Alþýðublaðið - 03.04.1977, Page 2

Alþýðublaðið - 03.04.1977, Page 2
'2 STJÚRNMAL/ FRÉTTIR Sunnudagur 3. apríl 1977 æ w* alþýöu- C'tgefa.idi: AlþýAuflokkurinn. Reksiur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgftarmaður: Arni Gunnarsson. Aftsetur ritstjórnar er i Sfftumúla lt, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýftuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 11900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverft: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. RÍKISSTJÓRNIN OG KJARASAMNINGARNIR Þeir kjarasamningar, sem nú er byr jað að vinna að, geta orðið einhverjir þeir örlagaríkustu, sem verkalýðshreyf ingin og vinnuveitendur hafa staðið að. Ástand islenzkra efnahagsmála er nú þannig, að samningsaðilar viður- kenna báðir að lítið megi útaf bregða, svo ekki stefni i hreinan voða. Verkalýðshreyf ingin og vinnuveitendur óttast verðbólguna. Hún er alvarlegasta mein íslenzku þjóðarinnar. Það er hins vegar fjarstæðu- kennt að halda því fram, að launastefna verka- lýðshreyf ingarinnar sé eldsmatur verðbólgu- bálsins. Það hefur verið sannað, svo ekki verður um villzt, að launakjör verkalýðshreyf ingar- innar eru langt neðan við þau mörk að nokkur áhrif hafi á verðbólguna. Því miður var það efnahagsstefna vinstri st jórnarinnar sálugu, sem hleypti af stað mik- illi verðbólguskriðu. Getuleysi og aðgerðar- leysi núverandi ríkis- stjórnar jók hraða skrið- unnar. Ekki er fráleitt að tala um áhugaleysi nú- verandi ríkisstjórnar, þar eð verðbólguna er hægt að nota sem einskonar hagstjórnartæki til að halda launum verkalýðs- ins niðri. En sök núverandi ríkis- stjórnar felst ekki síður í stórhættulegr i lána- stefnu, sem allir eru sammála um að hefur fært íslenzka þjóðarbúið nær gjaldþroti en nokkuð annað. Á þessu ári fara liðlega 18% af verðmæti útfluttrar vöru og þjón- ustu til að greiða afborg- anir og vexti af erlendum lánum. Þetta nálgast það að vera fimmta hver króna, og hver einasti Islendingur skuldar erlendum bönkum og lánastofnunum 1/2 millj- ón króna. Þetta jafngildir því, að fjögurra manna fjölskylda skuldi 2 milljónir króna. Þessi skuldabyrði mun leggjast með ógnarþunga á þá kynslóð, sem núerað vaxa úr grasi. Islend- ingar verða háðir erlend- um peningastofnunum. Menn geta hugleitt hvað gerist, ef þjóðin getur ekki staðið í skilum. Veð- in fyrir skuldunum eru eigur þjóðarinnar. Efna- hagslegt sjálfstæði henn- ar hefur verið lagt að veði. Það er ekki aðeins verkalýðshreyf ingin, sem hefur bent á hætt- urnar af þessari óráðsíu. Það hafa vinnuveitendur einnig gert og jafnvel samtök ungra Sjálf- stæðismanna hafa mót- mælt harðlega. En áf ram er haldið að taka lán, erlendis sem innanfands. Þessi vandi verður ekki leystur nema undir stjórn manna, sem af þekkingu og reynslu vita hvað við er að glíma. Hér gilda ekki innantóm slagorð, heldur þrotlaust starf ábyrgra karla og kvenna. I þessum efnum verður ríkisstjórnin að gera sér grein fyrir því, að hennar afstaða getur ráðið úr- slitum. Það er tilgangs- laust að halda því fram, að verkalýðshreyf ingin og vinnuveitendur eig i að leysa þann vanda, sem ríkisstjórnin hefur komið þjóðinni í. Það væru mikil mistök, ef ríkisstjórnin reyndi að hlaupast undan þeirri ábyrgð. Morgunblaðið hefur haldið því fram, að verkalýðshreyf ingin hyggist nota kjaradeil- urnar og verkföll til að koma ríkisstjórninni frá völdum. Þetta er fjar- stæðukennd fullyrðing, sem engin rök styðja. — Á hinn bóginn er það alveg Ijóst, að ríkisstjórnin get- ur haft eigið líf í hendi sér, er hún markar stef nu sina í kjaramálunum. Hún hlýtur að gera sér Ijóst, að á íslandi ríkir ekki kjarajöfnuður, með- al annars vegna mis- skiptra yfirráða yfir fjármagni og misskipts stjórnmálavalds. Alþýðu- flokkurinn hefur lýst þeirri