Alþýðublaðið - 26.01.1977, Blaðsíða 2
2 STJðRNMAL
Miðvikudagur 26. janúar 1977 ísasr
alþýöu-
blaöíö
Útgefa.'idi: AlþýOiifiokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson.
Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906.
Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu.
Hinn gífurlegi milliliðakostnaður
Alþýðublaðið hefur
nokkrum sinnum gert að
umtalsefni hag og
afkomu bændastéttar-
innar. Blaðið hefur lagt á
það áherzlu, að það sé í
verkahring bænda-
samtakanna að leiðrétta
og endurbæta augljósa
galla á skipulagi og
framleiðsluháttum. Bent
hefur verið á nauðsyn
mótunar nýs verðlags-
grundvallar, mikilvægi
betra skipulags kjöt-
f ramleiðslunnar og
fáránleika útflutnings-
uppbótanna.
( síðustu viku greindi
Alþýðublaðið f rá því, að á
síðasta ári hefði það
kostað 2,2 milljarða
króna að slátra 934
þúsund fjár hér á landi.
Þetta er ótrúlega há
upphæð, og er ekki frá-
leitt að álykta, að kaup-
félög og sláturhús hafi
mjög verulegan hagnað
af slátrun. Það er orðið
mjög brýnt að endur-
skoða sláturkostnaðinn
mjög vandlega, enda er
hann stór þáttur i þeim
milliliðakostnaði, sem
einmitt bændur hafa
gagnrýnt mjög að undan-
förnu.
Til nánari skil-
greiningar má geta þess,
að sláturkostnaður á
hvert k ílógramm er 139
krónur. Þará ofan bætast
100 krónur fyrir hvert
kólógramm af gæru.
Sláturkostnaður vegna 14
kílógramma dilks er því
tæplega 2300 krónur, og er
þá reiknað með að gæran
sé um 3 kílógrömm. Þetta
er óheyrilegur kostnaður,
og er mjög brýnt að
bændur krefjist endur-
skoðunar á öllum
útreikningi slátur-
kostnaðar.
Laun og launatengd
gjöld vegna slátrunar á
síðasta ári námu 560
milljónum króna. Síðan
bættist við fæðis-
kostnaður að fjárhæð 59
milljónir króna. Laun á
skrifstofum vegna
slátrunar voru reiknuð
164 milljónir. Þess má
geta, að slátrun stendur
yfir í 5 vikur, og sam-
kvæmt því má áætla að
rösklega 1300 manns hafi
þurft til að annast skriftir
og útreikninga þennan
stutta tíma. Þar við
bætist skrifstofu-
kostnaður, sem er reikn-
aður á rösklega 13 millj-
ónir. Heildsölukostnaður
er yfir 300 milljónir, og
frysting 185 milljónir. I
viðhald og afskriftir eru
reiknaðar 113 milljónir
króna og pappír og blý-
antar hafa kostað heilar
13 milljónir króna.
Það myndi ekki skaða
þótt bændur og neytendur
rýndu örlítið á þessar
tölur, og reyndu að gera
sér grein fyrir því hvað
veldur þessum gífurlega
sláturkostnaði. Er ekki
fullmikið að greiða 2,2
milljarða króna fyrir að
slátra liðlega 900 þúsund
fjár? Þennan kostnað
greiða bændur og
neytendur: hann hækkar
kjötverð, sem neytandinn
greiðir og lækkar þá
krónutölu, sem bóndinn
fær fyrir afurðirnar.
Þá væri einnig fróðlegt
að rannsaka dæmið um
f ola Idaskinnið, sem
bóndinn fær 600 krónur
fyrir. Þegar þetta skinn
hefur farið í gegnum allt
kerfið og er komið á
búðarborð í Reykjavík,
kostar það hvorki meira
né minna en 14 þúsund
krónur. Hverjir hirða 13
þúsund og 400 krónur?
Það gefur auga leið að
allir milliliðirnir hafa
meiri hagnað af skinninu
en bóndinn.
