Alþýðublaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 8. desember 1976 alþýöu- biadíó Norrænt menningarsamstarf eflt á ýmsan veg: MENNINGARFJÁRLÖGIN ORÐIN EINN OG HÁLFUR MILLJARÐUR Þar til fyrir skemmstu var sjónhimna augans, með hin- um óteljandi aragrúa ljós- næmra fruma álitin hliðstæö ljósmyndafilmunni. Þannig var álitið aö i heilan- um raðaðist mynstur þeirrar myndar, sem augað sá. RETINfc, En sú uppgötvun' að ljós- námsfrumurnar eru mörg- um sinnum fleiri en sjón- taugarnar sem boðin bera til heilans hefur kollvarpað þessum viðteknu hugmynd- um. Hver ljósnámsfruma kom boðum til heilans um taug ef Ijós féll á hana. OPTIC NER.VE A menntamálaráðherrafundi Norðurlanda I Kaupmannahöfn 17. þ.m. var lýst stuðningi viö, að bókmenntaverðlaun Noröurlandaráös yrðu sem allra fyrst hækkuð úr 50 þúsundum danskra króna i 75 þús. d.kr. eða i um það bil 2.4 millj. Isl. króna. Verðlaunafjárhæðin hefur veriö óbreytt frá öndverðu eða i 15 ár. Einnig voru fundarmenn hlynntir þvi að gert yröi ráö fyrir sérstök- um styrk að fjárhæð 25 þús. d.kr. handa rithöfundi, sem birt hefði fyrstu bók sina á þremur næstu árum á undan styrkveitingu. Þá var gert ráð fyrir nokkurri skipulags breytingu á úthlutun bókmenntaverðlaunanna, þannig aö fulltrúar frá Sömum, Færey- ingum og Grænlendingum kæmu i úthlutunarnefndina og að sama nefnd annist einnig styrkveiting- ar til útgáfu norrænna rita i þýö- ingu á máli grannþjóðanna. Þessi nefnd fjalli einnig um úthlutun hins nýja 25 þús. króna styrks, ef samþykktur verður. Tveir nýir deildarstjórar voru ráðnir i Norrænu menningar- málaskrifstofuna, — Lilla Voss frá Danmörku og Gustav Skuthalla frá Finnlandi. Rúmlega 200 umsóknir bárust um stöö- urnar. Samþykkt var að koma á fót 5 Kamala, sagði frá Ind- landi eftir Gunnar Dal Enginn Islendingur hefur skrif- að jafn mikið um heimspekileg viðfangsefni sem Gunnar Dal. Fyrir nokkru kom út, hjá Vikur- útgáfunni, bókin Kamaia, sem mun vera 26 bók höfundar. Kamala er saga frá Indlandi, eins og segir á bókarkápu. Bókin er fögur útlits og girnileg til fróð- leiks. 1 formála segir Sigvaldi Hjálm- arsson á þessa leið: „Fátitt er að islenskir höfundar heyi sér efni til skáldverka úr f jarlægri menning- arheild en það gerir Gunnar Dal meðþeirri bók sem nú kemur fyr-' irsjónir manna. Hann velur Ind- land og samfélagsbyltingu þá sem verður þar af þvi nútimi Vesturlanda er að ryðja sér braut inn i þorp landsins. En alltsem grær kemur hægt og reynir i mönnum þolrifin. Græna byltingin kemur hægt. Og öðrum þræði rikir efinn og vonleysið — einsog hjá Kamölu i lokin.” Siðan segir Sigvaldi: „Gunnar málar sögumynd sina sterkum dráttum ogskýrum. Ekkertsem i sögunni gerist fellur utanvið hversdagsleika þeirra breytinga- tima sem nú ganga yfir landið. Hún er sannferðug lýsing á ind- versku sveitalifi þar sem arfi for- tiðarinnar og möguleikum ókom- inna ára eru að jöfnu gerð skil.” Strax eftir lestur formálans vaknar áhugi lesandans enda eru fáir eða engir enn á tslandi jafn fróðir og gagnmenntaðir um ind- verska menningu og lifnaðarhætti sem Sigvaldi Hjálmarsson. En bókin sjálf verður engum vonbrigði. Hún er mjög skemmti- leg aflestrar og vekur lesandann til umhugsunar um hin margvis- legustu þjóöfélagsvandamál. Mynd Indlands i hugum okkar tslendinga er fyrst og fremst sú mynd sem við sjáum i blöðum og i sjónvarpi og heyrum i útvarpinu. En myndin sem Gunnar Dal dregurhér upp er ný og skilur eft- ir áhrif sem vekja hjá manni for- vitni og löngun eftir að vita meira og hey ra meira frá þessu forna og fjarlæga menningarlandi. —BJ Fyrir nokkru kom á markaðinn bókin Bókagerðarmenn. í henni eru saman komin æviágrip og ættartölur manna I löggiltum iðn- greinum bókagerðar hér á landi. Bókin skiptist i fjóra kafla: Bók- bindarar, Prentarar, Offset- prentarar og Prentmyndasmiðir. Hverjum kafla fylgir formáli og frásögn af þróun hverrar iðn- greinar ásamt skrá um iðnaðar- menn, nema og aðstoðarfólk allt frá upphafi prentlistar á tslandi til ársloka 1972. Otgefendur bókarinnar eru Bókbindarafélag tslands, Hiö islenzka prentara- félag og Grafiska sveinafélagiö. Prentaratal kom út á árunum 1953-4 undir ritstjórn Ara Gisla- sonar. Prentarar munu fyrst hafa hugað að endurútgáfu þess árið 1966, en þaö mun hafa verið um 1970 að þeirri hugmynd skaut upp I Prentarafélaginu, að