Alþýðublaðið - 24.07.1977, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 24.07.1977, Qupperneq 4
4 Sunnudagur 24. júlí 1977. GUÐMUNDUR GEORGSSON UM LAXALÓNSMÁLIÐ: Framlag mitt staðfesting á sjúkdóms- greiningu erlends fisksjúkdómafræðings — athugasemd vegna greinar Sveins Snorrasonar lögfræðings Skúla Pálssonar Guðmundur Georgsson starfsmaður Tilraunastöðvar háskólans i meinafræði að Keldum hefur beðið blaðið fyrir eftirfarandi grein til birtingar. Er hún rituð vegna greinar er birtist hér í blaðinu nú fyrir skömmu eftir lögfræðing Skúla Pálssonar, Svein Snorrason Allhörð hrið hefur verið gerð að sjúk- dómsgreiningu, sem undirritaður starfs- maður Tilraunastöðvar háskólans i meinafræði að Keldum átti veru- legan hlut að, þ.e. greining smitandi nýrnasjúkdóms (bacterial kidney disease) i fiskeldisstöð Skúla Pálssonar i Laxalóni. Stór orð hafa ekki verið spöruð, m.a. er haft eftir Skúla Páls- syni i Visi þann 12. þ.m., að hér sé um lygi og fals að ræða. Ég er sannfærður um að þeir sem til þekkja munu skilja af hverju ég leiði það hjá mér að elta ólar við þau gifuryrði. Hins vegar ritar lög- fræðingur Skúla langa grein, sem birtist i blaði yðar, þar sem sjúkdómsgreiningin er véfengd að þvi er virðist á faglegum grundvelli og vitnar lögfræðingurinn m.a. i bók um fisksjúkdóma. Eins og fram hefur komiö var framlag mitt ekki merkara en svo, að þaö fólst einvörðungu i þvi að staöfesta, að sjUkdóm, sem dr. T. Hastein, erlendur fisksjúkdómafræðingur, haföi greint árið áöur, væri enn að finna í fiskeldisstööinni i Laxa- lóni. Aö visu virðist lögfræðingnum það ekki fullljóst að endanleg niöurstaða dr. Hasteins var sú að um smitandi nýrnasjúkdóm væri að ræöa. Til þess að fylla upp i fremur gloppóttar til- vitnanir lögfræðingsins i bréfa- skipti dr. Hastein skal tekið fram, að þegar i fyrsta bréfi sinu dags. 9/6 i fyrra nefnir dr. Hastein fyrst þann möguleika að um langvinnan smitsjúkdóm kunni að vera að ræða. t öðru bréfi 22/9 ’76 gerir dr. Hastein itarlega grein fyrir ýmsum umhverfis'þáttum, sem hafi áhrif á gang sjúkdómsins. En eins og flestum mun kunnugt geta ýmsir ytri þættir haft veru- leg áhrif á gang smitsjúkdóma og nægir sennilega að minna íslendinga á sjúkdóma eins og berklaveiki. Hins vegar má vera að þessar bollaleggingar Hasteins hafi villt um fyrir lög- fræðingnum en þvi ætti tæpast aö vera til að dreifa um siðasta bréf dr. Hasteins frá 11/1 1977, sem lögfræðingurinn minnist reyndar ekki á. Þar staidur blátt áfram aö sjúkdóms- grefningin hafi veriö smitandi nýrnasjúkdómur eða orðrétt: Vlrdiagnose pS den innsendt fisk ble bakteriell nyresyke. Eins og viö byggir dr. T. Hastein sjúkdómsgreininguna á þvi að hann fann sérkennandi sýkla i dæmigerðum vefja- skemmdum. Þaö er mis- skilningur hjá lögfræðingnum að dr. Hastein hafi ekki m^tt greina sjúkdóminn án þess að rækta sýkilinn. Það er alkunna að erfitt er að rækta hann. Til dæmis kveður Bullock svo að orði i bók um sýklasjúkdóma i fiskum, sem ritstýrt er af Sniezzko og Axelrod, að vegna smitandi nýrnaveiki sé sjúk- dómsgreining byggð á smásjár- skoðun á sýnum úr vefja- skemmdum. Þess má geta að þekkt eru fleiri dæmi um smit- sjúkdóma bæði hjá mönnum og skepnum erslfkt gildirum. Það er mörg bókin. Dr. Richards, erlendur fisk- sj úkd óm a fr æöin gur , við Háskólann i Stirling, samstarfs- maður höfundar þeirrar bókar er lögfræðingurinn vitnar til staöfesti siöar greiningu okkar áefnivið sem honum var sendur og fannst raunar myndin það dæmigerð að hann falaðist eftir frekari sýnum til að nota við kennslu. Það kann að vera álitamál hversu marga erlenda fisksjúk- dómafræðinga þurfi aö kalla til, svo að skjdlstæðingur Sveins Snorrasonar sætti sig við niður- stöðurnar. Eftir siðustu fregnum virðist ekki þörf á fleirum. A.m.k. fæ ég ekki lagt annan skilning i þá staðreynd aö hinir ágætu fisksjúkdóma- fræðingar Dana skyldu allir með tölu sniögengnir og þess i stað boðið hingað hr. statsbiolog Frank Bregnballe forstööu- manni tilraunaeldisstöövar. Það skal tekið fram að mér var ekki kunnugt um veru hr. Bregnballehér fyrr en ég heyröi fregnir i útvarpi af blaöa- mannafundi hans. Allar vanga- veltur um það hversu ég kynni aö hafa