Alþýðublaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 7
alþýðu- biaðíA Föstudagur 4. marz 1977 OTLðND 7 Hinn nýi utanríkisráðherra Breta: DUGLEGUR OG ROGGSAMUR EN TILHEYRIR HÆGRI ARMINUM Þeir eru margir, sem halda þvi fram, að með þvi að gera David Ow- ens að utanrikisráð- herra, hafi James Callaghan forsætisráð- herra valið auðveld- ustu leiðina. ,,Owen er algerlega reynslulaus, og óþekktur utan fá- menns hóps brezkra leiðtoga i utanrikis- málum.” En liklega eru þeir enn fleiri, sem hefðu talið Callaghan komast létt frá hlutunum, ef hann hefði valið ein- hverja af reynslurikum og gamalgrónum leið- togum Verkamanna- flokksins i starf Antonys Crossland. Það að velja ungan mann (nánar tiltekið 38 ára), sem stendur er að vinna sér sess innan rikisstjórnarinnar og hefur ekki einu sinni gegnt stöðu i ráðuneyti, þykir heldur dapurlegt, og telja margir, að sú ráðstöfun eigi eftir að vekja mótmæli og öf- und. Fyrrverandi flota- málaráðherra. Hinn nýi utanrikisráöherra Breta, er ekki óþekktur þeim, er hafa látiö málefni Verka- mannaflokksins sig einhverju varöa, og hefur embættisferill hans verib óvenju sléttur og hnökralaus. Owen varö þing- maður áriö 1966. Tveim árum siöar var hann geröur aö flotamálaráöherra þá i stjórnartiö Harolds Wilson, aö eins 30 ára aö aldri. Þvi embætti gegndi hann þar til stjórnin beiö ósigur sumari^ö 1970. 1972 gaf hann svo út bókina ,,The Polit- ics og defence” greinargóða og vel skrifaöa bók um áhrif stjórnmálamanna i hernaöar- legar ákvaröanir. Meö nokkrum dæm- um - Kúbu-kreppunni, viö- buröunum f Tonkinbukta, Pentagon-sk jölunum, Pueblo-málinu, átökunum i Miö-austurlöndum, o.fl. sýnir Owens fram á, aö heimurinn hefur oftar en einu sinni rambað á barmi glötunar, vegna þess aö hernaöarleg ákvaröanatekt var laus I reipunum og vegna þess, aö meðlimir skrifstofu- báknsins hafa mikla tilhneij- ingu til að lifa eigin lifi, en taka litið tillit til umhverfisins. (Það er ekki um aö ræöa neitt leynimakk i Washington, sagöi Kennedy forseti einu sinni, þeg- ar hann haföi átt fund meö hers- höföingjum, nema þegar um er aö ræöa mál, sem ég ætti aö þekkja”). Skoöun Owens er sú, aö stefna I varnarmálum veröi aö vera I samræmi viö almenna stefnu i utanrikismálum og aö stjórn- málamennirnir veröi aö rann- saka málin gaumgæfilega áöur en hernaðarlegar ákvaröanir séu teknar. „Velgengni i ákvaröanatökum er þaö sviö, þar sem sérhver stjörnmálamaöur I öllum varnardeildum allra landa verður að beina allri sinni at- hygli aö. Þaö er býsna auövelt, aö komast af staö með hernaöarlegri pomp og pragt, og sökkva æ dýpra i flókinn vopnaútbúnaö og gleyma sér loks viö hernaöarlegar venjur og siði.Og hlutverk stjórnmiála- mannsins i varnardeildinni er miklum mun mikilvægara en þetta. Owen hélt áfram, sem tals- maður' varnarmála fyrir Verka mannaflokkinn eftir kosninga- ósigurinn 1970, en hætti þeim starfa i mótmælaskyni i april Hinn nýi utanrikisráöherra Breta, David Owens. 1972, eftir aö Harold Wilson haföi neitaö eindregiö aö ganga i Efnahagsbandalagið meö skil- yröum þeim er Edward Heath setti. 