Það hljóta að vera
sameiginleg áhugamál
bænda og neytenda, að
hinum hrikalega milli-
liðakostnaði verði gefinn
meiri gaumur en verið
hef ur. Það hlýtur að vera
þáttur í þeirri nauðsyn-
legu viðleitni að auka
skilning á milli þessara
tveggja hópa. Það er eitt
af mörgum verkefnum
bændastéttarinnar, að
hafa forgöngu um endur-
skoðun nilliliðakostnaðar.
—AG
Benedikt Gröndal flytur frumvarp um Utanríkismálastofnun íslands:
Einar fór
utan
Utanrikisráöherra Einar
ÁgUstsson fór i dag utan til
Strassborgar, þar sem hann
mun á morgun ávarpa Ráö-
gjafarþing Evrópuráösins i
nafni Ráöherranefndar Evrópu-
ráös, en nú verandi formaö-
ur hennar Bitsios, utan-
rikisráðherra Grikklands, getur
egii sótt fundinn. A fimmtudag,
27. janúar, mun ráöherra siöan
sitja fund utanrikisráöherra
Evrópuráösrikjanna og n.k.
föstudag, 28. janúar veröur
hann vibstaddur vigslu nýrrar
byggingar Evrópuráösins i
Strassborg. Maöan á dvölinni
stendur mun utanrikisráöherra
undirrita af Islands hálfu ný-
geröan Evrópusamning um ráö-
stafanir gegn hryöjuverkum og
fleiri samninga aöildarrikja
ráösins.
t fylgd meö utanrikisráöherra
er Höröur Helgason, skrifstofu-
stjóri.
Óháð rannsóknar-
og fræðslustofnun
— Seðlabankinn greiði kostnaðinn
„Utanrikismálstofnun Islands
er óháö rannsóknar- og fræöslu-
stofnun, sem starfar samkvæmt
lögum þessum”. Þannig hljóðar
fyrsta grein frumvarps til laga
um Utanrikismálastofnun ls-
lands, sem Benadikt Gröndal hef-
ur lagt fram á Alþingi.
1 frumvarpinu segir, aö til-
gangur stofnunarinnar sé aö auka
þekkingu og skilning þjóöarinnar
á utanrikis- og öryggismálum.
Stofnunin eigi aö safna og dreifa
hverskonar upplýsingum um
þessi mál og stunda rannsóknar-
störf á sviöi þeirra. Stofnuninni
er ætlaö aö koma upp heimilda-
safni og standa fyrir útgáfu.
óháð stofnun.
í frumvarpinu kemur fram, aö
Utanrikismálastofnunin á aö vera
óháö þeirri stefnu i utanrikis- og
öryggismálum, sem islenzk
stjórnvöld hafa hverju sinni. Hún
á i öllu starfi sinu aö gæta óhlut-
drægni gagnvart mismunandi
skoöunum um þessi mál.
Hugmyndin er, aö I stjórn
stofnunarinnar veröi 14 menn
kosnir hlutfallskosningu i utan-
rlkismálanefnd Alþingis og einn
fulltrúi Seölabankans. Kjörtima-
bil á aö vera þrjú ár og stjórnin
ólaunuö. Þá er til þess ætlazt, aö
kostnað viö rekstur stofnunarinn-
ar greiöi Seölabankinn af tekjum
af gjaldeyrisviðskiptum.
Mál þjóðarinnar í 37 ár.
t greinargerö með frumvarpinu
segir Benedikt Gröndal, aö þótt
utanrikis- og öryggismál hafi oft
borib á góma I sjálfstæöisbaráttu
Islendinga og um þau veriö hugs-
aö, hafi þjóöin ekki farið meö
þessi mál nema i 37 ár. Hann seg-
ir, aö þvi miöur veröi aö viöur-
kenna, aö þessi framhaldskafli
sjálfstæðisbaráttunnar hafi mót-
azt af sundurlyndi og ólikum
skoöunum á grundvallaratriöum.
t þessum ágreiningi felist hætta
fyrir þjóöina, sem rik ástæöa sé
til að reyna aö draga úr i framtiö-
inni.
Millirikjamál og öryggismál
séu völundarhús, sem vart veröi
skilið nema meö miklum upplýs-
ingum og miklum rannsóknum.