tekið honum eru þvi dæmdar til að vera ófrjóar. Eg skal fúslega viöurkenna, aö ég er þakklátur Sveini Snorrasyni og skjólstæðingi hans fyrir að hlifa kurteisi minni við þeirri þolraun að taka á móti hr. Bregnballe eftir þá sérkennilegu háttvfsi hans að draga sjúkdómsgreiningu mina I efa opinberlega án þess að gera tilraun til aö bregða sér yfir Vesturlandsveginn til að kynna sér á hverju hún byggðist. Þó verður framkoma hans gagnvart mér, innfæddum „sérfræðingi” að teljast höfðingleg miðað viö þá hátt- visi, sem hann sýndi erlendum fisksjúkdómafræöingum, sem ekki hafa einu sinni tök á þvi að bera hönd fyrir höfuð sér. Ekki vil ég díaga það I efa, aö hr. Bregnballe hafi ekki tekizt að finna smitandi nýrnaveiki i þeim 13 laxaseiðum, sem hann athugaði úr þeim aldurs- flokki.sem sjúkdómurinn haföi veriö greindur i. Sú niöurstaöa kæmi vel heim við þá staðreynd að bæði einkenni og seiðadauði i þessum sjúkdómi er mjög mis- munandi eftir ýmsum aðstæðum. 1 þessum faraldri virðast nokkuð greinilegar sveiflur I sjúkdo'msganginum, ef treysta má þeim upplýsingum sem fengizt hafa. Þannig virðist seiðadauðinn hafa verið mestur I fyrravor er Skúli Pálsson varð að sögn fyrst var viö sjúk- dóminn. Þegar okkur barst loksins staðfesting á þessari sjúkdómsgreiningu í janúar- mánuði s.l. voru tekin sýni og fundust þá ekki merki um sjúk- dóminn. Hins vegar fannst hann við endurteknar sýnatökur i byrjun og lok april. Vandinn er hins vegar sá að meðan ekkert er að gert er smitið áfram til staöar og sjúkdómurinn getur þvi blossað upp hvenær sem er. Fiskar geta verið heilbrigðir smitberar og ekki eru tiltækar velþróaðar aðgeröir til að leita þá uppi. Lögfræðingur Skula gagn- rýnir að ekki hafi veriö fylgzt frekar með gangi sjúkdómsins i stöðinni. Ástæöur fyrir þvi .eru margþættar. Fyrst og fremst skal nefna, að ég taldi eftir að sjúkdómurinn hafði verið staö- festur og Fisksjúkdómanefnd gert tillögur til ráöuneytisins um varnaraögerðir, að þær aðgerðir drægjust ekki svo á langinn. Enda verðurað telja að allur dráttur auki á þá hættu sem nærliggjandi eldisstöðvar svo og ár og vötn eru f. Varðandi athuganir á öðrum stöðvum skal þess getið.aö seiði, einkum laxaseiði, hafa verið athuguð frá eldisstöðvunum i Kollafirði, við Elliöaár, aö Oxnalæk, Laxamýri, og við Grafarlæk og Sauðárkrók og ekkert fundizt er bendi til smitandi nýrnaveiki. Einnig má geta þess aðáhugasamir veiði- menn hafa nú sem fyrr sent laxa sem sýnt hafa einhver ytri sjúk- dómseinkenni til rannsóknar. Til þessa hafa ekki fundizt merkium smitandi nýrnaveiki i þeim. Þessi staðreynd ætti væntanlega að verða lög- fræðingnum og skjólstæðingi hans til uppörvunar, þar eö liklegt má nú telja að unnt verði að útvega sótthreinsuð hrogn úr stöð þar sem sjúkdómsins hefur ekki orðið vart, svo að Skúli Pálsson geti beint orku sinni i annan og farsælli farveg en nú, þegar sjúkdómnum hefur verið útrýmt úr stöð hans. Miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp vegna þessarar sjúkdómsgreiningar og notar Sveinn Snorrason hæstaréttar- lögmaður þaö til þess að setja fram þá skoðun, að þörf sé á rannsókn á st jórn veiðimála hér á landi og afskiptum veiðimala- yfirvalda af málefnum Skúla i Laxalóni. Þetta nefnist aö hengja bakara fyrir smið. Mér sýnist að lögfræðingnum ætti að nægja að fara fram á opinbera rannsókn á þvi sem um er deilt, þ.e. hvernig staðið hefur verið að athugun á þessum smitandi nýrnasjúkdómi allt frá þvi að hans varð fyrst vart i fyrra vor til þessa dags. Kjósi lög- fræðingurinn og skjólstæöingur hans þá leið fremur en aö hlita þeim ráöum aö reyna að útrýma sjúkdómnum og hefja laxeldi að nýju, skal ekki standa á mér aö leggja fram þau gögn, sem ég hefi undir höndum. Reykjavik, 20. júli 1977 Guðmundur Georgsson LITIHÁTÍÐ að Úlfljótsvatni um verslunarmannahelgi Föstudaginn 29. júli — mónudags 1. ógústs. 4. daga dagskrá M.a.: •Póker • Eik • Ríó •Tívolí •Randver •Alfa Beta •Halli og Laddi •Cobra og margir fleiri • Jasskvartet •Bátaleiga • Söngtríóið •Hestaleiga Bónus •Tívolí • íþróttir • Fyrsta svifdreka keppnin á íslandi Stórkostlegasta útihátíð ársins — HÁTÍÐ FYRIR ALLA —

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.