Alþýðublaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 7
7 2!K2r Fimmtudagur 24. febrúar 1977 UTLðND Pólskur sagnfræðingur tekin tali: Andófsmenn austan tjalds þurfa á stuðningi Vestur- landabúa að halda Gierek leiðtogi pólska kommúnistaflokksins Adam Michnik er einn þrettán pólskra menntamanna sem sendu bréf, i ágúst i fyrra, til franska póli- tiska timaritsins „Nouvel Observat- eur”, þar sem þeir hvöttu vestræna menntamenn til aö sýna samstöðu með fórnarlömbum kúgun- ar þeirrar sem pólskir verkamenn voru beittir eftir mótmælaað- gerðirnar i júni. Siðar heimsótti Michnik Frakkland, en honum hafði raunar verið boð- ið þangað af einum þeirra sautján, er undirrituðu mótmæli gegn beiðni hinna þrettán. Sá hinn sami var enginn minni en Jean Paul Sartre. Michnik er sagnfræöingur aö mennt og meöan hann dvaldi I Frakklandi, tók hann þátt I ráö- stefnum þar sem ræddir voru atburöirnir í Austur-Evrópu 1956. Virkur i baráttunni. Barátta Michniks gegn kúgun og óréttlæti á sér nokkurn aö- draganda. Hann tók þátt i mót- mælaaögeröum stúdenta i Pól- landi 1968 og kostaöi sú þátttaka hann eins og hálfs árs fangelsis- dvöl. Hann var einn þeirra er rituöu undir mótmælin gegn stjórnarskrárbreytingunni, sem styrkti tengsl Póllands og So- vétrikjanna 1975. Michnik litur á sig sem lýö- ræöislegan sósialista, og nú tek- ur hann sem sagt þátt i mót- mælum gegn afleiöingum Radom-aögeröanna frá þvl á siöasta ári. Þegar hann var staddur I Frakklandi, voru blaöamenn á höttunum eftir honum, og spuröi einn þeirra hann m .a. hvað væri einkennandi fyrir ástandiö I Póllandi nú. — Aöalmáliö nú, er þaö, aö rikisstjórnin stendur frammi fyrir vali varöandi afstööu slna til andófsmanna sem berjast fyr- ir varöveizlu mannréttinda og Helsinki-sáttmálans. Astandiö i Póllandi einkennist mjög af spennu. Meiri kúgun gegn andstæöingunum gæti haft alvarlegar afleiöingar, og gæti hreinlega leitt til upplausnar, þar sem innrás svovézkra herja yröu afleiöingin. Mér viröist sem mjög alvar- legra tilhneiginga gæti hjá rlkisstjórninni nú. Embættis- menn og „kerfisfólk” lætur kúga sig, athugasemdaiaust. Dagblöðin gera haröar atlögur aö „varnarnefnd verkalýösins”. Meölimir hennar og aörir þeir, ' sem sýnt hafa samstööu, veröa fyrir sifelldum hótunum og öör- um frekari ágangi. Viðbrögð embættis- mannakerfisins. Viöbrögö embættismanna- kerfisins hafa þótt bera hálf- fasistiskan blæ. Litiö er á and- stæðingana sem óþjóöleg viö- rini, andsnúna Gyöingum. Meö- al annars hefur veriö staöhæft, aö varnarnefndin hafi óskaö eft- ir aöfá „hreinræktaöa stalínista af jaröneskum uppruna.” Slikur orörómur má ekki veröa til þess, aö Ibúar Vesturlanda haldi, aö Pólverjar séu undan- tekningarlltiö andsnúnir gyö- ingum. Þaö er fyrst og fremst em- bættismannakerfiö og áróöur þess, sem ber ábyrgö á gyö- ingarhatrinu. — — 1 hverra nafni kemur .