Alþýðublaðið - 08.12.1976, Side 7

Alþýðublaðið - 08.12.1976, Side 7
blaðid Miðvikudagur 8. desember 197?___ Frjálsir fjölmiðlar í 200 ár ÚTLÖND 7 Allt frelsi verður að vera borið uppi af ábyrgðartilfinningu 1111111111111 Nafnkunnur bandarískur blaða- og útvarpsmaður, Vermont C. Royster ræðir hér spurn- inguna: Er hið bandaríska frelsi fjölmiðla af hinu illa - eða hinu góða? „Ef við eigum að ræða um bandariskt frelsi fjölmiðla siðast- liðin 200 ár, verðum við i upphafi að gera okkur ljóst i hverju það birtistoghefurbirztþennan tima. Þegar ég nefni t.d. blaðaútgáfu, á ég ekki við aðeins stórblöðin eins og New York Times, Wall street journal og Washington Post, ekki einu sinni, þó bætt sé við þeim 1700 dagblöðum smærri ogstærri, sem einnig eru gefin út i Bandarikjunum. Ég á heldur ekki einungis við útbreiddu timaritin eins og Time, Newsweek, Harpers, Atlantic og The New Yorker. Auðvitað er þetta allt hluti af blaðaútgáfunni — stór hluti, en samt á engan hátt öll blaðaút- gáfan. Þegar ég tala um blaðaút- gáfuna, á ég við allar þær þúsundir vikublaða og prentaða fréttamiðla einnig. Hér er um að ræða svo umfangsmikla og breytilega útgáfu, að vart verður með tölum talið. Og efni þeirra er vitanlega jafn margbreytt. Svo eitthvað sé nefnt má aðeins hjóma ofan af með þvi að minna á annað eins og heittrúarblöð, guðleysingjablöð, áróðursblöð fyrirréttisvertingja,málgögn Ku Klux Klan, hægri blöð, vinstri blöð, ihaldsblöð hreinræktuð, eða uppreisnarblöð. Ég vil ennfremur árétta, að sérhver Bandarikjamaður getur gefið út og birt hvað sem honum þóknast, án þess að spyrja einn né neinn um leyfi þar til. Bandariskir fjölmiðlar geta ljóstrað upp leyndarmálum úr skjalasöfnum stjórnvalda og út- varpað þeim yfir heimsbyggðina. Þeir geta ráðizt að leyndar- málum nefnda, jafnvel hæsta- réttar, rikisstjóra og forsetans sjálfs. Þeir geta borið fram illgirnis- slúður i háum haugum um hvort sem er kjörin stjórnvöld, eða menn, sem hafa vakið á sér athygli einhverra hluta vegna, á hvern þann hátt, sem þeim sýnist. 1 raun og veru geta bandarisku fjölmiðlarnir tjáð sig um þaö sem þeim dettur i hug og um hvaða efni sem er, þar með talið að öll okkarstjórnvöldséu gjörspillt, og meira að segja að stjórnarskráin frá 1776 sé óhæf og ætti að setja aðra þegar i stað. Þetta jafngildir þvi að fjöl- miðlarnir geta leyft sér — og hafa gert sumir hverjir — að hvetja til uppreisnar! Þetta frelsi fjölmiðlanna er einsdæmi i veröldinni. 1 fjölda rikja er einungis leyft að birta það, sem geðfellur stjórnvöldum og hefur gengið i gegnum hreinsunareld strangrar rit- skoðunar. Aðrir viðurkenna sumt af þvi, sem Bandarikjamönnum leyfist. En i engu öðru landi er neitt slikt svigrúm, án áhættu á tafarlausri refsingu. Nú er eðlilegt að spyrja. Er slikt frjálsræði gott eða illt? Er annað eins frjálsræði hættulegt fyrir stjórnvöld eða þjóðfélagið i heild? Ætti að takmarka það eða ef til vill afnema? Eða ber hlutað- eigendum öllum að þola það og samþykkja? Þessum spurningum verður hver og einn að svara fyrir sig út