Alþýðublaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 2
2 STJÚRNMÁL
Sunnudagur 18. september 1977. tssst
Gætum vel Ellidaánna
í ýmsum land-
kynningarritum um
Island er þess sérstak-
lega getið, að um miðja
höfuðborgina, Reykjavik,
renni laxveiðiá hrein og
tær, ein bezta laxveiðiá
landsins. Þessi lýsing er
auðvitað gefin til að sýna
og sanna, að islendingar
hafi verið svo vel á varð-
bergi gagnvart hvers-
konar mengun, að jafnvel
sé hægt að veiða hinn f eg-
ursta allra fiska i miðri
höf uðborginni.
íslendingar haf a
fyllstu ástæðu til að vera
hreyknir af Elliðaánum.
Þær eru ekki margar
höf uðborgirnar í heim-
inum, sem geta státað af
slikri perlu. Það er því
ærin ástæða til að gæta
þessa f jársjóðs vandlega.
Þúsundir laxveiðimanna
hafa notið þar ómældra
ánægjustunda. En það
eru ekki bara þeir, heldur
Reykvikingar upp til
hópa, sem haf a notið þess
að ganga upp með ánum,
fylgjast með laxinum á
göngu, þegar hver hylur
fyllist af fiski og hann
stekkur í fossinn. Það
yrði mikið ófyllt skarð í
lifi Reykvíkinga ef árnar
yrðu að líflausum drullu-
polli.
Því er þetta mál gert að
umræðuefni, að nú
þrengir mjög að Elliða-
ánum. Byggðin hefur
stöðugt færst nær þeim
beggja vegna. Við Elliða-
voginn er eitt mesta
iðnaðarhverf i borgar-
innar, athafnasvæði oliu-
félags, slippur, mal-
bikunarstöð, steypustöð
að ógleymdum frá-
rennsl ispípunum, sem
spúa hverskonar óþverra
í voginn daga og nætur.
Vogurinn var stórlega
lýttur, þegar ekið var í
hann mikilli uppfyllingu,
sem ætlað er að vera úti-
vistarsvæði. Þá voru
hraktar burtu fuglateg-
undir, sem lifðu á smá-
dýrum í leirum vogsins.
Nú er svartbakurinn
kominn i staðinn. Tím-
anna tákn.
Og enn er f yrirhugað að
þrengja að lífriki Elliða-
vogs og ánna. Fyrirhugað
er að reisa þurrkví við
voginn og gera þar höfn.
Þá er sótt fast, að þar
verði framtíðar-athafna-
svæði smábátaeigenda í
Reykjavík og hugmyndir
hafa verið á lofti um að
hafa tívolí á uppfyll-
ingunni. Vera má, að
margir telji að þegar sé
búið að kveða upp dauða-
dóminn yfir Elliðaánum.
Það er þó fjarri sanni,
eins og sakir standa. En
ef fram heldur sem
horfir kann að vera
skammt til dómsupp-
kvaðningar.
Umhverf isverndar-
menn eru af mörgum
taldir vera leiðindapésar,
sem standi í vegi fyrir
hverskonar framförum
og framkvæmdum. Það
hefur þó stundum verið
harmað að ekki skyldi
tekið mark á viðvörunum
þeirra. Allir þeir, sem
áfram vilja njóta Elliða-
ánna og lífríkis þeirra,
ættu nú að leggjast á eitt
og mótmæla öllum þeim
framkvæmdum, sem
eyðilagt geta þennan
óbætanlega hluta borgar-
landsins.
Stjórnendur
Reykjavíkurborgar geta
auðveldlega gert þær
breytingar á skipulagi,
sem bægja hættunni frá,
og valda engri röskun á
högum þeirra manna,
sem hagsmuna eiga að
gæta í sambandi við
aðstöðu við Elliðavog.
