Alþýðublaðið - 28.10.1977, Síða 5

Alþýðublaðið - 28.10.1977, Síða 5
bia^d Föstudagur 28. október 1977 5 Jóhanna Sigurðardóttir skrifar: SKOÐU HVAR ENDAR ÓRÁÐSÍAN? Langlundargeö almennings i landinu er þrotið. Þau fögru lof- orð um bætt þjóðfélag og aðhald á sviði efnahagsmála, sem Islenzku þjóöinni voru gefin er núverandi rikisstjórn tók við stjómartaumunum fyrir rúm- um þremur árum, gleymdust strax i' upphafi valdatiðar hennar og hefur hún sofiö þyrni- rósasvefni sfðan. 1 stað þess hélt taumlaus eyöslusemi langt um efni fram og óráðsia innreið sina. Hún varð það geigvænleg að erlend lán voru tekin hvar sem þau buðust og öllu eytt I allskonar óarðbæra fjárfestingu, sem skattgreiðendur eru svo að súpa seyðið af I dag. Og ekki viröist vera lát á hrunadansinum, þvi nú boðar rikisstjórnin okkur 54% hækkun á fjárlögum eða i 124 milljaröa kröna. I skjóli alls þessa þrifst svo spilling ýmissa braskara, sem sjá sér leik á boröi i allri óða- verðbólgunni og aö ekki sé minnst á fyrirgreiðslukerfið, sem þessir braskarar njóta i ýmsum stofnunum, sem svo hinn alemnni skattborgari hefur takmarkaðan eða engan aðgang að. Nei, hér verður aö verða á gjörbylting i öllu okkar efna- hagskerfi. Sá skaði sem skeður er I allri stjórnsýslunni undan- farin ár er svo geigvænlegur, að fyrirséöer, aö þaö tekur langan tima að komast á réttan kjöl aftur. Með sllku áframhaldi stefnir Islenzka þjóöin beint i gjaldþrot. Við veröum að hætta að eyða um efni fram, tak- marka fjárfestingar, draga saman ýmislegt sem vel má missa sig i okkar útþanda rlkis- bákni, hætta Kröfluævintýrum og allri óaröbærri fjárfestingu, sem engu þjónar nema braskar- lýð. Almenningur vilar ekki fyrir sér að greiða skatta, ef þeim er réttlátlega deilt niður á skatt- borgara, hver borgi þaö sem honum ber, og þvi sé siðan eytt þannig að eitthvað sjáist eftir. Uppbygging atvinnuveganna er frumskilyröi fyrir bættu þjóöfélagi og félagslegum fram- förum, en það veröur að gera það á skynsamlegri og arðbær- ari hátt en verið hefur. I óskipulögðu fjárfestingar- kapphlaupi vill oft gleymast, það sem stendur okkur nær og þaö er að hlúa betur að gamla fólkinu, sem hefur búið okkur það land sem við lifum I. Það má heldur ekki gleymast, aö þegar þessir háu herrar sem i valdastólum sitja hafa með óðaverðbólgu ýtt konunni meira og meira út á vinnumarkaöinn frá sínum börnum, aö þeir ættu að sjá sóma sinn i þvi að dag- vistunarmál barna hafi meiri forgang en verið hefur. Visir að því aö hlúa betur aö gamla fólkinu hefur verið tekin I Hafnarfirði, þar sem verið er að koma á fót dagvistunarheimili fyrir aldraða og ættum við aö fylgja þvl fordæmi. Hér er um aö ræöa'öfugþróun I efnahagsmálum, þrátt fyrir mjög hagstætt verö á allri út- flutningsframleiðsiu. Af þessu leiðir stöðnun I félagslegum framförum. Þessu verður að kippa I liðinn. Það verður aðeins gert meö vaxandi þátttöku alls almenn- ings i þjóömálum. Konur veröa aö láta meira að sér kveða, — þær vita hvar skórinn kreppir. Hér veröur unga fólkið lika að grlpa I taumana, — það á um þaö að velja að erfa vel nýtt gæði þessa lands, eða taka viö skuldaböggum og afleiðingum