Alþýðublaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 7
ssaar Miðvikudagur 20. október 1976 7 Svafa Þorleifs- dóttir níræð Afmæliskveðja frá stjórn Menningar- og minningarsjóði kvenna. Svafa Þórleifsdóttir er niræö i dag, 20. október. Svafa er löngu þjóökunn fyrir störf sin aö málefnum íslenskra kvenna. Hún átti sæti i undirbúningsnefndinni, sem geröi skipulagsskrá fyrir Menningar- og minningarsjóö kvenna, og hún átti einnig sæti i fyrstu stjórn sjóösins, 1945 og siöan óslitiö til ársins 1972. Arin 1949-68 var hún jafnframt gjaldkeri og starfsmaöur sjóösins. Allan þennan tíma vann hún mikiö og óeigingjarnt starf fyrir sjóöinn. Hún sá meöal annars aö mestu leyti um útgáfu þriggja fyrstu Æviminningabók- anna. Núverandi stjórn Menningar- og minningarsjóös kvenna þakkar Svöfu Þórleifsdóttur störf hennar I þágu sjóösins og i þágu islenskra kvenna. Viö óskum henni alls góös i framtiöinni. Sjóðsstjórnin. Svafa Þórleifsdóttir íiræð. Svafa Þórleifsdóttirer fædd 20. október 1886 á Skinnastaö i öxarfiröi, dóttir prestshjónanna þar, Sesselju Þóröardóttur og séra Þórleifs Jónssonar. Svafa naut I æsku meiri menntunar en þá var titt, enda góöum hæfileikum búin. Þaö er augljóst aö hugur hennar hefur snemma hneigst aö fræöslustörfum, þvi hún tekur þegar um tvitugsaldur aö kenna börnum og unglingum. Fyrstu árin einkum á æskuslóöum sinum i Noröur- Þingeyjarsýslu, en kennarapróf tekur hún 1910. Svafa var nokkur ár skólastjóri viö barnaskólann á Bildudal, en áriö 1919 gerist hún skólastjóri barnaskóla Akraness og starfar hún þar næstu 25 árin. Lengst af þeim tima var hún einnig skólastjóri gagnfræöa- skólans þar. Eitthvaö mun þaö i fyrstu hafa vafist fyrir þeim annars ágætu mönnum, sem þá skipuöu skólanefnd Akraness aö mæla meö Svöfu i skólastjóra- stööuna, aöeins vegna þess aö þeim þótti óviökunnanlegt aö kona væri skólastjóri. Dæmi sanna aö Akurnesingar áttu eftir aö fá góöa reynslu af stjórnunar- hæfileikum Svöfu, þvi siöar er henni einnig falin skólastjórn Iönskólans þar á staönum, og gegndi hún þvi starfi seinustu sex árin, sem hún var á Akranesi. Arið 1944 hætti hún kennslu og fluttist til Reykjavikur. Hún réöst þá til Kvenfélagasam bands Islands og var framkvæmdastjóri þess nokkur næstu ár. Aður haföi Svafa látiö mikiö til sin taka innan þessara samtaka bæöi á Akranesi og i Sambandi borg- firskra kvenna. Arin sem hún var framkvæmdastjóri Kvenfélagasambands tslands vann hún afar mikiö aö skipulagsmálum þess. Hún átti einnig sinn þátt i aö koma af staö útgáfu Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Islands, og var hún ritstjóri hennar árin 1953- 68. Svafa vann einnig mikiö og lengi i Kvenréttindafélagi Islands og var um skeið i stiórn þess. Hún vargerö að heiöursféiaga fyrir all mörgum árum. Það var innan Kvenréttindafélags tslands, sem ég kynntist Svöfu fyrst, og störfuöum viö þar mikiö saman, bæöi i stjórn félagsins og i ýmsum nefndum, og svo ekki hvaö sist i sambandi viö Menningar- og minningarsjóö kvenna. Viö vorum um tima saman i stjórn sjóösins, og þaö vildi einnig svo til aö ég tók viö af henni sem starfs- maður sjóðsins þegar hún lét af þvi starfi sökumheilsubrests áriö 1967. Þurfti ég fyrst I stað mjög á ráöum hennar og leiðbeiningum aö halda, en þær voru æfinlega fúslega veittar. Þegar ársrit Kvenréttindafélags Islands „19. júni” hóf göngu sina, vorum viö Svafa ásamt fleiri konum i fyrstu ritnefndinni, en hún var jafnframt ritstjóri þess fyrstu árin. Margt fleira gæti ég nefnt frá samstarfi okkar Svöfu, en þaö yröi of langt mál. Annars vil ég bæta þvi viö, að ég á um það eingöngu ánægjulegar minningar. Auk þess sem hér hefur veriö nefnt um störf Svöfu innan islenskra kvennasamtaka, mætti skrifa langt mál um félag- sstörf