Alþýðublaðið - 08.12.1976, Side 4

Alþýðublaðið - 08.12.1976, Side 4
4 VETTVANGUR Rosenthal-verzlanir eru allar eins hvar sem er í heiminum - og nú hefur ein slík verið opnuö í Reykjavík Opnuö hefur veriö i Reykjavík sérverzlun meö Rosenthal postu- lin og gjafavörur. Rosenthal- verzlanireraöfinna viða erlendis og mun verzlunin i Reykjavik verða innréttuð i sama stil og sambærilegar verzlanir úti. Vörur verzlunarinnar verða mest megnis i hinni svokölluðu Studio-línu frá Rosenthal, en „linan” er mótuð af heims- frægum hönnuöum-listamönnum. Aðal áherzla er lögð á að vörurnar séu ósviknar og verðmætar, en ekki verölausar eftirlikingar eins eða annars timabils. Umboðsmenn Rosenthal á tslandi eru A. Einarsson og Funk, og hafa þeir unnið að því nokkur ár að fá leyfi fyrir opnun verzlunarinnar. Til að fá leyfi fyrir Rosenthal-umboði þarf umboðsmaðurinn að uppfylla nokkuð strangar kröfur um hús- næöi, innréttingar, vöruval og annað. Verzlunin mun taka við pöntunum á Rosenthal-postulini, glösum,boröbúnaði og gjafa- vörum. Jólaplattar Rosenthal eru löngu frægir og þá sérstaklega vegna verðgildis og hafa virðuleg fjár- málablöð erlendis bent á þá sem góöa fjárfestingu, segir i frétt frá Rosenthal-umboöinu á tslandi. Verzlunin er að Laugavegi 85 i - Reykjavik. —AB \\m<: íþróttatöskur— íþróttatöskur yfir 20 mismunandi geröir. Merktar töskur m.a. Arsenal, Liverpool. Tottenham, Celtic. Stoke, M. City, Derby, Leeds, Q.P.R. o.fl. Verð frá kr. 141 5.- ir//omoir KLAPPARSTIG 44 SIMI 1 1 783, LOUHOLUM 2 — 6 SIMI 75020 AAiðvikudagur 8. desember 1976 u£Sm' - stjórnarflokkarnir og Alþýðubandalagið þola ekki að umræður um þetta feimnismál líti dagsins Ijós á Alþingi t sameihuðu þingi, föstudaginn 3. desember s.l. var haldiö áfram umræðum utan dagskrár um málefni Kröfluvirkjunar, en fyrri umræðu sem fara átti fram þriðjudaginn 30. nóvember var frestað svo sem kunnugt er, eftir að ræðutimi frummælanda haföi verið styttur i 5 minútur. f umræðum utan dagskrár,. þann 5. desember, gerði Bragi Sigurjónsson að umtalsefni þau vinnubrögð sem viðhöfð voru er umræðum utan dagskrár um Kröflumálið þann 30. nóvember var frestað en tilkynnt, að innan tuttugu minútna yrði fundi fram- haldið og nýttmál tekið fyrirutan dagskrár. t ræðu sinni sagði Bragi meðal annars: ,,Ég fullyrði að svona vinnubrögð um meðferð mála ut- an dagskrár séu einsdæmi um mismunun og hlýt að vita þetta harðlega. Nú dettur mér ekki i hug, að hinum drenglynda og ágæta Alþingisforseta vorum hafi verið sjálfrátt. Hérhafa aðrirleitt hann i villigötur og ástæðan blasir við. Rikisstiórnarflokkarnir og Alþýöubandalagið vilja alis ekki að svonefnd Kröflumál séu rædd á Alþingi, og ef þau eru rædd, þá reyna þeirað drepa þeim á dreif. Þvi tóku þeir sig saman um gagnráðin, taka fyrir annað deilumál svo hið fyrra sofnaði út- af eða úr þvi yrði að minnsta kosti kominn gusturinn i frystiklefa biðarinnar. Þessi málsmeðferð leit i fljótu bragði ákaflega sakleysislega út. Hið nýja utandagskrármál, hugsanlegir samningar við EBE um veiðar innan islenzkrar lög- sögu, brennur i huga þjóðarinnar og forsætisráðherra ekki taltækur næstu daga vegna utanferðar. En þegar hafter i huga, að bæði utanrikisráðherra og sjávarút- vegsráðherra sátu um kyrrt og engir samningafundir eru i þess- ari viku né fyrirhugaðir i kom- andi viku, var augljóst, aö flýtis- hátturinn stjórnaðist ekki af nauðsyninni einni saman.Orsökin var önnur, eins og ég hef sýnt, þótt ég viti, að þvi veröi kröftug- lega mótmælt. Það sannar mál mitt, að sjávarútvegsráöherra var ekki gert viðvart um þetta utandags- krármál svoskyltsem honum var málið og var hann þvi ekki við umræðuna. Sighvatur Björgvinsson vakti m.a. athygli á þvi i ræðu sinni að á ráðstefnu sem forráðamenn Kröfluvirkjunar sóttu i Californiu fyrir 2 árum hefði komið fram, að það teldist lágmark áður en ráðizt yrði i jarðgufuvirkjanir að þær tilraunaholur sem boraöar væru, værulátnar blása i 6 mánuði áður enhægt yrðiaðhefja mælingar og athuganir á virkjunarmöguleik- um. Benti Sighvatur á að slik athugun hefði ekki farið fram hér á landi. Siðar I ræöu sinni sagði Sig- hvatur: ,,Ég bendi ennfremur á,' aðþað virðist enn ekki liggja fyr- ir, hvaða aðili það raunverulega var, sem tók þá ákvörðun aö hef ja virkjun við Kröflu án þeirra und- irbúningsathugana sem flestir is- lenzkir sérfræðingar og að ég ætla, allir erlendir sérfræðingar erusammála um að séu nauðsyn- legar, áöur en ráöizt er i slikar framkvæmdir. Ég vil ennfremur benda á, hvernig að þessum málum ölium er staðið. Það er Orkustofnun, sem á að sjá um útvegun orku og rannsóknir hennar. Henni á ekki að koma neitt annað viö en það sem að gufuöfluninni snýr. Siðan kemur annar aðili, Kröflunefnd, sem á að reisa mannvirki þarna og panta vélar. Þriðji aðilinn, Rafmagnsveitur rikisins eiga að sjá um að koma þeirri orku, sem væntanlega verður framleidd á Kröflusvæð- inu á markað. Fjórði aðilinn, sem enn er ekki fundinn, á siöan að reka þessa aflstoð. Það virðist vera, að þessi f jögur höfuð á sama likama hafi raun- verulega ekkert samband sin á milli og enginn þeirra, hvorki einn né annar, beri ábyrgð á þvi hvernig likaminn starfar.” Hver ber ábyrgðina? Siðar i ræðu sinni sagði Sig- hvatur: ,,Nú er það með Kröflu- máliö eins og flest annað, að ef þetta gengur, sem allir þingmenn og þjóðin öll vonar, þá verður sjálfsagt ekki langt að leita í þann sem telur sig bera ábyrgðina á öllu saman. Ef vel gengur þarf ekki að leita að þeim sem á að ýta á hnappinn og setja vélarnar i gang. halda tækifærisræður við það tilefni og

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.