frá li'fsskoðun sinni og þvi, hvað menn telja þjóðfélaginu til góðs eða ills. Sjálfur vil ég láta mina skoðun i ljós, hvað sem aðrir gera. Ég hlýt að játa fyrst af öllu, að fjöldi Bandarikjamanna er þeirrar skoðunar, að hið óhefta frelsi fjölmiðlanna sé og geti ver- ið famfélaginu hættulegt, þar sem það geti á þann hátt, sem áður er lýst, náð til allra, hárra og lágra. Röksemdir þeirra eru eitthvað á þessa leið. Annarsvegar sé frelsi fjölmiðlanna, til þess að koma á framfæri og túlka hug- sjónir, bráðnauðsynlegt, svo póli- tiskt frelsi nærist og viðhaldist. A hinn bóginn geti það skaðað samfélagið að höfða um of til æsinga og fáfræði fólksins. Siðferðilegur réttur fjöl- miðlanna eigi ekki að vera og geti ekki verið skilyrðislaus. Þegar þessi réttur sé tekinn i þjónustu lyginnar, vændis- viðbragða til að selja skoðanir sinar og óheiðarlegir tilburðir til að sá hatri og grunsemdum fyrir- finnist, sé alltof langt gengið. Ennfremur það, að vernda fjöl- miðlana sé ekki sama og að vernda þjóðfélagið, nið, meiðy M, klám, hvatning til uppreisna og birting pólitiskra og hernaðar- legra leyndarmála þjóni engum góðum tilgangi, heldur grafi undan þjóðfélaginu. Þvi séu gagnaðgerðir stjórn- valda við þessu eðlilegar og rétt- lætanlegar. Þannig verði að takmarka frelsi fjölmiðlanna, til þess að birta aðeins hið sómasamlega og hættulausa! Þetta er raun--erulega hrein endursögn á skoðunum hinnar virðulegu nefndar háskólans i Chicagó,sem tók sér fyrir hendur að gaumgæfa frelsi fjölmiðlanna. Þessir nefndarmenn voru eng- an veginn fjandmenn frelsisins. Þeir voru ekki starblindir ihalds- menn, og ekki reyrðir i pólitisk flokksbönd. Allt voru þetta hugsandi menn, sem voru áhyggjufullir vegna þess, að hið óhefta frelsi gæti allt eins komið frelsinu á kné. Sannleikurinn er nú samtsá, að þessi virðuiega hefnd náði þvi aldrei að fjalla um grundvallar- atriðin. Það þýðir, að þeir birtu engar skoðanir á þvi, hvað ætti að gera til að takmarka frelsi fjölmiðl- anna — enn siður, hver ætti að dæma um, hvað birta skyldi og hvað ekki. Ættu stjórnvöld að dæma? Eða einhver dómstóll? Ætti það að vera nefnd ritstjóra og blaðamanna, eða eitthvert einkaframtak? Ættu forsvarsmenn fjölmiðla að fá leyfi áður en þeir birtu rit- smiðar eða ræður? Væri hægt að dæma þá i sektir eða fangelsi ef stjórnvöldum likaði ekki útgáfan, eða einhverjum dómstóli? Hvað ætti að vera saknæmt, og hver ætti að ákveða það? Vitan- lega eru allt þetta spurningar, sem verður að svara, ef hefta á frelsi fjölmiðla. 1 mörgum löndum liggja þessi svör fyrir. Stjórnvöldin ákveða! Og það sem stjórnvöldum þykir háskasamlegt, er ekki birt — ein- faldlega. Þetta er sennilega bezta svarið. En það er vissu- lega ekki samstiga sk-ilningi Bandarikjamanna á hugtakinu frelsi! Skilningur Bandarikjamanna og ofinn í alla þeirra sögu er sá, að bjargvættur borgaranna sé einmittfrelsi til að andæfa stjórn- völdunum, ef þeim býður svo við að horfa. Fullt leyfi til að krefja þau um að starfa fyrir opnum tjöldum og að þvi aðeins sé stjórnarfarið