Alþýðublaðið - 08.12.1976, Page 3

Alþýðublaðið - 08.12.1976, Page 3
£2&” Miðvikudagur 8. desember 1976 NÝ STEFNA í SPARI- MERKJAMÁLINU Eins og skýrt hefur verið frá i fjölmiðlum, hefur komið fram ágreiningur um hvernig reikna skuli verðbætur á sparimerki ungmenna. Hefur þetta valdið tals- verðri umræðu manna á meðal og hafa ýmsir haldið þvi fram að eig- endur sparimerkja hafi ekki fengið fullar verð- bætur fyrir merki sin. Vegna máls þessa, var sett á laggirnar nefnd á vegum Seðlabankans og Félagsmála- ráðuneytisins sem kannaði málið mjög ftarlega. Eftir umfangs- mikil störf og athuganir varð það niðurstaða nefndarinnar, að tekið skyldi fyrir dómstólum prófmál, sem svaraði öllum hugsanlegum spurningum sem upp kynnu að risa f sambandi við útborgun sparimerkja og verðbætur þeirra. Skyldi mál þetta rekið fyrir dómstólum á kostnað rikisins en stefnanda algjörlega að kostnaðarlausu. Með hliðsjón af lyktum þess fyrir dómstólum yrðu verðbætur sparimerkja reiknaðar i framtiðinni. t maimánuði siðastliðnum var siðan lögð fram stefna Hólm- friðar Sigurðardóttur gegn fjár- málaráðnerra, fyrir hönd rikis- s jóð s . Var siðan skilað greina- gerð i málinu og þann 29. október var Guðmundi Jónssyni borgar- dómara fengið málið til með- ferðar. Er blaðamaður ræddi við Guðmund i gær, kom fram, að hann hyggst taka mál þetta fyrir strax eftiráramót, en vegna anna hefur ekki reynst unnt að gera það fyrr. Stefnt i nýju máli. Lögmaður f jármálaráðu- neytisins i þessu máli er Gunnlaugur Claessen. t samtali við hann kom fram, að seinnipart siðustu viku var lögð fram ný stefna á hendur f jár- málaráðherra i sparimerkja- málinu svokallaða. En það er mál Gunnars Baldurssonar gegn fjár- málaráðherra fyrir hönd rikis- sjóðs. Sagði Gunnlaugur jafnframt, að lögmenn stefnda væru ekki farnir að útbúa vörn i þessu siðara máli, enda stutt siðan stefna var lögð fram. Kvað Gunn-. laugur-ógerlegt að spá hvenær niðurstöður fengjust úr þessum tveimur málum, enda væri gifur- lega mikil vinna við að útbúa gögn i þeim. Þá sagðist Gunnlaugur ekki geta sagt til um, hvort þessi tvö mál yrðu tekin fyrir i einu lagi, eða sem tvö aðskilin mál, en taldi þó æskilegt að sami dómari fjallaði um bæði málin. f viðtali við Skúla Sigurðsson, hjá félagsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar, að ráðu- neytiö hefur lagt áherzlu á að málum þessum verði hraðað eins og kostur er i gegnum dóms- kerfið. bess má geta, að ýmsar tölur hafa verið nefndar um bætur sem rikið þyrfti að greiða sparifjár- eigendum, ef skilningur stefn- enda yrði lagður til grundvallar i öllum striðum væntanlegs dóms, en ekki er til nein úttekt á þvi atr- iði svo Alþýðublaðinu sé kunnugt um. —GEK VínauglýsingijT frá J. P. Guðjónsson: Lögreglan er komin í málið Ólafur Walter Stéfánsson hjá dóms- málaráðuneytinu sagði blaðinu i gær, að hann hefði látið Bjarka Eliasson yfirlögreglu- þjón vita um vinupp- skriftir þær, sem Al- þýðublaðið sagði frá i gær, og dreift hefur verið i matvöruverzl- anir. Auglýsingar eða ekki Varðandi þau ummæli Júlíus- ar P. Guðjónssonar, að vin- auglýsingar væru i erlendum blöðum sem seld væru hér á landi, og þvi ætti að banna inn- flutning þeirra ef landsmenn ætluðu að vera sjálfum sér sam- kvæmir, sagði Ólafur að þessi blöð væru ekki gefin út fyrir islenzkan markað og þvi ekki sambærileg. 1 annan stað væri það til dæmis ekki auglýsing að dreifa uppskriftum af áfengum drykkjum ef aðeins væri talað um til dæmis vodka eða viski án frekari skilgreiningar. En um leið og fariö væri aö nefna eina ákveðna tegund af þessum drykkjum væri um auglýsingu að ræða. Hvað öskubakkana snerti, sem Július talaði um i viðtali við blaðiö i gær, sagöi Ólafur, aö þar væri um að ræða kynningu á vörumerki í öðru samhengi en drykkju. En ef þetta vörumerki væri kynnt til dæmis á vinseðli, þá væri um auglýsingu að ræða, sagöi ólafur. Snarólöglegt Bjarki Eliasson sagði blaðinu I gær, aö eftir þvi sem þessu hefði veriö lýst fyrir honum, hlyti hér aö vera um að ræða „snarólöglegt” athæfi. Bað hann blaðamann aö lýsa fyrir sér bæklingnum og gerði hann þaö. Að auki lét blaöamaðurinn hann viia hvar þessu hefði veriö dreiít sem hann vissi um, og kvaðst Bjarki mundu láta at- huga þetta mál hið snarasta. -hm. KRÖFLUVIRKJUN: ÚTUTIÐ AÐ BATNA? „Útlitið í orkuöflun á Kröflu- svæðinu hefur heldur skánað eftir að hola númer 10 tók að blása, en hún er talsvert öflugri en þær holur sem við höfum átt við I sumar. Ég hef trú á, að þegar mælingar hafa farið fram á afii holunnar, muni staöa orkuöflunar fyrir Kröfluvirkjun breytast talsvert.” Svo mæltist Valgaröi Stefánssyni hjá Orku- stofnun, er blaðamaður Alþýðu- blaðsins ræddi við hann i gær. Þessmá geta til skýringar, aö I nýútkominni greinargerð Orkustofnunar um stöðu gufu- öflunar við Kröflu, er talið, að úr þeim