hennar á ýmsum öörum sviöum. En hér skal aöeins nokkuö nefnt. Á kennaraárum sinum tók hún aö sjálfsögöu þátt i samtökum stéttar sinnar, og var hún t.d. i fyrstu stjórn Sambands islenskra barnakennara. Þann tima sem Svafa átti heima á Akranesi tók hún jafnan mikinn þátt I félags-og velferöarmálum barna og unglinga þar, og eftír aö hún fluttist til Reykjavikur var hún un skeiö i stjórn Lands- sambands islenskra barnaverndarfélaga. Auk þeirra ritstarfa Svöfu, sem hér hafa veriö nefnd, hefur hún skrifað allmargar greinar i blöö og timarit um uppeldi og menningarmál. Áriö 1915 ritar hún t.d. grein i „Skólablaöiö”, þar sem hún skorar á barnakennara aö stofna lesstofur fyrir börn viösvegar um landiö. Einnig hefur hún fengist eitthvaö viö þýöingar. Svafa hefur ekki gifst, en hún á einn fósturson. Meö honum og fjölskyldu hans hefur hún átt sitt heimili, þar til nú siðustu árin, aö hún hefur dvalist á Elliheimilinu Grund i Reykjavik. Þrátt fyrir háan aldurog margra ára erfiöan sjúkdóm, er Svafa furöulega hress og óbuguö andlega, megi svo verða sem lengst. Aö lokum þakka ég Svöfu góö kynni og óska henni allra heilla og blessunar á ókomnum ævidögum. Guöný Helgadóttir. 1 dag, 20. október, veröur Svafa Þórleifsdóttir fyrrum ritstjóri Húsfreyjunnar niræö. Hún dvelst á Elliheimilinu Grund, en þangaö flutti hún fyrir nokkrum árum, þegar heilsubrestur sá ágeröist, sem hún hefur lengi búiö viö. Svafa var kennari og skóla- stjóri viö mikinn oröstý, þar til hún réöist til K.I. til að veita skrifstofu þess forstööu áriö 1944. Aöur haföi hún unnið að þvi meö Aöalbjörgu Siguröardóttur og Ragnhildi Pétursdóttur aö endurskoða lög sambandsins, en nú hóf hún i samstaríi viö stjórnir héraössambanda aö samræma lög þeirra og skipuleggja starfsemina hjá þeim. Heimsótti hún flest samböndin og sat aðalfundi þeirra sin fyrstu starfsár, kom á skýrslugerö o.fl. Árið 1953 tók hún við stjórn Húsfreyjunnar og gegndi þvi starfi til 1968, er hún taldi sig ekki lengur hafa heilsu til þess. Kynni okkar Svöfu hófust er ég kom sem varamaöur i ritstjórn Húsfreyjunnar. Hreifst ég strax af persónuleika hennar, gáfum, gjörhygli, orðsnilld og gamansemi. Fræöasjór er hún, ekki sist um málefni kvenfélaganna, margfróö og viölesin. Fá ár eru siðan hún flutti ræðu fyrir hönd bekkjarfélaga sinna i Kennaraskólanum, sem er mér ipinnisstæð. Auöugt málfar hennar og skörp hugsun birtist þar ófölskvuð, þótt blaöalaust væri talað. Það var góöur skóli aö starfa með Svöfu og öll stjórn hennar á málum Húsfreyjunnar til fyrir- myndar. Góövild hennar fæ ég aldrei fullþakkað. Likamleg vanheilsa hefur ekki bugaö anda hennar og megi svo veröa þau ár, sem framundan eru. Viö gömlu samstarfsmennirnir þökkum henni kynnin og biðjum henni blessunar á þessum timamótum. S.Th. Leitað verði samstöðu I gær barst Alþýöublaöinu eftir- farandi fréttatilkynning frá Sam- tökum frjálsiyndra og vinstri manna i Reykjavik: A almennum félagsfundi hjá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna i Reykjavik, sem haldinn var i gærkvöldi, var samþykkt eftirfarandi tillaga samhljóöa: „1 framhaldi af ályktun aöal- fundar SFV-félagsins i Reykjavik um störf þess i Reykjavikurkjör- dæmi og með hliösjón af þvi aö Framkvæmdastjórn SFV hefur lagt niöur störf, vill almennur félagsfundur Samtakanna i Reykjavik taka fram eftirfar- andi: Brýnt er aö félagsmenn Sam- takanna um land allt komi skipu- lagi flokksins i eðlilegt horf á ný. Felur fundurinn stjórn félagsins að leita samstööu og samstarfs félaganna annars staðar á land- inu, og veröi þannig stefnt að Flokksstjórnarfundi og Lands- fundinum, þegar henta þykir.” Vegna þessarar samþykktar Reykjavikurfélagsins sneri blað- ið sér til Einars Hannessonar i gær og spuröi hann, hvort