Alþýðublaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 11. ágúst 1977 alþýóu- | Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — slmi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun : Biaðaprent h.f. Askriftarverð: 1300 krónur á mánuði og 70 krónur I lausasölu. rrrr.TT.» ÞJÓÐVIUINN ER BEZTI VINUR BRASKARANNA Kommar og hálf- kommar eru gjarnan þverhausar. Oft er þetta gott, greint og velmein- andi fólk. En alltof oft hefur þaö bitið í sig gjarnan þýzk þruglfræöi. Þá verður fólkið að þræl- um fræðanna og fræðin hætta að vera fyrir fólkið. En sumt af þessu stefnulausa þrugli á sér eðlilegar orsakir. Hug- myndafræðin, það af henni sem þó er bitastætt, er svo marghöfða, að ógerlegt er að átta sig á merkingu og meiningu. Dæmi um þetta er sá vandræðalegi orðaflaum- ur sem Evrópukommún- isminn, svokallaði, hefur framkallað á síðum Þjóðviljans. Kjartan Ólafsson, ritstjóri, lýsti skilmerkilega skyldleika Alþýðubandalagsins við Kommúnistaf lokka Vestur-Evrópu á dögun- Um' Alþýðubandalagið, samkvæmt skilgreiningu Kjartans, virðist vera bæði skylt og óskylt Kommúnistaf lokkum í Vestur-Evrópu, það er bæði með og móti einræði og kúgun í Sovétríkjun- um. Það virðist vera bæði með og móti ágóða í viðskiptun. Það vill þjóðnýta allt — og ekkert. Og þegar fólk skilur ekki þetta þá er brugðið fyrir sig betri fætinum — þýzku þrugli, fræðum, sem eru um fólk en ekki fyrir fólk. Auðvitað er samt heilmargt heillegt i þess- ari h ugmyndaf ræði. Ihaldssöm og heiðarleg þjóðernishyggja gægjist víða í gegn. Og það er kannske það heillegasta. Þjóðviljinn er flokks- málgagn í þrengsta og frumstæðasta skilningi þess orðs. Um margt er Þjóðvi I j inn samt gott blað. Þar skrifa margir læsilegustu skriffinnar landsins. Þeirfjalla betur og ítarlegar um skák en nokkurt annað íslenzkt dagblað. Það er margt fleira gott um Þjóðviljann. En þegar kemur að þessu eina, eina, pólitík- inni, völdunum, hags- mununum, þá er Þjóðvilj- inn þröngsýnt og frum- stætt blað. Ef við hugsum okkur að enn sé til fólk, sem les Þjóðviljann eitt blaða og trúir honum ein- um blaða, þá hlýtur því að finnast að að baki blaðsins sé merkilegt fólk. Á meðal þess er aldrei ágreiningur, í bezta falli meinlaus kaffi húsaágreiningur um dýpstu rök f ræðanna. Þar verður ekki ágreiningur um stjórnmál, að heitið geti. l Alþýðubandalagið hefur aldrei svindlari komið, hvorki fyrr né siðar. Þar er aldrei barizt um völd, þar er yf ir höf uð enginn einstaklingur með persónulegan metnað. Samkvæmt því sem Þjóðviljinn segir — og segir ekki — eru þessi samtöl svo glær og sak- laus, að minnir á vöggu- stofu eða tombólu í líknarfélagi en ekki stjórnmálaf lokk. Þetta getur svo sem vel verið, en þeir ættu þá að senda ársskýrslu um starfsemi sina til Guinness Book of Records. En að þessu metaregni slepptu, þá er Þjóðviljinn að fleiru leyti frumstætt blað, enda klafabundið f lokksblað. Sú frumstæða hugmyndaf ræði, sem raunar hefur orðið stórkostlega skaðleg, skín af síðum blaðsins, að allur ágóði sé óhreinleg- ur. Peningar séu óhrein- legir. Viðskipti séu óhreinleg. Þeir sem slíkt stundi séu einhvers konar óhrein stétt. Þetta er auðvitað frumstæð rómantik sem fremur minnir á trúarbrögð en stjórnmál. En þetta skín af síðum blaðsins, dag eftir dag. Peningar eru tæki sem menn nota í samskiptum sinum.Þá má nota til góðs og ills eins og það má nota skóflu bæði til þess að grafa með henni skurð og rota með henni mann. Peninga má nóta og þá má líka misnota. En þeir eru ekki vondir i sjálfu sér. Þessi forneskjulega og frumstæða afstaða Þjóðviljans verður til þess að öll gagnrýni þeirra á óheiðarlegt f jár- málavafstur missir marks. Fólk tekur ekki mark á þeim vegna þess þeir minna á sértrúar- söfnuð fremur en allt annað. Þar með missir gagnrýnin marks. Þeir sem misnota peninga anda léttar. Og Þjóðvilj- inn er raunverulega bezti vinur braskaranna, vörn þeirra og hlíf. Síðast í gær krefst Þjóðviljinn rannsóknar á rekstri Eimskips h.f. í forustugrein. Á forsíðu blaðsins fjalla þeir um möguleika á verulegum gjaldeyrissvikum vegna veiðileyfa. Hér eru áreiðanlega tvö stórmál á ferðinni, og allrar athygli verð. Þeir hafa áður fjallað um mörg mál af þessu tagi, með miklum rétti. En frumstæður klunnaháttur Þjóðviljans villir blaðinu sýn. Frumstæðar pólitískar ályktanir, sem fTjótlega snúast upp í frumstæða hugmyndaf ræði, því næst f lokksþjónkun og valdabrölt, beinir þessari gagnrýni í ranga farvegi. Þess vegna er líklegt að hún missi nú marks. —VG. UR YMSUM