iráösiu. Úr blaðabunkanum Ég geri það stundum mér til dundurs að fletta blaðabunkanum afturá- bak um eina viku eða svo. Maður rekur sig á það, að ýmsir atburðir skýrast í Ijósi þess sem siðar hefur gerzt, og þú sérð að ýmis- legt hefur hreinlega farið fram hjá þér. Vítamínsprauta Verkfallið hefur reynzt dag- blöðunum sannkölluð vítamin- sprauta. Peningasveltir gjald- kerar þeirra hafa tekið gleði sina á ný. Fréttaþyrstur lands- lýðurinn lagði á sig bæði erfiði og fyrirhöfn til að koma höndum yfir fréttir af þvi sem er að ger- ast i þjóðfélaginu meðan bæði útvarp og sjónvarpsmenn börð- ust fyrir bættum kjörum i verk- fallinu. „Verður samið i dag?” spurðu tveir eða þrlr blaðamenn I fréttum slnum en svo var auö vitað ekkert samið og fólkið hló að blaðamönnunum. Hvað vita þeir svo sem um samninga. Daginn sem samningarnir voru siðan undirritaðir sögðu blaða- menn aö sáralitið þokaði i sam- komulagsátt. Og fólkið hló aftur. Allt verkfallið flutti Morgun- blaðið landslýð fregnir af illa innrættum og óþverralegum verkfallsmönnum. Jafnvel óvildarmenn Sakarovs og Solsén- itsins komust vart að þessa dag- ana. Helzt hafði maður á tilfinn- ingunni eftir Moggalesturinn að hjá BSRB sæti þrautþjálfaður um fund „Hægri arms Sjálf- stæðisflokksins”, sem haldinn var á Hótel Borg. Af fréttini mátti ráða að góð stemmning hafi rikt meðal fundarmanna og megi þakka það hressilegum ræðum frummælenda, sem KGB-maður i hverju rúmi og væri þess albúinn að fremja hin verstu illvirki til þess eins að skemmta sér. Og þetta fór inn á rúm 30.000 heimili I landinu! Bakkus orðinn íhalds- maður Vlsir flutti um daginn frétt sem kætti Ihaldsmanninn i sál minni. Blaðið fjallaði á baksiðu gestir innbyrtu svona i bland við ýmislegt annað. í frétt Visis er þess getið að margt merkra manna hafi sótt fundinn. Þar á meðal var „Bakkus konungur” og virðist sem menn hafi gert sér alldælt við hátignina. Heyrzt hefur að hægri Sjálfstæöismenn beri nú þá von i brjósti að um- rædd persóna gangi til liðs við flokkinn. I bilaleik er gaman........ Snemma i vikunni fóru sið- degisblöðin i bilaleik. Forsjár- menn þeirra tóku sig til og breyttu sneplunum i „frjálsa ó- háða og hressilega” happa- drættismiða. Nú hefur hver áskrifandi möguleika á að eign- ast bíl i áskrifendahappdrætt- inu. Þessu fylgir náttúrulega sú kvöð að þeir sem vilja vera með þurfa að fá blöðin send heim I nokkra mánuði. Mun það hafa dregið úr ýmsum að vera með. Og eins og fyrr i þessum stór- skemmtilega vangadansi sið- degisblaðanna gilda lögmál yfir- og undirboða. Dagblaðið hóf leikinn af mikilli djörfung á vallarhelmingi Visis og bauð einn bil I verðlaun.VIsirsvaraði þvi með þrem bilum. Búizt er við að næst munu þeir Dag- blaðsmenn spila á eigin vallar- helmingi og bjóða einbýlishús, sem á hvili tvö húsnæðismála- stjórnarlán. Þingmannasinfónían Örlagatónverk Sinfóniu- hljómsveitarinnar er leikið á Alþingi um þessar mundir. Menntamálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um hljómsveitina en slik lög hafa aldrei verið til. I „Matthiasarguðsspjalli”, sem stundum gengur undir nafninu fjárlagafrumvarp, er Einar' Sigurðsson