Alþýðublaðið - 09.01.1977, Síða 2

Alþýðublaðið - 09.01.1977, Síða 2
8 FRÉTTIR Sunnudagur 9. janúar 1977 biai alþýðu- laðíð Á fimmta starfsári Lýðháskólans í Skálholti: Hefur sannað ágæti sitt Lýðháskólinn i Skálholti hefur nú starfað á fimmta ár. Er skólinn tók til starfa 1972 fylgdu honum úr garði mikiar efasemdir manna um að íslend- ingar væru liklegir til að sýna áhuga skólahaldi er svo mjög skyti skökku við umgjörð hins aimenna fræðslukerfis. Þó þótti rétt að biða átekta og gefa skólanum tækifæri til að sýna ágæti sitt. Allir þeir er skólastjóri átti orðaskipti við töldu fimm ár hæfilegan reynslutima. Lýðháskólinn hefur nvl hafið sinn fimmta starfsvetur og vill þvi skólastjórinn, Heimir Steinsson, benda á þrjár veiga- miklar staðreyndir, er komið hafa berlega i ljós. Ber þar fyrst að nefna aö Lýð- háskólinn i Skálholti hefur frá upphafi verið fullsetinn hvert ár, og er svo enn. Aðsókn að skólanum hefur reyndar verið drjúgum meiri en svo að henni yrði annað. Þetta eitt bendir til þess að sá ótti sem margur lét i ljósi i öndverðu eigi ekki viö rök að styðjast. tslenzkt æskufólk hefur óumdeilanlega sýnt skóla þessum áhuga sem fyllilega réttlætir tilveru stofnunarinnar svo langt sem réttlæting af þvi tagi nær. 1 öðru lagi má nefna að nem- endur hafa öll árin sótt skólann heim á forsendum er mjög svip- ar til þeirra sem alkunnar eru I grannlöndum okkar, en þar eru lýðháskólar löngu fastir i sessi. Meöalaldur nemenda hefur ver- iðnær lokum átjánda árs. Flest- ir hafa þeir komið i þvi skyni aö taka upp að nýju námsþráð sem áöur var rofinn ellegar auka nokkru við fyrra nám með það fyrir augum að sækja um vist á öörum skólum að lokinni setu I Skálholti. Hér hefur Skálholts- skóli gegnt nokkurn veginn sama hlutverki og hliöstæöar menntastofnanir annars staðar um Norðurlönd. I þriðja lagi má minnast á árangur þessa starfs og eru þar fyrrverandi nemendur fróðastir um. Rétt er að benda á aö drjúgur hluti þeirra sem til Skálholts leita hefur erindi sem erfiði I þeim skilningi að nemendum tekst að halda fram stefnunni um frekara nám aö endaðri skólavist í Skálholti. Aðrar menntastofnanir hafa brugöist vel við umsóknum nemenda þaðan og með nokkrum hætti tekið gild námsferilsvottorð þau og meðmæli er skólinn veitir. Flestum þessara nemenda hef- ur farnast vel i öðrum skólum. I þau ár er Skálholtsskóli hef- ur starfaö hefur Islenzka þjóö- kirkjan fjármagnað skólarekst- urinn og varið til þess drjúgum hluta af tekjum Kristnisjóös ár hvert. Þó er engum blööum um það að fletta að skipan þessi fær eigi staðið öllu lengur. Lýöhá- skólar erlendis eru reknir með beinum styrkjum úr rikissjóöi og nemur sú aðstoö allt aö 85 hundraðshlutum allra útgjalda skólanna. Sumarstarf innan veggja Lýðháskólans i Skálholti fer si- fellt vaxandi, segir i pistli skóla- stjóra. Námskeið, fundir og gestkomur hvers konar urðu i sumar enn fleiri en árið áöur. Hið sama blasir við er litið er fram á veg. Aðalfundur Skálholtsskóla- . félagsins var haldinn i Lýðhá- skólanum i Skálholti 5. október siðastliðinn, að aflokinni setn- ingu skólans. Fundinn setti varaformaður félagsins sr. Guðmundur Olii Ólafsson i veikindaforföllum formanns. Guömundur Óli las uppúrskýrslu formanns og kom þar fram meðal annars að þeir Heimir Steinsson og formaður hefðu farið yfir frumvarp til laga um lýðháskóla ásamt biskupi og gert við það nokkrar athugasemdir. Stærsta tilhlökkunarefnið i svipinn er ef til vill einnar viku námskeiö um fulloröinsfræðslu sem Nordens folkliga Akademi gengst fyrir i Skálholti f júni- mánuði I sumar. Umræöur urðu um störf og