Alþýðublaðið - 08.08.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.08.1976, Blaðsíða 4
10 FORTÍÐ/FRAMTÍD Sunnudagur 8. ágúst 1976 SÍa&IA1 Þegar Hitler fór í mál við Alþýðu- blaðið og Þórberg Þórðarson Eitt sinn fór Adolf Hítler i mál viö Alþýðublaðið. Astæðan var sU, að i Alþyðublaðinu birtust greinar eftir Þörberg Þórðars. „Kvalaþorsti nazista” i greina- flokki hans „Lesbók alþyðu”. Auk þess h'elt Alþyðublaðið uppi mikilli gagnrýni á nazistahreyf- inguna hér á landi og hvarvetna annarstaðar. Jafnaðarmenn vöruðu eindregið við uppgangi nazismans og voru harðastir allra i þeim efnum mörgum árum fyrir heimstyrjöldina siðari. Þetta undarlega mál hófst i janUar 1934, en þá var Finnbogi HUtur Valdemarsson ritstjóri Alþýðubla ðsins. Hér verður greint frá þessu máli, upphafi þess og endi. Verður Alþýðublaðið bannað á -fnorgun? Þann 12. jandar 1934 birtist forsiðufrétt i Alþýðublaðinu undir fyrirsögninni „Verður Alþýðublaðið bannað á morgun? Þýzka aðalkonsUlatið hefir krafist þess af rikisstjóm- inni, að hUn hindri Utkomu þess. Sendiherra Hitlers hræddur við greinar Þórbergs Þórðar- sonar.” 1 frétt blaðsins segir: „Þýzka aðalkonsulatið i Reykjavik hefir nýlega snUið sér til forsætisráð- herra og krafizt þess, að ríkis- stjbrnin gerði ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir að framhald birtist af grein Þór- bergs Þórðarsonar „Kvala- þorsti Nazista”, sem birtist i greinaflokki hans „Lesbók alþýðu” í Alþýðublaðinu siðasta laugardag. Siðar segir: „Þar sem rikis- stjórnin hér hefir nU neitað að verða við þeirri kröfu konsUls- ins að banna blaðið, mun kon- stillinn að likindum i dag snUa sér enn á ný til þýzka utanrikis- ráðuneytisins i Berlin og fá skipun þess um að krefjast opin- berrar málshöfðunar á hendur Alþýðublaðinu og Þórbergi Þórðarsyni. Rikisstjórnin mun fyrirskipa þá málshöfðun tafar- laust, er krafa kemur fram um hana. Er þá eftir að vita hvort islenzkur dómari treystir sér til að banna utkomu blaðsins. Samkvæmt islenzkum lögum mun það vera hægt. Alþýðublaöið mun taka þessu máli með mestu ró. Það mun birta framhald af grein Þör- bergs Þórðarsonar um „Kvala- þorsta Nazista” á morgun, eins og ekkert hafi i skorist. Það mun koma Ut á morgun á venju- legum tima, svo framarlega sem stjórnarvöldin hafa þá ekki séð sig neydd til að banna Ut- komu þess eftir kröfu sendi- herra Hitlers. Og það mun ef til vill koma út þrátt fyrir það. Krafizt málshöfðunar. Hinn 16. janíiar 1934 segir á forsíðu Alþýöublaðsins: „Þýzka rikisstjórnin hefir krafist máls- höfðunar gegn Alþýðublaðinu fyrir meiðandi ummæli um rikiskanzlarann Adolf Hitler og þýzku stjómina — Forsætisráð- herra hefur visað málinu til dómsm álaráðuneytisins til skjótra aðgerða.” Siðan segir: „Ráðuneyti forsætisráðherra, sem eins og kunnugt er, fer jafnframt með stjórn utanrikismála, barst i gær bréf frá þýzka aðalkonsíil- atinu i Reykjavik, þar sem það krafðist þess i umboði þýzku ríkisstj'ornarinnar og eftir skipun frá henni, að islenzka stjbrnin leti höfða opinbert mál á hendur Alþýðublaðinu „fyrir meiðandi ummæli um þýzka rikiskanzlarann, Adolf Hitler, og þýzku