Alþýðublaðið - 08.03.1978, Page 1
MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ
Ritstjórn bladsins er
til húsa í Sídumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91) 81976
Vantar lodnu í verksmiðjurnar í Reykjavík:
„Hættur að trúa því að
við fáum nokkuð f ár”
— SEGIR JÓNAS JÓNSSON AÐ KLETTI
— Ég er eiginlega
hættur aö trúa þvi að
við fáum nokkra loðnu
á þessari vertið og er
þvi ekki sérlega bjart-
sýnn um þessar mund-
ir, sagði Jónas Jóns-
son, framkvæmda-
stjóri fiskmjölsverk-
smiðjunnar að Kletti og
i örfirisey i gær.
Fiskmjölsverksmiðj-
urnar að Kletti og i
Örfirisey hafa staðið
klárar fyrir loðnumót-
töku vikum saman og
margt verkafólk beðið
loðnunnar, en loðnan
hefur látið biða eftir
sér og ekki útlit fyrir að
unnið verði úr neinu
sem nemur af loðnu á
vertiðinni.
Hefur lo&nugangan fyrir
Austurlandi hegðaö sér all-ein-
kennilega, gengið annaö hvort
mjög hægt eða jafnvel staðið i
stað. Er það þveröfugt við það
sem áður hefur gerzt meö
loðnugöngur.
Jónas Jónsson sagði að þaö
væri auðvitað ekki á sinu færi að
segja livað ylli breytingum á
loðnugöngunni nú, en mönnum
dytti þó tvennt i hug. Annars
vegar það að ef til vill væri
hreinlega búið að ofveiða loön-
una og mætti t.d. i þvi sambandi
benda á reynslu sjómanna við
Noreg. A loðnuvertiðini i ár þar
við land hefur aðeins veiðst inn-
an við helmingur af þeim afla
sem áður veiddist að meðaltali.
t annan stað gæti ieikmanni
dottið i hug að loðnuveiðarnar
fyrir Norðurlandi i fyrra hafi
hafteinhver áhrif á loðnugengd-
ina nú.
Jónas Jónsson kvað dæmi um
það að verksmiðjurnar á Kletti
og i örfirisey hafi tekið á móti
loðnu i byrjun febrúar, en
vinnslugeta þeirra, miðað við 2
1/2 mánuð, væri yfir 50 þús.
tonn.
Kauptaxtar atvinnurekenda:
kjara
Brjóta í bága við
skerðingarlögin!
Alþýðusamband islands
sendi í gær út yfirlýsingu í
tilefni frétta frá atvinnu-
rekendum um að kauptaxt-
ar þeir sem verkalýðs-
félögin hafa nú gefið út séu
ógildir. Segir ASiþaðkröfu
launafólks að farið verði
eftir kjarasamningunum
frá 22. júní 1977. Þeir taxt-
ar sem gefnir haf i verið út
séu í samræmi við ákvæði
þess samnings/ auk þess
sem tekið sé tillit til breyt-
inga sem felast í tilkynn-
ingu Kauplagsnefndar frá
20. febrúar. I þessari til-
kynningu segir orðrétt:
„Verðbótavisitala reiknuð eftir
framfærzluvisitölu 1. febrúar 1978
samkvæmt ákvæðum 1. og 2. lið 3.
gr. i kjarasamningi ASl og sam-
taka vinnureitenda frá 22. júni
1977, er 123.4 stig (grunntala 100
hinn 1. mai 1977). Verðbótaauki
samkvæmt ákvæðum i 3. og 4. lið
3. gr. i fyrrnefndum samningi er
sem svarar. 2.91 stigi i verðbóta-
visitölu. Verðbótavisitala að við-
bættum verðbótaauka er þannig
126.15 stig, og er þar um að ræöa
12.13 stiga hækkun á þeirri visi-
tölu, sem verðbætur eru greiddar
eftir á yfirstandandi 3ja mána&a
tlmabili. Hækkun þessi er 10.64%
en vegna breytts launagrunns 1.
desember 1977 felst i þessu, að
viðkomandi kjaraákvæðum
óröskuðum, 12.33% hækkun á nú-
gildandi mánaðarlaunum, eftir
að þau hafa veriö lækkuö sem
svarar fjárhæð ver&bótaauka 1.
desember 1977, sem er 1.590 kr.”
Alþýðusamband Islands hefur
og bent á, að taxtar þeir sem at-
innurekendur og fjármálaráðu-
neytiö senda nú frá sér eru reikn-
aöirmiðaö viö hálfar visitölubæt-
ur. Þetta gildir einnig um lægstu
taxtana, og brýtur þar með þar
af leiðandi ótvirætt i bága við þau
„ólög sem þessir aðilar leggja nú
megináherzlu á aö virða skuli.
Hvergi sést örla á þeim láglauna-
bótum sem 2. grein ólaganna er
ætlað að tryggja láglaunafólki.
Lftil saga frá launadeild Reykjavíkurborgar:
HENTI KAUPTÖXTUM
SÓKNAR í RUSLIÐ!
Þaö voru kaldar kveöjur
sem starfsmaður á skrif-
stofu Starfsmannafélags-
ins Sóknar fékk hjá full-
trúa á launadeild Reykja-
vikurborgar í gærdag.
Sóknarmaöurinn kom á
launadeildina í þvi skyni að
afhenda kauptaxta Sókn-
ar, sem er í gildi frá og
með 1. marzs.l. Fulltrúinn,
Geir Guðmundsson að
nafní,var í simanum þegar
starfsmann bar þar að og
lagði starf smaðurinn
kauptaxtann á skrifborðið
fyrir framan hann og
hugðist síðan fara.
En fulltrúinn geröi sér litið fyr-
ir, tók kauptaxtann og fleygöi
honum i ruslakörfuna án þess aö
lita á hann! Benti hann starfs-
manni Sóknar að doka við, þar til
simtalinu væri lokið, og urðu sið-
an nokkur orðaskipti milli þeirra.
Engar skýringar gaf fulltrúinn á
geröum sinum aðrar en þær að
kauptaxtarnir væru „lögbrot”, en
staöreyndir málsins eru hins veg-
ar þær, að kauptaxtar þeir sem
atvinnurekendur hafa gefið út eru
bæði brot á löglegum kjarasamn-
ingum og einnig á kjaraskeröing-
arlögum rikisstjórnarinnar!