Alþýðublaðið - 18.09.1977, Blaðsíða 3
œ1 Sunnudagur 18. september 1977.
3
f
Er ég heimsótti Austur-Berlfn
fékk ég tæifæri til aö lesa bók
eftir austurþýzkan höfund.
Reiner Kunze,” Hin dýrlegu
ár”. Hiin kom út i fyrra hjá
vesturþýzka forlaginu Fischer i
Frankfurt, en fyriraustan tjald-
iö er verið að ljósrita hana I óða
önn. Þriðjungur bókarinnar
fjallar um Tékkóslóvakiu i
niðurlægingunni eftir innrás
Rússa 1968. Þar má finna stutta
sögu, sem nefnist Jarðarför.og
lýsir hUn kveðjuathöfn, þegar
Jósef Smrkovský var borin til
moldar, en hann hafði verið ná-
inn samstarfsmaður Dubceks.
Lögreglan hafði lokað aðalveg-
inum að bálstofunni i Motol fyr-
ir vestan Prag, og var að beina
allri umferð vesturtil Pilsen um
krókótta sveitavegi. X átti að
halda ræðu. Honum var leyft að
tala i aðeins fimm minútur.
Hann sagði: „Allt i lagi, það
dugar.” Við dyrnar að bálstof-
unni var sagt við hann: „Aðeins
eina mínútu!” — „Allt i lagi,
það dugar,” sagði hann. Yfir
likkistunni sagði hann: „Jósef
Smrkovský er látinn. Ég bið
ykkur að risa úr sætum”. Og
svo: „Ég þakka ykkur fyrir.”
Það tók nákvæmlega eina min-
útu.... Á leiðinni út úr bálstof-
unni sáu menn i ösinni ekki nið-
ur fyrir fæturna á sér. Hér og
þar leyndist þrep eða tvö. Þeir,
sem á undan fóru, létu hina
vita: „Varúð. trappa”, enda
varð engum fótaskortur.
Einkennisorð sögunnar hans
Kunzes er athugasemd Pragbúa
eins: „Þetta er timi máliausra
jarðarfara.”
Hið fyrsta, sem ég frétti við
komumina tilPragá sunnudag-
inn var, að prófessor Patocka
væri dáinn. . . Fréttin virtist á
engan veg eiga við hiö milda
vorkvöld, en þannig var það
samt, þótttékkneskir fjölmiðlar
hefðu að engu getið hennar.
Á þriðjudaginn eftir hádegi
hringdi sími: „Jarðsett verður
á morgun kl. 10 f Margrétar-
kirkju i Brevnov.”
A miðvikudaginn, þegar ég á
nfunda timanum var að stfga
upp i strætisvagn nr. 134, fann
ég það strax á mér, aö ég var
ekki einn á leiöinni til jarðarfar-
innar. Andrúmsloftið var alló-
llkt venjulegum virkum degi i
Prag. Meðan strætisvagninn
þræddi leið sina þvert I gegnum
borgina, og jarðarfarargestir
smábættust inn i vagninn, hvarf
hversdagslegt skeytingarleysi
af andlitum farþeganna. Þeir
voru ekki sælir á að lita, en nú
bar ekki á þreyttum, áhuga-
lausum, gráum andlitum,
þrautpindum af hinu daglega
álagi. Allt I einu var til miðdep-
ill, ákveðinn punktur i tíma og
rúmi, hans vegna áttu sálir og
hreyfingar sér stefnu, og þótt
enginn mælti orð af munni, rikti
istrætisvagninum andi þögullar
samábyrgðar.
Strætisvagninn nálgaðist
Margrétarkirkjuna. Hér voru
lögregluþjónar að loka aðalgöt-
unni. En fráleUt! Af mann-
réttindafólki var búið að taka
rétt til að aka einkabflum, gat-
an er lokuð, en eftir þvi sem
lengra dregur, fjölgar um-
ferðarlögreglu með hvft
kaskeiti sakleysisins. Strætis-
vagninn var þétt setinn, flestir
ætluðu i kirkjugarðinn. Ekkert
okkar vissi þó, hvar nákvæm-
lega ætti að fara út. Þegar
vagninn staðnæmdist á réttri
stöð, litum við öll hvert til ann-
ars i fyrsta skipti, meðan á ferð-
inni stóð, kinkuðum kolli og
flýttum okkur út. „Já, hér hlýt-
ur það að vera.”