1 viötali viö Arbeiderbladet sama ár lét Owen hafa eftir sér: Ég er stuðningsmaöur Efna- hagsbandalagsins en ég er ekki aö sama skapi hlynntur þeim ihaldssömu öflum, sem hafa að mörgu leyti einokað verk bandalags ins. Bandalagiö kem- ur til meö aö setja mark sitt á okkur og meö útfærslu þess höf- um viö — sem socialdemókratar — geysimikla möguleika til aö setia svip okkar á störf þess. A árunum þar á eftir stóö David Owen fremstur í flokki i baráttunni fyrir brezka efna- hagsbandalaginu. Þaö er rétt, sem bent hefur verið á, aö Owen utanrikisráö- herra sé álika gamall og Ant- hony Eden, þegar hann varö. utanrikisráöherra 1935. En hitt er varla eins rétt, að Owen standi Eden langt aö baki, hvaö varðar reynslu i utanrikismál- um, þótt hann hafi aöeins gegnt starfi varautanrikisráöherra frá þvi i október i fyrra. Auk utanrikismálanna hefur Owens unniö mikiö aö heil- brigöis- og þjóöfélagsmálum. 1974 lagöi hann fram tillögu til þingsályktunar í 62greinum, og varöaöi hún barnavernd og ætt- leiöingu i Bretlandi, og jók mjög rétt barna I þeim málum. Þegar Heath vann kosn- ingarnar i febrúar 1974 náöi til- lagan ekki fram aö ganga, en stjórn Verkamannaflokksins lagöi hana fram siöar, og fékk hana samþykkta sem sina eigin I nokkuö breyttu formi. Owen varö sjálfur heilbrigöis- ráöherra I marz 1974 og fékk þá orö fyrir aö vera „einn bezti pólitiski embættismaöurinn” sem nokkru sinni heföi átt sæti i heilbrigöisráöuneytinu. Rétt fyrir jólin I fyrra gaf hanri svo út bókina „In sickness an din Health” og er þar. gert grein fyrir ástandi í heilbrigöismálum i Bretlandi, meö sanngjarnri gagnrýni. Þaö er þvi, eftir allt, ekki rétt aö lita á útnefningu Dvaids 'Owens sem bráöabirgöaráö- stöfun á einn eöa annan hátt. Callaghan hefur sjálfsagt enn möguleika til að gera Healey aö utanrikisráöherra, þegar hann hefur samiö fjárhagsáætlun og leitt til lykta samninga um stöövun launa meö verkalýös- hreyfingunni. En liklega veröur gangur mála ekki á þann veg. Ef Owen utanrfkisráöherra stjórnar hinni nýju deild sinni meö sama dugnaöi og röggsemi, og hann hefur sinnt fyrri störf- um sfnum, er ástæöa til aö ætla aö hann gegni þessu embætti eins lengi og stjórn Verka- mannaflokksins veröur viö völd. Réttast er aö lita á útnefningu Owens sem merki um, aö Callaghan finni þörf til aö koma nýju blóöi I rikisstjórnina, og endurheimta nokkuö af þeim ljóma sem hvarf Jþegar ' Roy Jenkins fór til Brússel til aö gegna þar embætti formanns Efnahagsbandalagsins og Antony Crossland lézt. Owen heyrir til hægri afla í brezka verkamannaflokknum, og var ef til vill einn af þeim mönnum er stóöu Roy Jenkins allra næst. Meistarinn og hinn ungi skjólstæöingur hans sitja sem sagt nú sem forseti I EB-nefndinni og formaöur f ráö- herraráði bandalagsins, Jenkins I f jögur ár og Owen þar til i júli, þegar starfstfmi brezka for- mannsins rennur út. Hin óvenjulega velgengni Ow- ens er talinn mikill sigur fyrir „jenkista” Verkamannaflokks- ins og kom fram á þeim tlma er þeir þurftu hans virkilega viö. Þaö er ekki aöeins Roy Jenk- ins, sem kemst til metoröa á er- lendri grund. David Marquland, einn opinberra formælenda þeirra, fer meö honum til Briissel, og John P. Machintosh tekur liklega viö prófessors- stööu viö virta visindastofnún i Edinborg. Crossland sagöi I viötali sem tekiö var viö hann þrem dögum áöur en hann lézt, aö Roy Hattersley og David Owen væru menn framtiöarinnar i Verka- mannaflokknum. Nú