Alþýðublaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.01.1977, Blaðsíða 1
Askriftar- síminn er 14-900 17. tbl. — 1977 — 58. árg. Kröfluvirkjun í notkun 1985? Órói næsta ár eða áratug? Unnið áfram ,,Nú, ef maður reiknar með þvi að það taki fimm ár fyrir svæðið að komast i ró, siðan þarf að endurmeta hæfni svæðisins til gufuöflunar, og það tekur alltaf nokk- urn tima, þá má slá á 1985 sem liklegan tima fyrir Kröfiuvirkjun að komast i gang.” — Þannig komst Eysteinn Tryggvason, jarðeðlisfræðingur, að orði i fréttaauka útvarpsins i fyrrakvöld. „Borholurnar hafa verið ákaflega óstöðugar siðustu mánuði og meðal annars hefur þrýstingur holu 10 hlaup- ið upp og niður, og það er ákaflega lítið hægt að treysta á eftir helgi? gufu eða afl i svoleiðis holum.... Það þyrftu þá að koma til miklar breytingar tii batnaðar, of það ætti að takast að virkja hér þá virkjun, sem ætiað er.” — Þetta voru orð Odds Sigurðssonar, jarðfræðings, i fréttaauka i fyrrakvöld. Á hinn bóginn kveðst Jakob Björnsson, orkumála- stjóri, vona, að við Kröflu hafi aðeins orðið landsig, og reynist svo, verði vinna hafin að nýju um eða eftir heig- ina. Sjá bls. 3. REYKJAVlK REYKJAVIK 1702 76____H_________________1702__16____L Strokufanginn. Nafn: Christofer Barba Smith. Aldur: Rúmlega tvftugur. Dökkhærður, stuttkllpptur með yfir- varaskegg og hökutopp. Gœti hafa rakað sig. önnur ein- kenni: Gullhringur I vinstra eyra. Hæö 177 sm. Strokufanginn Leitin að týnda fanganum: FJÖRUR GENGN- AR í GÆR Er Alþýðublaðið grennslaðist fyrir um það siðdegis i gær hvernig leitinni að strokufanganum af Keflavikurflug- velli miðaði, var hann enn ófundinn. Allt frá þvi slrokufanginn gufaOi upp” hefur lögregl- an á Keflavlkurflugvelli, i Grindavik auk herlögregl- unnar leitaö hans. Svo sem sagt var frá fannst bill sá sem strokufanginn Christo- fer Barba Smith tók traustataki, skammt utan viö Grindavik. Mun lögreglan hafa greint slóö 'frá biinum niöur i flæöar- máli og voru fjörur gengn- ar i gær. —GEK Heimdellingar í úfnu skapi Heimdellingar virð- ast þessa dagana vera i fremur úfnu skapi og sveifla þeir pólitiskum bröndum sinum á báða bóga, ótt og titt. Þannig hafa þeir kraf- izt þess að Geir for- maður gefi tveimur Framsóknarráðherr- um fri frá störfum að öðrum kosti verði st jór nars amsta rf inu slitið. 1 nýútkomnu málgagni Heim- dallar, Gjallarhorni, taka þeir sig til og gagnrýna Morgunblaö- iö frá hægri og ráöamenn Sjálf- stæöisflokksins fyrir setu í fila- beinsturni. Sem dæmi um afstööu Mbl. til heiöskýrrar ihaldsstefnu taka þeir það aö Mogginn hafi ekki birt stjórnmálaályktun Heim- dallar frá þvi i september, fyrr en tveimur mánuöum eftir aö hún var gerö. Segja Heimdell- ingar að boriö isé, viö pláss- leysi, en finnst þó skritiö að sér- trúarmenn á vinstri væng virö- ast fá þar inni hvenær sem er. Þeir hafa og bent á þaö, aö Mao formaöur ,,fékk um sig dauöann, langa lofrollu i „blaöi allra landsmanna”. Alþýöublaðiö snéri sér til tveggja ráöamanna Heimdallar og grennslaöist fyrir um viö- skipti félagsins við Mbl. — Þeir leggja sitt mat og við okkar Jón Magnússon, formaöur Heimdallar, haföi þetta um máliö aö segja: „Þaö er rétt aö það þafa veriö uppi nokkrar ó- ánægjuraddir vegna þeirrar fyrirgreiðslu sem Heimdallur ogSUS hafa fengiö hjá Morgun- blaðinu og er þessi grein i Gjallarhorni endurspeglun á þeim viöhorfum. Þaö veröur hins vegar aö hafa i huga, aö Mbl. er sjálfseignarstofnun sem ræður fullkomlega þvi sem þar birtist-þeir leggja sitt mat á hlutina og viö okkar. Annars er þetta ekkert nýtt mál, þvi yfirleitt hafa yfirlýs- ingar okkar þurft að biöa um mislangan tima eftir birtingu, ekki aðeins i Mbl. heldur ekki siöur i öörum blööum, ef þær hafa þá fengizt birtar þar. Nú þegar okkur hefur verið farið að lengja eftir þvi að greinareöa yfirlýsingarsem við höfum sent frá Mbl. birtust, höf- um við spurzt fyrir um þær. Hefur okkur þá veriö tjáö aö þar væri um að kenna plássleysi i blaðinu. Aö visu hafa sumir vé- fengt þá skýringu, en það er önnursaga. Annars erþetta mál sem unniö er að lausn á.” Skoðanir okkar sam- rýmast ekki alltaf skoðunum Mbl. Hreinn Loftsson, fram- kvæmdastjóri Heimdallar sagði:: „Þaö gefur auga leiö aö viö er- um alls ekki ánægöir meö þá fyrirgreiöslu Mbl. sem viö höf- um fengið. Til dæmis þessi yfir- Framhald á bls. 10 Afl jafnaðarstefnunnar Sjá bls. 4 og 5 Ritstiórn Silumúli BI - Sfmi 8186$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.