Alþýðublaðið - 20.03.1977, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 20.03.1977, Qupperneq 7
blaðið Sunnudagur 20. marz 1977 SJÓNARMIÐ 7 skipulags sem við Islendingar byggjum á. Vegna sinna stjórn- málaskobana verði þessir menn aö vikja úr starfi! Þetta er skritin sort af lýö- ræði. Ekkert nýtt En þessi tvöfeldni Morgun- blaðsins og annarra málgagna „lýðræðissinna” hér á landi er engin ný bóla. óheiðarleikinn hefur beinlinis sett mark sitt á öll skrif þessa blaðs um svo margra ára skeið sem ég man. Það hefur verið slik málpipa vestrænnar heimsvaldastefnu i ÖLLUM málum, jafnvei banda- riskir fjölmiðlar verða allt að þvi róttækir við hliðina á þess- um steingervingi. Glöggt dæmi um það er ferð Styrmis Gunnarssonar ritstjóra til Bandarikjanna meðan Viet- namstriðið stóð sem hæst. Þar varö hann fyrir þvi áfalli að hitta aðeins einn mann sem var sammála honum og Morgun- blaðmu um hernað Bandarikj- anna i þvi asiska landi. Og þaö var hálfu meira áfall fyrir rit- stjórann þegar hann frétti að þessi skoðanabróðir hans var félagi i Ku Klux Klan! Þetta eina atvik hefði að ein- hverra áliti átt að gera ritstjór- anum ljóst hvar hann stóð hug- sjónalega, og ef til vill hafa ein- hverjir gert sér vonir um aö svo yrði. En það er hreint ekki svo. Hann og blaðið hans halda sama kúrsinum og einmitt þess vegna er óheiðarleiki beggja svo áber- andi. HauKur Már LÝDRÆÐISAST OG TVfSKINNUNGUR Við höfum lesið okkur til ó- hugnaöar fréttir frá rikjum Austur-Evrópu, þar sem segir að þeir sem hafi vogað sér að gagnrýna stjórnvöld séu um- svifalaust settir i fangelsi og/eða geöveikrahæli. Upp á siðkastið hefur mest verið talað um Tékkóslóvakiu i þessu sam- bandi, auk að sjálfsögðu Sovét- rikjanna. En i siðarnefnda land- inu virðist rúmafjöldi I geð- veikrahælum vera nánast óþrjótandi, ef trúa skal þeim fréttum sem lesa má i fjölmiðl- um okkar heimshluta, en fram- farir i lækningu geösjúkra séu hins vegar i öfugu hlutfalli við fjölda sjúkrarúma. Það má að minnsta kosti skilja svo mynd- skreytta (með teikningum að visu) frásögn af meðferð and- ófsmanns nokkurs i sovézku geöveikrahæli. Þar var sýnt hvernig „sjúklingurinn” var vafinn inn i fjöldann allan af lökum og liktist engu fremur en múmiu þegar upp var staðiö. A hvern hátt þetta læknar geð- veiki er mér ekki aiveg ljóst, enda ekki læknisfróöur maður, en þetta kann að kæfa andófs- bakteriuna i þeim sem hana bera, þó er það fremur hæpið. I umræðum um þessi mál hafa öll blöð tekið upp hanzkann fyrir þá aðila sem krefjast mannréttinda,- frelsis til að tjá hug sinn, til að gagnrýna það sem miður fer i þjóöfélaginu, frelsis til að leggja sitt af mörk- um við að byggja upp betra og heilbrigðara þjóöfélag. Þykir engum mikið, þvi þessi réttur hlýtur að vera höfuöforsenda heilbrigðs og réttláts þjóðfé- lags. En þaö hefur einnig verið fróðlegt að fylgjast með þvi, af hvaða hvötum hanzkinn er tek- inn upp fyrir þessa gagnrýnend- ur hinna kúguðu þjóðfélaga. Þegar það er skoðað, sést nefnilega hverjir eru hinir heiðarlegu gagnrýnendur þess- ara þjóðfélaga og hverjir það eru sem beinlinis hlakka yfir ör- lögum andófsmanna vegna þess að þau gefa höggstað á sósial- ismanum sem stjórnmála- stefnu. Hægri öflunum á Vestur- löndum — Morgunblaðið inni- falið — er bersýnilega hjartan- lega sama um