Alþýðublaðið - 03.04.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.04.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. apríl 1977 VETTVANGUR 5 iðnrekenda um EFTA-aðild, auðlindaskatt og fleira: nn er yrir þjóðina vextirnir hér á landi eru nei- kvæðir, þótt þeir séu hinir hæstu i Evrópu. Þeir halda ekki i við verðbólguna, sem við erum ná- lægt að vera heimsmeistarar i. Auðlindaskattur Þaðsem við höfum stungiðupp á er þessi tillaga okkar um breytta stjórnun efnahagsmál- anna. Við þurfum að beita verð- jöfnunarsjóðunum margfalt meira til þess að jafna sveifl- urnar i sjávarútveginum, sem eru verðbólguhvatinn i þjóð- félaginu. Það viðurkenna allir. Siðan álit ég að við eigum að taka upp auðiindaskatt, sem framtiðarlausn i þessu máli. Selja veiðileyfi til fiskiflotans. Þá myndi sjávarútvegurinn sitja við nákvæmlega sama borð og nú, vegna þess aö geng- ið myndi breytast fljótlega. En tekjurnar af auðlindagjaldinu legri hlutur er kannski sá, að við borgum hæsta raforkuverð á Norðurlöndum. Þegar þú berð saman sambærilegar verk- smiðjur, stærð og mnnafjölda þá færðu þaö út að þú borgar hæsta verðið. — Hvað um aðstööugjöta og þess háttar? — Alverksmiðjan borgar þaö ekki, en það veröum við að gera. Aftur á móti borgar álverið þetta svokallaöa magngjald af framleiðslunni. En það er ekki einri einasti hlutur á lóðinni hjá þessu fyrir- teki sem ekki er skatffrjáls. Enda er það svo, að ef viö- ræðunefnd um orkufrekan iðnað nefndi það við erlenda aðila, að þeir ættu að sitja við sama borö og iönaðurinn hér, — og fisk- iðnaðurinn raunar lika, enda borgar hann 22% toll af sinum vélum meðan við borgum eng- an, — þá yrði ekki meira úr þeim viðræðum. Þeim yrði bara vísað kurteislega á dyr, hið bráðasta. — Er það álit iðnrekenda, að aðlögunartimi okkar I EFTA þurfi að framlengjast? — Nú veit ég um pólitiskan vilja til þess að gera þennan umsamda tiu ára aðlögunar- tima raunhæfan, og embættis- mennirnir vilja lika vel, það veit ég. En ég fæ ekki séð að þeir geti veriö búnir að hreinsa þessi mál og koma þeim i lag, fyrir 1. janúar 1980. Þó að hver um sig vilji þeir gera þetta. Hugsaðu þér vaxtabreytinguna. Aö eiga eftir að umbylta öllu vaxtakerfi afurðalánakerfisins hjá Seðla- bankanum. Myndaðar litlar fríhafn- ir Og hugsaðu þér fjármagnsút- vegun Seðlabankans endur- kaupin og allt þetta kerfi. Svo kemur söluskattskerfið og virðisaukaskattskerfið. Það stendur i skýrslu Þjóðhags- stofnunar, að þótt virðisauka- skattur verði ákveðinn nú á vor- þingi, þá geti það ekki verið búið fyrr en 1. janúar 1980. Þá erum við ekki búnir að njóta þess einn einasta dag þegar aðlöguninni lýkur. Þessi mál hafa alltaf ver- ið leyst með sérstakri löggjöf i sambandi viö stóriðjuna. Það hafa verið myndaðar eins og litlar frihafnir i umhverfi þess- ara stóru fyrirtækja. Nei, ég get ekki séð að þessir menn, þótt þeir leggist allir a, og það hafa margir gert i mörg ár, að þeir geti verið búnir að þessu fyrir 1. janúar 1980. Þess- vegna segi ég, að þessi aðlögun er alls ekki fyrir iðnaðinn, hún er fyrir stjórnvöldin. Til þess að þau geti breytt hér umhverfinu og aðstæöunum sem menn starfa i, þannig að þau séu búin að ijúka þvi áður en þetta skell- ur á. Sko, aðlögun fyrir iðnaðinn er bara kjaftæði, þetta er aðlögun fyrir þjóðina. Við erum jú ekki að þessu fyrir