Alþýðublaðið - 05.03.1978, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 05.03.1978, Qupperneq 1
alþýðu- blaöið Mlðnaðarhöfðingjarnir eitra fyrir okkur fæduna, en sálarllf þeirra er langtum eitraðra en líkamir okkar.” Tomoko, frumburður foreldr- anna Yoshiko og Yoshiko Ueraura i Minimata, er látin. Hún náði 21 árs aldri og var 234. förnarlambið vegna kvikasilfurmengunarinnar í litla þorpinu i Suður-Japan. A dánarbeði var hún prýdd með tilbúnum roða i kinnum og klædd fögrum og dýrum silkislopp. Yfir brjósti lágu kransar af marglit- um pappirsfuglum og blómum, sem i Japan voru tákn hamingju. Banamein hennar varð að lokum litilfjörleg ofkæling, sem engu máli hefði skipt fullhraustan ungling. Friður og ró hvildi yfir andlit- inu, og það leit út sem hún svæfi, sagði móðir hennar, þar sem hún sat við dánarbeð dóttur sinnar i hópi syrgjandi ástvina og samúð- arfullra granna og vina. öll fjölskyldan átti Tomoko lif sitt og heilbrigði að launa, þvi hún hafði á fósturskeiðinu hreinsað likama móður sinnar af kvikasilf- urseitruninni, en þar með hafði hún hlotið i vöggugjöf slikt magn af eitrinu, að áður var óþekkt. Kalla má, að fá eða engin lýs- ingarorð nái yfir þann óhroða sem dundi yfir Minimata eftir 1953. Þangað er að leita örlaga- valds Tomoko litlu. Allur heimurinn hefur átt kost á að sjá myndir af henni og dauða- merktum likama hennar undir lokin, þegar hún á 21 árs aldri hafði náð likamshæðinni 112 cm og 14 kg likamsþyngd! Minningargreinar um Tomoko birtust i flestum stórblöðum Jap- ans og þar var þess rækilega get- ið, að i raun og veru hefði hún lát- ið lifið, til þess að önnur eins ósköp og hún hafði orðið að þola, dyndu ekki yfir þjóðina óheft. Þannig hefur hún — i lifi og dauða — orðið nokkurskonar þjóðhetja, sem lét lifið, svo aðrir mættu halda þvi heilu. Tomoko fæddist 1956, einmitt þegar hinn „dularfulli” faraldur geisaði sem ákafast i Minimata. Fólk varð fársjúkt — bæði yngra og eldra — alveg fyrirvaralaust og sjúkdómurinn tók á sig margs- konar myndir. Hann orkaði á suma sem hrein vitskerðing, aðra þannig að þeir misstu algerlega jafnvægi og enn aðrir þjáðust af kvalafyllstu verkjum og krampa- flogum. Sæla hinna ungu foreldra, Yoshio og Yoshiko Uemura, yfir frumburði sinúm varð skamm- vinn. Litla stúlkan grét dag og nótt og þroskaðist alls ekki eins og venjulegt barn. Tveggja ára gömul gat hún ekki enn lyft höfði. Jafnvel þó margir bæjarbúar hefðu óljósan grun um að hér væri á ferðinni kvikasilfurseitrun, gátu menn ekki áttað sig á þvl, að Tomoko gæti verið sýkt af sliku. Hún hafði vissulega aldrei látið fisk inn fyrir sinar varir! „Þetta er lömunarveiki”, sögðu lækn- arnir, stutt og laggott. Það tók heil sex ár, að fólk fengi að vita, hvað hér var á ferðum. Rannsóknarmenn i stórborginni, Kumamoto, uppgötvuðu, að fjöldi barna hafði tekið eitrið I sig i móðurkviði og það hafði meira og minna eyðilagt heilafrumur þeirra. Nú fengu iðnaðarherrarnir kipp og Uemura fjölskyldan fékk tilboð um bætur i eitt skipti fyrir öll. Framboðnar voru 20-30 þús- Örlög Tomoko Uemura dómi Tomoko. Foreldrarnir voru skuldum vafin við ættingja og venzlafólk þótt heimilisfaðirinn legði nótt við dag alla daga árs- ins, til að afla nauðþurfta. Aldrei kom til mála, að senda Tomoko litlu á sjúkrahús. „Hið eina, sem unnt er að veita henni, er ástúð og umhyggju og hvorugs þess verður hún aðnjótandi á sjúkrahúsi”, sagði hin sorg- mædda móðir hennar. Um félags- lega hjálp var ekki að ræða, enda litið á allt slikt, sem hneisu i bæn- um. „Viö gátum varla' vænzt rétt- lætis”, sagði faðirinn, „þvi hér vorum við að striða móti straumi aldar”. Þetta var á þeim tima, sem Japanir voru að færast sem ákafast i herðarnar um frekari iðnvæðingu og þó einkum i efna- iðnaði. Allir kepptust við að lofa og prisa stóraukinn hagvöxt og töldu það hina einu réttu stefnu, hvað sem öðru liði. Hvi skyldu litilsverðir fiskikarlar og kerling- ar eiga að geta sett fætur fyrir þjóðarnauðsyn og þjóðarsóma! Það voru 27 fjölskyldur, sem höfðu — misjafnlega þó — orðið anna. Og þessi hreyfing breiddist út eins og eldur i sinu um allt land. Nú fékk fólk fyrst að vita, hvað á seyði var, og hvað gæti