Um leið verða borgar-
yfirvöld að herða allt
eftirlit með þeirri starf-
semi, sem þegar fer f ram
við voginn. Eða vilja
Reykvíkingar skipta á
Elliðaánum og líflausu
vatnsskolpi? —ag
Eftir
Frank T. Halpin
Bóndi nokkur i Kaliforniu
horföi dag einn á appelsinutrén
sin, sem þöktu fleiri tugi hekt-
ara lands, og tautaði fyrir
munni sér: „Það tæki mig 10-15
ár aö byrja á ný. Mér væri slikt
alveg ómögulegt.” — Svipaða
sögu mætti segja um hundruð
bænda, og þá ekki sist þá, sem
allt sitt eiga undir laxveiðinni,
sem ótölulegar milljónir dala
hefur veriö eytt i að byggja upp.
En þrjú riki hafa um þaö sam-
vinnu að flytja lifandi fisk með
prömmum eða tankbilum
hundruð kilómetra upp eftir
ánum. — Bændur minnast enn
hörmunganna, sem feður þeirra
þurftu að þola i sandstorminum,
sem gerði himininn svartan að
sjá áriö 1930 i Nebraska, Kans-
as, Oklahoma og Texas.
Þessu likar sögur eða aörar
svipaðar hafa gengið seinustu
mánuði, þegar hluti vestur- og
miðrikjanna hafa orðið að þola
lengstu og erfiðustu þurka sem
komið hafa árum saman. Yfir-
borð fljóta i Montana, Wyom-
ing, og norður- og suður Dakota
hefur lækkað svo að vatr.s-
magnið er 40%-60% af þvi sem
það hefur verið undanfarið, og
er álitið eðlilegt, eftir þvi sem
timaritið Times sagði frá ný-
lega. Tjón af þessum sökum
mælt i tapi búpenings og upp-
skeru ásamt neyöarhjálp sem
stjórnin lætur af hendi, verður
liklega helst reiknað út i stjarn-
fræðilegum tölum.
Olian, sá þýðingarmikli
vökvi, hefur valdið miklum
áhyggjum undanfarin ár — en
nú snúast áhyggjurnar um ann-
an vökva, sem er miklu þýö-
ingarmeiri þegar öllu er á botn-
inn hvolft, en það er — vatnið —
sem er öllum lifandi verum
nauðsynlegt.
Ahyggjur um vatn hafa lagst
á einstaklinga jafnt sem stjórnir
margra landa á ýmsum tim-
um. Má þar nefna N-Afriku,
Suður-Evrópu, Asiu, Austur-
löndin fjær, og Astraliu, en öll
þessi svæði hafa oröiö að þola
þjáningar þurksins og allt frá
meðalþurki til algjörs neyðar-
ástands.
Ahyggjur af völdum vatns eru
alþjóðlegar. Þó litið sé framhjá
timabundnum þurki, þá eru
slikar áhyggjur á góöri leiö meö
að veröa enn verri. „Courier”
heitir timarit sem UNESCO gef-
ur út, en i nýútkomnu hefti þess
stendur: „...erfiðleikar vegna
vatnsskorts hafa á okkar timum
náð ógnvekjandi umfangi, að
hluta til vegna fjölgunar mann-
kynsins, og ennfremur vegna
hinnar hraðvaxandi þurftar
ræktunar og flutnings fólks úr
bæjum og borgum... Þennan
vanda veröur að leysa til þess
aö efnahagslegar og þjóðfélags-
legar framfarir haldi velli, og
slikt leiðir af sér að stofnanir
sérstaks eðlis, þurfa að risa i
sérhverju landi til að takast á
viö þennan vanda..... Fleiri og
fleiri þjóöir þurfa aö horfast i
augu við ýmis vandamál, sem
skapast bæði vegna gæða og
magns vatnsins.”