rikisstjórnina”. Rétíarrannsðkn i máli Hiti- ers | gegn 1HH| hófst Uær Msgaús Gaðmandsson sklpar ISg> reglostjóra aS hindra útkomu Af« pýðnbiaflslns með grein Þórbergs Þórflarsonar! tm |jwh 3« t itttttiiigl CT, háfir tfOWiK- fyrirskipað og makhM&iw ■tkibU&m Ág 'Porb&rzí fyrir oreiðantfi um* Adrii Hltksr nkitámz,* ýzk'j ttjóxtíá» t gns» > * blrt&s* í ijalísu-A Utexví uigti ai Á v® ög Kaida aö^; ftelsS ifta Á við. * . ' fjngm maa hirða á íramkomu Aagtirs. A’iífeirsswiaf íarmtiiiráð' berra \ |*»s’u máti. AilJr víta, að hana cr viðkvarmur fyrfr öfhi ótkm er. En stójmn Magnót ar GtiMmmésstmsr tít l&grtglu- I i ir VKIti t HOft Dómur í lamtráðamáM**® I ^igiiei gegn AIpýöublatHm* var kveíllna UPP 1 <I»B Pórbergur Þórðarson og rit- stjóri Alþýðublaðsins voru sýknaðir af ákærn réttvisiunar Bardajar milli naz-. ista 08 Kormmiolsta! 1 «”* j LUatost lík I Sk +ÍK& ri 711. fíAuruAMSÁnor ’jjSSp éi>iigr>-‘ Uii n« l i Mn* <*>*'*. ** *’i'a i |ma •»"»». é*3 ** . Tspnrák*áAVuitsw, »>«* «••*!<»> . ttti»*« «6- þýrku J>.h*<k:n riUtha uB->vr« UJ*> «Jenmi*b» v"igm víb »öw> «> kmt* (^u 4 «»!>»» *w« YtaAmr*«*•«»» ítkMfktnr. «<£*>« 1*0*« í*r *» »>»b akærao*: Kirlttní >*ftrt*rs<si «t i (wn» Wtlvtíi&mw 1 riííM þe«i t,HáIoIts-ráösteloa“ I Metkvi t Oíkld tfOftS *»<• Hið óvenjulega málfráárinu 1934 er hér rakið í stórum dráttum Þá segir: „Ummælin, sem hans hágöfgi Adolf Hitler telur svo „æru- og mannorðs- spillandi” fyrir sig, að hann geti ekki við þau unað munu vera þau, að Þórbergur Þórðarson talaði i grein sinni fyrra laugar- dag um „sadistann i kanzlara- stólnum þýzka”. Álþýðublaðið átti i morgun samtal við skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytisins, sem staðfesti það, að krafan um málshöfðun væri komin til ráðu- neytisins frá forsætisráðherra, sem hafði visað henni þangað tafarlaust „til skjbtra að- gerða”. Mal Hitlers gegn Alþýðublaðinu. Hinn 24. janíiar 1934 segir Alþyðublaðið: „Réttarrannsbkn i máli Hitlers gegn Alþyðu- blaðinu hófst i gær. Siðan segir, að í bréfi dömsmálaráðuneytis- ins til lögreglustjóra, þar sem rannsókn og eftirfarandi máls- höföun sé fyrirskipuð, segi, að dómsmálaráöuneytið geri ráð fyrirþvi, með tilvisun til tilskip- unar 9. mai 1855, að lögreglu- stjöri hindri Utkomu Alþýðu- blaösins með framhaldi af grein Þórbergs Þórðarsonar. Þa segir: „Framkoma dóms- málaráðherra i þessu máli mun vera einsdæmi i siðuöum löndum. Það er áreiðanlega mjög fátitt, að erlend riki krefjist málshöfðunar gegn blaði i öðru landi fyrir meiðyrði. Þó hefur Hitlersstjórnin gert það nokkrum sinnum á siðasta ári. Er óhætt að fullyrða, að i flestum tilfellum hafa stjórnir i þingræðislöndum, til dæmis á Norðurlöndum og i Englandi, visað slikum kröfum og kvört- unum sendimanna Hitlers algjörlega á bug og látið þá herra skilja, að þær áliti sér ekki fært að gera slikar tak- markanir á málfrelsi ogprent- frelsi til þess að þóknast þeim mönnum, sem svivirt hafa allar siðferöihugsiónir siöaðra þjóða ogsagt sjaiu sig og þjóð sina Ur lögum viö hinn menntaða heim. Þessi og þvilik svör hafa Hitler og sendimenn hans fengið hjá siðuðum rikisstjórnum. Islenzka