stefnu sinni, að hann berjist gegn mis- skiptingu auðs og að- stöðu, og hann er eindreg- inn málsvari launastétt- arinnar í baráttunni um skiptingu eigna og tekna. Hann vill að launþegar og neytendur fái aukna hlut- deild í eignamyndun og aukin áhrif á tekjuskipt- ingu og verðlagsmyndun, og að tryggja beri öllum fullan afrakstur vinnu sinnar. Sjaldan hef ur eins mikið á það skort og ein- mitt nú. I stefnuskrá flokksins segir, að ríkisvaldið og samtök vinnumarkaðar- ins verði að móta stef nu í launamálum, sem tryggi bættan hlut launafólks, sérílagi hina lægstu laun- uðu, og sanngjörn launa- hlutföll, er miði að aukn- um tekjujöfnuði milli hinna ýmsu starfshópa þjóðfélagsins. Jafnframt þurfi að stemma stigu við, að ófyrirleitnir sér- hagsmunahópar geti með ofríki aukið á misrétti tekjuskiptingarinnar sér í hag. Það er á þessum grund- velli, sem Alþýðuf lokkur- inn mótar afstöðu sína til kjaramálanna og barátt- unnar, sem nú er fram- undan. Ef ríkisstjórn Sjálfstæðisf lokks og Framsóknarflokks þykir þessi afstaða óeðlileg og óréttmæt er hún ekki ríkisstjórn fólksins í landinu og ber ekki hag þess fyrir brjósti. Hún ber ábyrgð á verulegum hluta þeirrar verðbólgu, sem orðið hefur, mikilli skuldasöfnun erlendis, óskynsamlegri fjárfest- ingu og mikilli kjara- skerðingu verkafólks. Það er því hennar að taka þær pólitísku ákvarðanir, sem stuðlað geta að lausn kjaradeilunnar. —ÁG Saga frímerkiaútgáfunnar hér á landi: „íslenzk frímerki í hundrað ár” Bókin islenzk frlmerki er I vönduftum kassa og eins og sést á mynd- inni eru spjöld hennar prýdd gömlum skildingamerkjum. Póst- og simamála- stjórnin hefur gefið út mikla bók um „Islenzk frimerki i hundrað ár”, eftir Jón Aðalstein Jóns- son. Þetta er mjög vönd- uð bók i aila staði, prent- gripur góður og hefur bersýnilega verið vand- að mikið til hennar, Upphaflega var ráö fyrir þvi gert aö bók þessi kæmi út i sam- bandi viö frimerkjasýningu sem haldin var af póst- og simamála- stjórn i Reykjavik áriö 1973 vegna 100 ára afmælis isl. frimerkjaút- gáfu og var ákvöröun um hana tekin áriö 1970. En fljótlega varö ljóst aö þetta var slikt verk, aö óframkvæmanlegt var aö hiin kæmi út á fyrirhuguöum tima. Jón Aöalsteinn Jónsson oröa- bókaritstjóri var fengin til aö skrifa þessa bók og var ákveöiö aö birtar skyldu litmyndir af öll- um þeim Islenzkum frimerkjum sem út hafa komiö á þessum hundraö árum. Heimildasöfnun Jóns Aöal- steins var mjög umfangsmikiö verk og var ritun sögunnar ekki lokiö fyrr en 1973 og þaö var ekki fyrr en eftir aö fyrrgreind fri- merkjasýning var haldin aö prentun bókarinnar gat hafizt. Henni lauk hins vegar ekki fyrr en í febrúar sföastliönum. En eftir allan þennan tima er bók þessi áreiöanlega gagnmerk. Ekki aöeins sem fræöirit um islenzka frimerkjaútgáfu, heldur ekki siöur sem prentgripur, þvi mjög hefurveriö til hennar vand- aö aö allri gerö. Enda sögöu eig- endur Prentmyndar hf., sem sá um litgreiningu aö Jón Aöalsteinn heföi veriö óhemjulega kræsinn á alla vinnu, enginn heföi komizt upp meö neitt múöur, enda væri hann svo glöggur á íitbrigöi aö meö ólikindum væri. Auk Prentmynda unnu aö bók- inni Korpus hf, sem sá um filmu- vinnu, prentsmiöjan Oddi sem sá um prentunina og Sveinabók- bandiö batt hana inn. Haukur Halldórsson teiknari réöi útliti bókarinnar. Auk þess aö vera gefin út á islenzku i 4000 eintökum, veröur bókin gefin út i jafnmörgum ein- tökum á ensku i þýöingu Péturs Karlssonar. Er sú útgáfa nú i setningu. Bökin „lslenzk frimerki 1 hundraö ár” er 473 blaösiöur aö stærö og eru litmyndasiöur 84. , Verö hennar eru 30.000 krónur og fæst hún á öllum póst- og sim- stöövum. —hm Opna úr frfmerkjabókinni: (AB- myndlr GEK) — ' < Auglýsingasími blaðsins er 14906

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.