lifvænt að fólkið viti á hverjum tima hvað er að gerast á æðri stöðum. Eigi að siður voru ýmsar niður- stöður þessarar áminnztu nefnd- ar sem ég getekkiáfellzt, þó ég sé talsmaður frjálsra fjölmiðla. Það er vitanlega rétt, að enginn getur verið frjáls, sem ógnað er, hvort sem heldur gert er með vopnavaldi eða orðum. Það er réttlætingin fyrir meiðyrðalög- gjöf okkar. Almennur borgari getur heldur ekki metið réttilega ástand þjóð- félagsins, ef hann er mataður á falsi og lygum. Lygaáróður getur verið nákvæmlega jafn hættulegur og hvatning til eiturlyfjaneyzlu. Loks er það rétt, að frjálsræði borgaranna er háð ástandi sam- félagsins, sem krefur um heil- brigða stjórnarhætti, ef vel á að fara. Ef fjölmiðlarnir i raun og veru grafa undan trausti fólksins á stjórn sinni að ástæðúlausu er hætta á ferðum, og v'ið höfum greinilega séð hvað gerist ef fólk- ið glatar traustinu á heiðarleika stjórnvalda — ófyrirsynju. Stjórnleysi, sem af þvi getur leitt, verður samfélagsböl. Svo má virðast, sem við séum hér í slæmri klipu, að samhæfa freisi fjölmiðlanna við þarfir al- menns frelsis og þar með sam- félagsins. Eins og ég gat um i upphafi er svar Bandarikjamanna við þessu einstakt. Við hófum okkar vegferð með þeirri sannfæringu, að stjórn- málalegt frelsi væri óhugsandi, nema sérhver borgari hefði leyfi til að segja skoðun sina og birta hana óheft. Og þetta frjálsræði i ræðu og riti viðurkennir engar rökrænar hömlur. Ef f rjálst er að birta hvaða hug- myndir sem vera skal, leiðir það af sjálfu sér, að umræður um og rökstuðningur fyrir þeim verður að lúta sama lögmáli. Ef stjórnvöldum er skylt að starfa fyrir opnum tjöldum, hvernig geta þá stjórnendur falið leyndarmál fyrir fólkinu? Og ef stjórnvöld vilja ekki gefa upplýs- ingar af frjálsum vilja, er þá ekki rétt að knýja þau til þess? Þetta leiðir hvað af öðru. Þannig hefur þetta gengið i Bandarikjunum að minnsta kosti og okkar sýnilegi árangur er, að fjölmiðlarnir, sem hafa raun- verulega engar takmarkanir, þegar frá eru taldir styrjaldar- timar, eru vald, sem ekki verður svo auðveldlega skert. Þá komum við aftur að því. Er þetta frjálsræði gott eða illt? Fyrstvilég segja þetta: Sjálfur er ég engan veginn sammála þvi, Framhald á bls. 10. Jón frá Ljárskógum Guðmundur G. Hagalín LJOÐ JÓNS FRÁ LJÁRSKÓGUM Skáldið sem bæði orti sig og söng sig inn i hjörtu íslend- inga, þó að æviár hans yrðu ekki mörg. Steinþór Gests- son, einn af félögum Jóns i MA-kvartettinum, hefur gert þetta úrval. EKKI FÆDDUR í GÆR sjálfsævisaga Guðmundar G. Hagalins. Gerist á Seyðis- firði og i Reykjavik á árunum 1920-25. Saga verðandi skálds sem er að gefa út sinar fyrstu bækur. Sjóður frá- bærra mannlýsinga — frægra manna og ekki frægra. James Dickey leikið vió danAaim LEIKIÐ VIÐ DAUÐANN eftir James Dickey. Æsispennandi bók, seiðmögnuð og raunsæ. Hefst eins og skátaleiðangur, endar eftir magn- aða baráttu um lif og dauða bæði við menn og máttarvöld. ( í Almenna Bókaíélagiö Austurstræti 1S, Bolholti 6

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.