Alþýðublaðið - 16.04.1977, Page 12

Alþýðublaðið - 16.04.1977, Page 12
SKÝRSLA UTANRÍKISRAÐHERRA Nauðaómerkileg og innantóm Einar Agústsson utanrlkis- ráöherra flutti á Alþingi í gær skvrslu um utanrlkismál þar sem stiklaö var á stóru en fátt sagt. Ráöherra ræddi I upphafi ræöu sinnar nokkuö um hinn nýkjörna forseta Banda- rlkjanna, Jimmy Carter og þá áherzlu sem hann virtist leggja á mannréttindi I samskiptum þjóöa á milli. Sagöist utanrlkisráöherra fagna þessu aukna tiiliti tii mannúöar og baráttu fyrir mannréttindum, enda væri um- vöndun hans beint til allra, sem geröust brotlegir á þessu sviöi. Siöar I ræöu ráöherrans kom fram sú skoöun, aö Islendingar heföu svo sem aldrei þurft aö gerast aöilar að mannréttinda- samþykkt Sameinuöu þjóöanna, þar sem á Islandi væru • mannréttindi virt og réttur einstaklinga væri ekki fótum troðinn. Ekki geröi ráöherran tilraun til aö rökstyöja þessa fullyrö- ingu sina frekar, enda mun af svo góöu þótt skýringum sleppti. Ræöa utanrikisráöherra var í það heila nauöaómerkileg og innantóm, enda kom þar ekkert fréttnæmt fram sem °kk; var vitað áöur. Þeir Gils Guömundsson og Benedikt Gröndal tóku til máls um skýrslu utanrikisráöherra. Gils vék sérstaklega aö varnar- málunum og taldi hann aö ekki lægju fyrir fullnægjandi upplýs- ingar um þaö hvort kjarnorku- vopn væru geymd á Keflavikur- flugvelli. Taldi þingmaöurinn nauðsynlegt aö fullnægjandi svör fengjust um þaö mál. Benedikt Gröndal gagnrýndi ýmsa þætti skýrslunnar. Sagöi hann aö þaö væri óviöeigandi aö boöa fund um hina árlegu skýrslu utanrfkisráöherra með jafn skömmum tima og nú væri gert. Arleg skýrsla ráöherra um utanrikismál og umræður um hana ættu aö vera stórviöburður fremurensúfljótaskriftsem hér væri viöhöfö. Benedikt sagöi aö ráöherra heföi afgreitt varnarmálin meö sex línum, og fyndist sér þaö lé- leg frammistaöa. Sagöi Benedikt aö ekkert væri um hlustunarkerfin, sem plantaö væru umhverfis allt land. „Þaö rikir einhver dómadags þögn um þessi mál hér á landi — mál sem menn geta lesiö sig til um I blöðum erlendis,” sagði Benedikt Gröndal. Þá vék Benedikt að þvi aö ekkert væri I skýrslu utanrlkis- ráöherra um hallann i utan- rikisviðskiptunum. Sagöist hann telja aö skuldir íslendinga viö aörar þjóöir væri oröið alvarlegt mál, hættulegt sjálf- stæði þjóöarinnar. Sagöist hann vona aö ekki kæmi að þvi að þjóðin stæöi frammi fyrir þvi aö veröa að hlýöa fyrirskipunum alþjóö- legra peningastofnana. „Eru þessi örlög á næsta leiti fyrir okkur Islendinga? ” spur i Benedikt Gröndal formaöur Alþýöuflokksins. Þá vék Benedikt aö ýmsum öörum þáttum skýrslunnar og ræddi sérstaklega um haf- réttarmálin, sem hann taldi eitt af þvi þýöingarmesta sem Islendingar heföu haft afskipti af i alþjóölegum samskiptum. —BJ Fyrsti fundur Fyrsti fundur bókageröar- manna og prentsmiðjueigenda var haldinn I Tollstöðinni I gærdag og hófst hann kl. 14. A fundinum iögöu bókageröar- menn fram kröfur slnar og skýröu þær, en aö þvi búnu var fundinum slitiö, þar sem prent- smiöjueigendur höföu ekki gengiö frá gagnkröfum sinum. Þeir sögöust þó mundu gera þaö mjög bráölega og leggja þær fram á næsta fundi, sem sátta- semjari sagöi, aö haldinn yröi I byrjun næstu viku. Myndin var tekin af fulltrúum bókageröar- manna I gær og eru prentarar ásamt Asmundi Stefánssyni hagfræöingi ASl vinstra megin, en bókbindarar og fulltrúar Graflska sveinafélagsins hægra megin. (AB-mynd: ARH)—hm Mikill hugur ÍFUJ Undanfarið hefur mikill starfshugur verið i Félagi ungra jafnaðarmanna i Hafnarfirði og hafa þeir staðið fyrir mik- illi útgáfu- og dreif- ingarstarfsemi, auk umtalsverðra ráð- stefnuhalda. Sú nýbreytni hefur veriö tekin upp aö engin stjórn er I félaginu, heidur eru haldnir opnir skipulagsfundir einu sinni I viku, á þriöjudags- kvöldum kl. 6 til 8 og á þeim fundunt er starfsemin rædd og teknar ákvarðanir um framgang mála. Slöasta frægöarverk ungra jafnaöarmanna I Hafnarfiröi var fundur ungs fólks sem haldinn var I Alþýöuhúsinu nýlega. Þar voru flutt ávörp, framinn fjöidasöngur og piötukynning og siöan dans- aöi þetta unga fólk þar til samkomunni lauk. A þennan fund mættu 130 manns sem telst vera mjög gott I Hafnarfiröi. — hm Norskur sérfrædingur um mengunarvarnir: LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1977 alþýöu blaðið HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ Heyrt. aö Islenzka gengiö verði lækkaö verulega i haust eöa jafnvel á miöju sumri. * Heyrt: aö nú standi til aö gera verulega uppstokkun á framboöslista Fram- sóknarflokksins I Noröur- landi eystra, og koma þar I öruggt sæti áhrifamiklum valdsmanni KEA. * Heyrt: 1 útvarpserindi sem skólameistari Fjöl- brautaskólans I Breiöholti flutti fyrir skömmu, að Islenzka skólakerfiö væri „kaos”. Séra Guömundur hefur löngum fengiö orö fyrir aö fara fremur gæti- lega meö orö, og munu þvl ýmsir hafa hrokkiö illilega viö aö heyra þessa niöur- stööu hrjóta af vörum öl- ingsins. Þó mun einn og einn hafa rámaö i, aö hafa heyrt eitthvaö svipaö áöur frá háttsettum deildar- stjóra I fræðslukerfinu. ISAL boðin þátttaka í norrænu heilbrigðis- og öryggiseftirliti — Ég haföi nú satt aö segja bú- izt viö þvl verra en þaö var, en þó er ljóst, aö I Straumsvik er margt sem færa þarf til betri vegar, sagöi Jörgen Jahr yfirverk- fræöingur Atvinnuheilbrigöis- málastofnunarinnar I Osló, þegar hann var aö þvl spuröur á blaöa- mannafundi I gær, hvernig ástandiö I Straumsvlkurverinu væri I samanburöiviðnorsk fyrir- tæki sömu tegundar. — Hitt ber aö athuga, aöég heimsótti álveriö aöeins einu sinni og þá voru veðurskilyröi mjög hagstæö hvaö mengun snerti. Þess vegna get ég I rauninni ekki sagt um hvar I flokki álveriö f Straumsvik er. Jörgen Jahr er hér á landi á vegum Heilbrigðiseftirlits rikis- ins, til ráögjafar um heilbrigöis- eftirlit á vinnustööum. En auk þess hefur hann kynnt sér aöstæö- ur viö álveriö i Straumsvik og átt viöræöur viö fulltrúa ýmissa stofnana og ráöuneyta. í fyrradag var haldinn sam- eiginlegur fundur heilbrigöisyfir- valda, fulltrúa Islenzka álfélags- ins og fulltrúa starfsfólks þess og þar greindi Jörgen Jahr frá fyrir- komulagi heilbrigöiseftirlits I ál- iöjuverum i nágrannalöndum okkar. Þar skýrði hann frá þvi aö á sl. ári haföi hann yfirumsjón meö stofnsetningu sérstakrar skrifstofu sem álframleiöendur og verkalýösfélög i Noregi og Sviþjóð settu á laggirnar sam- eiginlega. Hlutverk hennar er aö samræma samstarf þessara aöila á sviöi heilbrigöis- og öryggis- mála. Lagt hefur veriö til aö tekiö veröi upp staölaö kerfi viö meng- unarmælingar og heilbrigöiseftir- lit I álverksmiöjum I þessum löndum, auk þess sem upplýsing- um veröisafnaö saman f sérstaka upplýsingamiöstöö, þannig að framkvæma megi samanburö á milli verksmiöja. A fyrrnefndum fundi voru til- lögur Heilbrigöiseftirlitsins aö fyrirkomulagi þessara mála viö álveriö i Straumsvik kynntar, en þær byggjast á þvi aö skipaöar veröi samstarfsnefndir verka- fólks og verksmiöjueigenda sem skipuleggi I smáatriöum eftirlit meö mengun og meö heilsufari starfsmanna. Var ákveðiö á fund- inum aö náiö samstarf yröi tekiö upp um þessi mál milli heilbrigöisyfirvalda, stjórnenda fyrirtækisins og starfsfólks. Nánari grein veröur siöar gerö fyrir fyrirkomulagi þeirra athug- ana sem I undirbúningi eru I ál- verinu. Þá skýröi Jörgen Bahr frá þvi á fundinum á ÍSAL yröi boöin þátt- taka I þvi samstarfi Noröurlandanna i þessum mál- um, sem fyrr sagöi frá. Þegar Jahr var aö þvi spuröur hver ju væri helzt áfátt viö álverk- smiöjuna, kvaö erfitt um slikt aö segja. Margt væri þannig aö betur mætti fara. Þó taldi hann aö losun súrals og rykiö viö hana væri þaö sem helzt væri aö- finnsluvert. Þó bæri á þaö aö lita aö hingaö kæmu skip meö súrál yfirleitt ekki nema fjórum sinn- um á ári, þannig aö ekki væri um stööuga mengun af þess völdum Framhald á bls. 10 O * Lesiö: aö nettóskuldir Islendinga hafi aukizt á s.l. ári um 10.7 milljaröa króna og aö heildarskuldir Islendinga viö útlönd hafi veriö 436 þúsund krónur á hvert mannsbarn I landinu um siöustu áramót. * Lesiö f Brautinni: aö Þjóö- hátiö I Eyjum veröi haldin I Herjólfsdal nú I sumar, I fyrsta skipti siöan fyrir gos. * Heyrt: aö stuöningsmenn Einars Agústssonar séu nú byrjaöir aö vinna aö þvi bak viö tjöldin, aö tryggja ráðherranum 1. sætiö á lista flokksins I Reykjavlk. Þessi undirbúningur er sagöur fara mjög leynt. Séö: aö timaritiö Samvinn- an heldur áfram aö vera jafnbezta blaö sinnar teg- undar hér á landi. * Lesiö: I Þjóöólfi aö Sambandiö hyggist nú setja á stofn nýja sauma- stofu á Selfossi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.