Alþýðublaðið - 28.10.1977, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 28. október 1977
S&T
Otgefandi: Alþýðufiokkurinn.
Hekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson.
Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúia 11, simi 81866. Augiýsingadeiid, Aiþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — sfmi
14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð 1500krónur á mánuði og 80 krónúr f
lausasöiu. .
Ýtt við stöðnuðu
flokkakerfi
Ekkert pólitískt mál
hefur verið eins mikið til
umræðu síðustu vikur og
prófkjör Alþýðuf lokks-
ins. Það hef ur ekki aðeins
vakið athygli stjórnmála-
flokkanna og málgagna
þeirra, heldur alls al-
mennings, sem hefur tek-
ið þessari nýbreytni vel.
Þúsundir manna hafa
tekið þátt í þeim próf-
kjörum, sem þegar hafa
farið fram. í flestum til-
vikum hafa þátttakendur
verið fleiri en kusu
Alþýðuflokkinn í síðustu
kosningum. Þessi mikla
þátttaka segir m.a. þá
sögu, að kjósendur kunna
því vel að fá að ráða
meiru en verið hefur um
val frambjóðenda.
Prófkjör Alþýðuflokks-
ins hefur einnig ýtt af
stað prófkjörum og skoð-
anakönnunum hjá öðrum
flokkum, öllum nema
Alþýðubandalaginu. Á
sama tíma hefur sá
flokkur harðast gagnrýnt
prófkjör Alþýðuflokksins
og reynt að gera lítið úr
því. Hin lítt dulda ósk-
hyggja Alþýðubandalags-
ins um að Alþýðuf lokkur-
inn hverfi af sjónarsvið-
inu hefur gengið aftur á
síðum Þjóðviljans að
undanförnu.
En Alþýðubandalagið
er í erfiðri stöðu. Til að
beina athygli manna frá
eigin f lokksræði og kjark-
leysi, sem kemur fram í
því, að Alþýðubandalagið
hefur ekki þorað að efna
til prófkjörs, er spjótun-
um beint að Alþýðu-
flokknum. En það verður
Alþýðubandalaginu ekki
til framdráttar að gera
lítið úr prófkjöri Alþýðu-
flokksins. Það aðeins
beinir sjónum manna að
þeirri staðreynd, að
Alþýðuf lokkurinn hefur
fylgt eftir þeim lýðræðis-
hugmyndum, sem hann
boðar.
Alþýðuf lokkurinn hef-
ur fyrstur og einn allra
íslenzkra stjórnmála-
flokka opnað dyr sínar
upp á gátt. Hann hefur
birt reikninga sína í smá-
atriðum, svo allir geti
kynnst þeim. Flokkurinn
hef ur ef nt til próf kjörs til
að koma í veg fyrir, að
aðeins örfáir menn ráði
því hverjir skipi fram-
boðslista og verði fulltrú-
ar hans og kjósenda á
Alþingi. Þetta hefur fólk-
ið í landinu kunnað að
meta, og þátttakan í próf-
kjörinu er samkvæmt því.
Alþýðuf lokkurinn gerði
sér grein fyrir því, að
fyrir svo lítinn flokk yrði
það ýmsum annmörkum
háð, að efna til opins
prófkjörs. Kostirnir og
gallarnir hafa komið f ram
og flokkurinn er reynsl-
unni ríkari. Hins vegar
eru kostirnir svo yfir-
gnæfandi, að engum
blandast hugur um að
slíkt prófkjör er fyllilega
réttlætanlegt.
Það fer heldur ekki
framhjá neinum, að
prófkjörið hefur haft
áhrif inn í sali Alþingis,
þar sem þingmenn hafa
þegar rætt breytingar á
kosningalögum, er gerðu
kjósendum kleift að velja
um einstaklinga á fram-
boðslistum. Þótt þetta
prófkjör hefði ekki haft
önnur áhrif en þau, að ýta
við stöðnuðu flokkakerfi
og kalla fram breytingar
á kosningalögunum, hef-
ur það náð tilgangi sín-
um. En prófkjörið mun
einríig minna kjósendur á
hvaða íslenzkur stjórn-
málaflokkur það var,
sem þorði að taka áhætt-
una: stendur með henni
og fellur.
UR YMSUM ÁTTUM
Nú er timi prófkjara, skoö-
anakannana og annars þess er, i
oröi kveönu aö minnsta kosti,
gefur almenningi i landi voru
færi á að hafa áhrif innan
stjórnmálaflokkanna. Meira aö
segja landsfeöurnir vitru innan
hjálpræöis þjóöarinnar, Sjálf-
stæöisflokksins, eru þar meö i
leik, enda skýröi Morgunblaöiö
frá þvf i frétt i gær aö nú væri
liðinn frestur sá er veittur var
til að skila framboöum i próf-
kjör flokksins i Reykjavik,
vegna alþingiskosninganna i
vor.