Og það var ekki um að villast.
I kringum kirkjuna var búið aö
dreifa lögreglumönnum, ein-
kennisklæddum eða ekki, þann-
ig að úr hvaða átt sem mann-
fjöldinn nálgaðist, varð hann aö
fara fram hjá þeim.
Við gengum upp i mótí með-
fram kirkjugarðsveggnum.
Fleiri og fleiri bættust við. Þeir
stefndu á kirkjugarðinn yfir
akra og hliðar, gegnum aldin-
garðinn, fram með Iþrdtta-
svæði: Rauð stjarna, Prag 6,
likam sræktarsamtök dóms-
málaráöuneytisins. A heiöum
himni einhvers staðar öfan við
flugvöllinn i Motol var þyrla á
sveimi.
Þaö hlaut að vera hugnæm
sjón aö ofan: pinulitlar, viö-
kvæmar figúrur hröðuðu sér
eins og miðleitnir' geislar um
borgarmarkanáttúru, yfir ný-
sprottiö gras, undir blaðlausum
trjákrónum böðuðum sólskini, á
leið að sama opna sáluhliöi. Sæti
einhver annar þarna uppi i þyrl-
unni, hefði það hlotið að minna
hann á pilagrimsför.
Fyrir framan sáluhliðið biðu
okkar tvær kvikmyndavélar,
vaxtarbroddar vestrænnar
tækni, settar upp á „stativ”.
Þær voru stanzlaust i gangi, og
var þeim beint hvorri mót sin-
um straum hægfara komu-
manna. Við hliðina á þeim stóð
hópur manna, — vafalaust með
einhverjar hermannlegar
virðingargráður og viðhafnar-
búninga sina geymda heima i
skáp. Þeir mösuöu saman og
sumir hlógu hátt. Mikið dæma-
laust var veðriö gott!
Enginn jarðarfarargestanna
reyndi að skýla andliti sinu fyrir
myndatiStuvélunum. Um þús-
und mannsgengu gegnum hliðið
opinskátt og virðulega.
Onnur kvikmynd var tekin af
okkur með Sony-vél I höndum
tveggja óeinkennisklæddra inni
ámilligrafreitanna. Við söfnuð-
umst saman i kringum kapell-
una. Klukkan var orðin hálf tiu,
og garðurinn var að fyllast af
lifendum. Allt var hljótt og ró-
legt, fólkiö talaðist ekki við.
Hinir þegjandi einstaklingar
hreyfðust varla, bara hér og þar
kinkuðu þeir kolli til kunningja.
Þá vék mergðin til hliðar með
virðingu og lotningu og myndaði
gangbraut fyrir fjölskylduna.
Þegar tiu minútur vantaði i
tiu, brast á öskur kappaksturs-
bifhjóla bak við kirkjugarös-
vegginn. Hávaði deyfaralausra
sprengihreyfla yfirgnæföi allt
og alla. Frá Motolflugvelli kom
þyrlan fljúgandi og fór að hring-
sóla yfir kirkjugarðinum. Eng-
inn hreyfði sig, enginn sagði
neitt, allir skildu. Menn bitu
saman tönnunum og héldu
áfram að vera hafnir yfir þaö.
Þá fór fólkiö skyndilega að færa
sig burt af aðalstlgnum inn á
grafreitasvæöin og opnaöi
breiða gangbraut fyrir tvo
roskna presta, likkistu, nánustu
vandamenn og vini, og öll hin
fylgdu með á stuttri göngu frá
kapellu að gröfinni.
Yfir gröfinni var prestur að
opna varir, en það var likast
þvi, að ekkert hljóð kæmist út
fyrir þær. öskrið úr vélunum
bar allt ofurliði, og þyrlan fyrir
ofan urraði samþykki sitt við
þvi. Engin leiö var að skilja,
hvað presturinn fór með, það
var Utilokað að gizka nokkuð á
það. Eftir það fór presturinn lik-
lega að syngja. Ég er þó ekki
viss um það, heldur álykta ég
það af svipbrigöum augna hans.
