Alþýðublaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 2
2, STJÚRNMAL / FRÉTTIR Miðvikudagur 20. október 1976 alþýðu- blaðið Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsfmi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. SKÓLABÓKARDÆMIUM RÍKU- LEGAN ÁVÖXT FISKVERNDAR Nú má fullvíst telja, að andvirði þeirrar síldar, sem veiðist hér við land á þessu ári, verði um tveir milljarðar króna. Það munar um minna í þjóðarbúi, sem stríðir við alvarlega efnahags- kreppu. Um leið og þessi tala er nef nd mættu menn minnast þess, að fyrir fáum árum var ekki annað fyrirsjáanlegt en að íslenzka síldarstofn- inum yrði algjörlega eytt. Síldveiðarnar nú eru skólabókardæmi um það hvað gera má með skyn- samlegri verndunogveiði- banni. Mikill er heiður þeirra fiskifræðinga og annarra, er börðust fyrir þessari verndun. Hefðu þeirra ráð ekki verið þegin hefðu engar fréttir um tveggja milljarða króna veiði borizt lands- mönnum þessa dagana. Það var Ijóst þegar á árunum 1968 og '69 að ís- lenzki síldarstofninn væri í mikilli hættu. Þegar vorið 1967 höfðu verið lagðar fram tillögur um takmörkun á afla, en það var ekki f yrr en í febrúar 1972 að hringnótaveiðar voru bannaðar. Rekneta- veiðar voru hins vegar aldrei bannaðar og stund- uðu þær nokkrir bátar með misjöfnum árangri. Þegar bannið var sett töldu fiskifræðingar, að af islenzku vorgots- síldinni væru eftir um 10 þúsund tonn, en um 20 þúsund tonn af sumar- gotssíldinni. Þessir stofnar voru því báðir komnir fram á yztu nöf, og hefði ekki mátt bíða deginum lengur með að banna veiðarnar. Nú er hins vegar Ijóst, að stofn vorgotssíldar- innar var þegar ofveidd- ur árið 1972. Þar hafði verið farið yfir hættu- mörkin og sá stof n virðist nú eiga mjög erfitt upp- dráttar. Hann er í algjörri lægð og ógjörningur að segja hvenær hann nær því marki, að hægt verði að veiða úr honum. Fyrir honum fór eins og Norðurlandssíldinni, stofninn var eyðilagður með ofveiði. Sumargotssíldinni, sem var talin 20 þúsund tonn árið 1972, hefur hins vegar verið bjargað. Þegar í f yrra var hægt að leyfa veiði á 8000 tonnum í hringnót, og í ár má veiða 10 þúsund tonn. Yfir 50 bátar stunda nú hringnótaveiðar, og þessi árangur hefur náðst með því að virða niðurstöður vísindalegra rannsókna, draga ályktanir af þeim og fara að ráðum fiski- fræðinga. Ef klak sumargots- síldarinnar verður í meðallagi og liðlega það næstu fjögur til fimm árin, má ætla að stofninn verði kominn í eðlilegt horf að þeim tíma liðnum. Á þessu tímabili verður að halda áf ram að takmarka veiðar og gera þær ráðstafanir, sem f iskif ræðingar telja nauðsynlegar. Þetta dæmi um árangur fiskverndar hlýtur að vekja ánægju allra hugsandi manna. Þarna hefur sannazt að raunhæfar aðgerðir á þessu sviði geta borið ríkulegan ávöxt. Á þessu ári er ávöxturinn tveggja milljarða króna virði. En þetta dæmi hlýtur einnig að leiða hugann að ástandi þorskstofnanna. Menn vita með vissu að þeir eru of litlir miðað við það, sem eðlilegt getur talizt. Hrygningar- stofninn hefur minnkað háskalega mikið, og menn vita í raun og veru ekki hvað hættumörkin eru. Hin áleitna spurning er sú hvort ástand þorsk- stofnanna sé eins og sumargotssíldarinnar árið 1972, það er, að enn sé hægt að bjarga honum, eða er ástandið eins og hjá vorgotssíldinni 1972 og er enn svo slæmt, að mörg ár geta liðið þar til hægt verður að veiða úr þeim stofni. Er þegar búið að taka of mikið úr þorsk- stofninum, eða er ennþá hægtað bjarga einhverju. I þessum efnum má ekki hætta á neittog frumskil- yrðið er, að erlendar þjóðir ráði ekki úrslitum um það hvort íslendingar veiða þorsk í fram- tíðinni eða ekki. —ÁG— EIN- DÁLKURIN