Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 5
ísær Þriðjudagur 30. nóvember 1976 VETTVANGUR 5 ^Visindamenn sýndu La Soufriere mikinn áhuga og lögðu sig í talsverða hættu til þess að komast sem næst gösstöðvunum. Hér sést vel leirinn sem þekur svæðið umhperf is gossprunguna og sem segir frá í greininni. Guðmundur Sigvaldason, yfirmaður Norrænu eldf jallastöðvarinnar. ^ — tuðu Frakka 19 til eyjarinnar á dögunum etnabreytingum og öllum breyt- ingum á virkni i fjallinu. Nefnditi áleit þvi, að svo framarlega sem þessi rannsóknaráætlun yrði gerð og eftir henni unnið, að þá væri óhættað flytja alla ibúa svæðisins til sins heima á ný. ' Neíndin gerði ekki upp á milli skoðanahópa visindamannanna, en benti á villur i starfi þeirra beggja. Hún hvatti þá hins vegar til þess að vinna saman að rann- sóknum á eynni og lagði til að reyndir visindamenn i eldfjalla- rannsóknum yrðu sendir til Guadeloupe þeim til ráðuneytis. Við vitum að i Frakklandi er ekki lögð mikil áhersla á eld- fjallarannsóknir, en ég er hins vegar ekki i neinum vafa um að úr þvi verður bætt. Það má svo benda á það i þessu sambandi, að Frakkar eru eina þjóðin i Evrópu sem misst hefur 30.000 þegna i eldgosi á þessari öld (Martinipue) og þvi ástæða til þess að þeir búi myndarlega að þessari visindagrein. Ég er þess fullviss að Frakkar munu koma upp mjög góðri aðstöðu fyrir vis- indamenn á Guadeloupe innan tiðar. Það er áberandi hve vel þeir virðast búa að ibúum þess- arra „frönsku” eyja. Ég hef verið við störf i Mið-Ameriku þar sem fátækt er gifurleg og bilið á milli rikra og fátækra er geigvænlega stórt. Guadeloupe er hérað i Frakklandi og Ibúar þar njóta sömu réttinda og ibúar sjálfs Frakklands. Þarna virðist rikja velmegun og velferð á öllum svið- um. Ekki var til dæmis hægt að sjá, að þarna rikti stórt bil á milli rikra og snauðra, heldur var um- hverfið allt evrópskt að sjá. gagnvart öðrum. Við vorum t.d. að velta fyrir okkur spurn- ingunni: hvenær á visindamaOur að gefa út viðvörun um yfirvof- andi hættuástand og hvernig á embættismaðurinn/stjórnmála- maðurinn að bregðast við þeirri viðvörun? Við getum tekið ákveðið dæmi. Ef nú væri spáð 60% likum á mjög snörpum jarðskjálfta i milljóna- borgunum Los Angeles eða Tókió og þar með likum á miklu manntjóni og gifurlegu eigna- tjóni,— hvernig eiga embættis- menn að bregðast við? Það er alveg augljóst, að þetta vanda- mál er gifurlega stórt. Það er ekki hrist fram úr erminni að flytja 14 milljónir ibúa Tókió burtu úr borginni á skömmum tima og annað hitt að það myndi ótalinn fjöldi fólks týna lifinu i öllu umstanginu I kring um þessa flutninga. Málið er þvi siður en svo einfalt. Einnig var bent á þá staðreynd, að i hliðum eldfjallsins Vesúviusar á ítaliu búa nú um 1 milljón manna. Fjallið mun örugglega gjósa áðuren langt um liður. Enginn getur sagt fyrir hvenær það verður nákvæmlega, en athugun á gossögu fjallsins bendir til þessa og margt fleira. Eldf jallafræði á íslandi i fremstu röð Ég vil að lokum segja, að ég tel eldfjallafræði á Islandi vera i fremstu röð i heiminum. Ég veit að islenzkir visindamenn standa fyllilega jafnfætis starfsbræðrum sinum i mörgum löndum og þeir standa þeim framar á sumum sviðum. Ég er þess fullviss, a ð við eigum tugi visindamanna sem hefðu staðið sig mun betur en franskir starfsbræður þeirra á Guadeloupe í sumar. Við eigum alla möguleika á þvi að verða lciðandi i eldfjallarann- sóknum i heiminum og ég tel að við eigum að stefna að þvi að verða í fararbroddi á þessu sviði. Til þess þarf að gera langtima- áætlun fyrir þetta verkefni og veita til þess riflegum fram- lögum. —AHH Samskipti embættis- manna og visinda- manna. Við i nefndinni ræddum mörg mál, sem beinlinis og óbeinlinis snertu atburðina á Guadeloupe, en sem þó eru ofarlega á baugi i umræðum visindamanna um allan heim. Til dæmis áttum við mjög gagnlegar viðræður um samskipti embættismanna og vis- indamanna, hlutverk hvorra aðila um sig og skyldur hvorra milljarða króna Nýrbfll-betribíll Nýja Cortínan er vissulega augnayndi — eri lögun hennar og gerð hefur mótast í ákveðn- um tilgangi; að auka öryggi og bæta aksturs- eiginleika. Útsýni ökumanns eykst um 15% bæði um fram- og afturrúðu. rúðuskolun og Ijósabún- aður er endurbættur. höfuðpúðar á framsæt- um. viðbrögð stýris- og bremsubúnaðar bætt og sjálfkrafa jöfnun verður nú á fjöðrun í samræmi við hleðslu. Vegar- og vélarhljó.ð greinist vart lengur vegna hinnar rennilegu lögunar og aukinnar einangrunar. Og síðast en ekki síst. endurbætur á vélinni spara benzín um 10% í innanbæjarakstri. Ný Ford Cortína — bíllinn sem við ökum inn í næsta áratug. FORD UMBOÐIÐ Sveinn Egilsson hf SKEIFUNN117 SIMI85100

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.