Alþýðublaðið - 09.09.1977, Qupperneq 7
btoö&T Föstudagur 9. september 1977
7
Kenwood-heímilistæki eru til sýnis í einum smekklegasta
sýningarbásnum í Laugardalshöll. Þaö er Hekluumboðið
sem þarna er að verki. Og þeim hefur svo sannarlega
tekizt vel við uppsetninguna. Sýningarstúlkan sagði að
mjög mikið væri spurt um þessi vinsælustu heimilistæki
og salan hefði aukizt vegna sýningarinnar.
Ford-umbodið Sveinn Egilsson:
Ford Fiesta er stóra
trompið í dag
Sölumennirnir hjá Ford-umboftinu voru mjög ánægöir með það sem þeir höfðu til sýnis, sérstaklega
nýja Ford Fiesta heimilisbflinn með framdrifisem eyðir 61ilrum á 100 kílómetrum.
Sölumennirnir hjá
Ford-umboðínu lögðu
mikla áherzlu á að kynna
nýjan, léttan heimilisbíl,
Ford Fiesta. Þessi bíll
eyðir 6 lítrum á 100 km og
um það bil 7 lítrum i bæj-
arkeyrslu. „Þetta er
sannkallaður heimilisbíll,
þægilegurtilað skreppa á
i smáferðir, út i mjólkur-
búð eða i bæinn," sagði
sölumaðurinn.
Menn gera sér ef til vill
ekki grein fyrir því, að
bilar eru einmitt notaðir
mest í allskonar smá-
snatt.
En Ford Fiesta er
líka mjög sterkur og
karftmikill bill, að þvi er
sölumennirnir tjáðu AB í
gær. Verð bílsins er 1.9
milljónir og verður hann
til afgreiðslu í nóvember.
Bíllinn á sýningunni er sá
fyrsti, og reyndar eini
sinnar tegundar sem enn
hefur verið fluttur til Is-
lands.
Svo er það Cortinan.
„Já, þetta er nú búinn að
vera vinsælasti bill á Is-
landi siðustu árin," sagði
sýningarmaðurinn / // og
þessi nýja árgerð er bæði
stærri og vandaðri en
nokkru sinni fyrr."
ÞaO er fjör að spila á hljóöfærið i básnum hjá Pálmari Arna.
Hljódfæraverzlun Pálmars Arna
Skemmtarinn slær öll met
Hljóðfæraverzlun
Páimars Arna býður
mönnum að taka í sér-
stakt rafmagnshljóðfæri
og spreyta sig á hæfileik-
unum, og viti menn, hinir
allra ómögulegustu músi-
kantar geta á augabragði
leikið töfralög sem draga
að áhorfendur úr öllum
áttum. Þetta hljóðfæri
nefnist „Fun Machine",
eða Skemmtarinn.
Og hvað kostar nú
svona apparat? Aðeins
380 þúsund krónur, en
eins og umboðið segir:
„Skemmtarinn siær öll
met."
Þrjár systur af FljótsdalshérOaOi voru aö skoöa boröstofuhúsgögn I
einum sýningarbásnum.
,,Viö erum nú ekki farnar aö sjá neitt enn ,” sögöu stúlkurnar sem
voru á ieiö inn i Höilina þegar blaöamenn AB yfirgáfu i gær. ,,En
þaö verður áreiöanlega gaman að sjá þetta”
Texti: Bragi Jósepsson
Myndir: Kristján Ingi Einarsson