Alþýðublaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 6
6 SJðnUUMMD Miðvikudagur 8. desember 1976 blaSið'' Jóhanna S. Sigþórsdóttir Göngum við í kringum... þurrkaði af þvi mesta rykið og hækkaði verðið á öllu saman. „Og það rauk út eins og heitar lummur, sagði hann hróðugur og strauk sveittan skallann. „Kúnnarnir eru nefnilega ekk- ert að spekúlera i gæðum vör- unnar þegar liður að jólum, þvi Nú eru jólin á næsta leiti, og sjálfsagt eru „litlu jólin” eða jóla- undirbúningurinn öðru nafni, hafin hjá mörg- um. Og vist sér mað- urfólkhraða sér á milli verslana til að kaupa jólagjafir eða eitthvað annað tilheyrandi hátiðinni. Að visu hafa kaupmenn barið sér og. kvartað undan litilli jólaös, en svo sýnist sem nú sé að rætast úr fyrir þeim, þrátt fyrir blankheit almennings. Ef til vill hafa einhverjir þaö svipað og unga konan sem kom þjótandi inn i biðsal bankast jóra daginn fyrir Þorláksmessu i fyrra. Kvaðst hún nauðsynlega þurfa að hafa tal af stjóranum, og það sem fyrst. Allt á að seljast Vissulega er það staðreynd, að oft reynir jólavertiðin miklu meira á pyngjuna heldur en hún þolir. Fólk kaupir það sem þarf til jólanna og það sem þarf ekki til þeirra. Siðustu dagana fyrir jól er kaupæðið i hámarki, enda selst allt sem er til sölu, alveg sama um hvað er að ræða. Fræg er orðin sagan af kaup- manninum, sem safnaði öllum afgangs vörum yfir árið inn á lagerinn. Þegar leið að jólum dreif hann allt draslið fram, það hefur ekki nokkur maður tima til að vera með svoleiðis sparðatining." Engin jól án gjafa Það virðist vissulega svo, að flestir haldi að engin verði jólin án gjafa, margra og merkilegra gjafa, sem verða auðvitað að kosta drjúgan skilding, til sann indamerkis um, að eitthvað sé i þær varið. Afar og ömmur, pabbar og mömmur, vinir og vandamenn, öll verða þau að fá pakka á jólunum. Stóra pakka, sem lofa góðu um innihaldið. Ekki má heldur gleyma bless- uðum börnunum, sem eru farin að hlakka til jólanna strax i ágúst, eða um leið og fyrsta jólaauglýsingin birtist á sjón- varpsskerminum. Og hver skyldi lika lá krakkagreyjun- um, þó þau séu farin að iða i skinninu eftir að fá útlenskar gjafir og gott i skóinn. Hvers vegna jólin eru svo haldin? Það er hlutur, sem ekk- ert viti borið barn leggur sig fram við að hugleiða. Til hvers væri það lika. Ekki hagnast þau á neinn hátt, þó að þau viti þetta. Ef til vill hafa afi og amma einhvern tima sagt litlu glókollunum sinum frá ein- hver jum kalli sem dó endur fyr- irlöngu hangandi á spýtum uppi á hól. En það væri nú hálf asnalegt að fara að hugsa um þetta ein- mitt þegar hillir undir fullt af nýju dóti, fallegum ljósum, svo maður tali nú ekki um allt gott- ið, sem var keypt i Hagkaup um daginn. Og þó svo að mann langaði nú til að heyra ævintýrið um þenn- an kall sem fæddist vist einmitt á jólunum, þá er eins gott að vera ekki að trufla mömmu, sem baksar kófsveitt i eldhús- inu, með sögukvabbi. Hún yrði sjálfsagt bara bandsjóðandi og ræki mann strax út að leika. Sama máli gegnir áreiðanlega um alla aðra, sem eiga að heita fullorðnir. „Móttökustjórinn” rýndi fram- an i hana, og spurði siðan hvort það væri ekki rétt að hún hefði komið 2 dögum áður. „Jú.svar- aði konan. Og það gekk llka á- gætlega. En nú verð ég að fá annan vixil, þvi sá sem ég fékk fyrr i vikunni fór i jólagjafir, og nú á ég eftir að kaupa allt i jóla- matinn.” Þokkalegur eftirmáli hjá þeirri fjölskyldu. Ekki fleiri gjafir takk Og þess vegna er ekkert merkilegt við jólin, nema þessi óþreyjufulla bið eftir aðfanga- dagskvöldi. Að þvi loknu eru jól- inbúin hjá flestum börnum. Og sjálfsagt er mörgum þeirra svipað innanbrjósts og litla stráknum sem var búinn að biða kvöldsinsmeð mikilli eftirvænt- ingu. Loks rann stóra stundin upp, allirfórinn i stofu og heim- ilisfaðirinn fór að útbýta pökk- um úr