Alþýðublaðið - 28.10.1977, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 28.10.1977, Qupperneq 12
 \ alþýðu- blaöió Útgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er aö Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsimi 14900. FOSTUDAGUR 28. OKTÓBER. 1977 'l Ef ekkert fjármagn fæst til Fjölbrautaskóla Suðurnesja: „Mun þá leggja til að skól inn verði lagður niður” — segir Jón Bödvarsson, f,lllt ef husnædisvandrædi gera hugmyndina aö engu” — segir flugmálastjóri — Nú er loksins farið að rofa til i menntunarmálum islenzkra flugmanna eftir 41 ár, þar sem undirbúin hefur verið náms- braut fyrir flugmenn og flug- virkja i Fjölbrautarskóla Suðurnesja. bað kemur okkur þvi sannanlega illa ef dregst enn vegna húsnæðiserfiðleika skól- ans, að koma þessu af stað, sagði Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri. — Það er varla lengur til ólærður barþjónn eba mat- reiðslumaður hér, á sama tima og menntun flugmanna hefur alveg farið fram hjá þvi opin- bera. Nám flugmanna og flug- virkja hefur alltaf verið mál hvers og eins, og viðkomandi hefur kostað það algerlega sjálfur. Bóklegtnám hefur verið á vegum flugskólanna, en Loft- ferðaeftirlitið hefur annast samningu prófa samkvæmt ákveðnum stöðlum. Siðan hafa menn fariðutan til náms og bor- ið sjálfir óhemju kostnað vegna þess. Þetta er auðvitað afar óréttlátt og ekki vonum fyrr að farið er að rofa til. —ARH — Ef ekki verða ein- hverjar ráðstafanir til að afla skólanum f jármagns til að bæta úr húsnæðis- skorti við gerð fjárlaga næsta árs, þá mun ég leggja til að Fjölbrauta - skóli Suðurnesja verði lagður niður, sagði Jón Böðvarsson, skólameist- ari, í samtali við blaðið í gær. Nemendur Fjölbrautarskól- ans eru nú um 500 og munu á næsta ári verða um 700. Hús- næðismálum skólans er þannig háttaö nú, að i aðalhúsnæðinu eru aðeins 6 kennslustofur af 22 ails, en skólinn leigir nú 16 kennslustofur á f jórum stöðum i Keflavik og Njarðvik og eru 2 kólómetrar milli fjarlægustu staðanna! Veldur þetta eðlilega miklum erfiðleikum í stunda- skrárgerð og öðru skipulags- starfi við skólann. Þá sagði skólameistari að hin mikla nemendafjölgun, sem væntan- lega verður á næsta ári, kallaði á 8 nýjar kennslustofur f viðbót og er hvergi fáanlegt húsnæöi fyrir þær. Nú þegar liggja fyrir teikn- ingar að nýbyggingum fyrir Fjölbrautarskóla Suöurnesja og kostnaöaráætlun og fleira þess háttar hefur skilmerkilega ver- iö lagt fyrir yfirvöld, en árang- urinn af þvi er ekki meiri en sá, að i frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1978, er áætlað að verja heilum 5 milljónum i stofn- kostnað vegna skólans (sem að sögn skólameistara nægir ekki til að greiða tæki sem þegar hafa verið keypt!). Engar fjár- veitingar eru finnanlegar vegna nýbygginga við skólann. Allar sveitarstjórnir Suðurnesja hafa samt gert ráð fyrir skólabygg- ingu við gerð fjárhagsáætlana sinna fyrir næsta ár. 100 milljónir úr rikissjóði Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja kom saman 13. októ- ber, til að ræða horfurnar i skólamálum byggðarlagsins og segir i ályktun þess fundar, að „skólanefndin hafi margsinnis” vakið athygli yfirvalda á þvi öngþveiti sem verður haustið 1978 ef ekki verður að minnsta kosti fullgerð önnur hæð núver- andi skólahúss”. Leggur skólanefndin til að sótt verði um 100 milljón króna fjárveitingu úr rikissjóði til byggingarframkvæmda á árinu 1978. Framlag sveitarfélaganna 7 á Suðurnesjum yrði tæplega 68 milljónir kr. — Þessi skóli er sá eini sinnar tegundar á landinu, sem fellur algerlega undir frumvarp rikis- stjórnarinnar um samræmdan grunnskóla og hér er verið að vinna að ýmiskonar tilrauna- starfsemi i fræðslumálum sem ég tel merka, sagði Jón Böðvarsson ennfremur. Til dæmis hafa yfirvöld samgöngu- mála ýtt mjög á með að inn i skólann yrði tekið allt bóklegt nám flugmanna og það liggur þegar fyrir námsskrá og kennslukraftar eru tiltækir. En ég hefi