tveimur borholum sem mældar hafa verið viö Kröflu (holur 6 og 7), fáist sem sam- svari 5 MW. af raforku. í viötalinu viö Valgarð, kom einnig fram, að nú er unnið að þvi að dýpka holu númer 9, en sem kunnugt er var horfið frá' borun þeirrar holu er leirhver myndaðist i nágrenni hennar þann 12. október síðast liöinn. Eru allar likur á, að dýpkun hol- unnar ljúki fyrir jól, en þaö er siðasta verkefnið sem unniö verður að á þessu ári á sviði órkuöflunar. En vegna veöur- fars er erfiðleikum bundið að stunda jaröboranir á Kröflu- svæðinu yfir háveturinn og verður borunum væntanlega fram haldið næsta vor. Af öðrum holum á svæðinu er það að segja, að hola 8 er nú I blæstri, en hún er talin heldur slöpp.Hoiall liggur ennþá niðri og er verið að ganga frá út- blástursbúnaði á þá holu. Sagði Valgarður, að vatnsborð hol- unnar væri nú tekið að hækka, en það mun vera visbending um að hólan sé á „uppleið” og taki senn að blása. Ekki hefur farið fram viðgerð á holu 3, en sem kunnugt er kom fram gat á fóöringum i þeirri holu á 80 m. dýpi. Að sögn Val- garðs hefur verið gengið þannig frá holunni að hún er nú talin ör- ugg, þ.e.a.s. aö hún muni ekki skemmast meira en orðið er. Sagði Valgarður að ekki hefði verið tekin ákvörðun um, hvort gert veröi við holuna, en ef af þvi verður mun sú viðgerð aö likindum ekki hefjast fyrr en næsta vor. -GEK -------------------------------------------T Áskriftarsími Alþýðublaðsins er 14900 V.___________________________________—-----' Athugasemd 1 Alþýðublaðinu i gær var mynd, sem sögð var vera af starfsfólki Auglýsingastofunnar hf i nóv. 1976. Einn úrhópnum, Óli örn Andreassen, hafði samband við blaðið og bað um að tekið yrði fram i þvi, að hann er ekki starfs- maður fyrrnefndar auglýsinga- stofu. óli Orn rekur hins vegur eigin fyrirtæki, SÝN kvikmynda- gerð, og hefur meðal annars tekið að sér verkefni fyrir Auglýsinga- stofuna hf. Þessari athugasemd er hér með komið á framfæri. -ARH FBÉTTIB 3 MISTÖK í LEIÐARA 1 leiðara blaðsins i gær urðu smá-mistök: tilvitnun var rang- lega feðruö. — Sagt var, að Þór Magnússon þjóðminjavörður, hefði skrifað hana i afmælisgrein um forseta íslands. Tilvitnunin var hins vegar tekin úr afmælis- grein eftir Jónas Kristjánsson, forstöðumann Stofnunar Arna Magnússonar. — Viðkomandi eru beðnir afsökunar á þessum mis- tökum, en tilvitnunin stendur jafnágæt eftir. Pöntunarfélag Náttúrulækningafélags Reykjavíkur óskar að ráða verzlunar- og fram- kvæmdastjóra frá næstu áramótum. Um- sóknir ásamt upplýsingum sendist undir- rituðum fyrir 15. þ.m. Njáll Þórarinsson Pósthólf 971. Sjúkrahús Akraness óskar að ráða hjúkrunarfræðing, sjúkra- liða og starfsstúlkur. Nánari uppl. gefur hjúkrunarforstjóri á staðnum eða i sima 2311. Sjúkrahús Akraness. Styrkir til háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa islendingi tiT háskólanáms f Hollandi háskólaáriö 1977-78. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandidat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 950 flórinur á mánuði i 9 mánuði og styrkþegi er undanþeginn greiðslu skólagjalda. Þá eru og veittar allt aö 300 flórinur til kaupa á bókum eða öðrum námsgögnum og 300 flórinur til greiðslu nauösynlegra útgjalda I upphafi styrktimabils- ins. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gott vald á hoi- lensku, ensku, frönsku eða þýsku. Umsóknir um styrki þessa, ásamt nauðsynlegum fylgi- gögnum, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Ilverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 6. janúar n.k. Umsókn um styrk til myndlistarnáms fylgi ljósmyndir af verkum um- sækjanda, en segulbandsupptaka, ef sótt er um styrk til tónlistarnáms. — Sérstök umsóknareyðublöö fást I ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. desember 1976 Styrkir til náms við lýðháskóla eða menntaskóla í Noregi Norsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa crlcndum ungmennum til námsdvalar við norska lýð- háskóla eða menntaskóla skólaárið 1977-78. Er hér um að ræða styrki úr sjóöi sem stofnaður var 8. mai 1970 til minningar um að 25 ár voru liðin frá þvi að norömenn endurheimtu frelsi sitt og eru styrkir þessir boönir fram I mörguin löndum. Ekki er vitaö fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur i hlut islendinga. Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæöi, húsnæði, bóka- kaupum og cinhverjum vasapeningum. Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt frain gögn um starfsreynslu á sviði félags- eða menningarmála. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamáia- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavfk, fyrir 20. janúar n.k. — Sérstök umsóknareyðublðö fást I ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. desember 1976.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.