Alþýðublaðið - 24.02.1977, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 24. febrúar 1977
Erum við að
fugla í búri?
Námstyrkja og
námslánakerfið hefur
um langt skeið verið
mikill höfuðverkur
stjórnvalda og kastaði
þó fyrst tólfunum á
liðnu ári.
Ýmislegt hefur verið
reynt i þá átt að lappa
upp á þetta kerfi, en
flest hefur það verið
unnið fyrir gýg og orðið
til þess eins að magna
óánægju námsmanna.
l>ess er þó ekki að
vænta i næstu framtið
að unnt reynist að
bjóða upp á náms-
styrkjakerf i, sem
skólafólk sætti sig við
að öllu leyti, ef fyrir þvi
vakir sú eina lausn að
upp verði tekin full
framfærslunámslaun.
í fyrsta lagi horfir
víst ekki þannig i bráð,
að þjóðfélagið telji sig
hafa efni á slikri rausn,
og i annan stað er alls
ekki augljóst, að slikt
kerfi sé æskilegt, og
kemur þar margt til.
En vikjum þá aftur aB þvi
ástandi, sem rikt hefur og enn
rikir i þessum málefnum okkar.
t stuttu máli er það ástand óvið-
unandi.
Námsstyrkja og námslána-
kerfið er á margan hátt ranglátt
og beinlin. skaðlegt, bæði fyrir
námsfólkið sjálft og þjóðfélagið
i heild. Það mismunar náms-
mönnum herfilega, umbunar i
sumum tilfellum þeim, er slður
þurfa á þvi aö halda, en setur
aðra, sem verri hafa ástæður,
viðskorinn skammt.
Skaðlegust og óskynsamlegust
er þó sú úthlutunarregla, sem
beinlinis hegnir þeim náms-
mönnum, er hafa einhverjar
tekjur af eigin vinnu samhliöa
náminu, séu þeir bornir saman
við hina, er annað hvort þurfa
ekki á þvi aö halda að afla sér
tekna með eigin vinnu eða kjósa
þann kost að láta sér nægja
námskostnaöaraðstoðina I staö
þess að leita sér atvinnu I skóla-
frium sinum.
Sá námsmaöur, er sýnir þann
dugnað að afla sér tekna i leyf-
um sinum, skal með öðrum orð-
um hafa eitt fyrir snúð sinn aö
sitja við skerta námskostnaðar-
aðstoð, meöan félagar hans,
sem ekki þurftu eöa vildu taka
til höndum samhliða náminu, fá
sinn skammt óskertan.
Þessi undarlega stjórnvizka
hefur það máske sér til ágætis
að vera einfalt og auðleyst
reikningsdæmi, en er hún aö
sama skapi skynsamleg? Það
mætti einnig spyrja, hvort það
sé ungu fólki hollt uppeldi að
verðlauna þannig iðjuleysið?
Svarið hlýtur að vera neit-
andi.
Hér i þéttbýlinu erum við far-
in aö ala unga fólkiö upp eins og
fugla i búri, fyrst á dagheimil-
ala upp fólk eða
um og siðan innan veggja skól-
anna, með þeim afleiðingum að
námsfólkið kemst aldrei á
námsárum sinum i snertingu
við athafnalif þjóöfélagsins og
kynnist ekki af eigin raun nein-
um vinnubrögöum eða vinnu-
stöðvum, sem eru hornsteinar
tilveru okkar. Þá fer skólafólkið
einnig á mis við öll félagsleg
tengsl viö þá sveit, er vinnur
hörðum höndum, til þess að
okkar heitt elskaða „velferðar-
þjóðfélag” fái staðizt.
Allt eru þetta þýðingarmiklir
þættir i lifsreynslu og þroska
ungs fólks, ekki sizt fyrir þá,
sem eiga það fyrir höndum að
taka að sér stjórnar störf og
margskonar forystuhlutverk, er
langskólanámi lýkur.
Það er óvéfengjanleg iikam-
leg og andleg nauðsyn ungu
fólki að taka til höndum og
reyna á kraftana jafnhliða
skólanámi. Og okkur ber að ala
upp athafnasamt fólk, sem er
reiðubúið að drepa hendi i kalt
vatn og deila kjörum með þeim
er standa i eldlinu daglega lifs-
ins, i stað þess að gera unga
fólkið að einhæfum og innilok-
uðum skólabókapáfagaukum. •
Þess vegna eigum við meðal
annars aö hverfa frá þeirri
námsstyrkjareglu, er refsar þvi
námsfólki, sem reynir aö vinna
fyrir sér að einhverju leyti sam-
hliða náminu.
t stað þess mætti taka upp þá
reglu að áætla öllu námsstyrkja
-skólafólki sanngjarnar lág-
markstekjur af eigin vinnu,
nema sannað sé aö atvinna hafi
ekki reynzt föl eða aðrar gildar
ástæður hafi komið I veg fyrir
atvinnutekjur.