áhugi á áframhaldandi starfsemi Sam- takanna i Reykjavik væri al- mennur. Einar kvaö svo vera, og raunar viðar. Hann vissi ekki til þess aö áhugi væri neins staðar á þvi aö leggja flokkinn niður. Samþykkt Vestfiröinganna foröum væri aö- eins viljayfirlýsing um samstarf, en ekki beinan samruna. Auk þess væri , samþykkt fram- kvæmdastjórnar nú fyrir nokkr- um dögum gerö til þess eins aö auövelda þeim mönnum, sem teldu sig eiga annars staöar heima, að yfirgefa flokkinn. Slikt gæti gerzt án allra illinda, og kvaö sumum þessara manna viö- kæmi heföi slik flokkaskipti átt aö eiga sér staö fyrir löngu, þótt ýmsir teldu sig Samtakamenn i oröi og gegndu jafnvel trúnaöar- störfum fyrir flokkinn. —nm. Geigvænleet ástand í slökkviliðs- málum ísfirðinga 4. þing Landssambands slökkviliösmanna var haldiö á Akureyri dagana 9. og 10. okt. sl. Þingiö sóttu fulltrúar frá 32 félögum, sem i eru um 800 slökkviliðsmenn. Rætt var um þau mál er fyrir þinginu lágu, en þau voru fjöl- mörg. M.a. var rætt um hiö geigvænlega ástand er nú rikir i boöun slökkviliösmanna á Isa- firöi til starfa, ef eldur kemur upp. Undanfarin ár hefur boöun slökkviliösmanna veriö framkvæmd af simastúlkum á simstöö tsafjaröar, en sl. ár óskuöu simastúlkur eftir þvi aö losna viö þennan starfa, þar sem þær telja sig ekki ráönar til. I byrjun var ekki um aö ræöa ósk um greiöslu fyrir þessa þjónustu simastúlkna, en nú hafa þær fallizt á aö gegna’ starf imu gegn greiöslu er bæjar- sjóður lsafjaröar telur sig ekki geta fallizt á aö greiöa. I dag standa málin þannig aö búiö er aö taka sima þennan úr sam- bandi og engin boöun á skjót- virkan hátt er framkvæmanleg. Getur almenningur gert sér i hugarlund þá hættu er getur skapazt, ef ekki er hægt aö óska eftir slökkviliði sér til aðstoðar nema eftir drykklanga stund. A þingi slökkviliðsmanna var samþykkt aö leita eftir sam- vinnu viö norræn slökkviliös mannasamtök um sameiginleg hagsmunamál. Einnig var samþykktað skora á Brunabótafélag Islands, og Samvinnutrygginar sem hafa skyldutryggingar fasteigna viöast hvar á landinu, aö þau iáti nú þegar endurskoöa þann þátt brunamála er lltur aö kostnaöarframlagi og þátttöku þeirra I uppbyggingu og rekstri slökkviliða og eldvarnareftirliti, meö þaö fyrir augum, aö þau I framtiöinni taki meiri þátt i kostnaöarhiiö þessara mála. Þingiö skorar á þessa aöila aö þeir láti nú þegar endurskoöa þær reglugeröir sem i gildi eru um arögreiöslur til hinna ein- stöku bæja- og sveitarfélaga, þannig aö sú skipting sé bæöi meiri og réttlátari en veriö hef- ur. A þinginu var einnig rætt um það hættuástand, er skapazt getur á hafi úti, ef eldur kæmi upp i bát eöa skipi og ekki yröi slökktur meö þeim litlu og fáu tækjum sem fyrir hendi eru um borö i skipunum, en þau tæki eru þvi miöur allt of oft biluö og þvi ónothæf. Gefur þaö augaleiö hversu mikiö hættuástand getur skapazt ef eldur kæmi upp úti á miöju hafi og engin slökkvitæki væru við höndina. Þingiö harmar einnig aö ekki skuli vera froöutrektir I nema einu varöskipi Landhelgisgæzlunnar, sem fyrir hönd okkar allra gætir öryggis á hafinu. Látin var i ljós ósk um að þar veröi gerð á bragarbót hið fyrsta. Eitt af markmiöum L.S.S. er að stuöla aö aukinni fræðslu til almennings i eldvörnum, með þvi aö gefa út eöa stuðla aö útgáfu blaöa, bóka eða ritlinga einhvers konar. Rit sambands- ins „Slökkviliösmaöurinn” kemur út tvisvar til þrisvar á ári, og flytur þaö ýmsan fróð leik fyrir almenning og slökkvi- liösmenn. Nú stendur yfir prentun á fyrstu bókinni i stór- um bókaflokki sem gefiner út af brunamáladeild Háskóla Oklahomarikis I Bandarikjun- um. Formaður L.S.S. var endur- kjörinn Armann Pétursson frá slökkviliöi R vk. —AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.