Alþýðublaðið - 05.01.1977, Side 9

Alþýðublaðið - 05.01.1977, Side 9
sssr Miðvikudagur 5. janúar 1977 FRÉTTIR 9 JARNBLENDIVERK- SMIÐJAN SKAL RÍSA „Það er okkar hagur að öllum framkvæmdum sé hraðað eftir því sem tök eru á”, sagði dr. Gunnar Sigurðsson, stjórnarformaður íslenzka járnblendifélagsins_______________________ Dr. Gunnar Sigurðs- son, stjórnarformaður islenzka járnblendi- félagsins, sagðii viðtali sem Alþýðublaðið átti við hann i gær, að um það bil tiu manns væru nú við störf á Grundar- tanga. „Þetta er mest undirbúnings- vinna, en ég geri ráð fyrir að fjölgað verði eitthvað mönnum á næstunni”, sagði dr. Gunnar. Hann sagðist reikna með, að með vorinu yrði tala vinnandi manna á Grundartanga komin upp i 50. Hann sagði, að þar til Alþingi endanlega samþykkti lögin um Járnblendiverksmiðj- una, mundi aðeins unnið að þvi allra nauðsynlegasta. Dr. Gunnar sagði, að allar framkvæmdirnar, sem nú væri unnið að væru samkvæmt lög- um frá þvi i april 1975. „Eins og nú stendur á islenzka rikið A þessu korti er merkt inn staðsetning hinnar fyrirhuguðu járn- blendiverksmiðju. fyrirtækið 100%” „Það er okkar hagur að öllum framkvæmdum sé hraðað eftir þvi sem tök eru á, og ég vænti þess að engar tafir verði á þvi, að framkvæmdir geti hafizt af fullum krafti”,sagðidr. Gunnar Sigurðsson stjörnarformaöur tslenzka járnblendifélagsins,- —BJ FÉLAGAR f BANDA- LAGI HÁSKÓLAMANNA HYGGJA A AÐGERÐIR Bandalag Háskóla- manna, eins og f lest önnur launþegasamtök í landinu, hafa í nokkurn tima barizt* fyrir kjarabótum, lagt fram tillögur og greina- gerðir fyrir fjármálaráð- herra, en engin svör feng- ið. Hinn 9. september lagði launa- málaráð BHM fram kröfu um 30% hækkun launa til viðbótar þegar umsömdum hækkunum. Kröfunum var algerlega hafnað. 24. október fékk Kjaradómur málið til meðferðar samkvæmt lögum. Launamálaráð ákvað að draga fulltrúa sinn út úr dómnum og sækja máliö ekki. Hinn 30. nóvember samþykkti launamálaráð að senda fjármála- ráðherra bréf til að vekja athygli á efni bókunar I i aðalkjara- samningi BHM frá 1.7. ,76, en bókunin er á þessa leið: Verði á timabilinu frá undirritun þess- arar sáttar til þess tima, er hún tekur gildi, almennar og veru- lcgar kaup- og kjarabreytingar á almennum vinnumarkaði, skal fara fram endurskoðun á kjörum félagsmanna BHM, þannig að nú- gildandi samningur taki sambær- ilegum breytingum miðað við sömu timamörk. Inntakið i bréfi þvi, sem fjár- málaráðherra var sent var þetta: Að meðaltali urðu hækkanir 1.1. til 1.7. 1976 um 13,55%, á sama tima og laun BHM hækkuðu um 6,4%. Með skirskotun til bókunar I fer launamálaráð fram á, að leiðrétting um 7,15% til hækkunar frá 1.5. 1976 verði framkvæmd hið fyrsta. Að fenginni þessari leiðréttingu er launamálaráð BHM reiðubúið að lækka kröfu þá, sem sett var fram 9.9. ,76 sem þessu nemur. Ekkert svar hefur enn borizt frá fjármálaráðherra viðvikjandi bréfi þessu og er mál þetta nú komið fyrir kjaradóm. Launa- málaráð hefur undanfarnar vikur fjallað um leiðir til þess að knýja á um frekari endurskoðun kjara- mála. Launamálaráðsfulltrúar hafa túlkað hug umbjóðenda sinna til ýmissa aðgerða. Þær hugmyndir, sem helzt hafa fram komið eru einkum: a) fjöldauppsagnir starfsmanna rikisins, b) skyndiverkföll ákveðinna starfshópa, c) yfirvinnubann einstakra starfshópa, sem i raun myndi jafngilda verkfalli, d) allsherjarverkfall. —ATA Þau heppnu Fyrir skömmu var dregið i happdrætti Styrktarfélags van- gefinna. Fyrsti vinningurinn kom á miöa nr. R-37586, en aðrir vinn- ingar á miöa nr. R-52204, R-37645, R-43551, A-2597 og A-2688. Myndin var tekin við af- hendingu fyrsta vinnings, ög var það Torfi Tómasson, fram- kvæmdarstjóri Styrktarfélagsins sem afhenti Pétri O. Andréssyni og konu hans Kristinu Stefáns- dóttur bifreiðina. GREIÐENDUR vinsamlega veitið eftirfarandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. janúar. Það eru tilmæli emljættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI Auglýsingasími blaðsins er 14906

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.