Alþýðublaðið - 10.10.1976, Blaðsíða 3
8
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
VÍFILSSTAÐ ASPÍ TALINN:
HJtJKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú
þegar á ýmsar deildir spitalans. Vinna
hluta úr fullu starfi kemur til greina.
Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi
42800.
SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á ýms-
um deildum spitalans nú þegar eða eftir
samkomulagi. Upplýsingar veitir for-
stöðukonan simi 24160.
MEINATÆKNIR óskast til starfa á spi-
talanum frá 1. desember n.k. eða eftir
samkomulagi. Upplýsingar veitir deild-
armeinatæknir, simi 42800.
KÓPAVOGSHÆLIÐ
DEILDARÞROSKAÞJÁLFI Óskast til
starfa nú þegar eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir forstöðumaðurinn
simi 41500.
ÞROSKAÞJÁLFAR óskast til starfa á
ýmsum deildum, nú þegar og eftir sam-
komulagi. Upplýsingar veitir forstöðu-
maðurinn simi 41500.
LANDSPÍTALINN.
LÆKNARITARI óskast til starfa á lyf-
lækningadeild spitalans frá 1. nóv. n.k.
eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt
flokki B-7 i launakerfi rikisstarfsmanna.
Umsóknir, ber að senda skrifstofu rikis-
spitalanna fyrir 25. okt. n.k. Umsóknar-
eyðublöð fást i sama stað.
STARFSMAÐUR óskast til starfanúþeg-
ar sem aðstoðarmaður við hjúkrun sjúk-
linga. Nánari upplýsingar veitir yfir-
hjúkrunarkonan, simi 84611.
KLEPPSSPÍTALINN.
FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast til starfa frá
1. janúar n.k. Umsóknir er greini aldur
menntun og fyrri störf ber að senda
skrifstofu rikisspitalanna fyrir 1. des.
n.k.
MEINATÆKNIR óskast til starfa frá 1.
janúar n.k. Umsóknir ber að senda deild-
armeinatækni spitalans fyrir 15. nóv.
n.k.
Reykjavik 8. okt. 1976.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765
alþýóu1* J
Sunnudagur 10. október 1976 ;biaöíð 1
Sunnudagur 10. október 1976
VETTtfAWGUB 9
Alþýðublaðið ræðir
við reykvískt
iðnverkafólk
Blaðamaður og Ijós-
myndari Alþýðublaðsins
litu inn i Hampiðjuna nú
i vikunni. Hektor
Sigurðsson, verksmiðju-
stjóri, var þar fyrir og
kynnti helstu starfsemi
fyrirtækisins, en Hamp-
iðjan hefur starfað frá
þvi 1934.
Þar vinna nú um 130
manns við hin ýmsu
störf, allt frá þvi að
framleiða finasta bindi-
garn upp i sverustu
kaðla. Þarna eru vélar
sem riða net, vefstóll
sem framleiðir poka-
hlifar fyrir troll, vélar
sem framleiða öngul-
tauma úr perloni, og
þannig mætti lengi
halda áfram.
Verksmiðjufólk ó íslandi hefur aldrei verið hótekjufólk
Vélvæðingin hefur óhrif ó störf fólksins
Áður með spaða
en nú með lykkju
Það er ekki langt siðan notaðar
voru nautshúðir fyrir pokahlifar,
en nú er þetta breytt. öngultaum-
arnir lita að visu svipað út og var
fyrir nokkrum árum, en efnið er
annað og mun meöfærilegra. ,,Þú
veizt að önglarnir eru öðruvisi en
áður? sagðiHektor. Nei, það vissi
blaðamaður alls ekki. Þeir voru
nefnilega áður með spaöa, en nú
eruþeir með lykkju. öngultaum-
arnir koma i 100 stykkja
búntum, alveg eins og áður og
enn er fjöldinn allur af fólki, sem
vinnur við að hnyta á öngla. T.d. á
Hrafnistu eru margir sem vinna
við það. Sumir þeirra kannast ef-
laust vel við það frá gamalli tið.
Það er því ljóst að vélvæðingin
hefur ekki yfirtekið allt, þótt hún
hafi breytt miklu.
