Alþýðublaðið - 29.01.1977, Síða 2

Alþýðublaðið - 29.01.1977, Síða 2
2 STJðRNMAL Laugardagur 29. janúar 1977 itss alþýðu* Ctgefa.idi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Augiýsingadeild, Aiþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Gagnrýni OECD á hagsstjórn íslands Alþýðublaöið hefur síðustu tvo daga birt kafla úr skýrslu OECD um efnahagsvandamál íslendinga. Þar hafa komið fram skýringar og skoðanir á þeim málum, sem hafa vakið mikla athygli og eru nýstárleg- ar fyrir allan þorra landsmanna. OECD er á íslenzku kölluð Efnahagssam- vinnu- og þróunarstofn- unin. Hún er samtök 25 ríkja um að efla hagvöxt, tryggja atvinnu, bæta lifskjör og halda við f jár- hagslegu jafnvægi i þátt- tökuríkjunum. í OECD eru öll ríki utan við járntjaldið í Evrópu, þar með Júgóslavía, svo og Bandaríkin, Kanda, Japan, Ástralía og Nýja Sjáland. Þessi alþjóðastof nun nýtur mikillar viðurkenn- ingar og hefur unnið gagnlegt starf á sviði efnahagsmála og efna- hagssamvinnu. Hún hef- ur í þjónustu sinni fjölda hæfra hagfræðinga og annarra sérfræðinga. Árlega gefur OECD út skýrslu um efnahagsmál hverrar þátttökuþjóðar og eru það vandlega unn- ar og virtar álitsgerðir. Þannig hefur árlega komið út itarleg skýrsla um mat hinna alþjóðlegu sérfræðinga OECD á efnahagsmálum Islands. Munu engir erlendir hag- fræðingar fylgjast jafn vel með málum hér eða afla sér eins ítarlegra upplýsinga, svo að þessar skýrslur eru hinar merk- ustu. Skýrsla OECD fyrir ísland 1976 kom út í París i nóvember, en var af ein- hverjum ástæðum ekki dreift hér heima fyrr en um áramót. Að þessu sinni er í skýrslunni öllu meiri gagnrýni á efna- hagsstjórn á Islandi en áður hefur verið, og hef- urathygli Alþýðublaðsins því béinzt að þessum bláa bæklingi. Þessi gagnrýni á erindi til íslenzkra stjórnvalda, og þess vegna er ástæða til að spyrja, hvers vegna slíkar skýrslur eru ekki þýddar á íslenzku. Það er strembið að lesa hag- fræðirit á ensku, jafnvel fyrir sæmilega ensku- menn, og því er mjög senniiegt, að sárafáir alþingismenn eða ráð- herrar hafi lesið skýrsl- una. íslenzkir fjölmiðlar haf a ekki veitt ef ni henn- ar athygli, fyrr en Alþýðublaðiðgerði það nú í vikunni. Hér fara á eftir nokkrar skoðanir hinnar alþjóð- legu stofnunar, sem hljóta að vekja athygli og umtal á íslandi: 1) OECD heldur því fram, að kveikja verð- bólgunnar á íslandi hafi alltaf verið í útgerð og fiskútflutn- ingi. Þegar útflutn- ingstekjur skyndilega hækka vegna mikils afla eða hækkandi fiskverðs erlendis, hefur sú peningainn- gjöf sett verðbólgu- bylgjurnar af stað. 2) OECD segir, að rikis- stjórnir á íslandi hafi beinlinis haft það að stefnu að auka verðbólgu til þess að draga úr kaupmætti þjóðarinnar og reyna þannig að jafna viðskipti við útlönd. 3) OECD segir berum orðum, að hér hafi skort aðhald í opinber- - um fjármálum árin 1974 og 75 — og það haf i aukið verðbólguna 4) OECD segir, að að- ferðir íslenzkra rikis- stjórna til að hafa stjórn á eftirspurn hafi verið óf ullkomnar og verðbólguaukandi. 5) OECDsegir, að Islend- ingar beri mestar erlendar skuldir allra meðlimaþjóða miðað við framleiðslu, og þessar skuldir séu þegar fjötur á at- hafnafrelsi þjóðarinn- ar. Skuldabagginn muni verða þungur langt fram yfir 1980. 