rikisstjörnin hefur hins vegar i þessu máli, eins og oft áður, svnt það, að hUn liggur hundflöt og auðmjUk fyrir hverju Utlendu valdi sem gerist til þess að teygja sig hingað til lands. HUn metur meira að sýna auðmýkt sina og undirlægjuhátt við hvaða erlent vald eða er- lendamenn sem er, en að vernda rétt rikisborgara sinna og sjálfstæði Islendinga Ut á við og halda uppi aldagömlu frelsi inn á við.” Þá segir: „Réttarrannsókn i þessu máli hófst i gær. Hefir Ragnar Jónsson, fulltrUi lög- reglustjóra, hana með höndum. Voru Þórbergur Þórðarson og ritstjóri Alþýðublaðsins kallaðir fyrir rétt i gærkveldi, og einkum spurðir um það, hvor þeirra bæri iagalega ábyrgð á greinum Þórbergs. Ennfremur var Þörbergur Þórðarson sérstaklega spurður um það, hvaða heimildir hann hefði fyrir skrifum sinum um nazista. Nefndi hann þær og kvaðst bæði mundu birta þær i Alþýðublaðinu i lok greinar sinnar og leggja þær fyrir rann- sóknardó marann ’ ’. Ópinbert mál höfðað. Hinn 12. febrUar 1934 skýrir Alþýðublaðið frá þvi, að opin- bert mál hafi verið höfðað gegn Þórbergi Þórðarsyni og rit- stjbra Alþýðublaðsins fyrir greinarnar „Kvalaþorsti Nazista”. Blaðið er mjög harð- orö i garð þáverandi dómsmála- ráðherra, MagnUsar Guð- mundssonar, fyrir hans þátt i málinu. Siðan segir blaðið: ,jSU grein hegningarlaganna, sem Þór- bergur Þörðarson og ritstjóri Alþýðublaðsins eru kærðir fyrir brot á, hljóðar svo: IX. Kap. (Um landrað): 83. gr. (siðasta mgr.) En meiði maður Utlendar þjóðir, sem eru i vinfengi við konung, með orðum, bendingum eða mynduppdráttum, einkum á bann hátt að lasta og smána þá, sem rikjum ráða, i prentuðu ritum, eða drótta að þeim rang- látum og skammarlegum athöliium, án þess að tilgreina heimildarmann sinn, þá varðar það fangelsi, eða þegar máls- bætur eru, 20 til 200 rikisdala sektum. Rannsókn i þessu máli er nU lokið. Hefið Ragnar Jónsson, fulltrUi lögreglustjóra, haft hana með höndum undanfarið og yfirheyrt Þörberg Þórðarson og ritstjóra þessa blaðs nokkrum sinnum. Að rannsókninni lokinni hefir nU verið höfðað opinbert mál á hendur Þórbergi Þórðarsyni og ritstjóra Alþýðublaðsins, fyrir brotá 83.gr. hegningarlaganna, sem er prentuð hér að framan. Enn hofir rannsóknardómar- anum ekki virzt ástæða til að banna Utkomu Alþýðublaðsins með greinum Þórbergs, eins og MagnUs Guðmundsson hefur þó lagt fyrir hann, og munu grein- arnar halda áfram að birtast hér i blaðinu þrátt fyrir máls- sóknina”. Dómur i landráðamál- inu. Hinn 9. april 1934 birtir Alþyðublaðið svo frétt undir fyrirsögninni „Dómur i land- ráðamálinu gegn Alþyðublaðinu var kveðinn upp i dag. Þór- bergur Þóðarson og ritstjóri Alþýðublaðsins voru sýknaðir af ákæru réttvisinnar”. Frétt blaðsins er á þessa leið: „Dbmur i landráðamálinu gegn Þörbergi Þórðarsyni og rit- stjbra Alþyðublaðsins var kveðinn upp klukkan 1 1/2 i dag. Þeir voru, eins og kunnugt er, ákærðir fyrir landráð, eft'ir kröfu frá utanrikisráðuneytinu þýzka vegna greinar Þórbergs Þórðarsonar um nazista, sem birtist hér i blaðinu. I forsendum dómsins segir meðalannars: „Fyrir réttinum hefur höfundur haldið þvi fram, að með greinabálki þessum