Alþýðublaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. janúar 1978.
islenzkur texti
Spennandi ný amerisk stórmynd i
litum og Cinema Scope. Leik-
stjóri Peter Yates. Aðalhlutverk:
Jaqueline Bisset, Nick Nolte,
Robert Shaw.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10
Bönnuð innan 12 ára
Hækkað verð
LAUGARÁft
B I O
j Simi 32075
- ■ ■
Aövörun — 2 minútur
91,000 People.
33 Exit Gates.
One Sniper...
-sfwe-
MINUTE
WARNING
CHARLTON HESTON
JOHN CASSAVETES
TWO-MINUTE WARNING
MARTIN BALSAM • BEAU BRIDGES
Hörkuspennandi og viðburðarik
ný mynd, um leyniskyttu og
fórnarlömb.
Leikstjóri: Larry Peerce,
Aðalhlutverk: Charlton Heston,
John Cassavvetes, Martin Bal-
sam og Beau Bridges.
Sýnd Kl. 5-7.30 og 10
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sími50249
Murthy fer í striö
Spennandi mynd.
Aðalhlutverk leikur hinn vin-
sæli Peter O. Toole.
Sýnd kl. 9.
I.KIKFFl ACi 2l2 lál
RF'YKIAVÍKUR "P “
SKALD-RÓSA
1 kvöld. Uppselt.
Sunnudag. Uppselt.
Miðvikudag kl. 20.30.
SAUMASTOFAN
Laugardag. Uppselt.
Fimmtudag kl. 20.30.
Fáar sýningar eftir.
SKJALDHAMRAR
Þriðjudag kl. 20.30.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala i Iðnó kl. 14—20.30.
BLESSAÐ BARNALAN
MIÐNÆTURSÝNING
1 AUSTURBÆJARBIÓI
LAUGARDAG KL. 23.30.
Miðasala i Austurbæjarbiói kl.
16—21. Simi 1-13-84
jr 1-15-44.
Silfurþotan.
GENE WILDER JILL CLAYBURGH RICHARD PRYOR
___— "SILVER STREAK".
ító’ét*? i v ■ cutton jau( s m PATRICK McGOOHAN.^.,-
ÍSLENSKUR TEXTI
Bráöskemmtileg og mjög
spennandi ný bandarisk
kvikmynd um all sögulega
járnbrautalestaferð.
Bönnuð innan 14 ára-
Sýnd kl. 5, 7,10 og 9,15.
TONABÍÓ
0*3-11-82
Gaukshreiöriö
(One flew over the
Cuckoo's nest.)
Gaukshreiðrið hlaut eftirfarandi
Óskarsverðlaun:
Besta mynd ársins 1976
Besti leikari: Jack Nicholson
Besta leikkona: Louise Fletcher
Besti leikstjóri: Milos Forman
Besta kvikmyndahandrit:
Lawrence Hauben og Bo
Goldman
Hækkað verð.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7,30 og 10.
Q 19 OOO
— salur^^—
Sjö nætur i Japan
Bráðskemmtileg ný litmynd, um
ævintýri ungs prins i Japan.
Michael York Hidemi Aoki
Leikstjóri: Lewis Gilbert
íslenskur texti
Sýnd kl. 3-5.05 — 7.05 — 9 og 11.10
— salur
Járnkrossinn
Sýnd kl. 5.15 — 8 og 10.40
Flóöið mikla
Sýnd kl. 3.10
salur
Raddirnar
Sýnd kl. 3.20 — 5.10 — 7.10 — 9.05
og 11
3*2-21-40
Svartur sunnudagur
Black Sunday
Hrikalega spennandi litmynd um
hryðjuverkamenn og starfsemi
þeirra. Panavision
Leikstjóri: John Frankenheimer.
Aðalhlutverk: Robert Shaw,
Bruce Dern, Marthe Keller.
ISLENZKUR TEXTI
Bönnuð innan 16 ára
Sýnd kl. 9.
Hækkað verð
Þessi mynd hefur hvarvetna hlot-
ið mikla aðsókn enda standa
áhorfendur á öndinni af eftir-
væntingu allan timann.
Hvað
(What)
mjög umdeild mynd eftir
Polanski,. Myndin er að öðrum
þræði gamanmynd en ýmsum
finnst gamanið grátt á köflum.
