Alþýðublaðið - 20.03.1977, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 20.03.1977, Qupperneq 6
6 ; LISTÍIfltltWyiWG Sunnudagur 20. marz 1977 Maðkí' Ekki lengur hræddir við að fara eigin leiðir Það eru nú liðin þrjú ár frá þvi Baltasar var siðast með einkasýn- ingu. Ýmsum finnst þvi að timi sé kominn til, að listamaðurinn fari að troða upp. Og það er einmitt i dag sem Baltasar opnar sýningu á Kjarvalsstöðum. Þetta er mikii sýning hjá listamanninum og mun það varla koma á óvart neinum, sem fylgzt hefur með listaferli mannsins. Baltasar sýnir þarna um 50 oliumálverk. En auk þess eru á sýning- unni 40 teikningar, þar á meðal myndir af öllum bændum i Grimsnesi. Teikningamar eru allar i eigu tengdaföður Baltasar, Guðna Guð- bjartssonar stöðvar- stjóra við Sogsvirkjun, og má vera að tilkomu safnsins megi rekja til þess tima er Baltasar var á biðilsbuxum aust- ur i sveitum. En þaö eru þó fyrst og fremst ollumálverkin, sem mest ber á á sýningunni. Þetta eru miklar myndir og dýrar, og er engin myndanna verölögö undir 150 þúsund krónum. Þær dýrustu kosta um hálfa milljón og upp l 600 þúsund krónur. Ef litiö er á veröbólguþróunina I þessu landi okkar er ekki ósenni- legt aö gera megi góö kaup á þessari sýningu ef menn eiga ein- hverja lausa aura. Baltasar hefur breytt nokkuö um stil frá siöustu sýningu! Lit- irnir eru bjartari og ákveðnari en áöur, og einnig hefur listamaöur- inn breytt mikiö um val á mótiv- um. Landslagiö er aö mestu eöa öllu horfiö og í staöinn hafa komiö lifandi mótiv af mönnum og skepnum, raunverulegum og huglægum. Þegar blaöamaöur Alþýðu- blaösins spuröi Baltasar aö þvi I gær, hvaö honum finndist um is- lenzka myndlistarmenn um þe- ssar mundir, sagöi hann bros- andi, að ástandiö væri þannig, aö þaö væri jafnvel kominn galsi I mannskapinn. ,,Þaö hefur orðiö breyting á Framhald á bls. 8 Baltasar opnar sýningu á Kjarvalsstöðum í dag ★ _______________________________________________________________) Þorsteinn Hannesson sextugur: Hefur sungið stór hlutverk í óperum víða um lönd TÓNLEIKAR TIL HEIÐURS AFMÆLISBARNINU í DAG Þorsteinn Hannesson tónlistarstjóri tJtvarps á sextiu ára afmæli i dag. Hann er fæddur á Siglu- firði 19. marz 1917, en fluttist um tvitugt til Reykjavikur. Þorsteinn hóf söng- nám hjá Sigurði Birkis 1940 og stundaði það i þrjú ár. Haustið 1943 hélt hann utan og hóf nám við Royal College of Music i Ltmdon, þar sem hann var um fjög- urra ára skeið. Áður en hann hélt utan vakti hann geysimikla athygli er hann söng Guðspjallamanninn i Jóhannesarpassíu, mjög erfitt hlutverk, undir stjórn dr. Urbancic. Ariö 1947 var Þorsteinn ráöinn aöaltenór viö Covent Garden óperuna i Lundúnum, en leyfi til aö syngja fékk hann ekki fyrr en 1948, og söng hann þá mörg stærstu hlutverk i óperum og óperettum sem færöar voru á sviö i London, og þá á móti stór- stjörnum, eins og Elisabetu Schwarzkoff og fleirum. Er samningstimi Þorsteins viö Covent Garden var útrunninn 1954, og hann var aö þvl kominn aö undirrita samning I Þýzka- landi, bauðst honum að syngja hlutverk Carrio i Pagliacci, sem flutt var hér i Þjóðleikhúsinu 1954. Þorsteinn kom þá heim, söng Carrio og geröist síöan aöal- Þorsteinn Hannesson kennari i söng viö Tónlistar- skólann I Reykjavik, en sönglistin var þá