einhverja ein- staklinga, við erum að þessu fyrir þjóðfélagiö i heild. Við er- um að reyna aö bæta lifskjörin á Islandi með þvi aö fara i fri- verzlun. Og ef það sést að okkur tekst ekki að ganga þannig frá málum að við högnumst á þvi sem þjóð, þá verðum viö náttúr- lega að taka málin upp. Það er ekkert verið að gera þaö fyrir iðnaðinn eða einn eða neinn, það er verið að gera það fyrir þjóð- félagiö. Skildu ekki hvað þeir gengust undir Það var algerlega rétt að ganga i EFTA og gera samning við Efnahagsbandalagiö, það er min skoðun. En það hefur ekki verið rétt að þessu staðið. Mér finnst bara eins og þessir menn, sem samþykktu inngönguna, hafi hreinlega ekki skilið hvaö þeir voru að gera, hvað þeir voru að gangast undir. kjaftæði Hugsaðu þér það, aö um ára- mótin 1974-1975 skrifar rlkis- stjórnin okkur bréf þar sem hún segir, að það sé grundvallar- atriði i stefnuskrá núverandi rikisstjórnar, að leiörétta þau atriöi sem þegar skekki réttan grunn gengisins. Það er vissu- lega búið að gera dálitið. Þaö er búið að fella niður hluta af þess- um tollum og söluskatti, smátt og smátt, en við sitjum áfram með söluskatt til ársins 1980 og tolla, sérstaklega af öllum okk- ar byggingum. Hús sem þú byggir endist vonandi i 30-40 ár og það verður allan timann miklu dýrara heldur en keppi- nautarins. Um daginn var breytt vöxtum á örlitlum hluta af viðbótarlán- um til sjávarútvegsins. Það var iáttina til vaxtajöfnunar, örlitið skref, en ef þú lest yfir ræöu Jó- hannesar Nordal seðlabanka- stjóra á Seðlabankafundi i fyrra, þá segir hann þar, að þessu þurfi að breyta. Þaö þurfi að breyta vöxtunum og afurða- lánakerfinu. Þetta vill þessi maður sem ræður svo miklu I is- lenzku fjármálakerfi. Hann hef- ur ekki getaö breytt neinu síðan hann sagði þessi orö fyrir einu ári. Þrátt fyrir góöan vilja. Þannig að þetta virðist taka svo gifurlega langan tima. — Hvað er til ráða? — Ég held aö vandamáliö sé það, að það vantar hreinlega meiri peninga, meiri sparnaö einstaklinga til aö fá fé inn i kerfið. En hver getur ætlazt til þess að þeir leggi fyrir þegar væri hægt að nota til aö fella niður alla tolla, þvi tollar eru ekkert annað en skattur á út- flutningsatvinnuvegunum, gerir þeirra kostnað hærri og þá þarf að skrá gengið á móti. Þaö væri hægt að fella niður alla tolla, og þá væri kannski hægt að hugsa sér að nota hluta af þessu til að verötryggja sparifé og þá er ekki vafi á að það myndi streyma fé inn i bankana. — Þegar þú talar um auðlind- ir, áttu þá við sjáinn einan eða landiö lika. — Fyrst og fremst sjóinn, sem þjóðin ber sjálf kostnaö af, rannsóknum á honum og vernd miðanna, vitum, höfnum og þess háttar. En ég er sannfærður um aö þetta er eitt mesta hags- munamál sem til er fyrir sjávarútveginn. Það er varla nokkur hlutur sem hægt væri aö gera honum betra en þetta. — En hefurðu heyrt hljóðið i forystumönnum útvegsmanna? — Það er mjög mismunandi. Sumir eru sammála þessu og skilja það, aðrir aftur á móti eru þessu ekki sammála. Þetta er náttúrulega ákaflega framandi hugmynd og hún hefur verið af flutt mjög. Verið sagt að það ætti aö leggja skatt á sjávarút- veginn og gefa iðnaöinum pen- inga. Þetta er alrangt og alröng hugsun. Gallinn við núverandi kerfi er þaö, að það munu halda áfram að streyma menn I sjávarútveg- inn i veiðarnar I takmarkaða auðlind, þangað