hefur for- sætisráöherra gefið Owens tækifæri til aö sanna þessi orö fyrrverandi utanrikisráöherra Bretlands. MANNKYNIÐ STENDUR FRAMMI FYRIR AL- VARLEGUM 0RKUSK0RTI - ef takmörkun mannfjölda kemur ekki til Sérhver einstakl- ingur, sem bætist i hóp okkar þarfnast orku, til þess að geta fengið fæði, klæði, húsaskjól og eldsneyti. Hann er i raun og veru krafa á siþverrandi orkuforða okkar. Ef takmörkun mannf jölda kemur ekki til stöndum við frammi fyrir alvarlegum orku- skorti i náinni framtíð. Dagleg orkunotkun 1 heim- inum fyrir hinar 4000 milljónir Ibúa hans, vex óöfluga, jafn- framt þvi sem orkuforöinn er siminnkandi. Þetta er orðinn al- varlegur höfuöverkur allra ráðamanna. ört vaxandi mannf jöldi sunn- an Himalayafjalla rýrir skóg- lendi þar með æfintýralegum hraða, vegna aukinnar elds- neytisþarfar. Tilbúinn áburöur er of dýr fyrir hina fátæku bændur Asiu, Afriku og Suður. Ameriku, þar sem þörf fyrir hann er mest. Nýjustu rann- sóknir á oliuforöa Bandarikj- anna sýna, aö hann er minni en áður varáætlað, ásama tima og fólkinu fjölgar. i upphafi sjöunda áratugar þessarac aldar höfðu menn ekki . áhyggjur af þessu. Menn treystu á „ótæmandi” orku forða i iðrum jaröar — olíu, gas og kolaforða. ödýr olia frá Austurlöndum ýtti undir vax- andi notkun og þá um leið aukinn hagvöxt og stóraukin notkun tilbúins áburðar gæddi sléttur Iowa og risekrur Filille- ezja áðuróþekktri frjósemi, svo dæmi séu tekin. En árið 1973 vöknuöu menn af sinum sæla draumi, þegar oliu- riki Mið-Austurlanda hækkuðu skyndilega oliuverðið og báru meðal annars viö að hin hóf- lausa eyðsla umheimsins myndi i náinni framtið þurrka upp þessa einu mikilsveröu auölind þeirra. Skammt er siöan menn tóku að átta sig á eyöingu skóganna til eldsneytis, sem þriðjungur mannkynsins verður að hag- nýta. Skógurinn hörfar af þessum sökum með ört vaxandi hraða og þorp, sem áöur voru umlukin skjóli hans og skugga standa nú á berangri. Þorps- búar, sem áöur þurftu ekki ann- aö en rétta út hendur eftir eldi- viði, verða nú aö eyöa heilum dögum til þess aö ná sér i smá- knippi i eldinn. Þetta kemur vitanlega harö- ast niður þar sem sizt skyldi á hinum fátæku. Ef halda ætti i horfinu um kornframleiðslu, yrði að auka hana um 30 milljónir tonna ár- lega, sem kostar stóraukna orkuneyslu að ekki sé talað um landrýmið, sem til þess þarf einnig.og þar þrengist svigrúm- ið veriáega. Vaxandi fjöldi munna, sem þarf að metta, gengur hart á þverrandi orkuforða jarðarinn- ar og aukin umsvif i áveitum og áburðarnotkun styðja þar að. Sem dæmi um framvinduna má benda á, að frá upphafi þessar- ar aldar hefur oliunotkun tvö- faldast á hverjum áratug. Lönd, sem áður voru sjálfum sér nóg um oliu; eins og Banda- rikin og Rúmenía, og gátu miðl- að öðrum, verða nú að sætta sig við að flytja talsvert inn af þess- ari vöru. Ýmis lönd þar sem mann- fjölgunin er hvaö örust, búa við alvarlegan skort á orkulindum. Þannig eru aðeins 3% af þekktum kolaforða jarðarinnar i Afriku og Suður-Ameriku. Ef ekki verður gripið i taum- ana meö árangursrikum aöferö- um við að hamla gegn mann- fjölguninni, horfum við fram á iskyggilega óvissu um framtið okkar og fullnægingu orkuþarf- arinnar áöur en langir timar liða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.