Ég heyrði einvörðungu þennan
yfirþyrmandi, deyfandi skar-
kala, ég sá svartklædda konu
við hliðina á likkistunni. Hún
grét beizklega ogreyndiaðleiða
hjá sér þetta smánarlega öskur
— án árangurs. Hún þjáðist.
Hún var aö þvi komin að hniga
niður, en harkaöi af sér. Þau
sem stóðu við gröfinu fóru að
biðjast fyrir. Varir þeirra
hreyfðust, liklega báðust þau
fyrir upphátt. Þau trúðu þvi svo
sannarlega, að Guð heyrði til
þeirra þrátt fyrir öskrandi mót-
orhjól dómsmálaráðuneytisins.
Og þótt ég þykist ekki trúa á
Guð, þá mun ég hafa tniað þvi
þar, að Guð hefði heyrt bænir
þeirra.
Uppi á kirkjugarðsveggnum
stóðu þrir leynilögreglumenn
með kvikmyndavél og glottu
fyrirlitlega méðan þeir voru aö
taka sina leynilögreglukvik-
mynd. Kornungur leynilöggu-
snápur reyndi að taka fasta og
leiða burttvo unglinga með ljós-
myndavél. Fólkið þjappaðist
samanum hann en léttvimenn-
ingana sleppa i fjöldanum þó
öllum væri ljóst, að hér væri
engum undankomu auðið, þeir
geta setið fyrir þeim við
sáluhliðið eða hvar sem
er. Manfjöldinn
fór að ganga i röð fram
hjá gröfinni til þess að votta
prófessornum hinztu virðingu.
Einhver reyndiað tala yfir gröf-
inni. Allir þyrptust f kringum
hann til þess að heyra að m.k.
fáein orðaslitur. Þeir sáu þó
ekki annað en varir á hreyfingu
og munninn opnast, en ekkert
hljóð virtist koma þaðan. A hinn
bóginn gerðu allir sér grein fyr-
ir þvi, aö ef engin gödd heyrist,
þar sem henni hefur verið
drekkt i hávaðanum, þá þýðir
það ekki að maðurinn sé mál-
laus. Þúsund manns gengu
fram hjá gröfinni undir eftirliti
lögreglukvikmyndavéla, þeir
köstuðu hver handfylliaf mold á
kistuna. Þegar hinir siðustu
komust að, var hálfbúið að
moka yfir kistuna.
Syrgjendurnir fóru i
Margrétarkirkjuna til að hlýða
sálumessu.. Mótorhjólin þögn-
uðu hvert af öðru. Nú var þeirra
ekki lengur þörf. Siðustu tugir
manna voru enn að ganga fram
hjá gröfinni og önduðu að sér
brenndu útblásturslofti.
Unglingur i gallabuxum og
svartri peysu lagði á moldar-
bing við gröfina. . . þymi-
kórónu. Prag 17. 3.1977.
MÁLLAUS
JARÐARFOR
Eins og kunnugt er hafa stjórnvöid i Tékkóslóvakíu amast mjög
við þeim mönnum, sem skrifuðu undir „Mannréttindaskjalið ’77”.
Þeir hafa verið beittir ýmsum þvingunum, reknir úr störfum og litil-
lækkaðir á margvislegan hátt.
Til Vesturlanda hafa borizt upplýsingar um þessar ofsóknir. Skjöl
og frásagnir hafa lýst þvi hvernig þessum ofsóknum er háttað. t»ær
koma fram i ýmsum myndum, og jafvel látnir eru ekki friðhelgir.
íslendingur, Tékki að uppruna, hefur fengið talsvert af gögnum
frá andófsmönnum i sínar hendur, þar á meðal lista með nöfnum
þeirra, er skrifuðu undir „Mannréttindaskjalið ’77”. Þá hefur hann
fengið frásögn i söguformi af útför eins andófsmannanna, og lýsir
hún vel hve langt tékknesk stjórnvöld ganga í ofsóknum sinum.
Þessi frásögn hefur nú verið þýdd fyrir Alþýðublaðið og birtist
hér. Höfundi er sama þó nafn hans birtist. Hann er þegar á svörtum
lista.