1 Bandarikjunum hefur nú-
verandi stjórn Jimmy Carter
forseta hafið drög að stofnun
þjóðarstofnunar til að stjórna
aðgeröum i vatnsmálum
þjóðarinnar. Þessa áætlun út-
skýrði innanrikisráðherrann
Cacil Andrus á þingi sem haldiö
var um vatnsmál i Cicago sein-
ast i mai s.l.
„Stiflur, vatnsuppistöður og
skurðir búa ekki til vatn ”
sagði hann i ávarpi sinu till
þingsins. „Slik mannvirki kunna
að vera i byggingu árum eöa
áratugum saman og eru vissu-
lega ekki til hjálpar gegn þeim
vanda sem vatnsskorturinn
leggur mönnum á herðar i dag.
Ef ráöast skal með árangri gegn
þeim vanda sem viö eigum viö
að striöa i vatnsmálum áriö
1977, þá þarf að framkvæma
ráöstafanir eins og áætlanir til
hjálpar, samvinnu, vatns-
skamtanir um tima, fórnir og
setja á laggirnar stjórnir vatns-
mála.”
Andrus innanrikisráðherra
sagði að hluti innanrikismála
yrði sá að sporna við eyöslusemi
vatns. Hann lýsti einnig þeirri
skoðun sinni að notkunarreglur
þyrfti aö setja viö áveitufram-
kvæmdir til sparnaöar, og
sömuleiðis við allar fram-
kvæmdir á vegum rikisins.
Frumskilyrði fyrir allri
vatnsvirkjun yrði aö vera
endurnotkun alls vatns, sagöi
hann, enda yrði það eitt aðal-
markmið i vatnsmálum hjá
hinni nýju stjórn, og vatnsöflun
ætti aö bæta við i fjármálum og
á sviði umhverfisvandamála i
sambandi við allar slikar fram-
kvæmdir. Annað markmið sagöi
hann vera að miða fjárútlát
stjórnarinnar við vatnsþörf
hinna ýmsu landshluta eftir
þörfum hvers og eins og yrði þar
einnig farið eftir notkunargildi
vatns og sparnaðaráætlunum,
en áveitur, sem taka 98% alls
vatnsmagns i sumum rikjum,
væru mikið niöurborgaöar og
leiddu sumsstaðar til of „fram-
leiðslu” vatnsmagns.
„J>að sem viö erum I raun-
inni að ræöa um sagöi innan-
rikisráðherrann við þinggesti
„er aö taka fullt tillit til um-
hverfisverndar, taka tillit til
skattþegnanna, taka tillit til
meðborgaranna, taka tillit til
eigin lifs og barna okkar.”
Flest barnaskólabörn hafa
lært það, og þeir sem eldri eru
veröa undrandi yfir að þetta sé
endurtekið, — aö undir einu pró-
senti alls vatnsmagns i veröld-
inni er ferskt og þannig aðeins
nothæft til drykkjar og ræktun-
ar. Þetta vatnsmagn kemur frá
vötnum, ám og fljótum — og úr
brunnum. Um þaö bil tvö pró-
sent af þvi ferska vatni, sem eft-
ir er, það er bundið i jökulhjúp-
um Norður- og Suðurskautsins, I
öörum jöklum og neðanjarðar
vatnsgöngum milli gljúpra
berglaga. 1 úthöfunum er 97%
alls vatnsmagns veraldarinnar.
Þrdtt fyrir það að eiming
saltvatns hafanna og
annara staöa, hafi verið
stunduð í aldaraöir, þá
er breyting salts vatns i
ferskt vatn tiltölulega nýtt
fyrirbrigöi. Samkvæmt nýlegri
könnun, þá eru nú fleiri en 1.000
meiri háttar eimingarstöðvar i
heiminum, sem framleiða 525
miljón gallóna vatns (1,987
miljón litra) fersks vatns á
sólarhring.
Mikil fjölgu'n hefur oröiö á
slikum eimin^arstöövum tvær
siðustu mannsjæfirnar. Eölilega
verða slikar stöðvar fleiri þrátt
fyrir það að vatnið verður_dýrt.
