Alþýðublaðið - 09.09.1977, Page 5
bSa&A1' Föstudagur 9. september 1977
5
Undir Sankti Péturs dómkirkjunni eru
Dauðir miðalda-SVíar til sýnis
b - ...... ..... ...... ... ......-
Undir Sankti Péturs dóm-
kirkjunni I Bremen er kjallara-
hvelfing, sem feröamenn heim-
sækja gjarnan þegar þeir eru á
ferðalagi um borgina. Þaö er þó
ekki á hvers manns færi, þvi
óneitanlega þarf nokkuö sterkar
taugar til aö skoöa þaö, sem
sýnt er þar i iörum jaröar.
Þarna liggja semsé uppþorn-
aöir skrokkar miöalda-Svia i
kistum, i félagsskap Þjóöverja
frá sama tima og upphengdra
apa frá siðustu öld.
Múmiukjallari þessi er
nefndur Bleikeller (Blýkjallar-
inn) og er djúpt undir eystri-
hluta þessarar voldugu dóm-
kirkju. Hér hefur niu manns
veriö safnaö saman til aö vera
sýningargripir eftir dauðann.
Þeir liggja i kistum meö gler-
lok, i fullri lengd sinni.
HUÖin er uppþomuö og likist
engu fremur en gúmmii, en
engu er likara en andlit þessara
mUmia tali til áhorfendanna,
sem koma viðs vegar aö úr
heiminum. Munnur einnar er i
eins konar hlátursgrettu, önnur
er með samanbitnar tennur líkt
og i reiði. Andliteinnar sýnir, aö
viðkomandi hefur engan veginn
geðjast aö þvi að vera sendur
svo snögglega inn i eiliföina.....
Þakgeröarmaöurinn
Elzti maðurinn i þessu
múmiusafni er þakgeröar-
maður sem enginn veit nu nafn-
ið á. Dag nokkurn árið 1450 var
hann að leggja blýskifur á þak
dómkirkjunnar. Hann hrasaöi,
rann niöur af þakinu og braut á
sér hálsinn þegar hann lenti á
götunni fyrir neðan. Þessi þak-
gerðarmaöur varö upphafiö á
múmiusafninu i blýkjallaran-
um.
Bygging Sankti Péturs dóm-
kirkjunnar i Bremen hófst áriö
1043, en lauk ekki fyrr en mörg-
um öldum siöar. Blýskifurnar á
þak kirkjunnar voru geymdar i
kjallaranum og þaö var einmitt
þangað niöur sem lik þakgerö-
armannsins var flutt árið 1450.
Þaö var lagt til i einu af her-
bergjum kjallarans og gleymd-
ist! Hann var ekki frá Bremen
þessi maöur og enginn spuröist
fyrir um hann.
Þarna lá þakgerðarmaðurinn
á börum sinum i ótal ár. Þar til
einhverjir áttu eitthvert erindi i
þetta herbergi og komu að lik-
inu nánast ósködduöu, öllum til
mikillar undrunar. Þess vegna
geta ferðamenn i dag skoðaö i
smáatriöum lik af manni, sem
varöveitzt hefur frá miööídum.
Upp frá þessu var fariö aö
nota blýkjallarann sem
geymslustaö fyrir útlendinga og
aöra ókunnuga, sem af ein-
hverjum ástæöum yfirgáfu hiö
jarðneska tilverustig meöan
þeirdvöldu i Bremen. Send voru
skilaboö til aöstandenda þeirra
um aö likið væri varöveitt undir
Sankti Péturs dómkirkjunni, en
póstsamgöngur þeirra tima
voru ekki upp á þaö bezta. Fyrir
kom aö skilaboöin komust ekki
á leiðarenda og þeir dauöu voru
um kyrrt i Bremen.
Kjallarinn er i dag ekki h'inn
upprunalegi Blýkjallari, utan
eitt herbergi. En nafninu hafa
menn haldiö i gegnum aldirnar
og fært þaö yfir á nýju geymslu-
herbergin.
Fjórir Svíar.
Meðan niumenninganna eru
jarðneskar leifar fjögurra Svia
sem létust i Bremen. Likamar
þeirra eru ótrúlega vel varö-
veittir eftir allan þennan tima,
eins og til dæmis lik hershöfö-
ingjans von Winsen sem baröist
i 30 ára striöinu og lézt af völd-
um sjúkdóms áriö 1646. Viö hliö
hans liggur undirmaður hans,
óþekktur aö nafni, en hann lét lif
sitt i einvigi árið 1643. Kviður
von Winsen hefur dregizt inn i
aldanna rás, og krepptar hend-
urnar svifa nánast I lausu lofti
yfir honum.
Sænsk greifynja er einnig
þarna i Blýkjallaranum. Nafn
hennar veit enginn, en hún lézt
áriö 1656. Höfuðskupla greifynj-
unnar hefur varðveitzt meö lik-
ama hennar og situr vel á hár-
inu. Og neglurnar eru, eins og á
öilum likunum, ótrúlega lifandi
á aö lita.