Sú regla mundi koma I veg
fyrir það misrétti, sem bent er á
héraöframan.ogum leið stuöla
að nánari kynnum nemenda af
skóla lifsins.
Jóhá.
Hafliði J. Hafliðason
— kveðja fra frá Sveinafélagi járnsmiða
Hafliöi J. Hafliðason fæddist að
Dvergasteini i Hafnarfiröi 3.
október 1891.
Hann hóf smiöanám hjá Sveini
Magnússyni, bátasmiði i Hafnar-
firði I febrúar 1907, en lauk námi
hjá Otta Guömundssyni, skipa-
smiði I Reykjavik árið 1911.
Hann sigldi siðan til Danmerk-
ur, var I iönskóla f Fredrikshavn
og lauk þaðan námi 1918.
Framhaldsnám stundaöi hann
við tækniskóla i Helsingör i Dan-
mörku og lauk þar prófi i skipa-
verkfræði i marz 1922.
Hafliði var frá upphafi einn
ágætasti félagi Sveinafélags
skipasmiða. A undirbúningsfundi
að stofnun félags fyrir skipasmiöi
sem haldinn var snemma árs
1934, var hann einn af þremur
sem kosnir voru i nefnd, til þess
að undirbúa félagsstofnunina og
gera drög að lögum fyrir væntan-
legt félag.
Hann var I stjóm félagsins frá
stofnun þess fram á áriö 1945, er
hann baðst undan endurkosningu
vegna breyttra avinnuaðstæöna.
A því ári var hann kjörinn endur-
skoðandi félagsins og gegndi þvi
starfi i fjölda ára, en starf hans i
stjórn félagsins hafði einmitt ver-
ið gjaldkerastarfið.
Vegna mannkosta sinna og
hinnar mikluþekkingarsem hann
hafði aflaö sér, valdist Hafliði tii
hinnar margvislegu starfa fyrir
félagið, sem of langt mál yrði hér
Munið alþjóðiegt
hjálparstarf
Rauða.krossins.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS
upp að telja. Sjálfsagt þótti að
hafa Hafliða með i ráðum og þvi
fremur sem viöfangsefniö var
erfiðara eða flóknara og alltaf
reyndist hann hinn trausti og
öruggi félagi.
Vandfundnir eru þeir menn
sem vinna störf sin af sömu trú-
mennsku, sömu einurð, sömu
ósérhlifni og af sama heiðarleika
og Hafliði J. Hafliðason, gerði.
A félagsfundi I febrúar 1937 las
formaöur bréf til félagsins frá
Hafliöa J. Hafliöasyni þar sem
hann skýrir frá peningagjöf til
félagsins, „sem nota skyldi sem
visi að sjóðsstofnun, sem geti orð-
ið félagsmönnum til styrktar á
einhvern hátt”.
Fé þaö sem Hafliði gaf félag-
inu, var greiðsia sem hann hafði
fengiö fyrir teikningu af varöbát
fyrir skipagerð rikisins.
Þetta atvik lýsir Hafliða vel
sem manni, þannig voru viðbrögð
hans.
Á grundvelli þessarar gjafar,
var strax næsta mánuð á eftir,
stofnaður Styrktarsjóður Sveina-
félags skipasmiða og samþykkt
reglugerð fyrir hann. Þessi s jóður
hefur það hlutverk að greiða
félagsmönnum styrk I slysa- og
veikindatilfellum. Sveinafélag
skipasmiða stendur ávallt i stórri
þakkarskuld viö Hafliöa fyrir
störf hans.
A aöalfundi 23. febrúar 1947 var
Hafliði einróma kjörinn heiöurs-
félagi Sveinafélags skipasmiða,
með þvi vildu félagsmenn sýna
skilning sinn á störfum hans og
örlitinn þakkiætisvott.
Hafliði var fyrsti heiðursfélag-
inn, siðar var Sigurður Þórðarson
kjörinn heiðursfélagi, en þessir
tveir menn voru buröarásar
félagsins frá stofnun þess, og alla
tið meðan þeir störfuðu. Annar er
sá þáttur Hafliða sem sennilega
verður seint kannaður og aldrei
þakkaður að verðleikum en þaö
er þáttur hans I menntun skipa-
smiða hér i Reykjavik og Hafnar-
firði.