gert ráð fyrir þvi að gjöld um- fram tekjur hljómsveitarinnar á næsta ári nemi um 127 millj. króna. Þessum kostn- aði hefur verið skipt niður á rlk- ið, sem hefur borið 50%. Hingað Framhald á bls. 10 Hornid Bravé, Eimskip V Þessa dagana hafa vinnupali- ar verið teknir af hinni nýju við- byggingu við Eimskipaféiags- húsið Imiöbænum. Jafnframter verið að mála gamla húsið, svo að hin stækkaða bygging ætti að njóta sin næstu daga. Eimskipafélagiö og þeir húsa- meistarar, Sem það hefur kallað til þessa verks, eiga hiö mesta lof skilið fyrir viðbygginguna. Hún er I nákvæmlega sama stil og gamla húsið, sem nú hefur stækkað I ágætum hlutföllum meö sama svip. Það verður héreftir enn meiri prýði i miðbænum I Reykjavik en það hefur verið. Það er óvenjulegt, að byggt skuli vera við byggingu hér á Islandi i sama stll og frumbygg-/ ingin. Þvert á móti hefur gerzt hér hvert stórslysið á fætur öðru, svoaðmátt hefur ætla, að Islenzkir húsameistarar geti alls ekki byggt viö hús nema I gerdlikum stil, eða aö húseig- endur séu svo smekklausir að nýjum byggingastíl sé kllnt utan i hin eldri. Bankarnireruglögg dæmium þetta. Viðbyggingin við Lands- bankabygginguna, á horni Austurstrætis og Po*sthússtrætis vakti hrylling á sinum tima, en hefur nú vanizt svo, að sem betur fer taka heimamenn ekki lengur ef tir henni. V iðby ggingin við Otvegsbankann gjöreyöi- lagði gamla bankahúsiö. Lands- simahúsið er nú forljótt samkrull þriggja ólikra og mishárra húsa. Landsspltala- lóðin er heilt safn húsa, sem reist eru hvert i sinum stíl, sum sambyggð. Heildin er hroðaleg. Jafnvel kennaraháskólann má ekki reisa isamfelldum stll, þar er hvert hús með sinum sttí. Og þannig mætti lengi telja. Siðasta og versta dæmið er svo viöbygg- ing Borgarspitalans, sem er hrein móðgun viö alla húsa- gerðarlist. Sennilega munu sérfræðingar ekki telja gamla Eimskipa- félagshúsið neitt listaverk. Það Eftirfarandi bréf hefur blaðinu borizt: „Hugleiðingar um jafnrétti á Alþingi samanber frétt Alþýðu- blaðsins um tilvonandi kvenna- salerni: var teiknað af Guöjóni Saúels- syni á fyrsta starfsskeiði hans hér heima. Það er i þeim hefö- bundna stil, sem Guðjón lærði I skóla, rétt eins og Reykjavikur Apótek, Landsbankinn, Hótel Borg og fleiri hús i miðbænum. Við tslendingar eigum Htið af slíkum byggingum og þær setja vissulega sinn svip á miðbæinn. Hljóta þeir að viðurkenna, sem ekki eru haldnir framúrstefnu- kreddum, aö Eimskipafélags- húsið sé virðulegt og fallegt og sannkölluð bæjarprýöi. A okkar þingi starfar nú kröftugt kvennaliö — þærkætastmunu eftir sumarfriiö, ef fá þær loks I gagnið eftir fimmtiu ára bið, fyrsta einka- „kvennapissiriiö”. Þær munu skunda á staðinn og horfahrifnará og hyggja gott tilstarfs á næsta vetri, en karlkynsþingmenn mæna með ógnar ef tirsjá á eftir þeim og minnast daga betri En þaö, aö, ,pissa sjálfstætt” — þær þráöu af hjarta heitt en haf a ei getað, eins ogdæminsanna,— Og komist þetta i framkvæmd þaö merkir aðeins eitt: Það á aö fara aö telja þær tilmanna Ein úr hópnum utan þings. ^—mmmm—mmm^—^J ...að telja þær til manna

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.