Fjóröi Sviinn i þessum félags-
skap hefur fengið sina eigin
grafhvelfingu og hún hefur
aldrei verið opnuö, þar sem lif-
andi afkomendur hans i Sviþjóð
hafa lagt blátt bann viö sýningu
á þessum forföður sinum. Hér
er um aö ræða von Engel-
brechten heitinn kanslara, sem
lézt áriö 1730. Landsvæðiö um-
hverfis Bremen var sænskt
fram til 1720 og kanslarinn hátt-
settur embættismaöur sænskra
stjórnvalda.
Þótt aldrei hafi grafhvelfingin
verið opnuð, þykjast menn aftur
á móti vissir um að kanslarinn
hafi varöveitzt fullt eins vel og
landar hans þrir.
Aðrir likamar Blýkjallarans
eru enska greifynjan laföi Stan-
hope sem andaðist áriö 1590,
óþekktur náungi sem andaðist á
átjandu öld, stúdent sem lézt I
einvigi, enskur major og verka-
maöurinn Konrad Ehlers sem
dó 1780.
Hvernig varðveitast lik-
in?
En hvernig I ósköpunum hafa
likamir þessa löngu látna fólks
varðveitzt öll þessi árhundruö?
Um það er ýmsar kenningar á
lofti, en visindin hafa lengi verið
aö velta fyrir sér svari þessarar
spurningar.
Ein ástæöan gæti verið aö blý-
plöturnar sem geymdar voru í
kjallaranum svo lengi hafi haft
þessi áhrif. Ein kenningin geng-
ur út frá að um sé aö ræöa
geislavirk áhrif frá keldu sem
sé undir kirkjunni. Sú kenning-
in, sem á þó mestu fylgi að
fagna er sú, aö óvenjulega þurrt
loftiö i kjallaranum geri þaö aö
verkum, aö likamirnir geymist
svo vel.
En hver sem sá kraftur er
sem hefur þessi áhrif, þá er þaö
ljóst að hann er fyrir hendi enn-
þá. Um 1870 gerðu menn tilraun
til að sanna þetta með þvi meðal
annars að hengju upp apa og
dauðan kött i kjallaranum.
Skrokkar þeirra hanga þar enn
þann dag i dag i nánast óbreyttu
ásigkomulagi.
Skiptar skoðanir
Ekki fer hjá þvi, aö sumum
finnist heldur ógeðfellt að stilla
svona múmium til sýnis fyrir
ferðamenn. Staðreynd er þó, aö
Blýkjallarinn hefur i timanna
rás orðið mjög mikiö aödráttar-
afl fyrir ferðamenn sem koma i
heimsókn i þennan gamla
Hansakaupstað. Kirkjunnar
yfirvöld i Bremen benda lika á,
aö i sunnanveröri Evrópu megi
Framhald á bls. 10
Von Winsen hershöfðingi litur merkilega vel út, eftir öll þessi ár. Dó
1946.
SKAK
%
Umsjón: SVAVAR GUÐNI SVAVARSSON
Gilfer hinn góði og
vingjarnlegi Grau
Þetta skeöi I siöustu umferö
ólympiuskákmótsins i
Stokkhólmi 1937. Tekib úr bók
Eero Böök. Finnland tefldi viö
Island. Finnlandsmeistarinn
Th. Gauffin var úrvinda af
þreytu eftir hina mörgu hildi viö
stórmeistarana á fyrsta boröi
svo ég fékk að tefla á fyrsta
borði. Ég átti aö tefla viö hinn
margreynda Eggert Gilfer, sem
á ólympiuskákmótinu i Ham-
borg haföi lagt sjálfan Carl
Ahues aö velli og enn var aö ótt-
ast vegna skyndilegra árása
hans og fórna. Þetta var auðvit-
aö áhugaverð keppni.
Móttekið drottningarbragð.
Eggert Gilfer-Eero Böök.
1. d4, d5, 2. c4, dxc4. 3. Rf3, a6.
(Aljechin fékk þessa hugmynd,
þegar álitið var aö 3--, Rf6. 4.
Da4+ væri sterkt. Peðsleikur
hvits i næsta leik er timatap).
4. a4, Rf6. 5. e3, Bg4. 6. Bxc4, e6.
7. Db3, Rc6! (Mjög vanalegur
varnarleikur i þessari stöðu.
Hvitur getur ekki drepið peðið á
b5 vegna 8-, Ra5) 8. Bd2, Hb8. 9.
0-0, Bd6. 10. Be2, 0-0. 11. Rc3,
He8. (Ég haföi ákveöið að leika
skákina hvasst, vegna taps
mins mánuöi áöur I sömu byrj-
un gegn Hollendingnum S.