I örum vexti hér á landi Tvö siðastliðin árhefur Þorsteinn veriö tónlistarstjóri Otvarps. Hér heima hefur hann sungiö mörg stór hlutverk i óperum og óper- ettum, svo sem Tosca, Töfra- fiautunni, Kátu ekkjunniog fieiri, auk þess sem hann hefur oftsinn is sungið meö Sinfóniuhljómsveit Islands, þar á meöal i Carmina Burana eftir Car Orrf, sem Söng- sveitin Fllharmónia flutti fyrir um þaö bii ári. 1 tiiefni sextugsafmælis Þorsteins efna nokkrir ein- söngvarar og pianóleikarar til tónleika i Austurbæjarbiói i dag klukkan 14.30. Þeir söngvarar sem fram koma eru Sigurður Bjömsson,Kristinn Hallsson, Guömundur Jónsson, Halldór Vilhelmsson, Garðar Cortez, Jón Sigurbjörnsson, Rut L. Magnússon, Guörún Tómasdóttir, Elin Sigurvins- dóttir, Sólveig Björling, Svala Nielsen,ElIsabet Erlingsdóttir og undirleikararnir Carl Billich, Guðrún A. Kristinsdóttir, Gústaf Jóhannesson.Krystyna Cortez og Ólafur Vignir Albertsson. Aö lokum mun svo afmælisbarniö syngia. _AB Bak við allt skapandi starf liggur fantasía Sigriður Björnsdóttir listmálari opnar sýn- ingu á verkum sinum i Norræna húsinu i dag, laugardag. Sýningin verður opin til mán- aðarmóta. Listakonan sýnir þarna 61 mynd, sem allflestar eru málaðar síðustu tvö árin. Þó eru nokkrar eldri myndir á sýningunni. Myndimar eru allar málaðar með akrýl á striga. Á fundi með blaða- mönnum I gær sagði Sigriður, að hún gæfi myndum sinum ekki nafn. Hins vegar gæti hún gefið áhorfendum sinum vissa innsýn i myndirnar með þvi að segja frá sjónarmiðum sinum og hugmyndum, bæði almennt um myndlist og svo að því er varðaði hverja ein- staka mynd. „Jú, að vissu leyti má segja að myndirnar minar séu abstrakt, eða kannski heldur „eonstructíve”. Það eru form, dýpt og hrynjandi, sem eru aðal þættirnir i mynd- unum minum ,” sagði Sigriður. Aö visu fer ekki framhjá nokkrum manni sem litur inn á sýninguna, aö listakonan er einnig mjög iitaglöö. ,,Jú, þaö er rétt,” sagöi Sigriöur. ,,Og litirn- ir hafa oröiö bjartari og meiri i seinni tiö.” Sigriöur sagöi aö umhverfiö orkaöi mjög sterkt á sig. ,,Ég er á móti mengun og þess vegna mála ég um mengun. Einnig hef ég oröiö fyrir sterkum áhrifum i mannlegum samskiptum, t.d. viö kerfiö. Og þetta kemur fram i sumum myndunum sem ég mála.” Um myndlistina almennt sagöi Sigriöur: „Ég hallast aö þvi veigamikla hlutverki mynd- listarinnar aö höföa til hvers og eins, þannig aö myndin virki sem hvati á hugmyndaflug hvers einstaklings, enda sjá engir tveir menn sama hlutinn eins þvi reynsla þeirra og sýn erþeirra persónulega eign. Sem sé. Ég hef ekki áhuga á aö segja mönnum hvaö þeir eigi aö sjá, heldur hef ég hug á aö virkja hug þeirra og sýn.” Sigriöur Björnsdóttir segir aö myndmálið sé alþjóölegt og mönnum meöfætt. „Út um hin viöáttumiklu sviö mannsins liggur margt bælt og vanrækt, sem ég held aö myndlistin geti vakiö, sé henni beitt virkjandi. Ég held aö bak viö allt skapandi starf liggi fantasia,” segir lista- konan Sigriöur Björnsdóttir. Þaö er auöséð á myndunum hennar Sigriöar, og af rabbi hennar um listaverkin, aö hún er ekki neinn venjulegur sveita- Framhald á bls. B. C ☆ Sigríður Björnsdóttir opnar myndlistarsýningu í dag ----------------------------- . ___________________\______

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.