Alþýðublaðið - 24.07.1977, Page 3
íSéM Sunnudagur 24. júlí 1977.
3
A ALMÓOLEGRI TÓNLISTARHÁTÍÐ
Pímé'ítSyp,/-,
Sé6 yfir litinn hluta keppnissvæOisins I Eisteddfod.
tslenzku búningarnir vöktu
mikla athygli og hér hafa þrfr
tslendingar nýlokib viö aö gefa
eiginhandaráritanir.
Paö var mikill léttir siöasta
daginn, þegar hægt var aö af-
klæðast þjúöbúningunum og
fara i eitthvaö iéttara.
Þaö var skrautlegt um aö litast f Llangollen þá daga sem keppnin fór
fram. Þessi mynd er frá aðalverzlunargötunni.
Þaö var gott aö hvfia sig eftir
langan og strangan dag.
Minningar úr ferð
til Wales í byrjun
Söngskólakórsins
júlí
Kór Söngskólans i
Reykjavik er nýlega
kominn heim úr vel-
heppnaðri söngför til
Wales þar sem hann
tók þátt i alþjóðlegri
tónlistarhátið. Alls
tóku um 60 manns þátt i
förinni, kórmeðlimir og
makar, og er óhætt að
fullyrða að ferðin hafi i
alla staði heppnast sér-
lega vel.
12 tima stanzlaust
ferðalag.
Lagt var af stað frá Kefla-
vlkurflugvelli sne'mma morg-
uns 5. júli i fremur þungbúnu
veðri, eins og venjulega er á
suövesturhorni Islands. Tveim-
ur og hálfum tima siöar var lent
á Heathrow flugvelli i glamp-
andi sólskini og steikingshita,
eins og hann gerist mestur i
London. Fyrir kappklædda is-
lendinga var hitinn nær óbæri-
legur, ekki slztf yrir þá sem sýnt
höfðu þá fádæma hagsýni i upp-
hafi að klæöast kófþykkum
ullarpeysum eins og undirrituð
hafði gert.
Frá Heathrow var brunað
beint á nætu lestarstöð, þar sem
okkar beið lest sem flytja átti
okkur áleiöisupp til Wales. Einu
sinni þurftum viö að skipta um
lest á leiðinni en við komum á
Ruabon lestarstöðina i Noröur-
Wales, rétt um kvöldmatarleyt-
ið, þreytten ánægö eftir 12 tima
stanzlaust ferðalag.
öllum keppendunum i þessari
alþjóölegu söngkeppni, var
komið fyrir á einkaheimilum i
hinum ýmsu smábæjum I ná-
grenni keppnissvæöisins. Það
voruibúarnir I Newbridge, fall-
egum smábæ i um 10 milna fjar-
lægð frá keppnisstaðnum, sem
fengu að hýsa íslenzka kórinn og
voru móttökurnar sem viö feng-
um stórkostlegar.
Hress og úthvild, lögö-
um við af stað snemma morg-
uns 6. júli til Eisteddfod i Llang
ollen, þar sem keppnin fór fram.
Allir skörtuðu sinu fegursta,
karlarnir kjólfötum og kon-
urnar islenzkum búningum.
Hitinn var gifurlegur, svo miklu
meirien viö áttum að venjast að
heiman, og það heyröust
margar stunurnar og kvartan-
irnar þegar komið var út I
glampandi sólskinið i svörtum
búningunum. Sumir urðu jafn-
vel til að ganga svo langt að
óska eftir Islenzku rigningunni,
þó að vafamál sé nú aö nokkur
hafi raunverulega viljað skipta.
Hitinn vandist þó furðanlega
fljótt er liða tók á keppnina.
30 þúsund manns á
keppnissvæðinu.
Geysilegt fjölmenni var
samankomið i Eisteddfod er viö
komum þangað. Keppni af
þessu tagi hefur verið haldin ár-
lega siöustu 30-40 ár, og meöan
hún stendur yfir streyma ferða-
menn i þúsundatali til Llange-
llen, sem er smábær meö um 5-
600 ibúa.
Fyrsta keppnin sem islenzki
kórinn tók þátt i, var þjóðlaga-
kórakeppni. Um kvöldiö söng
kórinn svo á tónleikum islenzk
þjóðlög og fieira og var honum
geysivel tekið.
Annan daginn var keppni
kvennakóra og keppti þá
Kófsveittir tslendingar á lestarstööinni f Paddington.
kvennakór skólans. Vakti kór-
inn óskipta athygli áheyrenda
og þótti standa sig mjög vel,
þótt ekki ynni hann til verö-
launa. Þiröja daginn var svo
keppni blaðnaöra kóra og um
kvöldið söng kórinn á öðrum
tónleikum, þá islenzk ættjaröar-
lög. Einnig þá fékk kórinn mjög
góöarmóttökuráheyrenda, sem
klöppuðu óspart.
Búningur islenzka kórsins
vakti óskipta athygli allra á
mótinu, jafnt keppenda sem
gesta. Þaö má vera vegna þess
að hann skar sig svolitið út úr
öðrúm þjóðbúningum, sem
flestir voru mjög litskrúðugir.
Var ekki laust við að „venjuleg-
um islendingum” fyndist ein-
kennilegt, þegar þeir voru
stoppaöir hvaö eftir annað til aö
biðja um eiginhandaráritanir og
myndatökur.
Sumir voru orönirsvo þreyttir
á öllum skrifunum að þeir voru
löngu hætör að skrifa fullt nafn
Framhald á bls. 8
Kóræfingar voru haldnar helzt hvar sem þvi var viðkomiö.