Tólf framboöum var skilaö i
tima, með tilskildum meömæl-
endum og voru þar aö verki
eftirtaldir einstaklingar:
Bergljót Halldórsdóttir, Björg
Einarsdóttir, Elin Pálmadóttir,
Erna Ragnarsdóttir, Friðrik
Sófusson, Geir R. Andersen,
Geirþrúöur H. Bernhöft, Har-
aldur Blöndal, Jónas Bjarna-
son, Kristján Guöbjartsson, Sig-
fús J. Johnsen og Siguröur
Angantýsson.
Þarna er um að ræöa fólk,
sem hefur unnið sér sitthvaö til
ágætis. Sumt meö blaöaskrif-
um, sumt meö störfum fyrir
flokkinn á opinberum vetvangi,
sumt með öðru móti.
Auk þessara tóif aöila, sem
bjóða sig fram, hver meö tilskil-
dum stuðningi tuttugu og fimm
flokksbundinna sjálfstæðis-
manna, hefur svo kjörnefnd
flokksins f hendi sér niðurröðun
tuttugu aöila á framboðslistann,
þannig aö á honum verði ekki
færri en þrjátiu og tveir.
.Samkvæmt frétt Moggans
má búast viö aö framboð þeirra
þingmanna flokksins i Reykja-
vík, sem hyggjast leita eftir
endurkjöri, komi fram á þann
máta.
Og enn eru jafnréttislögin
brotin og brömluö.
Islenzk-Ameriska félagiö
auglýsti mí alveg nýverið eftir
einum kvenmanni og einni
stúiku, sem áuövitaö er voöa-
legt mál, þvi það er jú bannað
aö kyngreina fólk i auglýsing-
um.
I fyrsta lagi var auglýst eftir
kvenmanni til aö hafa umsjón
meö erlendum pöntunum,
brefaskriftumo.fi. Nauösynlegt
var taliö aö viökomandi heföi
gott vald á ensku og töluveröa
bókhalds þekkingu.
1 ööru lagi var auglýst eftir
stúlku til aö annast vélritun og
útskrift á nótum. Enskukunn-
átta og góö vélritunarkunnátta
nauösynleg.
1 lok auglýsingar var þess svo
getiö aö þær sem kynnu aö hafa
áhuga, ættu að hafa samband
við Egil nokkurn Agústsson, og
gott ef þar er ekki lika komiö
enn eitt jafnréttisbrotiö, þvi
Egill er jú karlmannsnafn og
þar meö kyngreining i spilinu.
Já, þetta eru ljótir menn og
vondir, aö brjóta svona þessi
lög, sem er búið aö hafa svona
mikiö fyrir. Það vantar bara að
þessir kallar fari aö heimta
kvennaskólapróf i auglýsingum.
Þá er blessaöur Landsbank-
inn kominn á uppboð, eftir þvi
sem segir i Lögbirtingi, en þar
birtist eftirfarandi tilkynning
þann 14. október:
„Sæbraut 4, Seitjarnarnesi,
með tilheyrandi lóð og mann-
virkjum, þinglesin eign Lands-
banka tslands. Uppboösbeiö-
andier Gjaldheimta Seltjarnar-
ness, samkvæmt heimild i lög-
um númer 49/1951, til lúkningar
fasteignagjaldi aö fjárhæö
krónur 12.477.00 auk vaxta og
kostnaöar.”
1 sama tölublaði lögbirtinga-
blaösins var birt auglýsing um
skrá yfir starfsmenn rikisins,
sem eru félagar I Bandalagi
starfsmanna rikis og bæja, og er
óheimilt aö gera verkfall, sam-
kvæmt ákvæðum laga númer
31/1976. Þetta var viöbót viö áö-
ur birta skrá og fól viðbótin i sér
aö AlfreöÞorsteinsson og Bene-
dikt Guöbjartsson, báöir starfs-
menn Sölu Varnarliöseigna,
mættu alls ekki gera verkfall.
Þaö er enda hverju barni
ljóst, aö ef Alfreö ekki heldur
áfram, ótruflað og á fullu hvern
dag, aö höndla meö þær eignir
Varnarliösins sem þaö vill ekki
lengur eiga, og viö megum þvi
kaupa, þá er stefnt i voöa hvoru
tveggja öryggisgæzlu lands vors
og heilsugæzlu.
Hins vegar mun ekki aö fullu
ljóst hverja þætti öryggis- og
heilsugæzlu Alfreö fjallar um.