Vegna mikillar aðsóknar verður
þessi mynd sýnd I dag kl. 5.
laugardag kl. 3. og næsta
mánudag en verður þá send úr
landi.
Ævintýri leigubílstjórans
f Uegeis twre tlian liis 'N
I8.../I
tai».
ADVENTURES
OF A . ^
TAX! DRlVER
barrv evans juoy geeson 7
s&s
V AORItNNE POSTA DIANA nORS
Bráðskemmtileg og fjörug, og
—djörf, ný ensk gamanmynd i lit-
um, um líflegan leigubilstjóra.
tslenzkur texti
Sýnd kl. 3-5-7-9 og 11.
GAMLA BIO
Slmi 11475
Tölva hrifsar vöidin
Demon Seed
, Ný bandarisk kikmynd i litum og
Panavision
Hrollvekjandi að efni:
Aðalhlutverk: Julie Christie
ÍSLENSKUR TEXTI
Bönnuð börnum innan 16 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Volkswagen
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —Vélarlok —
Geymslulok á Wolkswagen I allflest’um litum. Skiptum á
einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveöiö verð. Reynið
viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
Eru krókar ætíð betri
en kelda?
Sniðgötur
Svo er að sjá, sem ofurlitið sé
að lyftast eitt hornið af ábreiöu,
sem fram að þessu hefur hulið
trúlega eitt umfangsmesta
svikamál í viðskiptaháttum Is-
lendinga. Var þó sannarlega
af nógu að taka fyrir. Hér er átt
við skipakaup okkar erlendis á
liðnum þessum áratug.
Upphaf að þessum uppljóstr-
unum mun vera, þegar tekið var
litillega að róta I hinu svonefnda
Grjótjötunsmáli.
Það hefur orðið ljóst, að kaup-
endur skipa erlendis frá, eink-
um skipa, sem voru smiðuð aö
tilhlutan okkar — trúlega, hafa
gefið lánastofnunum falskar
skýrslur um kaupverö skipanna
og notið til þess brautargengis
skipasmiðastöðvanna erlendis.
Nú er vitanlega skylt að taka
fram, að hér munu — sem betur
fer — ekki allir skipakaupendur
á áttunda áratugnum eiga hlut
að máli, enda mætti fyrr rota en
steinrota!
En i hverju liggja þessi svik,
þar sem þau hafa verið framin?
Fyrir liggur, að skýrslurnar
um kaupverð, hafa verið falsað-
ar á þann hátt, að skipasmiða-
stöðvarnar hafa gefið upp
drjúgum hærra verð en rétt var.
Kaupendur skipanna hafa lagt
þessar fölsku skýrslur fram hjá
lánastofnunum hér og fengið
drjúgum hærra lán en þeim bar,
vegna þess að lánin voru miðuð
við ákveðinn hundraðshluta
kaupverðsins.
Nú mun einhver spyrja: Hef-
ur þá ekkert eftirlit verið af
hálfu lánveitenda með þessum
viðskiptum?
Bersýnilegt er, að svo hefur
ekki verið og kann að vera, aö
slikt sé nokkrum örðugleikum
bundið.
Það er vitanlega heldur ó-
hugnanlegt, að lánastofnanir
þurfi að tortryggja viðskipta-
menn svo, að þær telji sig nauð-
beygða til að gæta að hverju fót-
máli þeirra. Skal það ekki rætt
frekar hér — að sinni.
Ennþá hefur ekki heyrzt neitt
tæmandi um viðhorf skipakaup-
enda og raunar liklegt, að þar
greinist verulega um viðbárur,
en þetta hefur samt komizt á
flot:
a) Það sé algengt, að ný skip
þurfi ýmisskonar endurbóta við
að smiði lokinni, svo skipið geti
talist fullfært til veiða við is-
lenzkar aðstæður. Þetta stafi
meðal annars af ófullkominni
smiðalýsingu!
Rétt er aö benda rækilega á,
að hér er um að ræða einhverja
aumleeustu málsvörn, sem fyr-
irfundist getur. Ef menn ganga
upp i þeirri dul, að það eitt sé
nóg að semja um að fá smiöað
skip, án rækilegrar skilgrein-
ingar á þvi hvernig það skuli
vera i einstökum atriöum og að
búnaði, er veriö að færa is-
lenzka skipakaupendur niður á
hreint apakattastig. Þessu
verður að mótmæla harðlega
sem algerri rökleysu.
