Alþýðublaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.03.1977, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Föstudagur 4. marz 1977 biaðiö' Atvinnusjúkdómum eru gerð allt of lítil skil hérlendis - segir Skúli Johnsen borgarlæknir Atvinnusjúkdómadeild er sú deild Heilsuverndarstöðvarinn- ar sem hvað verst er sett i sam- bandi við húsnæði, sagði Skúli Johnsen borgarlæknir. Að sögn Skúla hefur verið unnið allt of litið að þvi að >. eyna að koma i veg fyrir atvinnusjúk- dóma, og eiga þröng húsakynni þar trúlega mesta sök á. — Það er ekki vegna þess að við eigum ekki til nógu góða lög- gjöf i sambandi viðsvonalagað, þvi hún er til m jög góö, en henni hefurbara ekki verið framfylgt, sagði borgarlæknir. Eini atvinnusjúkdómurinn sem einhver skil hefur verið gerð er heyrnartap, en hann mun vera á mjög háu stigi hér viða i verksmiðjum. Einnig hafa ýmsir hljómsveitarmenn sem heyrnarprófaöir hafa verið á Heyrnardeild Heilsuverndar- stöðvarinnar reynst með veru- legt heyrnartap. —AB Ungbarnadauði á íslandi sá alminnsti i heiminum - mæðravernd á mjög háu stigi Mæðravernd hér á landi er með þeim beztu í heiminum, að sögn yfirlæknis Mæðradeildar Heilsuverndarstöðvarinnar. Þau lönd sem eru 1 sama flokki og ísland hvað snertir mæðra- vernd eru hin Norðurlöndin, og þá helzt Sviþjóð, svo og Hol- land. í þessum löndum er barna- dauði mjög sjaldgæfur, en á Is- landi mun ungbarnadauði vera alminnstur i heiminum. — Þetta er nú ekki allt læknunum aö þakka. Þetta er hraust fólk og konurnar mæta vel og reglulega i skoðun, sagði Guðjón Guðnason yfirlæknir. A Mæðradeildinni er unniö markvisst að þvi að fylgjast vel með liðan bæði móður og fósturs og möguleiki er á að fylgjast mjög vel með þroskaferli fóstursins. Nú á næstunni er von á smá nýjungum á Mæðradeildinni. Upp á að koma tæki sem tilvon- andi mæður geta stytt sér stundir við að fylgjast meö, meðan þær biða eftir skoðun. Tækið er sett upp i samvinnu við tannlæknadeildina og verður i þvi sýnt mjög rækilega hvernig Biðstofa Mæöradeildarinnar. Hér mæta tilvonandi mæður tvisvar til þrisvar I viku tii mæðraskoðunar. móðir getur hugsað bezt um sin- timanum, og barnsins eftir fæð- ar eigin tennur á meðgöngu- ingu. —AB A barnadeild Heilsuverndar- stöðvarinnarmæta flestöllbörn I bænum einhverntima. Daglega koma þangað á milli 40 og 50 börn i læknisskoðun. tJtibú frá barnadeiidinni eru þrjú, I Lang- holtshverfi, Árbæjarhverfi og Breiöholti. A bamadeildinni eru börnin mæld, vigtuð og um fjögurra ára aldur eru þau sjónprófuð. Að sögn lækna og hjúkrunar- kvenna deildarinnar er stefnt að þvl að lækka aldur sjónprófa niður um að minnsta kosti tvö til þrjú ár og bæta þá einnig inn f þroskaprófi og heyrnarprófi. _____ —AB Þetta þurfa öll ungabörn aö ganga i gegn um fyrstu mánuöina. Mjög fáar undan- tekningar eru frá þvi að mæður þiggi þá aðstoð sem barnadeildin býður 40-50 börn koma daglega á barnadeild Heilsuverndar- stöðvarinnar - eina deild stöðvarinnar sem hefur útibú úti í bæ TRÚ STARFANDI KÆRLEIKA, er yfirskrift Alþjóðlegs bænadags kvenna sem er í dag Alþjóðlegur bænadagur kvenna er i dag, 4. marz. t tilefni dagsins verða haldnar samkomur viða um land og margar þeirra i heimahúsum. í Reykjavik verður samkoma i kvöld i Hallgrims- kirkju og hefst hún klukkan 20.30. Bænadagurinn er sem fyrr seg- ir Alþjóð'.egur og gildir sama dagskrá fyri:f allan heim, en ts- lendingar fá hana senda frá Noregi. Konur eru hvattar til að fjöl- menna á samkomur i dag. —AB Draumkvæðið - Olav Bö flytur fyrirlestur á vegum Heimspekideildar Olav Bö prófessor sem hingað er kominn i boði Norræna Hússins mun halda fyrirlestur á veg- um heimspekideildar um norskaDraumkvæðið i dag kl. 17. Fyrirlesturinn verður flutturi stofu 423 i Árna- garði og er öllum heimill aðgangur. —AB Jazzvakning kynnir „Big Band 77”: Jazzkvöld í Glæsibæ Næsta jazzkvöld á vegum fé- lagsins Jazzvakningar verður i Glæsibæ mánudaginn 7. marz og hefst klukkan niu. Þar gefst mönnum kostur á að heyra i splunkunýrri stórhljóm- sveit undir stjórn gamalreynds blásara. Kapparnir fela sig á bak við skemmriskirnar nafniö „Big Band 77”. Þaðsegir ekki mikið og verður timinn að leiða i ljós hverjir eru þarna á ferðinni. Siðan munu Viðar Alfreðsson og Gunnar Ormslev leiða saman hesta sina, þá Trompet og Tenór- saxa. Þeim til fulltingis verða Kristján Magnússon á pianó, Helgi Kristjánsson með bassa og Guðmundur Steingrimsson á trommur. Þeim sem minnast Kristjans frá árunum upp úr 1950, þegar hann var pianóleikari KK- sextettsins, er það sérstakt ánægjuefni að hann skuli vera farinn að sveiflast aftur eftir nær tveggja áratuga hvild. Félagið Jazzvakning var stofn- að til að klæða laufi eina grein á islenzka menningarmeiðnum, og er óhætt að segja að starfið hafi blósmstrað I vetur. Nýlega gekkst félagið fyrir umfangsmikilli jazz- kynningu i samvinnu við Menn- ingarstofnun Bandarikjanna, og laugardaginn 12. marz n.k. er ráðgert að Áskell Másson haldi tónleika i Norræna húsinu. Valdimar Björnsson fyrrum ráðherra heið- ursgestur íslenzk- Ameríska á árshátíð félagsins á morgun Islenzk-Ameriska félagið hefur boðið hr. Valdemar Björnssyni fyrrum fjármálaráöherra Minnesotafylkis i Bandarikjunum að sitja sem heiðursgestur á árshátið félagsins næstkomandi laugadag 5. marz. Valdimar mun halda aðalræðu árshá tiðarinnar en Siguröur Björnsson syngur einsöng við undirleik Carl Billich Félagsmenn íslenzk-Ameriska- félagsins eru hvattir til að til- kynna þátttöku sem allra fyrst sökum mikillar aösóknar, og verða aðgöngumiðar afhentir á Neshaga 16. —AB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.