ÁTTUM Nýjungagirni í eilífðarmálunum Það er mála sannast að við ts- lendingar erum ákaflega nýj- ungagjarnir þegar trúmál og fitl við annan heim eru annars veg- ar. Þetta má meðal annars marka af þvi, að vart kemur hingað sá erindreki erlendra nýmóðins trúarbragða — elleg- ar gamalla —að ekki takist hon- um að koma sér upp umtals- verðum söfnuði. Hér má nefna dæmi á borð við Jesúbörnin umtöluðu, sem voru sérstak- ir erindrekar Daviðs nokk urs Móses, sem sendi spá- menn sina vitt um lönd með- an hann spókaði sig sjálfur á listisnekkju sinni á Miðjarðar- hafinu eða naut ljúfs lifs i landi. Boðberum fagnaðarerindis hans var að sjálfsögðu uppálagt að vera snauðir af veraldlegum auði og betla sér fyrir, viðgern- ingi. Það má nefna Baháia- trúna, sem er einhvers konar kokteill hins bezta úr kristninm trú, múhameðstrú og einhverj- um fleirum. Slikir hafa myndað hér söfnuði og hyggja á muster- isbyggingu. Það má nefan Votta Jehova sem hér hafa starfað um árabil og komið sér upp félags- heimili og skirnaraðstöðu i Reykjavik, en þessi söfnuöur hefur löngum verið litinn horn- auga vegnaeinstrengingslegrar afstööu til ýmissa mála. En nýjungagirni landans er ekki bundin trú á þá himna- feðga. Hér eiga dulspekihreyf- ingar alls kyns mjög upp á pall- borðið og þá ekki sizt þeir ind- versku spámenn sem fyrir nokkrum árum teymdu vest- rænan heim á asnaeyrum og hafa tök á ótrúlega mörgum enn, eftir að upp hefur komizt um hvers konar fjárplógastarf- semi og blekking þar hefur vér- ið á ferðinni. Má sem dæmi nefna tólf ára indverskan strák sem leitandi sálir Vesturheims trúðu á sem hinn komandi guð og þeir efnuðustu meira að segja eltu viða um heimshlut- ann til að fá að nema orð hans milliliðalaust. I Indlandi hlæja menn sig máttlausa af heimsku þróuðu þjóðanna. Þessir indversku peninga-trú- ar-furstar hallast mjög gjarnan að þvi sem kallað hefur verið innhverf ihugun, og þvi er á þetta minnzt hér að i tveimur ritum trúaðra, sem út hafa komið nýlega, eru gerð skil Vottum Jehóva og innhverfri i- hugun. Afleit fyrirbæri Sigurbjörn Einarsson biskup skrifar grein um Votta Jehóva i Kirkjuritið, og er þar raunar um að ræða endurprentun. Hann ræðir þar sögu trúarbragöa þessara og feril foringja heims- hreyfingarinnar. Þá rekur hann i hverju boðskapur vottanna stangast á við bibliuna og gefur að lokum eftirfarandi ráðlegg- ingu þeim sem kynnu að verða fyrir heimsókn trúboða Votta Jehova: „Þetta, sem hér hefur veriö bent á, er nóg til þess að sýna, að hver sá, er vill einhvers viröa sina kristnu trú, getur meö góðri samvizku og umsvifalitið visað boöberum þessarar hreyfingar á bug. Þeir eru aö jafnaði mjög ágengir. .. Takið þeim með kurteisi og vinsemd, þegar þeir knýja dyra og bjóða rit sin til sölu og vilja ræða mál sin. ... En rökræöur við þá um 4 - RIT FELAGS GLÐFRÆ.Ð1NEMA trúmál eru alveg tilgangslaus- ar. Þeir hamra aðeins á sundur- lausum tilvitnunum i Bibliuna og slagorðum, sem engin rök bita. Þess vegna er eðlilegast að vlsa þessum óboðnu og stund- um nokkuð þrálátu gestum á dyr, kurteislega og einarð- lega....” Jónas Gislason lektor ræðir um Innhverfa Ihugun i Orðinu, riti guðfræðinema sem kom út fyrir nokkrum dögum. Hann segir þar, að innhverf ihugun hafi verið kynnt hér á landi, sem ný og árangursrik aðferð til lik- amsslökunar, og eigi að gera mönnum auðveldara að lifa heilbrigðu lifi i stressi nútim- ans. Jónas rekur siðan uppruna hreyfingarinnar frá árinu 1958 og kemur þar meðal annars fram að hún hefur stofnað há- skóla i Sviss árið 1971. Fram kemur að með rann- sóknum hafi Jóhannesi Aa- gaard, dönskum guðfræðingi tekizt að komast að þvi, að i stað þess að vera meinlaus likams- og hugræktaraðferð, er innhverf ihugun i raun ekkert annað en hindúsk trúarhreyfing, eða byggir að minnsta kosti mjög á hindúskum fræðum. „Hún hefur trúarlegan grundvöll þegar hún er brotin til mergjar. Þessi trú- arlegi grundvollur er sóttur i indversk spekirit Hindúismans og eru i algjörri andstöðu við kenningar kristinnar trúar”. Þá kemur fram hjá Jónasi, að til að fá inngöngu I hreyfinguna hér á landi þarf umsækjandi að reiða af hendi 21.000 krónur og renna þær til Maharishi Mahesh Yogi, sem situr i Sviss og lifir i vellýstingum praktuglega á inn- tökufé áhangenda sinna og fleiri tekjum. Aætlaðar tekjur hér á landi eru frá upphafi 12-15 milljónir kr. en talið er að árs- tekjur yogans séu um 6 milljónir bandarikjadala af inntökugjöld- unum einum saman. —hm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.