verið i vændum. Réttarhöldin urðu aðeins litill hluti af umfangi málsins og voru þau þó langdregin. Iðnaðarfurst- arnir ætluðu að beita bæði fé og fyrir höfn, til þess að draga allt á langinn i von um að fólk gæfist upp, fyrst og fremst vegna féleys- is. Ýmsar aðferðir voru nýttar, meðal annars málskot til inn- lendra og erlendra sérfræðinga. En hið fátæka fólk létekki bugast. Efnt var til fjöldafunda, þar sem hin sjúku börn og aðrir einstakl- ingar var sýnt og liðan þeirra og lifsmöguleikum lýst. Tomoko litla var — án þess að gera sér grein fyrir — þátttakandi i fjölda slikra funda, i faðmi móður sinnar, sem barðist ókvalrátt. Hún varð brátt landsþekkt tákn þess voða, sem stafaði af purkunarlausum að- gerðum iðnjöfranna og þeir gerðu kuldalegt gys að baráttu fátækl- inganna. „Þetta er fjárkúgun”, sögðu þeir. jafnvel velflestra landsins barna”. Samheldni fátæklinganna var aödáanleg og frá baráttu þeirra er margs að minnast, sem gæti verið öörum leiðarljós, jafnvel i minni þrengingum. Ákveðið hafði verið, að Tomoko færi til Stokkhólms 1972 ásamt móður sinni, á umhverfisvernd- arráðstefnu sameinuðu þjóðanna. Af þvi varð þó ekki, þvi á siðustu stundu hætti móðir hennar við förina, vegna þess að hún óttaðist að Tomoko þyldi ekki flugferðina. Grannkona hennar og vinkona fór i hennar stað og gögn þau, sem hún flutti með sér um Tomoko voru hinum háu herrum á ráð- stefnunni ósvikin hrollvekja. Ari siðar féll svo dómurinn i Kumamoto. Þar voru iðnjöfrarnir dæmdir til að greiða hinum sjúku allt að 70 milljónum króna, hverj- um. „Við höfðum náö takmarki okkar”, sagði frú Uemura, „en okkur fannst samt ekki að um neinn eiginlegan sigur væri að ræða. Allur auður veraldarinnar gat ekki greitt fyrir lif og heilsu Tomoko, og viö fundum, að þrátt til að reisa sér bústað sem gæti veitt hinni sjúku dóttur allt, sem i mannlegu valdi stæði. Vafamál er, að Tomoko litla hafi nokkru sinni gert sér grein fyrir þvi breytta ástandi. Til siðasta dags hennar var það ást og umhyggja móðurinnar, hið eina, sem virtist létta þjáningarnar. Þess hafði hún notið frá upphafi og þess- vegna treindist lif hennar — ef lif skyldi kalla — svo lengi, sem raun varð á. Við gröf hennar fórust skáld- konunni, Michiko Ishimure, sem sjálf þjáist af kvikasilfurseitrun, en er talin i hópi fremstu rithöf- unda Japans, þannig orð: „Iðnjöfrarnir eru sjálfir sýktari en fórnarlömb þeirra. Þrátt fyrir óskerta ytri sjón, sjá þeir ekki alla þá eymd sem þeir hafa vald- ið. óbiluð heyrn þeirra nemur samt ekki kvein þeirra, sem þjást af þeirra aðgerðum. Þeir forðast að reyna aö skilja glæpi sina og þagga niður alla samvizku. Þeir eitra fyrir okkur fæðuna, en sál- arlif þeirra er lengtum eitraðra en likamir fórnarlambanna”! und krónur, „enda verði ekki meira minnst á málið”! fylgdi með. Þetta átti að bæta fyrir alla þá eitrun, sem verksmiðja þeirra hafði beinlinis verið völd að og sýkt allan fisk i nágrenni Minimata! En Uemura fjölskyld- an hafnaði boðinu, þrátt fyrir sára fátækt, sem ekki hvað sizt stafaði af þvi, að hún leitaði rán- dýrrar læknishjálpar við sjúk- fyrir barðinu á eitruninni, sem lögðu málin fyrir dómstóla. Þetta var gert i trássi við almennings- álit og jafnvel við hótanir um „alvarlegar afleiðingar” af þessu skrefi frá iðnaðarfurstum og handbendum þeirra. Hin svokallaða „Minimata- hreyfing”, sem upphófst 1968 varð brátt einskonar uppreisn gegn hagvaxtarspeki iðnjöfr- „Fjöldamorðingjarnir létu sér ekki nægja”, sagði frú Uemura, „að ásaka okkur um að við hætt- um lifi og heilsu barna okkar með fiflalátum, heldur létu þeir sér sæma að standa fyrir árásum glæpalýðs á heimili okkar. Okkur var misþyrmt á ýmsa vegu. En okkar skoðun var, að ef við létum ekki sverfa til stáls, værum við að bregðast framtið barna okkar — fyrir dóminn var afstaða stjórn- valda og iðnjöfra óbreytt! Þeir keyptu okkur af höndum sér, til þess að öðlast „húsfriö”, en ekki af þvi að þeir létu sér skiljast sitt glæpsamlega athæfi. Þessvegna er baráttan alls ekki til lykta leidd og verður ekki fyrr en hætt- unni er bægt frá komandi kynslóðum”. Uemura fjölskyldan notaði féð

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.