Bandarikin hafa hafiö virkar
framkvæmdir i rannsóknum til
vatnaverndar eöa siðan þingið
samþykkti lög til að stofnuð yrði
stjórnarráösdeild sem færi með
vatnsmáláriðl951 —en það var
samkvæmt óskum forsetans
Harry Truman. Blaði þótti flett i
þessum málum er reist var
eimingarverksmiðja, er gat
framleitt 3,785,000 litra á sólar-
hring, en þetta var tilrauna-
verksmiðja, sérstaklega reist i
tilraunaskyni til að framkvæma
verkfræðilegar tilraunir til
notkunar i framtiðinni. 1 árslok
1960 leiddi þetta til þeirrar
niðurstöðu að ákveðiö var aö
hægt væri að reisa verksmiðju
til tvennskonar afkasta, en það
væri kjarnorkurekið iðjuver, er
mundi framleiða hundruð
miljóna gallóna fersks vatns á
hverjum sólarhring og jafnvel
1.000 megavött rafmagns.
Fjölmargar þjóðir og þar á
meðal Bandarikin hafa ekki
reist slik iðjuver og kemur þar
margt til. Ein er kostnaður viö
dreifingu vatnsins frá verk-
smiðjunni en aðfærsla „hrá-
vatns” er annar. Og hluti þess
vatnsskorts sem verður i mikl-
um þurkum, — þeim hluta er
ekki hægt að kenna náttúrunni
um, heldur sjálfu fólkinu — þvi
þaö býr á röngum stað.
Þetta atriði varð til umræðu á
móti visindamanna, sem haldið
var um þessi máí i Denver,
Kolorado i mars s.l. Stjórn-
málavisindamaður frá Ne-
braskaháskólanum, Robert
Miewald að nafni tók þar dæmi
af héraði i noröurhluta Kali-
forniu, þar sem tilflutningur
nýrra bænda haföi átt sér staö
um svipað leyti og þurkar höföu
orðið miklir, — en svo skýrir
timaritið Times frá.
„Hver er ástæðan fyrir vand-
ræðunum i Marin-héraði?”
spurði prófessor Miewald. „Er
þarna um að ræða of litið vatn?
eða er þarna of margt fólk? Hef-
ur héraðið byggst umfram
möguleikana sem þar eru fyrir
til að sjá fyrir þetta mörgu
fólki?” Hann heldur fram þeirri
skoðun sinni að fólk þurfi að
flytja til þeirra staða, sem hafa
nægilegt vatnsmagn, til að lif
ibúanna og atvinnumöguleikar
á nýja staðnum gefi þvi rými til
búsetu, — en ekki þannig að
flytja þurfi til þeirra vatns-
magn.
Visindin munu einhverntima
leysa vandann sem skapast hef-
ur vegna skorts á orkugjafanum
— oliu. En þegar við horfumst i
augu við fjölgandi ibúa og flótta
frá borgum, þá skilst okkur hve
erfiöar ákvarðanir stjórnir og
almenningur þurfa að taka i
framtiöinni ef ekki er brugöist
þegar i stað gegn þessu lifs-
vandamáli, ef vatnsspörun i
miklum mæli verður ekki fram-
kvæmd og ef kostnaðarlitlar að-
feröir viö það veröa ekki fundn-
ar.
Visindin geta ekki búið til
neitt annað i stað vatns. '
Verðmætasti vökv-
inn í veröldinni
Áhyggjur ráðamanna alls staðar i veröldinni aukast hröðum skrefum
vegna þurrka, flótta frá borgum, fjölgun ibúanna og vegna aukinna krafna
iðnaðar og ræktunar en vatnið er af skornum skammti. En hluti vatns-
skortsins er af okkar eigin völdum, en eru náttúrunni ekki að kenna: Það
búa of margir menn á röngum stöðum.