Þarna voru netagerðarmenn að
vinna við flottroll. Hávaðinn var
mun minni þar en sumstaðar
annars staðar i þessari stóru
verksmiðju. Þeir gátu meira að
segja talað saman við vinnuna og
þurftu ekki að nota eyrnahlifar.
Þessisalur gengur almennt undir
nafninu „Fixing”, enda er þarna
einmitt gengið endanlega frá
ýmsu við netin, sem vélarnar
nenna ekki að fúska við.
Úr lifandi hampi
í dautt polyethelene
Aður fyrr var hampur aðalhrá-
efnið, sem notað var i þessari
verksmiðju, enda ber hún nafn
sitt af þvi. En nú er hampur litið
notaður, og það litla sem notað er,
er flutt unnið að miklu leyti.
Aðal efnið sem Hampiðjan
vinnur úr núna er Polyethelene,
sem notað er i netin og Poly-
propelene, sem mikið er notað i
kaðla og bindingar, vörpugarn og
linu.
„Það urðu stórkostlegar breyt-
ingar i þessum iðnaði eftir að
farið varaðnota þessi gerviefni,”
sagði Hektor, en þaö mun hafa
verið um 1966, sem verksmiðjan
fór að mestu yfir I gerviefnin. Að
visu hafði verksmiðjan flutt inn
þræði frá þvi um 1962 og siðan
kom breytingin mjög fljótt.
Netahnýtingavélin er mjög full-
komin, eins og reyndar flestar
vélar verksmiðjunnar, sem nú
eru notaðar. En það er alls ekki
svo langt siðan netagerðarmenn
hnýttu öll netin i höndunum i
Hampiðjunni. Fyrir 1966 voru öll
net hnýtt i höndunum.
Aukin vélvæðing
en verri afkoma
iðnverkafólks
Það er þvi augljóst að vél-
væðingin i Hampiðjunni hefur
haft margvisleg áhrif á störf
fólksins, sem þarna vinnur.
Hraðinn hefur aukist, hávaðinn
hefur aukist, framleiðslumagnið
hefur aukist og afraksturinn
hefur aukizt.
Hinsvegar bar flestum, sem
þarna vinna, saman um, að aldrei
hefðu launin hrokkið jafn skammt
og nú, og hefði það farið versn-
andi með hverju ári. Að visu er
hérekkivið Hampiðjuna sérstak-
lega að sakast. Þetta er vanda-
mál, sem þjóðin verður að horfast
i augu við og stafar fyrst og
fremst af þvi að á Islandi er dug-
laus rikisstjórn,Ihaldsstjórn, sem
ekki hefur neinn sérstakan áhuga
á að bæta kjör þeirra, sem lægst
hafa launin.
Fleiri vélar
- meiri hávaði
Inni i vélasalnum ræddum við
við Stefán Steingrimsson, sem
unnið hefur i' Hampiðjunni i 14 ár.
„Auðvitað hefur hávaðinn aukist
eftir þvi sem fleiri vélar hafa
bætzt við og þeim hefur fjölgað
mjög mikið,” sagði Stefán.
Hann sagði aö sennilega væri
loftræstingin það versta, sérstak-
lega á sumrin, þá gæti hitinn
orðið alveg óþolandi. Stefán
sagðist telja að öryggisbúnaður
væri nokkuð sæmilegur hjá þeim.
Að visu gætu alltaf komið fyrir
óhöpp ef menn færu ekki gætilega
að við vinnuna. Hann sagðist
ekki muna eftir neinum meiri-
háttar slysum i Hampiðjunni
þessi 14 ár, sem hann hafði unnið
þar.
— Hvernig eru samskiptin við
Iðju?
„Jú, þau eru bara nokkuð góð,
annars er það nú misjafnt hvað
menn hafa mikinn áhuga fyrir
verkalýðsmálunum, eins og
gengur og gerist.”
— Hvernig finnst þér að lifa af
laununum núna?
,,Það er ekki auðvelt og það er
miklu verra en var svona fyrir
tveim árum. Það fer ekki á milli
mála,” sagði Stefán Steingrims-
son að lokum.
Engar aukapásur
Hildur Simonardóttir sagðist
aðeins vera búin að vinna i
Hampiðjunni i þrjár vikur. „Nei
við fáum engar pásur nema kaffi
og matarhlé,” sagði Hildur. Hún
sagðist kunna vel við sig i
Hampiðjunni og þarna væri mikið
af skemmtilegu og ágætis fólki.