hafi hann viljað fræða lesendur blaðsins um stefnu og starfs- hætti eins stjórnmálaflokks i Þýzkalandi, nazistaflokksins. Hann hefir neitað, að grein sin hafi átt að beinast að hinni þýzku þjóð eða stofnunum þýzka rikisins, heldur hafi hann með greininni aðeins viljað deila á forystumenn nazista- flokksins. Við lesturgreinarinnar i sam- hengi verður að telja að þessi meining komi skýrt i ljós. Fyrirsögnin segir strax til þess. 1 upphafi fullyrðir hann að nazistaflokkurinn hafi i baráttu sinni lagt megináherzlu á að innræta löndum sinum „misk- unnarlaust hatur” á nokkrum stjómmálaandstæðingum sinum.oggengur greinin öU Ut á að íysa starfsemi og starfsað- ferðum þessa stjórnmálaf 1., og meðlima hans gagnvart þeim. Greinin er ádeila á nazistaflokkinn, birt i blaði flokks jafnaðarmanna hér á landi, en jafnaðarmenn hefir höfundur einmitt taUð verða sérstaklega fyrir hinu „misk- unnarlausa hatri” hins þýzka þjóðer nis jaf naða rf lo kks. Ekkert kemur fram i greininni, sem gefi ástæðu til að ætla, að greinarhöfundur sé óvinveittur þýzku þjóðinni i heUd, né að ásetningur hans hafi verið að deila á hana sjálfa. Ádeilan beinist öll að annarri og tak- markaðri felagsheild, þ.e. þyzka þjoðernis-jafnaðar- mannaflokknum. Einstakar setningar greinarinnar lesnar i réttu samhengi verða heldur ekki skýrðar á annan hátt. Og þótt svo standi á, að þessi stjórnmálaflokkur fari nU með stjórn þýzka rikisins, verður að telja það nægilega ljóst, að það er stjómmálaflokkurinn, sem ádeUan beinistað, en ekki þýzka þjóðin eðatírepræsentivarl,stofn- anir þýzka rikisins. Meiðandi eða mbðgandi ummæli um erlenda stjórnmálaflokka, stefnu þeirra, starf eða forystu- menn verður hins vegar ekki talin móðgun við hina erlendu þjóðeða á annan hátt refsiverð samkvæmt islenzkum lögum. Samkvæmt þessu ber að sýkna ákærðan, Þörberg Þórð- arson af ákæru réttvisinnar i máli þessu. Akærði Finnbogi RUtur Valdemarsson er ritstjóri og ábyrgðarmaður Alþýðublaðsins og hefur viðurkennt, að umrædd grein hafi verið birt þar með vilja sinum og vitund. En þess ber að gæta að greinin er rituð umdir fullu nafni höfundar, meðákærðs, Þórbergs Þórðar- sonar, og verður þvi þegar af þeirri ástæðu aö sykna ákærðan Finnboga RUt af ákæru réttvis- innar i málinu sámkvæmt til- skipun 9. mai 1885, 3 gr. Eftir þessi málsUrslit ber að greiöa málskostnað af al- mannafé, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðs tals- manns ákærðu Stefáns Jóh. Stefánssonar, sem þykja hæfi- lega ákveðin kr. 60.00 Málið hefur verið rekið vitna- laust. Því dæmist rétt vera: Ákærðir Þórbergur Þórðarson og Finnbogi RUtur Valdemars- son skulu syknir af ákæru rétt- visinnar i máli þessu. Máls- kostn. greiðist af almannafé, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs talsmanns ákærðu Stefáns Jóh. Stefánssonar sem þykja hæfilega ákveðin 60 kr.” Þessiurðu lok þessa sérkenni- lega máls: þegar llitler fór i mál við Alþýðublaðið. Timarnir breytast og fáum dytti i hug að réttvisin á Islandi höfðaði mál gegn mönnum, sem nU rituðu ádeilu á nazista og Adolf Hitler. AG.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.