Alþýðublaðið - 27.01.1978, Síða 1
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR
22.TBL. — 1978 — 59.
Ritstjórn blaðsins er
til húsa í Sídumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91)81976
Áfnegisneyzla landsmanna:
1/3 meiri en opinberar tölur
JL51 — neyzla 100% vínanda árid 1977 er þá um
«■ liyillld i 4 lítrar á mann gert í sambandi við inngöngu ís-
Samkvæmt alláreiöan-
legum heimildum mun
neyzla áfengis hér á landi
vera a.m.k. þriðjungi
Kröf luvirk jun;
meiri en opinberar tölur
gefa til kynna. Ef miðað er
við hreinan vínanda þá
mun hafa verið neytt sam-
Tillögur um gufu-
öflun á borði ráð-
herra
— Væntum svara við tillögum
okkar, segir Guðmundur
Pálmason hjá Orkustofnun
— Ekki ástæða til aðræða
tillögurnar f þaular segir Páll
Flygering, ráðuneytisstjóri
— Það liggur ekki Ijóst
fyrir enn, hvort það
verður yfirhöfuð um
nokkra frekari gufuöflun
að ræða næsta sumar
sagði Guðmundur
Pálmason hjá Orkustofn-
un í samtali við blaðið í
gær, er hann var inntur
eftir því hvort undirbún-
ingur undir gufuöflun á
Kröf lusvæðinu næsta
sumar væri hafinn.
Aö sögn Guðmundar, sendi
Orkustofnun iðnaðarráðuneyt-
inu tillögur um þessi mál fyrir
jól, en engin svör hefðu borizt
ennþá. Ekki vildi Guðmundur
greina frá efni tillagnanna að
svo' stöddu.
— Auðvitað vonumst við eftir
þvi að fá svör við þessum tillög-
um, en hvenær þeirra er að
vænta get ég ekkert um sagt,
sagði Guðmundur.
,,Ekki ástæða til að ræða
um tillögurnar i þaula"
— Þessar tillögur eru á borð-
inu hjá ráðherra, en hvaða af-
staða verður tekin til þeirra er
algjörlega óljóst sagði Páll
Flygering, ráðuneytisstjóri i
iðnaðarráðuneytinu, er Alþýðu-
blaðið bar þetta mál undir hann.
Er Páll var inntur eftir þvi
Frh. á 10. siðu
Enn eykst spennan í
Mývatnssveit:
Stefnt að
rafmagni
febrúar
Við Kröfluvirkjun er
þessa dagana unnið að
undirbúningi fyrir gang-
setningu og prófun á fyrri
vélasamstæðu virkjunar-
innar. I samtali við Einar
Tjörva Elíasson y f ir-
verkfræðing Kröflu-
nefndar kom fram að
stefnt er að þvi að byrja
af Iprófanir 4. — 5. febrú-
ar næstkomandi og er
gert ráð fyrir að þeim
verði lokið um miðjan
næsta mánuð.
Að prófunum loknum tekur
um vikutima að yfirfara vélarn-
ar og komi ekkert athugavert i
ljós við þá athugun sagðist Ein-
ar Tjörvi búast við að raf-
magnsframleiðsla frá Kröflu-
virkjun ætti að geta hafizt um
20. febrúar.
Ekki sagðist hann geta sagt til
um með neinni vissu hvað unnt
„Kröflu-
” um 20
yrði að framleiða mikið raf-
magn þá, en miðað við ástandið
eins og það er i dag, taldi hann 5
megawött ekki f jarri lagi, ef til
vill eitthvað meira.
Við Kröfluvirkjun eru nú
staddir erlendir ráðgjafar og
sérfræðingar Kröflunefndar til
þess að fyigjast með undirbún-
ingnum sem nú stendur yfir og
þeim prófunum sem i hönd fara,
en það eru tveir fulltrúar frá
bandariska ráðgjafafyrirtækinu
Rogers Engineering og tveir
fulltrúar aðalframleiðendanna,
en það eru Mitchubitsi verk-
smiðjurnar japönsku.
Að sögn Einars T va verða
hefðbundnar úttektar aflprófan-
ir ekki gerðar að svo stöddu þar
eð nægjanleg orka er ekki fyrir
hendi, en til að slik úttekt geti
fariðfram, þarf að vera hægt að
framleiða a.m.k. 15 MW, sem er
um helmingur af afkastagetu
hvorrar vélasamstæðu.
Hafa fulltrúar Mitchubitsi
samþykkt að gefa frest til þess-
arar úttektar og sagði Einar
Tjörvi óvist hvenær hún fer
fram.