N Framboðsraunir Eins og blöö og lesendur hafa veitt athygli eru hafnar fram- boðsraunir vegna væntanlegs for- mannskjörs Alþýöubandalagsins. Núverandi formaöur Ragnar Arnalds, sem aldrei varö meöal innstu koppa i búri bandalagsins á nú i vök aö verjast gegn sókn harölinu kommúnistans Kjartans ólafssonar, ritstjóra Þjóöviljans. Kjartan, sem er i framlinusveit Moskvumanna bandalagsins, snýst eðlilega til sóknar gegn þessum „frjálslyndishugsunar- hætti” og varar við þvi aö boðuð sé trú á óháöan sósialisma. Hann segir: „Við skulum minnast þess, aö hvergi i veröldinni finnum við vinstri hreyfingu, sem einhvers má sin, án tengsla viö sósialiskan hugmyndagrundvöll.” Siglt undir Liberiufána Þaö er orðið talsvert á annan áratug siöan Timinn tók upp þá reglu, sem blaðiö hefur haldiö siðan að merkja fréttir upphafs- stöfum blaðamanna. Dagblaöiö Mynd varð fyrst islenzkra blaöa til þess að hafa þennan hátt á, en Timinn fylgdi fljótt i kjölfariö. Ekki er vitaö til annars en þess- ari reglu hafi veriö fylgt af sam- vizkusemi á ritstjórnarskrif- stofunum við Skuggasund, þar til upp á siökastiö, eftir aö vegur Al- freðs Þorsteinssonar fór vaxandi á þvi blaöi. Nýlega birtist þar i blaöinu lofgrein um nefndan Al- freö og frábæra frammistööu hans á fundi i borgarstjórn. Var greinin merkt upphafsstöfum Jónasar Guömundssonar, list- málara og stýrimanns, er af og til hefur ritaö fréttir úr borgarstjórn fyrir Timann. En Jónas var þó hvergi nærri þegar þessar um- ræður fóru fram. Eini blaöa- maöur Timans þar var Alfreö sjálfur. Þá hefur annar ungur blaöamaöur við Timann veriö lát- inn ljá tiltekinni fréttamennsku i Timanum upphafsstafi sina. Eftir einarðlega frammistööu Alfreðs i sjónvarpsþætti um blaöa- mennsku á dögunum skilja menn af hverju hann kýs aö sigla undir fölsku flaggi, likt og þeir út- geröarmenn sem vikja sér undan allri ábyrgö og skyldum gagnvart áhöfnum sinum meö þvi aö skrá skip sin i Liberiu. En verra er ef satt reynist, aö jafn gegn og grandvar maöur og Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, er farinn að beita reglum aöstoöarmanns sins. —BS Hvað er brýnast til ráða til bættrar umferðar? Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur: Sá maöur, sem fer meö þvi hugarfari út f umferöina aö þar sé engum aö treysta og enginn réttur sé algildur, á mestar lfkur á aö komast slysalaust heim og valda ekki slysum á öörum. Þá er ég algerlega mótfaliinn öllum hraöatak- mörkunum. Þær leiöa af sér óþolinmæöi og taugaveiklun og gálausan framúrakstur, sem margir ökumenn hefja án þess aö sjá fyrir endann á. Ásmundur Matthiasson, lögregluvarðstjóri: Það er fullvfst, aö ströng viöurlög, sem er framfylgt, draga úr slysum og árekstrum. Ég er hins vegar mótfaliinn þvi, aö settar veröi viðbótarreglur og ákvæöi, sem ekki er framfylgt. Æskilegt væri aö geta nú brugöiö viö og fengiö mannafla til að framfylgja hinum nýju sektarákvæöum — og ennfremur að fylgja þeim málum eftir meö tafarlausri innheimtu. En það sem skiptir mestu máli, og gæti fyrirbyggt allar aðgeröir af þessu tagi, er aö ökumenn sýni tiilitsemi og ábyrgöartilfinningu í umferöinni. Árni Þór Eymundsson, frkvstj. Umferðarráðs: Brýnast cr aö efla rannsóknir á umferöarslysum. Leita frumorsakanna á þvf hvers vegna slys veröa. Þessu hefur aldrei verið nægilega sinnt, en þaö hlýtur aö vera forsenda þess aö geta gert þær slysavarnaraögeröir, sem koma aö beztum notum. Þá er mjög brýnt aö efla alla umferöafræöslu. Viö erum ekki komnir nema skammt á veg á þvi sviöi og eigum mikiö verk fyrirhöndum. Umferöarfræösla erseinvirk, en hún er langtímamarkmiö okkar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.