„varnarnefnd verkamanna” fram á sjónarsviðiö? — Nefndina skipa tuttugu og þrfr menntamenn og listamenn meöal annarra rithöfundurinn Jerzy Andrezjewski, og hún túlkar sjálfstæöishugsjónir I Póllandi. Hún berst fyrir viröingu viö mannréttindi og fyrir Hel- sinki-sáttmálanum. Nefndin hefur á aö skipa fjölda stuön- ingsmanna og starfskrafta I öll- um héruöum og styrkja þeir starfsemi hennar m.a. meö söfnunum til stuönings fjöl- skyldum, sem eiga aöstandend- ur I fangelsum eöa atvinnulausa eftir Radom-atburöina. Annaö mikilvægt mál, er aö fá framgengt kröfunni um nefnd, skipaöa af þinginu, sem getur haft upp á þeim, sem eru ábyrg- ir fyrir árásum og pyndingum vegna atburöanna. Nefndin berst ekki fyrir öörum pólitísk- um málum, en þeim, aö ná fram lýðræöislegum rétti og aö mannréttindi veröi virt I Pól- landi. Nefndarmenn og stuön- ingsmenn hafa alls ekki sömu 'pólitlskar skoöanir. Sjálfur er ég lýöræöislegur sóslalisti, en ég .túlka ekki á neinn hátt skoöanir annarra nefndarmanna, þvf I þeim hóp eru margir kaþólikk- ar, og aðrir, sem deila ekki skoöunum minum meö mér. Kaþólska kirkjan — Kaþólska kirkjan hefur veitt hreyfingunni gegn undir- okun, stuöning sinn. Nú hefur tekizt hlutlægt bandalag meö demókratiskum andófsmönnum og kaþólsku kirkjunni. Meginor- sökin er samstaöan gegn kúgun og baráttan fyrir mannréttind- unum. „Varnarnefndin” leikur stórt hlutverk I aöstæöum þeim sem eru ríkjandi í Póllandi nú. Til- vera hennar er einasta trygg- ingin fyrir þvl, aö mannréttind- in veröi virt. Mikilvægi stuðnings frá Vesturlöndum. — Hver er þáttur Ibúa Vesturlanda I þessum málum? — Þeir veröa aö mótmæla árásum og krefjast þess, aö mannréttindin og Helsinki-sátt- málinn, veröi virt. Alþjóöleg samstaöa á sem breiöustum grundvelli, er lifsnauösynleg fyrir andófsmenn I austri og persónulegt öryggi þeirra. Ég held, aö viö getum einna helzt vænzt afgerandi og áhrifa- mikillar samstööu frá Verka- lýðshreyfingunni I vest- ur-Evrópu. Ég tel ekki, aö hægri hreyfing og auövaldiö hafi mik- inn áhuga á, aö stuöla aö frelsi I austri. Efnahagsleg samvinna viö Austurblokkina, er þeim meira viröi en þaö. Þvl býst ég viö frumkvæöiö komi frá verkalýössamböndum á Vesturlöndum, frá sósfal- istlsku flokkunum og um fram allt frá rlkisstjórnunum. Mót- mæli frá norsku rlkisstjórninni gegn kúguninni, myndu t.d. hafa jákvæöar afleiöingar á rikjandi ástand. Pólland og Austur-Evrópa eru sem stendur undirokuö af al- varlegri kreppu. Aöeins gagn- kvæm samskipti og skilningur milli andófsmanna og ríkis- stjórnarinnar geta hnekkt þessu ástandi. — pytt — JSS ro Bóka mark aður m Fimmtudaginn 24 febrúar frá kl. 9—18 Föstudaginn 25. febrúar frá kl. 9—22 Laugardaginn 26. febrúar frá kl. 9—18 Sunnudaginn 27. febrúar frá kl. 14—18 Mánudaginn 28. febrúar frá kl. 9—18 Þriðjudaginn 1. marz frá kl. 9—18 Miðvikudaginn 2. marz frá kl. 9—18 Fimmtudaginn 3. marz frá kl. 9—18 Föstudaginn 4. marz frá kl. 9—22 Laugardaginn 5. marz frá kl. 9—18 Bókamarkaóurinn Í HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.