Alþýðublaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.07.1977, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 22. júlí 1977. SSSuT' 70°/o FARA TIL ORKU BENZÍNS ÓNÝTIS Vamani, oliumálaráöherra Saudi-Arabiu. Samkoma oliufurst- anna i OPEC, samtök- um oliuútflutnings- rikja, i Stokkhólmi á dögunum, vakti mikla athygli viða um heim, enda var þar búizt við yfirlýsingum um verð- lagsþróun oliu á næst- unni. Oliuver var þó ekki á dagskrá á fund- inum, að sögn fulltrúa, en á fréttamannafundi oliumálaráðherranna i Stokkhólmi var það greinilega mál mál- anna fyrir fréttamönn- um. Einna mesta athygli vakti fréttamanna- fundur Yamanis, oliu- málaráðherra Saudi-Arabiu, sem haldinn var i þröngu herbergi á Grand Hot- el, lúxushóteli i höfuð- borg Sviþjóðar. — Von okkar er sú, að oliuverð muni hald- ast i sviPuðu horfi út árið 1978, sagði Yamani. Hann vitnaði til spádóma og bolla- legginga um efnahags- kerfi Vesturlanda, skoðun sinni til stuðn- ings. En fréttamenn benda á, að slikar yfir- lýsingar hafi komið frá Yamani áður og þá hafi þær ekki sýnt sig vera ábyggilegar. Margir búast þvi við, að á OPEC-fundi i Venezuela i desember i vetur muni verða ákveðið að hækka oliu- verð talsvert. OPEC-ráöherrarnir lögbu all- ir áherzlu á nauðsyn þess að vesturlandabúartækju upp auk- inn oliusparnað. Þá benti Yamani á, að innan fárra ára yrpi verðið á oliunni ekki aðal- malið, heldur nýting hennar. Oliumálaráðherra Irans lagði fram á fréttamannafundi litið dæmi til að undirstrika þetta. 70% af þvi benzini sem sett er á bilana fer til ónýtis, efur enga orku. Á þessu sagði ráðherrann, að yrði að finna bót og benti á að fyrir 70 þús. krónur væri hægt að kaupa útbúnað á bflvélar til að nýta eldsneytið betur. Með þvi væri hægt að nýtameira en helming orkunnar i eldsneytinu. A fundi sinum hrósaði Yamani, oliumálaráðherra Saudi-Arabiu, utanrikisstefnu Jimmy Carters, Bandarikjafor- seta. A fundinum fékk Yamani eft- irfarandi spurningu frá frétta- manni: — Hvað um oliuna i Norður- sjó? Hvaða áhrif kemur hún til meö að hafa á oliuverð OPEC-rikjanna? — Það verður OPEC verðið sem hefur áhrif á Norður- sjávaroliuna, en ekki öfugt, svaraði Yamani stutt og laggott. Þýtt. Forseti OPEC-fundarins var olfumálaráðherra Qatar og hann heitir i stuttu máli: Abdul Aziz Bin Khalifa Al-Thani. NOREGUR Fer Noregur í OPEC ? Við i OPEC álitum að Noregur fyigi stefnu i oliumálum sem við getum stutt. Noregur fylgir stefnu sem ekki sizt birtist i þvi að hugsa til framtiðarinn- ar og varðveita þessa mikilvægu orkulind til siðari tima kynslóða. Þannig hljóðaði umsögn Ali Mohammed Jaidah, aðalritara OPEC, samtaka oliuútflutn- ingsrikja, við blaðamann norska Arbeiderbladet, eftir fund OPEC i Sviþjóð. Jaidah fór til Osló að loknum fundinum til viðræöna við ráða- menn þar. Kvaðst hann mundu flytja þeim upplýsingar frá OPEC-fundinum i Stokkhólmi og einnig myndi hann reyna að setja sig inn i málefni Norð- manna varðandi oliuna. Eitt af þeim atriðum sem Jadiah tiltók sérstaklega i oliu- pólitik Norðmanna og hrósaði mjög, var hlutdeild norska rikisins i oliuvinnslufyrirtækj- um. Norska rikisoliufélagið (statoil) er byggt upp sam- kvæmt hugmyndum OPEC, sagði aðalritarinn, en þess má geta að OPEC hefur biðið Arve Johnsen framkvæmdastjóra i hinu norska Statoil til Vrnar- borgar i október, til frekari við- ræðna um skipulag og starfsemi Statoil. Hins vegar var aðalritari OPEC ekki bjartsýnn á hugsan lega aöild Noregs að samtökun- um ináinni framtið. Ekki sizt er það aðild Noregs að NATO og IEA (alþjóða orkumálanefndin) sem stendur i veginum. Jadiah gagnrýndi mjög IEA sem hann taldi stofnaða beinlinis til höf- uös OPEC Aðalritarinn lagði áherzlu á mikilvægi þess að Noregur og OPEC hafi náin samskipti á næstu árum og ef til vill beint samstarf á sumum sviðum. Ekki sizt sagði hann að aðilarn- ir gætu miölaö hvor öðrum upp lýsingum um tæknihlið mála og dregið lærdóm af reynslu hvor hjá öðrum. Hann kvað það og eðlilegt, aö sinu áliti, að Noreg- ur fengi upplýsingar um allar meiri háttar ákvarðanir sem teknar væru innan OPEC. — Það á að rikja sérstakt samband á milli oliufram- leiöslurikja og við munum stuðla að þvi, sagði Jaidah. Þýtt. __mmJ ISVlMÓÐ Fundurinn dýr fyrir sænska skattborgara Sænskir skattborgar- ar koma til með að þurfa að greiða reikn- inga upp á a.m.k. 90 milljónir isl. króna vegna OPEC-fundarins i Stokkhólmi. Enginn hefur getað sagt til um það enn með vissu, hvað fundarhöldin hafa kostað sænska rikið, en þessi upphæð þykir alls ekki fjarri lagi. Vænar fúlgur hafa verið greiddar vegna lög- gæzlu, en hún var afar umfangsmikil og mannfrek. Þá kostaði samgöngunetið við fundarstaðinn, Saltsjö- baden, drjúgan skiid- ing. Sænska utanríkisráöuneytiö tók á leigu nokkra bila af flott- ustu gerð til að aka með blaöa menn til og frá Saltsjöbaden á klukkustundarfresti. Auk þess er mikill kostnaður samfara uppsetningu á simalinum, telexsambandi, sjónvarps- og útvarpsbúnaði o.s.frv. Stokk- hólmsborg þarf og að punga út dágóðum summum vegna fundarins. Til dæmis kostaði veizla sem borgin hélt blaöa- mönnum litlar 4.5 milljónir isl. króna. — En við höfum fengið mikið fyrir peningana, segir sænski forsætisráðherrann, og honum fannst 90 milljónir ekki tiltakan- lega há upphæö fyrir allt til- standið. Hvað það svo kostaöi fundarmenn sjálfa, OPEC-full- trúana, aö halda fundinn veit enginn. Eitt er vist að sú upp- hæö er ótrúlega há.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.