6) OECD er vinsamlegt í efna- garð verkalýðshreyf- ingarinnar á íslandi, sem hafi samþykkt hógværa kjarasamn- inga, sem héldu aftur af verðbólgu miðað við harðari samninga. Mörg fleiri atriði mætti nefna úr þessari athyglis- verðu skýrslu, sem aðeins fáir útvaldir hafa f engið í enskri útgáfu, en ekki hefur verið þýdd á íslenzku og er því ekki aðgengileg ráðamönnum eða almenningi. Ekki verður betur séð en að þessi fræðilega skýrsla sé óhlutdræg með öllu. i henni felast bæði skýringar á verðbólgu, gagnrýni á meðferð ef na- hagsmála hér á landi og ýmsar hollar ábendingar. Skýrslan er i heild mjög óhagstæð bæði fyrir vinstri stjórnina og núverandi stjórn — og að nokkru leyti líka fyrir eldri ríkisst jórnir. Þó verður því ekki trúað, að skýrslan sé falin af þeim sökum, enda hafa skýrslur fyrri ára ekki heldur verið þýddar. Alþýðublaðið hvetur rikisstjórnina eindregið til að láta þegar í stað þýða skýrsluna á íslenzku og gefa hana út, svo að hún verði þjóðinni aðgengileg. Hún er mikil- vægt innlegg í umræður um verðbólgu, eriendar skuldir og önnur efna- hagsvandamál. BGr orion skrifar: ★ ★ ★ Aðbúnaður á vinnustað og hollustuhættir Það var til fyrirmyndar hjá sambandi blikksmiða að veita veröuga viöurkenningu vel- reknu fyrirtæki i þeirri iöngrein nú fyrir skömmu fyrir einstak- lega snyrtilega vinnusali og kaftistofu. Hér er um geysimikils- vert atriði aö ræða fyrir alla launþega. Þvi veröur þvi miður ekki á móti mælt, aö mjög viöa eru vinnusalir og allur annar aöbúnaöur fyrir launþega langt fyrir neöan eölilegt öryggi fyrir heilsu manna og velllöan á vinnustaö. Viöurkenning fyrir snyrtimennsku og öryggisút- búnaö á vinnustað er afar þýö- ingarmikiö og hefur vonandi I för meö sér, aö fleiri fyrirtæki feta i sömu fótspor og þetta ágæta fyrirtæki, Blikk og Stál hf. Þess verður einnig aö vænta, að starfsmennirnir kunni aö meta þaö, sem vel er gert og sýni háttvísa umgengni, og til- heyrandi snyrtimennsku. Þaö hefur ekki verið athugað sem skyldi hvaö það er mikilvægt, fyrir launþegann að umhverfiö sé vistlegt og hversu betri heilsa og þá um leiö meiri vinnuafköst og minni frátafir vegna veik- inda stafa frá góöum vinnustaö og umbúnaöi. Streitueinkenni nútímans verða að minnka og sterkur þáttur til þess, er aö veita starfsfólkinu góöa vinnu- aðstöðu og heilnæmt umhverfi. 1 kjarasamningum flestra fé- laga eru nú ákveöin ákvæöi um þessi atriði, en þvl miður eru þau oft þverbrotin. Væri ekki viðeigandi aö forsvarsmenn iönaöarins og launþega tækju rögg á sig og ýttu við þeim er ekki standa viö geröa samninga i þessu efni. Þetta er stórt atriöi I velliöan launþegans og. má ekki vanrækja. Vinnudagur hér er óhóflega langur og þvi sterk- ari veröa áhrifin frá lélegum aðbúnaði þess vegna. Norö- menn hafa verið mjög strangir i þessum efnum og voru komnir með stranga löggjöf um aöbún- að á vinnustaö fyrir fjöldamörg- um árum. Þeim var það 1 jóst, aö aöbúnaður og heilsa manna eiga samleiö og þvi var það tryggt meö löggjöf, að vel væri fyrir öryggi og aðbúnaði séö á vinnu- stað. Hinn langi vinnutimi hér er að verða sérstakt vandamál og hlýtur verkalýösforustan aö endurskoða þessi mál rækilega viö næstu kjarasamninga. Mörgum finnst kannski gott aö eiga kost á mikilli vinnu I stutt- an tima, en fyrir hinn fasta launþega i viökomandi atvinnu- grein er slikt engin sæla. Eftir langan og dimman vetur er réttmætt og nærri skylt aö gefa mönnum kost á hvild yfir sumartimann. A Noröurlöndum er yfirvinna bönnuö frá 1. mai og til 