En ekki nóg með það. Lækn-
ingin við þessum einstaka asna-
hætti, eigi svo að vera, að gera
menn að þátttakendum í refsi-
verðu athæfi — skjalafölsunum,
sem eftir þvi sem bezt er vitað
heyra undir opinbera saka-
málarannsókn. Hvar sáuð þið
mannkynið komast á lægra
stig?
Það er svo kórónan á öllu
þessu einstæða bulli, að þetta
séu nú viðskiptahættir, sem séu
hreint ekkert einsdæmi i kaup-
um á fleira en skipum!
Eftir þvi að dæma er það af-
sökun fyrir þjófinn, að aðrir séu
lika fingralangir!
b) Þvi er haldiö fram, að
lánafyrirgreiðslur séu tíma-
frekar og það sé ekki áhlaupa-
verk að þurfa ef til vill aö gera
aðra atrennu að kerfinu, til þess
að fá viðbótarlán fyrir þvi, sem
sennilega hafi gleymst i upp-
hafi!
Hér ber auðvitað enn að sama
brunni. Það er fákænskan og
fluðruhátturinn, sem á að nota
sem einhvern réttlætisskrúða,
til þess að breiða yfir óheiðar-
leikann!
Ekki verður unnt að sleppa al-
gerlega þætti lánveitenda i öllu
þessu hneykslismáli. Spyrja
verður i fullri alvöru, hvernig
þvi sé eiginlega varið, hvort
skip teljist lánahæft eða ekki?
Vitað er, að við eigum innan-
lands mjög vel hæfa skipaverk-
fræðinga, vélfræðinga og kunn-
áttumenn i skipabúnaði öllum.
Við spyrjum enn. Leita lán-
veitendur virkilega ekki álits
hæfra manna um útboð og
smiðalýsingu á skipum, sem
veitt eru lán til? Spyr sá, sem
ekki veit, en vildi gjarnan vita.
Á að trúa þvi, að lánveitendur
hendi út hundruðum milljóna ó-
vitandi um, hvað verið er að
kaupa?
Samþykkja þeir með lokuðum
augum reikninga, sem gætu
verið svohljóðandi: An: 1 skip á
svo og svo mörg milljónahundr-
uð, eða eitthvað i þá átt?
Sllka spurningu ætti raunar að
vera óþarfi að bera fram en
verður varla hjá komizt.
Enn annað hangir aftan i
þessu öllu. Hvernig er háttað
um eftirlit með skipasmiðum
erlendis af hálfu kaupenda og
lánastofnana? Er það fullnægj-
andi, lélegt eða ekkert?
Hvernig var t.d. með Spánar-
togarana? Hvað kom til að það
skyldi þurfa að gera á þeim end-
urbætur nýsmiðuðum fyrir mill-
jónatugi — að sögn?
Allt þetta á þjóðin fullan rétt á
að vita vafningalaust. Hér er
verið i reynd að ráðskast með
hennar fé, hvort sem það er i
lánum, sem trúlega falla að ein-
hverju eða mestu leyti á hennar
herðar, eða þá beinlinis sparifé
hennar.
Óleystur er enn sá kapituli,
hvort eitthvað af rangfengnum
lánum hefur runnið beint i vasa
skipakaupenda eða ekki. Enn
mætti spyrja: Hafa slikir við-
skiptahættir viðgengist lengi,
eða eru þeir tiltölulega nýir af
nálinni?
Minnissamt er, þegar Svi-
þjóðarbátarnir voru keyptir, að
þá komu að minnsta kosti þeir,
sem fluttir voru inn i mitt
byggðarlag, sneisafullir af
sænskum húsgögnum og öðrum
heimilisbúnaði, þar á meðal
voru hljóðfæri!
ffér er þvi alls ekki haldið
fram, að um væri að ræða eitt-
hvað óheiðarlegt. En vissulega
undraðist margur þá einstæðu
kaupgetu, sem svokallaöir eig-
endur höfðu allt i einu, þó áður
ættu varla til stólkolla úr vondu
tré!
I HREINSKILNI SAGT
M«i*U»s IiI*
Grensásvegi 7
Sími 82655.
«?1
RUNTAL-OFNAR
Birgir Þorvaldsson
Sími 8-42-44
Aux^seruW'.
AUGLYSiNGASlMI
BLAOSINS ER
14906
Svefnbekkir ó
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.
2-
50-50
Sendi-
bíla-
stööin h.f.