örlög þessara manna. Þau eru aukaatriði, að öðru leyti en þvi að unnt er að notfæra sér þau i pólitiskri krossferð gegn þeim öflum sem krefjast i raun þess sama i sin- um heimalöndum og andófs- mennirnir fyrir austan tjald. Astæðan til að unnt sé að halda þvi fram i raun og sann- ef hann hefur óæskilegar stjórn- málaskoðanir. Óæskilegar stjórnmálaskoðanir heita i þvi landi lýðræðis og jafnaðar- mennsku að vera kommúnisti. Raunar nægir fyllilega aö vera sósialdemókrat af rótækari gerðinni, þvi slikum hefur veriö sagt upp störfum hjá hinu opin- bera. Þessi lög beinast mest aö þeim sem eru i eöa sækja um störf i þágu hins opinbera. 1 skólum eða skrifstofum rikis og sveitarfélaga. Skoðanafrelsi þessa fólks gæti sem sagt á ein- hvern hátt verið skaðlegt lýð- ræðinu, að ekki sé talað um hina menn rétti til starfa ef þeir hafa ekki rétta stjórnmálaskoðun, er nefnilega ekki neitt sérþýzkt fyrirbæri. Og það er óralangur vegur frá þvi að þetta sé eitt- hvað sem enginn tslendingur gæti hugsað sér. Staðreyndin er nefnilega sú, að hér á landi hef- ur stærsta dagblað landsins, Morgunblaöið, beinlinis krafizt þess að sllk framkoma gagnvart fólki með „óæskilegar skoðan- ir” verði tekin upp. Ekkert blaö á landinu hefur verið eins iðið við aö fordæma meðferö austantjaldsstjórn- valda á andófsmönnum i lönd- um sínum. Ekkert blað hefur af Allt þetta er i raun gott og blessað. Þakkarvert á stundum meira að segja. En það verður að segjast eins og er, að ekki verður Morgunblaðið trúverð- ugur málflytjandi lýðræöis þeg- ar það fordæmir á fréttasiöum það sem beinlinis er lagt til að veröi framkvæmt i forystu- greinum. 1 leiðurum Morgunblaösins hefur mátt lesa kröfur um það, að kennarar i skólum landsins, sem hafa róttækar lifsskoðanir verði að vikja. Þeir megi ekki hafa leyfi til að starfa innan skólakerfisins. Það sé hættulegt framtið hins lýðræðislega þjóð- leika að hér I vestrinu góöa sé allt i sómanum? Starfsbann 1 Sambandsrikinu Þýzkalandi — Vestur-Þýskalandi öðru nafni — hafa verið i gildi til skamms tima lög um starfsbann — Berufsverbot. Þessi lög kveöa svo á, að unnt er að meina manni um starf — eða svipta hann þvi hafi hann það þegar — uppvaxandi kynslóð, sem á aö taka viö öllu þessu lýöræði og þróa þaö áfram. Guð einn veit hver sú þróun verður með sama áframhaldi. Á Islandi líka? Lögin um starfsbann og sú skerðing á mannréttindum sem þau eru, eru tekin hér til með- ferðar af sérstakri ástæðu. Þetta sjónarmiö, að svipta skuli heilagari vandlætingu fordæmt þaö stjórnkerfi sem meinaði einstaklingum aö hafa sjálf- stæðar skoðanir. Ekkert blaö hefur eytt fleiri dálksentimetr- um I að tiunda málflutning þeirra manna sem fyrir slikum aögeröum veröa. Það er að segja sumra þeirra. Ekki þeirra sem gagnrýna austræna kerfið út frá sósialiskum sjónarmið- um. OR YMSUM ÁTTUM Hótunarkerfið Það hefur löngum verið talið til manngildis þegar valdsmenn og aðrir stjórnendur sýna rögg- semi i stjórnarstörfum. A sama hátt hefur tvistigungsháttur ávallt verið talinn til ókosta þegar hæfileikar og koslir stjórnenda eru metnir. Við islendingar höfum alltaf af og til átt á að skipa dugmikl- um og framsýnum stjórnendum sem risið hafa upp úr meðal- mennskunni og vakið virðingu almennings. En einnig höfum viö átt mikið af gervimönnum, sem hafa týnzt á bak