til það er litið upp úr þvi að hafa. Þaö þarf ekki mikinn speking til að sjá, að ef þú mátt veiða 300 þúsund tonn og þú hefur 1000 skip I það, þá eru það 300 tonn á skip að meðaltali. En ef þú hefur 500 skip, þá eru það 600 tonn. Þú getur nátturlega þurft að fara niður i einhverja ákveðna stærð til að anna miðunum, en það sem er framyfir er þeim sem eru i sjávarútvegi til bölvunar. Það verður minna á hverja ein- ingu, minna á hvern sjómann, minna aflamagn, minna fyrir þjóðina. Já, þvi segi ég það, að þetta er eitt mesta hagsmuna- mál fyrir sjávarútveginn sem ég get hugsað mér. Eigum ekki aö eiga neitt i stóriðjufyrirtækjum — Þá hugsarðu þér þennan auðlindaskatt fyrir islenzkan sjávarútveg eingöngu, er þaö ekki? Eða viltu að útlendingum séu seld siik veiöileyfi? — Nei, mér finnst álika ógeð- felt að leigja útlendingum fiskimiðin og að hugsa sér að út- lendingar eigi orkuver hérna. Mér fínnst það algjörlega óhugsandi. Mér finnst aftur á móti lika vitleysa að við séum að eiga i þessum stóriðjufyrir- tækjum. Við eigum ekki að eiga neitt i þeim. Við höfum nóg ann- að við peningana að gera, — eig- um bara að selja þeim orku og græða á þvi, en ekki vera að kássast i rekstri sem við höfum ekki vit á. Fengjum framlengingu strax — Ef við snúum okkur að EFTA aftur, heldurðu að hægt yrðiað fá framlengingu á aölög- unartimanum hjá hinum aðildarþjóðunum? — Ég er alveg sannfærður um, að það væri ekkert mál að fá framlengingu. Ef útlend- ingarnir sæu hvernig tollamál- um okkar er háttaö, ef þeir sæu að það er ekki fyrr en 1980 að húsin okkar eru komin i sama verð, ef þeir fengju að sjá að við borgum söluskatt af orku en fiskiönaðurinn sem gengið er skráð eftir borgaði hann ekki, ef þeim væri sýnt fram á að við borgum hærri vexti, að við höf- um ekki sama lánsfé, — allt það sem skýrsla þjóðhagsstofnunar staðfestir. Ef þeim væri sýr.t þetta, þá myndu þeir fram- lengja timann um leið. En þeir myndu segja um leið: Það er ekki vegna iðnaðarins, — þaö er vegna islenzks þjóöfélags, til þess að lifskjörin geti farið að batna á Islandi og til þess að stjórnvöldin geti komið sinum málum I lag. Ég er sannfærður um að það væri borðleggjandi að fá þessa framlengingu. — A ársþinginu hafði Hall- grimur Björnsson I Nóa orö á þvi i fyrirspurn til Jóns Sigurðs- sonar, hvort ekki hefði verið unnt að taka upp þessa breyt- ingu gagnvart iðnaði án þess að EFTA-aöild væri forsenda. Heldur þú að sllkt heföi veriö gert? — Við erum búnir að fá þess- ar breytingar, sem þó hafa ver- ið geröar með þvi að veifa EFTA-svipunni yfir höfði stjórnvalda. Annars væri ekkert búið aö gera hérna. Samkeppni er holl — en veröur að vera sanngjörn Ég er líka sannfæröur um að samkeppni er holl. En hún verð- ur aö vera sanngjörn. En hún er ósanngjörn hérna. Við fáum ekki sömu möguleika og er- lendu keppinautarnir og þá get- um við ekki keppt við þá nema með þvi að greiða lægri laun. Ef við aftur á móti stöndum jafn- fætis þeim, þá munu launin og lifskjörin fara batnandi. En þessi þrjóska að vilja ekki framlengja þessu og vilja ekki ganga frá þessum málum, þýöir aö launin hér á tslandi verða lægri og lifskjörin lakari. Annað hvort verður að borga lægri laun eöa loka verksmiðjunum. Og við hvað á þá fjórði hluti landsmanna að lifa? —hm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.