Frá þvi kennsla i skipateikn-
ingu var hafin viö IBnskólann i
Reykjavik árið 1928, hafði Hafliði
þessa kennslu með höndum. Hann
kenndi ekki einungis skipateikn-
ingu, heldur einnig margvislega
og flókna útreikninga i sambandi
við smiði skipsins, stöðugleikaút-
reikninga og margt fleira. Hann
gerði þetta allt á svo lifandi og
eölilegan hátt að þrátt fyrir, að
nemendurnir hefðu þvi miður allt
of litla möguleika á aö vinna við
nýsmiði jafnhliða náminu I skól-
anum, þá hélst þekking ótrúlega
vel I hugum þeirra.
Stóran þátt i þvi átti auövitað
það mikla vald sem Hafliði hafði
á viðfangsefninu, ogþekking hans
á eðli og eiginleikum efniviöarins
sem unnið var úr, trénu en það er
eitt af grundvallaratriðum þess
að kennsla komu að réttum not-
um.
Auk þess að kenna i iðnskólan-
um i Reykjavik og Hafnarfirði,
undirbjó hann og þjálfaði enn
frekar ófáa skipasmiði, sem ann-
að hvort ætluöu að taka aö sér að
sjá um smiði skipa eða fara I við-
bótarnám erlendis, en Hafliði
hvatti menn mjög til þess að afla
sér frekari menntunar.
Með kennslunni ásamt félags-
störfum hefur Hafliði manna
mest unnið að þróun iðngreinar-
innar á þessu timabili.
Fyrir allt þetta þakkar Sveina-
félag skipasmiða Hafliða J.
Hafliðasyni og vottar konu hans
og dætrum samúð sina.
Helgi Arnlaugsson, formaður.
Níræður í dag
J ohannes Carl Klein
Þeir Reykvíkingar, sem
komnir eru á miöjan aldur, og
hafa ekki heyrt um eða skipt við
kjötbúðir J.C. Klein, munu vera-
næsta fáir. 1 full 50 ár hefu?
verzlunin verið rekin með reisn
og myndarskap, svo athyglis-
vert er. Hitt vita ef til vill ekki
eins margir, aö I dag fyllir
stofnandi hennar nlunda ára-
tuginn eftir sextiu ára sam-
fellda búsetu hér á landi.
Litlum vafa er bundið, að J.C.
Klein hefur verið einn af dug-
mestu frumherjum i iön sinni og
landsmenn hafa haft af honum
mikið aö læra. Þess er bæöi ljúf t
og skylt að minnast, þeg'ár þessi
heiðursmaður, sem tekið hefur
sérkennilegu ástfóstri viö Is-
land, nær þvl aldursmarki, sem
fáum einum auðnast að ná.
Enginn skyldi halda að lff út-
lendings, sem úr litlu haföi að
spila og stofnaði sérverzlun,
hafi á þeim tlmum, sem það
var, verið neinn dans á rósum.
En með árvekni og dugnaði og
umfram allt með því að hafa
þann metnað, að hafa einungis
góðar vörur á þoðstólum, tókst
honum að komast I tölu bjarg-
álna manna og koma börnum
sínum vel til manns. Johannes
Carl er tvfvkæntur, Islenzkum
konum, sem báðar eru látnar.
En þrátt fyrir slna löngu dvöl
hér hefur hann ekki breytt um
rlkisfang, né heldur lært Is-
lenzku til þess að tala hana.
Samt skyldi enginp halda, að
þaö væri fyrir neinn sérvízku-
legan óvilja á Islandi, slður en
svo. Hér mun hann vilja bera
beinin og hvila I Islenzkri mold
svo sem hans nánustu ástvinir
og lífsförunautar.
Sjálfur lætur hann hug sinn I
ljós með þessum oröum: „Ég
mun verða Dani alla mina æfi.
Ég hefi heldur aldrei lært að
tala Islenzku og verð aldrei Is-
lenzkur rlkisborgari. En ég á
heima á tslandi. Það er indælt
að koma til Danmerkur I stutta
skemmtiferð, en heldur ekki
meira.”
Johannes Carl Klein dvelur nú
hjá dóttur sinni og tengdksyni
aö Skólagerði 6 I Kópavogi eftir
langt og gæfuríkt starf hér á
landi, þar sem hann „útlending-
urinn” vill eiga heima.