við stóra hauga af skjölum og hafa sjald- an tima til að iðka ærlega hugs- un. Innan Islenzka embættis- mannakerfisins er þvi miður allt of mikið af þess háttar fólki. Það er ef til vill ekki fallegt að tala svona um heila- stétt manna. En ef við hlustum á fólk tala um þessi mál þá fer ekki á milli mála hvert almennings- álitið er. Unga kynslóðin fylgist lika með ýmsu sem er að gerast I þjóðfélaginu og þar á meöal viðskiptum einstaklingsins viö kerfið. Jónas Kristjánsson skrifar hressilegan leiðara i Dagblaðið á fimmtudag. Þar vikur hann að hinu opinbera hótunarkerfi báknsins, þar sem stofnanir og fyrirtæki rikisins beita einstak- linga hörku viö innheimtu vegna einokunarþjónustu sinnar við almenning. I upphafi leiöarans segir svo: „Auglýsingar innheimtu- deilda rikisins um gjalddaga eru sifellt aö verða ruddalegri. Æ fleiri slikar deildir taka upp þann ósiö að vera með hótanir inni á gafli á hverju heimili. Þessi sibylja útvarps-, sjón- varps- og blaðaauglýsinga er óneitanlega oröin afar hvimleiö. Að baki þessara auglýsinga ersjúkleg tilfinning fyrir valdi. Viðast hvar eiga kröfur rikisins forgang umfram aðrar kröfur. Miskunnarlaust er beitt þeirri aðferö aö loka fyrir einokunar- þjónustu, ef menn beygja sig ekki samstundis fyrir hótunum innheimtudeildanna. Vélmenni eru send um borg og bý til aö loka fyrir einok- unarþjónustuna. Sé veifaö framan i þau kvittunum fyrir greiðslu, þá svara þau: „Ég er bara ráðinn til að loka. Þú verð- ur að fara með þetta blað á SKRIFSTOFUNA á morgun og sýna ÞEIM þaö.” Slðan segir: „Og það er ekki nóg með, aö stofnanir rikisins séu aðgangsharöastar allra kröfuhafa. Þar á ofan eru þær fyrstar allra til aö hækka gjöld sin. Þaö eru einmitt stofnanir rikisins, sem hafa forystu i verðbólgunni.” Þetta siðasta atriði mætti verða mönnum umhugsunarefni þegar litið er almennt á þá verð- bólgustefnu sem þróazt hefur i skjóli þeirrar rikisstjórnar, sem nú fer með völd i landinu. Þrælarnir í Þinghúsinu Og ritstjóri Dagblaösins held- ur áfram: „Sjaldnast þarf rikið að brjóta lög til að hafa sitt fram. Það á niöri við Austurvöll 60 þræla, sem eru boðnir og bún- ir að samþykkja lög, er em- bættismenn semja um nýjar og stærri rikisstofnanir og fela jafnan i sér ákvæði um forgang i innheimtu.” Þetta eru vissulega hörö orð, sem koma þó engum spánskt fyrir sjónir. Jafnvel ekki þing- mönnunum sjálfum. Ýmsir þeirra hafa látiö I ljós áhyggjur út af vaxandi yfirgangi ein- stakra valdamikilla embættis- manna. Þá hafa þingmenn einn- ig kvartað undan þvi aö Alþingi væri oröið að afgreiðslustofnun og þingmenn hefðu litla aðstöðu til að fóta sig á svellbunka póli- tiskrar stefnumótunar. En auð- vitað geta þingmenn sjálfum sér um kennt. Það eru þeir, sem hafa valdið og þess vegna eru það þeir sem bera ábyrgðina. Þrælarnir á götunni En það rikir viðar þrælsótti en I sölum Alþingis. Hinn almenni borgari þorir varla að æmta né skræmta. Undirsátarnir á skrif- stofum og i stofnunum hins opinbera sitja þögulir við skriftir og horfa sljóvum augum á lifiö og tilveruna. Ef til vill hugsa þeir með sér, að bezt sé aö loka flestum skilningarvitum og biða þess að hækka i sessi. Sem betur fer er þessi regla ekki algild, en þvi miöur er þessi dapurlega mynd alltof sönn. —BJ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.