Alþýðublaðið - 21.07.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.07.1977, Blaðsíða 5
2ssr Fimmtudagur 21. júlí 1977 Hluti „hráefnis” til vitageröarinnar tekinn f Vestmannaeyjum. Vitabygging í Surtsey: MIKILL HITI ENN I HRAUNINU I SURTSEY Syðsti og jafnframt hæsti viti á landinu er nú i byggingu. Hefur hann verið steyptur upp, en á hann vantar enn ljóskerið og verður það væntanlega sett á Buröarþol þyrlunnar er mjög takmarkaö og þvl ekki mikiö steypumagn sem hægt er aö flytja f hverri ferð. jafnframt þvi að slegið verður utan af steyp- unni. Þessi nýi viti er auðvitað á nýjustu eyjunni við ísland, Surtsey. Hæð hans mun vera nálægt 150 metrar. Áhöfn varð- skipsins Ægis, ásamt fimm starfsmönnum frá Vita- og hafnar- málaskrifstofunni, og með ómetanlegri aðstoð TF GRÓ og flugmanna hennar, unnu við verkið i vikunni. Þoka og slæmt skyggni. tafði verkið nokkuð og það var þvi ekki fyrr en 18. júli að verkinu lauk. Steypu- mótin voru að tölu- verðu leyti tilbúin hleramót. sem boltuð voru saman. Steypan var öll hrærð um borð og var þiyrlupalli skipsins þvi breytt i eins konar steypustöð. Þar voru smiðaðir kassar fyrir sand, og steypuhrærivélar festar á dekkið. Siðan fluttu þyrlur allan mannskap, svo og steypumót og steypu, upp á hæstu bungu Surtseyjar, þar sem vitanum hafði verið valinn staður. Mjög kom það mönnum á óvart hve mikill hiti er enn i eynni. Sums staðar var hilinn tæpar 80 gráður á celsius á aðeins 10 m dýpi og viða rauk úr sporum manna. Hér sannaðist enn einu sinni að þyrla á borð við TF GRÓ er mikið þarfaþing þó að lyftigeta hennar mætti vera nokkru meiri, auk þess sem slíkt tæki þyrfti að geta borið sjúkrabörur með góðu móti. Sjúkrabörur og önnur hjálpartæki þyrftu að vera i sem flestum skipum Landhelgisgæzlunnar. Notkunargildi þyrlu, likt og þeirrar sem Gæzlan hefur yfir að ráða, byggist á þvi að traustir menn séu við stjórn- völinn. Svo er vissulega i þessu tilfelli. Hluti úr steypumótunum festur I þyrluna... Hér, er steypustööin á dekki ÆGIS. Frumstæö er hún en gerir sitt gagn. - ...og hún á loft meö flekann hangandi niöur úr ser. Myndir og texti: Ingó Og þarna er áfangastaöurinn, vitastæöiö sjálft. Vitinn I Surtsey veröur sá hæstiá tslandi um 150 metrar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.