ekki viljað setja þetta i gang, þar sem nokkuð ósam- ræmi er i þvi að ætla að setja á „Alþingi á eftir ad afgreida erindið” / — segir menntamálarádherra fót nýja námsbraut á sama tima og framtið skólans er i mikilli hættu!. Strandar á f jármálavald- inu — Ég veit að menntamálaráð- herra og hans lið i ráðuneytinu er þvi fylgjandi að úr okkar málum verði bætt hið fyrsta, en það strandar á fjármálaráðu- neytinu og embættismönnum ýmsum. Við höfum reynt að þrýsta á þingmenn Reykjanes- kjördæmis, en árangurslaust. Okkur finnst að i raun eigi byggöin hér i kring engan þing- mann, þvi þingmenn kjördæm- isins virðast sinna mest sinni byggð, þ.e. Hafnarfirði og Kópavogi. Mest sláandi er þó að sjálfur 1. þingmaður Reyknes- inga skuli vera sjálfur Matthias A. Mathiesen, fjármálaráð- herra. Við hér á Suðurnesjum njótum alla vega ekki góðs af þvi að hafa þingmann úr okkar kjördæmi svo hátt settan i yfir- stjórn fjármála i landinu, sagði Jón Böðvarsson, skólameistari. —ARH — Þaðer rétt, að i f jár- lagaf rumvarpinu eru engir sérstakir útgjalda- liðir vegna nýbygginga skóla, hvorki á Suður- nesjum né annars staðar, en ég veit að vandræði Fjölbrautarskóla Suður- nesja eru mikil og þau koma vafalaust til skoð- unar hjá fjárveitinga- nefnd fyrir afgreiðslu fjárlaganna, sagði Vil- hjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. — bessi sami háttur var hafö- ur á fjárlögunum i fyrra, en ég man a.m.k. eftir tveimur fram- kvæmdum við nýbyggingar sem komu inn á fjárlög eftir að frumvarpið var lagt fram i þinginu. Það er þvi auövitaö ekki hægt fyrir mig að segja fyrir um það nú, hvernig afgreiöslu Fjöl- brautarskóli Suðurnesja fær við endanlega afgreiðslu fjárlag- anna. Námsbraut fyrir flugmenn skipulögð í Keflavík: Jóhannes Sigurðsson verkstjóri i Bergiðjunni skýrir hér út fyrir fréttamönnum framieiðslu fyrirtækis- ins á veggplötum úr marmara. (AB-mynd: ATA) Kiwanis safna fyrir geðsjuka: Framleiðsla veggeininga hafin að Kleppi A laugardaginn kemur, 29. október, heldur Kiwanishreyfing- in á Islandi sinn annan K-dag, en slíkur dagur var haldinn i fyrsta sinn árið 1974. 1 ár verður dagurinn helgaður málefnum geðsjúkra, eins og gert var 1974, og verður seldur Kiwan- islykillinn. Kjörorð dagsins er „Gleymum ekki geðsjúkum”. K-dagsnefnd Kiwanishreyf- ingarinnar kynnti fréttamönnum i gær árangur siðasta K-dags, starfsemi sem rekin er á Klepps- spitala. Þar eru framleiddar veggplötur úr marmara, utan- dyraklæðningar, eftir uppfinn- ingu Baldurs Skarphéðinssonar umsjónamanns á spitalanum. Það var einmitt ágóði af sölu „lykislins” árið 1974 sem gerði það að verkum að unnt var að setja þessa framleiðslu af stað, en nú hafa verið byggð úr þessu efni 13 hús, — 11 ibúðarhús, barna- heimili að Vifilsstöðum og gamli spitalinn á Kleppi, sem hefur ver- ið endurbyggður úr þessum vegg- plötum. Tómas Helgason prófessor, yfirlæknir Kleppsspitala, sagöi fréttamönnum i gær, að Kiwanis- menn hefðu komið að máli við hann áriö 1974 og sagzt hafa áhuga á að styðja geðsjúka til bata og endurhæfingar, — og spurzt fyrir um hvar þeir ættu að bera niður. Var þeim bent á þá þörf sem væri fyrir vinnustofu fyrir þá sem eru i endurhæfingu og þá sem ekki geta aðlagazt al- mennum vinnumarkaði. Vinnu- stofan Bergiöjan er árangur þess, en hún er rekin sem sjálfstæö stofnun innan spitalans og er verð framleiðslunnar miðað við að hún standi undir sér. Hins vegar taldi Tómas ljóst, að fyrirtæki á borð við þetta gæti aldrei skilað arði, enda tilgangurinn ekki sá. Heldur væri það rekið fyrir starfsfólkið, sem verður að hafa eitthvað fyrir stafni til lifsfyllingar, — og til að afla sér aukapeninga. Tómas kvað nauðsynlegt að finna hæfileg verkefni sem ekki væru tekin frá öðrum aðilum á vinnumarkaðinum, þegar slik vinna væri skipulögð. Það hefði verið gert i þessu tilfelli. Hér væru framleiddar byggingarein- Framhald á 8 siðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.