað verður frá athöfninni. DAGU sjógangi. Miklar grynningar voru þarna við landið, en fyrir einhverja guðs mildi sluppum við frá strandi. Haft sykursýki siðan 1942. 1942 var ég með slæmt útbrot á höndunum og taldi mig hafa einhver ofnæmi. Þá fór ég til læknis, sem komst að þvi, að ég hafði ofnæmi fyrir ýsu. Það getur komið sér frekar illa fyrir sjómann, en læknirinn sá lika, að ég hafði sykursýki á háu stigi. Þar sem ég hafði aldrei sælkeri verið, fannst mér þetta einkennilegt en sykursýkina hef ég haft siðan og alltaf á háu stigi”. Skólagangan var 8 vikur i allt. Um æskuna sagði Þorgeir: „Ég er ekki allt of hrifinn af. æskunni. Unga fólkið finnst mér ruddalegt og óábyrgt oft á tiðum, sérstaklega er það ó- kurteist þegar það er margt saman I hóp. Svo kann það alls ekki að fara með peninga. En hvar eiga krakkarnir lika að læra að fara með peninga, þegar fullorðna fólkið hefur fyrir þeim fjáraustur I allar áttir, t.d. fara sifelldar utan- landsferðir fólks I taugarnar á mér, fólk sem i flestum tilfellum þekkir varla sitt eigið land. Einnig er ég ógurlega hræddur við, hvað margir leiðast út i eiturlyf. Ekki virðist aukin menntun hafa hjálpað mikið. Þegar ég fermdist, lærði ég I átta vikur hjá manni einum upp I sveit. Hann hafði ekkert kennarapróf og engar bækur til að kenna með nema bibliuna. Samt var hann eini kennarinn sem ég hef haft og þessar átta vikur eina skólagangan. Þegar krónan var króna. Nú á dögum eru menn látnir vera i skóla i tiu ár hið minnsta og sumir eru i skóla i allt að 25 ár, og hver er árangurinn? Mér finnst peningarnir nýtast verr núna, þegar þessir sprenglærðu menn ráða öllu, heldur en þegar krónan var króna en ekki eitt- hvert brotabtrot úr eyri. Og svo meö þessa samninga við Breta. Mér finnst þeir alls ekki nógu góðir. Svona samningum hefði verið hægt, að minu áliti, að ná á einum degi og það án þorskastriðs.” Að lokum sagðist Þorgeir vegna lasleika ekki geta ferðazt mikið um og sagðist sakna þess, að komast ekki á sjóinn meira, en ekki sfður að komast ekki i sveitina, en þar vann hann mikið með sjómannstörfunum og var eins konar „allt mulig mand”, eins og Þorgeir orðaði það. Þorgeir á ekki von á þvi, að geta fylgzt með hátiðahöldum á sjómannadaginn en segist fylgjast með i hjarta sínu. „Sjómannadi frídagur, sem en hefur aldi baráttudagur „Sjómannadagurinn hefur aldrei verið hugsaöur, né rekinn sem sérstakur baráttudagur fyrir hagsmunamálum sjómanna. Hann er einfaldlega fridagur, sem sjómannastéttin hefur helgaö sér, til þess að gleöjast sameiginlega og með öðrum landsmönnum”, sagði Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambandsins I rabbi viö blaöiö. ,,En hvað heldur þú um við- horf sjómanna til framtiðar- ingana Meðal margra, sem voru að dytta að bátunum sínum í Reykjavíkurhöfn um daginn, var Hjörtur Jónsson. Hann er frá Akureyri eins og báturinn hans, Rúna. Þetta er fyrsta vertíðin hans fyrir sunnan, en í vor var þáturinn keyptur til Reykjavíkur, að hálfu leyti og fylgdi Hjörtur með þar sem hann á bát- inn til helminga. 7.1/2 tonn af grásleppuhrognum. Þeir hafa verið á grásleppu- veiðum siðan i marz. Aflinn hefur verið heldur tregur, þetta um 2 1/2 tonn af grásleppu- hrognum. Aðspurður kvaðst Hjörtur vera frekar bjartsýnn á ver- tiðina, sem i hönd fer. Ef sæmilegar gæftir verða, ætti þetta að blessast. Togaö upp í kartöflugaröana. Samriingana við Breta er Hjörtur óánægður með og heldur að fleStir sjómenn hljóti að vera það. Það er ekkert að semja um. Ofveiðin hefur verið svo mikil. „1 fyrra, þegar ég var fyrir noröan, vorum við á handfærum austur af Grimsey. Þar voru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.