Hverri sjálfstæöri þjóö sé þvi
nauðsyn aö gera sérstakt átak til
aö fylgjast meö þeim málum og
öölast þær upplýsingar, sem
nauösynlegar séu til skynsam-
legrar skoöanamyndunar og mót-
unar stefnu á þessu sviöi.
Slðan segir i greinargeröinni:
Flestar eöa allar þjóöir eiga
eina eöa fleiri rannsóknar- og
upplýsingastofnanir á sviöi utan-
rikismála. Þessar stofnanir hafa
fyrst og fremst þaö hlutverk að
safna saman á einn staö upplýs-
ingum og hafa þær aðgengilegar
fyrir hvern þann, sem á þeim þarf
aö halda. Jafnframt geta stofnan-
ir þessar annast rannsóknarstörf
eöa stuðlað aö þvl, aö einstakling-
ar og stofnanir taki sér fyrir
hendur sllkar rannsóknir.
Stofnanir þessar gegna marg-
vislegum verkefnum. Þær koma
upp safni bóka, blaða, tlmarita og
annarra heimilda, sem getur ver-
iö mikils viröi. Þær gefa út bækl-
inga eöa timarit, sem veröa vett-
vangur fyrir stefnur og strauma i
utanrikis- og öryggismálum viö-
komandi þjóöa. Þær geta aö auki
rannsakaö og komiö á framfæri
nýjum hugmyndum á sviði utan-
rikismála og þannig oröiö aö
miklu gagni.
35 í Noregi.
Sem dæmi um slika stofnun er-
lendis má nefna Utanrikismála-
stofnun Noregs. Hún byrjaði meö
3 starfsmenn, en þeir eru nú 35.
Fé er veitt til stofnunarinnar á
fjárlögum, en hún heyrir undir
menntamálaráöuneytiö til aö
leggja áherzlu á, aö hún sé óháö
utanrikisráðuneytinu og ekki
verkfæri þess. Sú stofnun kostaöi
1973 um 30 milljónir Islenzkra
króna og hefur mikla rannsóknar-
og útgáfustarfsemi.
Þetta frumvarp gerir ráö fyrir
sjálfstæöri stofnun, sem ekki
veröi háö stefnu rikisstjórnar
hverju sinni og gæti fyllstu óhlut-
drægni gagnvart mismunandi
stefnum og skoðunum Islendinga
á utanrikismálum. Sá kostur hef-
ur veriö valinn aö láta banka
landsins sjá fyrir kostnaöi stofn-
unarinnar, og er þaö byggt á þvi
aö gjaldeyrisviðskipti eru utan-
rikismál.
Ýmsar hugmyndir geta komiö
til greina um skipun stjórnar fyr-
ir slika stofnun. Viröist þó raun-
hæfast aö viöurkenna hlut stjórn-
málanna, sérstaklega af þvi ab
þar koma á einn eöa annan hátt
fram flest sjónarmið Islendinga i
utanrikismálum. Oddamaöurinn
frá Seðlabanka tslands er aö
sjálfsögðu vegna þess, aö sá
banki og gjaldeyrisbankarnir
eiga aö greiða kostnaöinn. Komi
til ágreinings um kostnaðarupp-
hæö, er gert ráö fyrir að áfrýja
megi málinu til rikisstjórnar.
7 milljón kr. rekstur
Hvaö starfsliö snertir, má gera
ráö fyrir forstööumanni, er ann-
ast geti rannsóknarstörf, aö-
stoöarmanni, er annast geti bóka-
varöarstörf, og ritara. Rekstur
slikrar skrifstofu mundi kosta um
7 milljónir króna. Er siðan rétt aö
gera ráö fyrir a.m.k. 2 milljónum
til vibbótar til að koma upp bóka
safni og kosta sérstakar fræöslu
aðgerðir, útgáfu, fundi, o.fl.
þannig aö hér veröi um aö ræöe
rúmlega 9 milljón króna kostnaö
og er ekki ástæða til aö auka þaö
verulega I næstu framtið, nemt
hvað nemur verðbreytingum
Gera má ráö fyrir, aö stofnunin
geti aflað sér nokkurs fjár sjálfs,
sérstaklega til að standa undir til
greindum verkefnum.
HORMID
Skrifið eða hringið
í síma 81866