Alþýðublaðið - 08.03.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. marz 1978
...en hefurðu heyrt þennan um.?
Menn og hestar
Það var i morgunnepj-
unni á miðvikudaginn, að
blaðamenn skröltu í biltik-
inni að hesthúsum Fáks við
Elliðaár. Við vorum sann-
kallaðir brautryðjendur,
því þess voru engin merki,
að annar bill hefði ekið
þennan veg um morguninn
og þvi var stöðug hætta á
að bíllinn festist.
En þó svo hitastigið sé
öfugu megin við frost-
markið og norðan strekk-
ingur bætist við ófærðína,
þá verður að sinna hestun-
um í hesthúsum Fáks. Þær
aðfarir ætluðum við að
skoða.
Það var búið að hleypa
nokkrum hestum út, svo
þeir gætu hreyft sig. Þeir
voru kátir og ólmir, fegnir
þvi að geta hreyft sig.
Ljósmyndarinn brá sér i
leikinn með þeim og mynd-
aði í gríð og erg. Það kom
þó í Ijós, að klárarnir voru
betur undir kuldann búnir
en venjulegir blaðamenn
og við vorum því fegnir að
geta þíttokkar frostbólgnu
andlit og köldu tær í ylnum
i hesthúsinu.
í hesthúsinu var ungur
maður að brynna hestun-
um.
Við röbbuðum lítillega
við hann meðan við vorum
að fá lif í tærnar aftur.
Hann sagði okkur, að
Fákshúsin þarna upp frá
Nei, heyrðu, bara einn I einu
væru 8 talsins og hestarnir
hátt á þriðja hundrað.
Fastir starfsmenn eru 5,
tveir i tamningum og þrír í
hirðingum. Starf hirð-
ingarmannsins felst aðal-
lega í að þrifa hestana og
umhverfi þeirra og gefa
þeim.
Eigendur hestanna koma
flestir reglulega og líta
eftir þeim og ríða þeim.
Von var á mörgum eigend-
um þennan dag, þar sem
flestir voru i verkfalli til
að mótmæla kjaraskerð-
ingarlögum ríkisstjórnar-
innar.
I þann mund að blaða-
menn voru farnir að geta
brosað þjáningarlaust voru
nokkrir hestaeigendur
komnir. Og er við börð-
umst gegn stórhrið og
kulda í pislargöngu vorri
að bíltíkinni, sáum við að
einn var kominn á bak og
reið í gegnum snjókófið á
hesti sínum eins og um há-
sumar væri.
f . ^
Myndir:
Gunnar E. Kvaran
Texti:
Axel Ammendrup
Aldrei get ég lært að ganga i hálku.
Hann reið hesti sínum og lét nepjuna ekki á sig fá