bóka- gerðarmenn sameinuðust um þessa útgáfu Bókbindarar höfðu þá háfið útgáfu bókbindaratals 1965, sem þeir nefndu Drög að bókbindaratali, og voru komnar út tvær arkir um þetta leyti. Hafizt var handa um söfnun upplýsinga meðal offsetprentara og préntmyndasmiða, afla þurfti heimilda um sögu iðngreinanna og fyrirtækja i þeim frá upphafi. Margir hafa lagt hönd á plóginn við útgáfu bókarinnar, enda ótrúlega mikil vinna fólgin i samantekt sem þessari. Fróðleik -af ýmsu tagi hefur verið bjargað frá glötun, þar sem margir þeir er sögðu frá eru ekki lengur i tölu lifenda. Bókin, sem er 612 blaðsiður og prýdd miklum fjölda mynda, er unnin i Prentsmiðjunni Odda og Sveinabókbandinu. Dreifing fer fram frá skrifstofu Hins islenzka prentarafélags, Hverfisgötu 21, Reykjavik. manna nefnd til þess að fjalla um hugsanlegan fjárhagsstuðning viö norrænt iþróttasamstarf, einkum iþróttir fyrir börn, unglinga og fatlaða, starfsiþróttir o.s.frv. Einnig er nefndinni ætlað að athuga hvort þörf er fyrir sér- stakar ráðstafanir til að auð- velda þátttöku þeirra i norrænu Iþróttasamstarfi, sem eiga um langan veg aö sækja i þessu sam- bandi. Nefndinni er ætlað að láta kostnaöaráætlun fylgja tillögum sinum og raða verkefnum til framkvæmda eftir þvi hve mikla áherzlu hún telur að leggja beri á þau. Þá var rætt um samstarfið á sviði leiklistarmála og hugsan- lega sameiningu nefnda þeirra, sem fjallað hafa um svonefnd Vasanámskeið og úthlutun f jár til gestaleikja. Á sameiginlegum fundi ráð- herranefndarinnar og mennta- málanefndar Norðurlandaráös var m.a. rætt um Menningarsjóð Norðurlanda og nauðsyn þess að efla sjóðinn. Sjóðurinn hefur nú árlega 6.5millj. danskra króna til umráða eða um 208 millj. islenzkra króna, en haföi áður 5.6 millj. d.kr. Arið 1975 bárust sjóðnum 962 umsóknir að fjárhæð samtals 66 milljónir danskra króna. 158 af þessum umsóknum, að fjárhæð 8 millj. danskra króna féllu undir aðrar norrænar stofn- anir en sjóðinn, en af þeim 804 umsóknum, sem þá voru eftir, að fjárhæð 58 millj. d.kr., gat sjóður- inn einungis sinnt 126 umsóknum og veitti samkvæmt þeim 5.6 millj. d.kr. Af fé þvi sem sjóður- inn greiddi árið 1975 voru um það bil 13% til kennslumála. u.þ.b. 20% til visindalegra rannsókna og u.þ.b. 67% til annarra menningarmála. Menntamálanefnd Norður- landaráðs hefur jafnan lagt áherzlu á að efla Menningarsjóö Norðurlanda og itrekaði það enn á ný á þessum fundi. Þess má geta aö fjárhæð hinna svokölluðu norrænu „menningar- fjárlaga” þ.e. fjárveitingar þjóð- inganna til norræns menningar- samstarfs, eru á árinu-1976 45,3 millj. d. kr. eða u.þ.b. hálfur annar milljarður islenzkra króna. I tengslum við menntamála- ráðherrafundinn var haldinn embættismannafundur og fundur um dreifingu sjónvarpsefnis um gerfihnetti. Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, tók þátt i fundunum af hálfu menntamálaráðuneytisins. Björg Þorsteinsdóttir listmálari við pressu slna. Æviágrip og ættar- tölur bókagerðarmanna Björg Þorsteins- dóttir listmálari: Verðlaun á alþjóð- legri grafíksvningu Björg Þorsteinsdóttir list- málari hlaut fyrir stuttu verðlaun á alþjóðlegri grafiksýningu sem haldin var I Madrid á Spáni. Hér var um að ræða sýninguna XXII Salón del Grabado y Sistema de Estampación, en alþjóðleg sýning sem hún er haldin I Madrid ár hvert. A sýningunni voru veitt niu verölaun alls og hlaut Björg önnur verðlaunin. Gullverðlaunin hlaut David de Almeida frá Portúgal, fyrstu verðlaun Fornelis frá Spáni og eins og fyrr segir Björg önnur verðlaun, en hún sýndi tvær myndir á þessari sýningu. Aðrir verðlaunahafar voru frá Argentinu, Japan, Perú og Spáni. Þetta mun vera i þriðja sinn sem Björg Þorsteinsdóttir fær verðlaun fyrir grafikverk sin á alþjóölegum sýningum erlendis, en hún hefur tekiö þátt i rúmlega 80 samsýningum viða um heim á ferli sinum, auk þriggja einka- sýninga hér á landi. Siðasta sýning hennar var i sal Bygginga- þjónustu Arkitektafélags tslands I aprll-mai á þessu ári. Björg hefur numiö myndlist i Myndlista- og handiðaskóla tslands, Myndlistarskólanum I Reykjavik, Staatliche Akademie der Bilden Kiinste i Stuttgart, „Atelier 17” i Paris og École Nationale Supérieure des Beaux-Art i Paris. —hm Tækni/Vísindi ,,Frosk augu” til flugleiðsagnar 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.