Alþýðublaðið - 27.01.1978, Síða 5

Alþýðublaðið - 27.01.1978, Síða 5
íSssr Föstudagur 27. janúar 1978. 5 Tvær frábærar myndin hreint trábær og ég full- yrði það að þetta sé ein sú bezta striðsádeila sem gerð hefur verið til þessa dags þótt óvenjuleg sé að sumu leyti. Það ætti að skylda hvern stjórnmálamann og verð- andi stjórnmálamenn og þá sem tengdir eru hermennsku og striðsrekstri á einhvern hátt til að sjá Járnkrossinn. Það væri held ég næstum þvi von að jafnvel þótt framangreindir séu upp til hópa idjótar að það yrði kannski frið- samlegra i heiminum. Þvi er ekki að leyna að myndin er virkilega blóðug og viðbjóðsleg, en er það ekki einmitt það sem strið er? Persónulega er ég sannfærður um Regnboginn: Járnkrossinn (Cross of iron) bandarisk, gerð 1977, litir, Scope, stjórnandi: Sam Peckinpah. Það er töluverð reynsla að fara i Regnbogann og sjá Járnkross- inn. Til að mynda er kvikmynda- húsið nýtt og þar af leiðandi er nokkur spenningur þvi samfara að berja það augum. Einnig er Þorsteinn Úlfar Björnsson: Tvær frábærar. að Járnkrossinn gefi mjög sanna mynd af þeim hörmungum sem strið er. En fyrir þá sem ekki vita það, þá kemur það fram i mynd- inni að strið er i stuttu máli sagt, fullorðnir menn i byssuleik til að útfæra ákveðna stjórnarstefnu með öðru en hefðbundnum að- ferðum. Eg vil eindregið hvetja þá sem halda að þeir hafi taugar i það að fara og sjá Járnkrossinn. Myndin er, þótt óhugnanleg sé, spennandi, grátbrosleg, mannleg, vel gerð og vel leikin. Sam gamla Peckinpah er enn að fara fram. Tónabió: Gaukshreiðrið (One flew over the cuckoos nest) bandarisk, gerð 1976, litir og Scope, stjórnandi: Milos Forman. Gaukshreiðrið er ein af þeim myndum sem maður er i vandræðum með að skrifa um. Hún er það góð að það er hálf asnalegt að fara að skrifa um hana. Það er einfaldast að láta myndina segja frá. Gaukshreiðr- ið er fjórða bezta mynd sem ég hef séð og allt annað sem ég hef að segja um hana erþetta: Það er ekkert sem ég get sagt sem mundi sannfæra lesendur um ágæti . myndarinnar svo SNAUTIÐI OG SJAIÐ HANA OG HANANÚ. Kvikmyndahátið í Reykjavík Kvikmy ndahátið i Reykjavik. Þau gleðilegu tiðindi hafa nú spurzt um landsbyggð alla að haldin verði kvik- myndahátið i Reykja- vik dagana 2.-12. febrúar. Það er búið að ganga frá dagskrá og er hún hin vandaðasta að allri gerð. Það hefur komið fram að vest- ur-þýzki kvikmynda- gerðarmaðurinn Wim Wenders verður sér- stakur gestur hátiðar- innar og einnig eru lik- ur á að annar frægur kvikmyndagerðarmað- ur komi til hátiðarinn- ar, en þar sem það er ekki nema 98% öruggt er rétt að biða fram yf- ir helgi með að segja frá hver það er. Þá ætti það að vera orðið , 100%. Þessi kvikmyndahátið er búin að vera i bigerð og til um- ræðui töluvertlangantima. Það er svo sannarlega vonandi að þetta verði að föstum lið i fram- tiðinni og væri það reyndar skitt ef svo yrði ekki, en þar koma ráðamenn til sögunnar og veltur framtið slikrar hátiðar á skilningi eða skilningsleysi þeirra. (Hvort heldur verður ráðandi). Kvikmyndahátiðin verður á vegum Listahátiðar og undirbúningsnefnd hennar skipa af hálfu Listahátiðar þeir Thor Vilhjálmsson og Hrafn Gunnlaugsson og af hálfu Félags kvikmyndagerðar- manna þeir Gisli Gestsson og Þrándur Thoroddsen. A hátiðinni verða sýndar nokkrar islenzkar myndir og ein þeirra mun hljóta sérstök heiðursverðlaun sem eru heilar 200 þúsund krónur og er það hlutfallslega meira en nemur framlagi rikisins til þessara mála. Listahátíð er að mestu leyti á vegum borgar- innar Að minnsta kosti tvær þessara mynda hafa ekki sézt áður opin- berlega og vafamál hvort þær verða sýndar aftur þar sem lftill markaður er fyrir þær utan sjónvarps^en skilningur i þeim herbúðum á kaupverði kvik- myndar er annar en seljenda. Hátiðin verður sett fyrir fáa útvalda (ef að likum lætur) kl. 15.30fimmtudaginn 2.2. og verð- ur þá sýnd mynd Wenders Ameriski vinurinn. Klukkan 19 verður sýnd myndin Ættleiðing en hún er ungversk og er eftir Márta Mészáros. Myndin er gerð árið 1975 og er hreint snilldarlega tekin þótt deila megi um efnið. Persónulega finnst mér efnið athyglisvert og á prufusýningu i Háskólabió um daginn leiddist mér aldrei og myndin hélt mér allan timann. Myndin hefur farið sigurför á margar kvikmyndahátiðir og unnið til fjölda verðlauna (ein af þeim). Hún á það skilið þvi að á köflum er hún það sem kalla mætti brilliant sökum vöntunar betra orðs. Meðan ég sat undir myndinni var mér oft að detta i hug ungverski leikstjórinn Miklós Jancso þvi myndin minnir virkilega á vinnubrögð hans. Kemst svo ekki undirrit- aður að þvi þegar hann er kom- inn heim að Márta Mészáros er eiginkona hans. Klukkan 21 verður svo sýnd myndin Kona undir áhrifum eft- ir hinn kunna leikara og leik- stjóra John Cassavetes. Sú mynd er talin bezta mynd Cassavetes til þessa. Að öðru leyti verður dagskrá- in fram að helginni 5.2 sem hér segir: Föstudagur 3.2 Háskólabió kl. 17.00 Fjölskyldu- lif Háskólabió kl. 19.00 Frissi kött- ur Háskólabió kl. 21.00 Ameriski vinurinn Háskólabió kl. 23.30 Frissi kött- ur Tjarnarbiókl. 19.00 í tímans rás Laugardagur 4.2 Háskólabió kl. 14.00 Kona undir áhrifum Háskólabió kl. 17.00 Sæt mynd Háskólabió kl. 19.00 Frissi kött- ur Háskólabió kl. 21.00 Sao Bernardo Háskólabió kl. 23.00 Frissi kött- ur Tjarnarbió kl. 19.00 Hræðsla markvarðarins við vitaspyrnu Sunnudagur 5.2 Háskólabió kl. 15.00 Sirius Háskólabió kl. 17.00 Óúrinn um Chile Háskólabió kl. 19.00 Ameriski vinurinn Háskólabió kl. 21.00 Ættleiðing Háskólabió kl. 23.00 Kona undir áhrifum Tjarnarbió kl. 14.00 Afleikur Þetta læt ég nægja i bili þar sem ég hef svo óskaplega gam- an af að láta lesendurna biöa og naga neglur i óvissu um dag- skrá og framtið kvikmyndahá- tíöarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.