„Þetta er að visu tilbreytingar-
laust, en ég hugsa mér nú ekki að
verða hérna um alla eilifð,” sagði
hún að lokum.
Pétur Andrésson hafði þó enn
minni reynslu i Hampiðjunni en
Hildur. Hann var aðeins búinn að
vinna þarna i eina og hálfa viku.
„Þetta er stórfint og tilbreyting
frá þvi sem ég hef áður gert,”
sagði Pétur.
— Og hvað gerðirðu áður?
„Ég vann við garðyrkju og svo
hef ég verið i háfjallaferðum.”
Það fór þvi ekki á milli mála að
Pétur Andrésson hafði gert
nokkuð til að skapa ákveðna
breidd i lifsreynsluna.
— Hvað um kaupið?
„Það er náttúrulega ekki mikið
og afkoma almennings er
auðvitað miklu verri en hún hefur
verið áður.”
Með bitakassa
upp á
gamla móðinn
Nú var komið matarhlé og flest
fólkið farið upp i matsal. Þó voru
nokkrir hér og hvar, sem höfðu
tekið með sér bita, upp á gamla
móðinn. Haraldur Guðnason sat
þarna með nestið sitt. Hann
virtist nokkuð ánægður með lifið
og ekkert stressaður eins og
ýmsir eru nú til dags. Haraldur,
sem er að verða sextugur, sagðist
vera búinn að vinna þarna i fimm
ár. Hann hefði verið togara-
sjómaður i 40 ár. Nú vinnur hann
hér I Hampiðjunni, sem neta-
Meðal hinna lægst
launuðu á mesta
láglaunasvæði Evrópu
— Er þetta erfið vinna hérna i
Hampiðjunni?
„Hún getur verið það. Þetta
getur verið erfiðisvinna, en það er
nokkuð misjafnt. Maður venst
hávaðanum og öllu öðru. Mér
finnst annars mjög gott að vinna
hérna.”
Þannig mátti heyra hin ýmsu
sjónarmið hjá fólki á öllum aldri.
En verksmiðjufólká Islandi hefur
aldrei verið hátekjufólk fremur
en verksmiðjufólk annarra landa.
Og ef við litum á þá staðreynd, að
Island er láglaunasvæði, eitt það
mesta i Vesturálfu, þá er ekki að
undra þótt iðnverkafólk verði
fyrir barðinu á þvi verðbólgu- og
kreppuástandi, sem núverandi
stjórnarlið hefur viðhaldið á
tslandi siðustu tvö árin.
—BJ
Áður var það hampur
nú er það polyethelene
Þeir voru að vinna við flottroll
Vé
wmí
Góð tilbreyting, sagði Haraldur var ó
Hildur Símonar togara í 40 ór
Menn leggja ekki
peninga í banka þessa
dagana, sagði Þóra
Þú veizt að önglarnir
eru öðruvísi en óður?
sagði Hektor
^ Pétur Andrésson kom af fjöllum
JAFNVEL ( HAMPIÐJUNNI
EIGA MENN ERFITT MEÐ AÐ
lAta „ENDANA NÁ SAMAN”
gerðarmaður og félagi i NÓT.
— Hvað finnst þér um launin?
„Það er afar erfitt að láta enda
ná saman i þeim skilningi.” Hann
sagði að þau hjónin ynnu bæði úti
enda veitti ekki af þvi, ástandið
færi stöðugt vernsandi.
Þóra Kolbeinsdóttir var greini-
lega búin að koma sér vel fyrir
með bitakassann sinn. Hún er
búin að vinna i Hampiöjunni i 14
ár. „Það hafa orðið afskaplega
miklar breytingarhérna á þessum
árum og það er miklu betra að
vinna hérna núna en áður fyrr.
Hins vegar sagði hún að það væri
hreinasta hörmung að lifa af
laununum, sem færu versnandi
með hverju árinu sem liði. Hún
sagði eins og Haraldur, að þau
hjónin ynnu bæði úti. „Menn
leggja ekki peninga i banka þessa
dagana,” sagði Þóra Kolbeins-
dóttir.