—GEK
tals 3,08 lítra á hvert
mannsbarn á landinu.
Að sögn Ólafs H. Árnasonar hjá
Áfengisvarnarráði má kenna
þessari neyzluaukningu afnámi
einkasölu rikisins á ölgerðarefn-
um i kringum 1970, en það var
lands i EFTA. Til þess tima voru
ölgerðarefni eingöngu seld bökur-
um. Siðan hefur innflutningur
einkaaðila á 01- og siðar vingerð-
arefnum gefið almenningi tæki-
færi til heimabruggunar. En það
er siðan höfuðorsök hinnár auknu
óskráðu neyzlu áfengra drykkja.
Ólafur sagði smygl hafa fariö
mjög minnkandi á siðustu árum
og væri það að þakka auknu
alþjóðlegu eftirliti, þannig að ekki
ætti aukið smygl þátt i aukning-
unni. Aftur á móti ætla menn að
það áfengismagn er kemur i
gegnum Keflavikur-flugvöll hafi
þar nokkur áhrif.
Svona bill eyöir allt að 50 litrum á hundraði.
Frumvarp Alþýðuflokksmarma um orkusparnaó:
Minnka mætti orkunotk
un heimilanna um 25%
— dregið verði úr notkun einkabíla
Þingmenn Alþýðuflokks-
ins, Benedikt Gröndal og
Eggert G. Þorsteinsson,
hafa lagt fram á þingi til-
lögu til þingsályktunar um
orkusparnað, en tillagan
var f lutt á síðasta þingi, en
var ekki útrædd. Tillagan
hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að láta gera úttekt á
orkubúskap tslendinga og að
hefja markvissar aðgerðir i þvi
skyni að auka hagkvæmni i orku-
notkun þjóðarinnar og draga úr
henni, þar sem þess er kostur”.
1 greinargerð með tillögunni
segir að almenningi á Islandi sé
nú að verða ljóst, að íslendingar
séu um lifskjör mjög háðir orku,
bæði aðkeyptri og innlendri, og að
þjóðinni sé nauðsyn á þvi að gera
heildarúttekt á orkubúskap
sinum. Niðurstaða hennar gæti
orðið grundvöllur að aðgerðum til
að tryggja stöðu þjóðarinnar i
þeirri orkukreppu, sem nú veldur
jarðarbúum örðugleikum.
Þá segir að þjóðir heims leggi
nú sivaxandi áherzlu á orku-
sparnaðsem eina af leiðum til að
mæta áhrifum orkukreppunnar.
Hafi margvislegar aðgerðir til
orkusparnaðar fengið forgangs-
röð hjá rikisstjórnum Vestur-
landa.
Segja flutningsmenn að ekki sé
siður ástæða til þess að hefja
samræmdar aðgerðir tii orku-
sparnaðar á tslandi og með þvi að
skera niður orkunotkun sé nægt
að draga úr innflutningi á elds-
neyti og úr þörf fyrir að byggja
stöðugt nýjar virkjanir og stækka
orkuflutningskerfi. 1 greinar-
gerðinni er bent á eftirtaldar
leiðir:
l. Auknar kröfur til orku-
nýtingar viö húshitun og
heimilishald
Gera mætti auknar kröfur um
einangrun húsa, gluggastærðir,
sjálfvirk stjórntæki og aðra þá
þætti, sem minnkað geta orkuþörf
við húshitun og loftræstingu hús-
næðis. Talið er liklegt að fram til
næstu aldamóta verði byggt jafn-
mikið húsnæði og nú er fyrir i
landinu, þannig að mikilvægt er
að byggingarlöggjöf veröi nú
breytt áþann hátt, að hús verði
framvegis byggð meö það i huga,
Frh. á 10. slöu
Kaupmáttur tímakaups á 3. ársfjórdungi 1977:
Hef ur ekki
verið kærri
nema á
árinu 1974
A þriðja ársfjórðungi 1977 jókst
kaupmáttur timakaups verka-
manna hér á landi um rúm 14%
frá 2. ársfjórðungi, og er þá
miðað við visitölu framfærslu-
kostnaðar. Hjá verkakonum varð
kaupmáttaraukningin 15,8% og
13,9% hjá iðnaðarmönnum. Ekki
hefur áður orðið jafn mikil
kaupmáttaraukning mili árs-
fjórðunga, frá þvi að úrtaks-
kannanir nefndarinnar hófust.
Kaupmáttur timakaups i dag-
vinnu hefur ekki risið jafnhátt frá
þvi á fyrri hluta ársins 1974, svo
sem sjá má á meöfylgjandi linu-
riti.