15. sept. nema sérstakar aöstæður krefjist annars. Þetta á einkum við i öllum járniönaöi og annarri erfiöri vinnu. Hvern- ig væri aö athuga þetta hér. Hvernig væri að gera nú enn eina athugunina á áhrifum þess, aö yfirvinnu i járniönaöinum yröi hætt yfir sumartimann og menn fengju heldur hærra kaup á daginn og skipulag yröi bætt I allri vinnunni. Sumum kann aö finnast svona hugmyndir fjar- stæðukenndar, en svo er oft meö allar meiriháttar breytingar. Á það verður að iita að ánægöur starfsmaður vinnur miklu mun betur, en sá sem er áhyggjufull- ur og þjakaður af þrældómi. Því hefur verið haldiö fram, aö hér vantaði aga á Islandi næstum hvar sem vera skal. Þaö er trú min, að menn verði næstum af sjálfum sér betur agaöir, er vel- liðan er i starfi. óánægöur starfsmaður er vart undir aga- huga og lætur verk verr i hendi þess vegna. Mörg dæmi eru um það nú i kennslubókum um sálfræði og vellíöan manna, að vinnuafköst og peningar eru ekki einhlit. Saman verður að fara góö vinna við réttmætar aðstæður, velliö- an viðkomandi og gott heilsufar. Þá fyrst næst það er báöir aöilar vinnumarkaðarins keppa aö: Gott kaup og góöur árangur. Viðurkenning blikksmiöa er mikilvægt skref i áttina að þessu eölilega markmiöi. Þeim sé þökk fyrir. ORION. . EIN- dAlkurinn SAMTAKAMENN EIGA SAMSTÖÐU MEÐ ALÞÝÐU- FLOKKNUM Fyrir siöustu alþingis- kosningar fóru fram viöræöur milli Alþýöuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna um sameiningu þessara tveggja flokka, sem hafa i grundvallaratriöum sömu stefnumið. Þá kom einnig inn i þessa mynd þriðji aöilinn, svonefndir Mööruvellingar. Eins og flestum mun kunnugt slitnaði algerlega upp úr viö- ræöum Alþýöuflokksins og SFV, en samtaða tókst milli samtak- amanna og Mööruvellinga. Sú liöveizla varö siöur en svo til að auka hróöur Samtakanna, en fór hins vegar mjög eftir þeim spám, sem ýmsir höföu gert um þaö samkrull. A siöasta hausti virtist allt benda til þess aö Samtökin væru að syngja sitt siöasta. Úr flokknum gengu þá aðalmerkis- berar Mööruvellingahópsins, þeir ólafur Ragnar og Baldur Óskarsson. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem helzt liggja á lausu, fóru þeir tveir saman, en aðrir fyrrverandi stuðnings- menn þeirra og samherjar sátu eftir eða týndust út I myrkriö. Að visu hafa Samtakamenn á Vestfjöröum haft nokkra sér- stööu, enda allt frá upphafi heldur tortryggnir i garð Mööruvellinga. Vestfirðingarnir, undir forystu Karvels Pálmasonar, hafa nú tekið forystu um það aö Samtakamenn gangi til sam- starfs við Alþýöuflokkinn. Alþýöuflokkurinn er nú I sókn. Hann hefur látið mjög aö sér kveða siöustu árin. Uppbygging flokksstarfsins er i fullum gangi og Alþýðflokksmenn eru ein- huga i þvi aö gera Alþýöuflokk- inn aö þvi pólitiska afli, sem honum ber aö vera. Þeir sem nú starfa i Samtök- um frjálslyndra og vinstri manna eiga stefnulega séö hvergi heima nema i Alþýöu- flokknum. Þaö er sá stjórn- málaflokkur sem lslenzkir jafn- aöarmenn eiga aö efla. Og þaö er sá stjórnmálaflokkur sem er langliklegastur til aö koma meö sigur af hólmi i næstu kosning- um. —bj mm SiftNDS rnODGOIUl SlMAB.1.1 IMM Sunnudagur 30. jan. kl. 13.00 Lambafell — Eldborg. Létt og róleg ganga. Fararstjóri: Kristinn Zophoniasson. Verö kr. 800 gr. v/bilinn. P'ariö frá Umferöarmiöstööinni aö aust- anveröu. Feröafélag tsiands.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.