Landau.) 12. Hfdl, e5. 13. dxe5,
Rxe5. 14. Rxe5, Hxe5. 15. h3,
Bxh3!! 16. gxh3, Dd7! 17. Bfl,
Hg5. 18. Khl, Dc6+. 19. e4,
Rxe4!
(Svartur hótar nú máti á marga
vegu, svo ég bjóst við aö skák-
inni myndi ljúka fljótlega. Mér
til mikillar undrunar kom Gilfer
ekki aö skákborbinu, ég haföi
séð hann ganga i áttina að for-
dyri Grand Hotels. Ég beið ró-
legur eftir andstæöingi minum,
þvi annað hvort tapabi hann
skákinu á borðinu eða á tima.
Hann var samt svo lengi burtu
að mér kom i hug skritla frá
hinu stóra Bled skákmóti 1931
um stórmeistarann Kostic, sem
oft fór á salernið og dvaldi þar
lengi. Nokkrir meistaranna
höfðu grun um um aö Kostic
heföi tekiö vasataflið meö sér.
Einn daginn var fest á einar sal-
ernisdyrnar stór auglýsing og
á henni stóð: „EINKA
SALERNI FRATEKIÐ FYRIR
STÓRMEISTARANN KOST-
IC”.
Eftir hálfa klukkustund kom
Gilfer samt til baka, lék hratt
siöustu leikina og gaf siöan
skákina.
20. Rxe4, Dxe4+. 21. f3, De5. 22.
f4, De4+. 23. Kh2, Bxf4+. 24.
Bxf4, Dxf4+. 25. Khl, Df2 og
Gilfer gafst upp.
Eftir svona laglegan sigur var
ég ekkert aö spyrja hvaö Gilfer
heföi verið að gera á þessum
dularfulla hálftima, en ööru
hvoru skaut þessu upp i huga
mér seinna.
Skýringu fékk ég fyrst tiu ár-
um siöar, þegar Norðurlanda-
mótiö fór fram i Helsingfors,
reyndar þaö eina, sem einnig
var svæöismót.
Dag nokkurn þegar ekkí var
teflt hafði listaverkasalinn Ivar
Hörhatnmer boðið fyrirsvars-
mönnum og landsliösmönnum
til húss sins i skerjagaröinum
„Villinge” nálægt Helsingfors.
A leiðinni með mótorbátnum sat
éghjá Islendingnum Á. Asgeirs-
son, sem spurði mig mér til
mikillar undrunar: „Herra
Böök.munið þér enn eftir skák-
inni á móti Gilfer i Stokkhólmi?
„Auövitað mundi ég eftir
fallegustu skák minni frá lands-
keppnunum. „Viö Islendingarn-
ir verðum að skýra þótt seint sé
hina einkennilegu framkomu
Gilfers meðan á skákinni stóö.
Þér minnist vafalaust að hann
hvarf á braut i hálfa klukku-
stund. Þér hafið vafalaust hugs-
að ýmislegt um þetta atvik, ég
skal segja yður nú hvað i raun-
inni skeöi.
Gjaldeyrir okkar var genginn
til þurrðar og til þess aö komast
heim til Islands höfðum viö sent
boö eftir meiri peningum. Svar-
skeytiö haföi verið sent sérstak-
lega til Gilfers. Hann varð þvi
aö fara til næsta banka til þess
aö sækja peningana og bjóst við
að geta gert það á nokkrum
minútum án þess að nokkur
tæki eftir þvi. Afgreiöslan tók
miklu lengri tima, en þaö var nú
samt gott að skákin var ekki
eyðilögö meö þvi aö klukkan
félli”. Ég var mjög ánægður
meö ab heyra þetta og siðar hitti
ég vin minn Gilfer á Noröur-
landamótinu i Helsingfors 1957.
— O —
Lokahófiö var haldiö i Hasse-
back. Þaö var skemmtileg sam-
koma, en á þessum timum var
flugvélin ekki notuö eins mikiö
og nú, sem neyddi marga af
gestunum sem áttu langt heim
aö taka næturlestina suöur,
meðal þeirra var landslið
Argentinu. Fyrsta borös maður
þeirra Roerto Grau, sem ég
hafði kynnzt tveim árum áöur i
Varsjá, leitabi mig uppi. Hinn
smávaxni og glæsilegi
Argentinumaöur bauð mér á
nokkurs konar þýzku, sem var
mjög skiljanleg, á Ólympiu-
skákmótiö i Argentinu tveim ár-
um seinna og hann geröi þaö
með eftirfarandi orðum:
„Þrjátiu og niu — Buenos
Aires — Stórir vindlar — Góö
vin — Fallegar konur
Miðnæturtango”.
Til þess að gefa orðum sinum
enn meira gildi sýndi hann með
látbrögðum, sem enduöu með
eldheitum argentiskum tango-
sporum. Finnar fóru ekki til
Argentinu 1939. 1 stað likingar-
striösins á skákborðinu vorum
við fljótt komnir i striö, þar sem
drepnu mönnunum er ekki stillt
upp aftur til nýrrar keppni.