viðfangsefni félagsins og bent á margt sem þarft væri að gera, svo sem koma á námsstyrkjum fyrir nemendur og kennara en vegna þess aö skólinn væri einn sinnar tegundar i landinu þyrftu kennarar að sækja sér hug- myndir og endurhæfingu til sams konar skóla á Norðurlönd- um. Einnig var rætt um aö félagið sæi um endurbætur skól- ans utanúss og endurskoðun á lögum Skálholtsskólafélagsins. —AB —AB Koma þarf á náms- styrkjum fyrir nem- endur og kennara Utgerðarmenn, bifreiða- og verkstæðiseigendur. SÍU/SKILJUR Fyrir eldsneyti allra díselvéla. Vinnur á þremur stigum. 1. Skilur með miöfl.afli. 2. Safnar efnishlutum. 3. Síar. Til hreinsunar eidsneytis, lofts og smurolíu. Kemur í veg fyrir: a) vatnsrifna og óhreina spíssa. b) of mikið slit á daelu og spíssum. c) minni orku og lélega nýtni. d) tjón á vélahlutum. Q Fyrir loftkerfi skipa, bifreiða og verkstæða. Vinnur á fjórum stigum Kemur í veg fyrir: 1. Skilur og þurrkar með a) vatnsskemmdir. miðfl.afli. b) frostmyndun í köldu veðri. 2. Safnar efnishlutum. c) olíu og ryk í loftkerfum. 3. Þéttir raka. d) óeðlilegt slit á tækjum og 4. Síar. e) áhöldum. frátafir vegna bilana. -r. m *m Fyrir smurkerfi allra véla. Vinnur á þremur stigum. Kemur í veg fyrir: I 1. Skilur með miðfl.afli. a) tjón af skaðlegum efnum. 2. Safnar efnishlutum. b) óeðlilegt slit. 3. Síar. c) léleg afköst. d) óhreinindi í olíunni. Bæði tilraunir í tilraunastofum og dagleg reynsla og athuganir vélanotenda sýna, að óhreinindi milli 6—12 „micron" eru höfuðorsök slits og skemmda á vélum og vélahlutum. Síuhylkið, sem skipta má um, dregur verulega úr þessum skemmdum. Racor sían nær óhreinindum niður í 2 ,,micron“ og hreinsar yfir 96% af óhrein- indum, sem fyrir finnast. Racor er ódýrasta tryggingin gegn sliti, háum reksturskostnaði og bilunum. NONNI HF. GRANDAGARÐI 5 SÍMAR 21860 OG 28860. Þessa mynd af fánaliöi nazista 1. maí 1935 tók Jón Dahlmann, en lið- ið er þarna I portinu að baki tR-hússins. Ef menn skoða þessi andlit betur, er ekki ótrúlegt að greina megi marga þjóðkunna menn, sem sumir hverjir sitja I æöstu stööum í þjóöfélaginu ídag. Saga nazísku hreyfingarinnar á íslandi birt íSögu 1976 í nýútkominni Sögu, timariti Sögufélagsins, er ritgerð eftir Ásgeir Guðmundsson um nazismann á íslandi og er þar fjallað um sögu þjóðernishreyfinganna sem hér voru starfandi og flokk þjóðernissinna. Nær saga þessi yfir timabilið 1932—38. Höfundur fjallar um stofnun flokkanna beggja, stefnuskrár þeirra eru bornar sam- an við stefnuskrá þýzka nazistaflokksins og rak- in er þáttaka flokkanna i kosningum. "’Fjállað er um þetta efni allt af hlutlægni og án þess að dómur sé felldur. Með ritgerðinni eru birtar margar myndir sem ekki hafa birzt fyrr og sýna þær meðal ann- ars fundi og kröfugöngur ungra þjóðernissinna. Þá ritar Trausti Einarsson prófessor grein þar sem fjallaö eru um hina fornu Sprengisands- leið Skálholtsbiskupa frá Suöur- landi til Austurlands og setur fram nýstárlegar tilgátur um legu hennar. Ritgerö þessi er þess eðlis að hún telst standa á mörk- um þess að vera jarðfræði og sagnfræði. Jón Þ. Þór ritar grein um Snorra Pálsson fyrrum verzlunarstjóra á Siglufirði, og lýsir þar m.a. tilraunum hans til sildveiða og niðursuðu. Einnig fjallar hann um setu Snorra á þingi. Sigurður Ragnarsson birti rit- gerð i Sögu 1975 um fossamálið svonefnda og 1 Sögu 1976 birtist önnur ritgerð tengd hinni fyrri sem f jallar um sama efni. 1 henn: er tekiö til meðferðar það sern gerðist i málinu um aldamótir 1900 og ber ritgerðin yfirskriftint Framhald á bls, 10 t

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.