hrúgunni. Barnið hafði vartundanað rifa utan af fyrstu pökkunum, áður en næsta lota hófst. Loks þegar hann sá að pappirs-og gjafaflóðið var að flæða honum yfir höfuð, fórnaði hann höndum i örvæntingu og sagði: Afi, góði gefðu henni langömmu eitthvað af öllum þessum pökkum. Ég er orðinn alveg steinuppgefinn. Og þar með voru „jólin” búin hjá honum. OR VIWISUM ATTUIWI ^xxACianv**^ A!?:3 1976 I Samvinnunni nýjustu er nokkuð fjallaö um þing Al- þjóða samvinnusambands- ins, sem haldið var i Paris og rætt við Erlend Einarsson, forstjóra, sem sat það þing, en Erlendur hefursetið þing sambandsins allar götur frá 1948, þegar hann sótti þingið til Prag ásamt Vilhjálmi Þór og Jakob Frimannssyni. í forystugrein Samvinn- unnar segir svo: Einn maður — eitt atkvæði Á 26. þingi Alþjóðasam- bands samvinnumanna, sem haldið var i Paris i lok septembermánaðar, flutti Frakklandsforseti, Valery Giscard d’Estaing, athyglis- vert ávarp. 1 þvi komst hann meðal annars svo að orði: „Tvennt má segja um samvinnuhreyfinguna, sem veitir henni ótvirætt gildi og gerirhana að góðu fordæmi: í fyrsta lagi, hún er til, i öðru lagi, hún er til næstum alls staðar. Sú staðreynd, að hreyfing- in er til og á sér langa sögu og hefur unnið sér hefð i landi eins og Frakklandi og mörgum fleiri löndum er til vitnis um hæfni hennar til að skapa heilbrigt og mannúð- legtsamfélag vinnandi fólks. Samvinnufélögin hafa venjulega orðið til fyrir frumkvæði ibúa á hverjum stað til að vernda hagsmuni þeirra og hafa þannig veitt á áhrifamikinn hátt viðnám gegn fólksflótta úr afskekkt- um byggðum og dreifbýli. Þau lúta ekki valdi eins eða neins, hvorki einstaklings né hóps, heldur búa við ótvirætt sjálfsforræði hvað stjórn og rekstri viðkemur. Skipulag samvinnu- hreyfingarinnar er þannig andstæða miðstjórnarvalds og skrifstofuveldis. Samvinnumaðurinn er ekki aðgerðalaus og treystir á aðra. A timum, þegar fólk hefur tilhneigingu til að varpa ábyrgð sinni og byrð- um yfir á herðar annarra, — þá býður samvinnuhreyfing- in þátttöku i jákvæðu starfi upp á fulla ábyrgð. Samvinnumaðurinn neitar að viðurkenna, að óbrúan- legt bil sé á milli framleið- enda og neytenda. Hann leit- ast við að spanna allt sviðið, frá framleiðslu til markaðar, hann gerir neytandann að bandamanni eða hluthafa og framleiðandann ekki að óvini. Samvinnumaðurinn er sið- ast en ekki sizt lýöræðis- sinni: Það einkenni kemur sérstaklega fram i hinni frægu grundvallarreglu hreyfingarinnar: einn mað- ur, eitt atkvæði. í krafti hennar er reynt að virkja af 1 samstöðunnar með skipu- lagi, sem ekki á á hættu að splundrast i innbyrðis átök- um... Siðara einkenni samvinnu- hreyfingarinnar er, að hún er til næstum alls staðar — i austri jafnt sem vestri. Or- sökin er sú, að hún byggist á frumlegrikenningu varðandi efnahagsaðgerðir og við- skipti, sem hefur veriö að þróast lengi, og þess hefur verið gætt, að hún yrði ekki háð neinni sérstakri stjórn- mála-eða hugsjónastefnu...” Þegar einn fremsti stjórn- málaleiðtogi Evrópu viðhef- ur slik ummæli um sam- vinnuhrey finguna , er sannarlega um að ræða viðurkenningu, sem eftir er tekið. Þau eru enn ein sönn- un um vaxandi skilning á gildi samvinnustarfs. Hér skulu að siðustu til- færð lokaorð Frakklandsfor- seta: „1 heimi nútimans, sem alltaf er að dragast saman eins og sagt er, um leið og al- þjóðahyggjan færir út riki sitt, er styrkur samvinnu- hreyfingarinnar fólginn i þvi, að henni hefur tekizt að varðveita fortiö sina, halda sjálfstæði sinu og huga vel að framtiðinni. Þetta gerir það að verkum, að hún getur flutt boðskap um betri tið og örari framfarir. Égóska þess.að á hann verði hlýtt.” —BS. m------------------------>- Hér stofnuöu vefararnir i Rochdale sitt fyrsta kaup- félag til að reyna að sigrast á sárri neyð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.